Réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi flutt til heimalandsins þar sem stjórnvöld fyrirskipuðu aftökuna

Réttarhöldin vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi verða flutt frá Tyrklandi og til Sádi-Arabíu. Óttast er að málinu sé þar með lokið án þess að þeir sem fyrirskipuðu morðið verði látnir sæta nokkurri ábyrgð.

Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sást aldrei aftur eftir að hann gekk inn í sendiráð Sádi-Arabíu 2. Október 2018.
Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sást aldrei aftur eftir að hann gekk inn í sendiráð Sádi-Arabíu 2. Október 2018.
Auglýsing

Dóm­stólar í Tyrk­landi hafa sam­þykkt að flytja eigi rétt­ar­höld vegna morðs­ins á sádi-­ar­ab­íska blaða­mann­inum Jamal Khas­hoggi, sem myrtur var í sádi-­ar­ab­íska sendi­ráð­inu í Ist­an­búl árið 2018, til Sádi-­Ar­ab­íu. Mann­rétt­inda­sam­tök telja þannig alla von úti um að rétt­læti náist vegna máls­ins.

Blaða­mað­ur­inn Jamal Khas­hoggi sást aldrei aftur eftir að hann gekk inn í sendi­ráð Sádi-­Ar­abíu 2. Októ­ber 2018 þangað sem hann var mættur til þess að sækja papp­íra svo hann gæti kvænst tyrk­neskri unn­ustu sinni, Hat­ice Cheng­iz. Síðar kom í ljós að hann hafði verið myrtur og sund­ur­bút­aður í sendi­ráð­inu og að morðið hafi jafn­vel verið fyr­ir­skipað af Mohammed bin Sal­man, krón­prinsi Sádi-­Ar­ab­íu, en Khas­hoggi hafði flúið heima­landið árið 2017 og meðal ann­ars skrifað greinar fyrir Was­hington Post þar sem hann gagn­rýndi aukna vald­boðs­stefnu krón­prins­ins. Lík blaða­manns­ins hefur aldrei fund­ist.

Auglýsing

Þrátt fyrir að rétt­ar­höldin í Tyrk­landi vegna máls­ins hafi í reynd aðeins verið tákn­ræn, þar sem Sádi-­Ar­abía hafði neitað að fram­selja neinn þeirra grun­uðu í mál­inu, hafði í það minnsta staðið vonir til þess að þau myndu varpa betra ljósi á það sem raun­veru­lega gerð­ist í aðdrag­anda morðs­ins og í sendi­ráð­inu þennan örlaga­ríka dag, sem og hverjir raun­veru­lega hafi borið ábyrgð á því sem þar gerð­ist. Meðal ann­ars var von­ast til að upp­taka sem tyrk­neska leyni­þjón­ustan á af athæf­inu, sem og ráða­gerðum ráða­manna um yfir­hylm­ingu morðs­ins, yrði gerð opin­ber. Nú er hins vegar talið ólík­legt að svo geti orð­ið.

Aðal­dóm­ari í mál­inu, sem las upp ákvörðun dóms­ins um að flytja ætti málið til Sádi-­Ar­ab­íu, var aðeins skip­aður nýlega og hefur hann aðeins setið þrjár áheyrnir tengdar mál­inu, að því er segir í umfjöllun New York Times, og er talið að skipun hans hafi verið póli­tísk þar sem Tyrk­land vinni nú að því að bæta sam­band sitt við Sádi-­Ar­abíu og að ákvörð­unin um að flytja rétt­ar­höldin séu liður í þeirri áætl­un.

Ekk­ert rétt­læti fyr­ir­finn­ist í Sádi-­Ar­abíu

Stjórn­völd í Tyrk­landi hafa neitað því að um póli­tíska ákvörðun hafi verið að ræða og að gengið verði úr skugga um að rétt­ar­höld­unum verði haldið áfram í Sádi-­Ar­ab­íu. Það þykir hins vegar afar ólík­legt, en Recep Tayyip Erdogan Tyrk­lands­fors­seti, ásamt öðrum hátt­settum emb­ætt­is­mönnum þar í landi, hefur áður sagt að ekk­ert rétt­læti fyr­ir­finn­ist í Sádi-­Ar­ab­íu. Þá hafa nokkrir þeirra sem gegna rétt­ar­stöðu grun­aðra í vegna máls­ins í Tyrk­landi þegar verið sýkn­aðir vegna þess í Sádi-­Ar­ab­íu.

Sádi-­Ar­abía hélt sín eigin rétt­ar­höld vegna máls­ins árið 2019 og dæmdi þar fimm til dauða og þrjá til við­bótar til fang­els­is­vistar vegna máls­ins. Dómur þeirra fimm sem hlotið höfðu dauða­dóm var hins vegar breytt í fang­els­is­vist ári síðar eftir að einn sona Khas­hoggi var sagður hafa fyr­ir­gefið bana­mönnum föður síns. Menn­irnir sem hlutu dóma í mál­inu hafa hins vegar aldrei verið nafn­greindir og voru rétt­ar­höldin yfir þeim, ásamt dómunum sem þar féllu, liður í her­ferð sádi-­ar­ab­ískra stjórn­valda í að reyna að hylma yfir aðkomu æðri stjórn­valda þar í landi og að stimpla morðið sem ein­hvers konar óheim­ila aðgerð (e. rogue oper­ation) nokk­urra manna.

Lög­maður Hat­ice Cheng­iz, unnust­unnar sem Khas­hoggi hugð­ist kvænast, og fór því þessa örlaga­ríku ferð í sendi­ráðið í Ist­an­búl 2. októ­ber 2018, hefur gefið út að ákvörðun tyrk­neskra dóm­stóla um að málið verði flutt til Sádi-­Ar­abíu verði áfrýj­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar