Í þá tíð… Glórulausi uppreisnarseggurinn

Fjöldamorðinginn Charles Starkweather skildi eftir sig ellefu fórnarlömb og goðsögn sem enn lifir.

Charles Starkweather myrti ellefu manns, þar af tíu á þriggja daga yfirreið yfir Nebraska og Wyoming í ársbyrjun 1958.
Charles Starkweather myrti ellefu manns, þar af tíu á þriggja daga yfirreið yfir Nebraska og Wyoming í ársbyrjun 1958.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 59 árum, hinn 29. jan­úar árið 1958, hand­sam­aði lög­regla í Wyom­ing-­ríki í Banda­ríkj­unum 19 ára pilt að nafni Charles Star­kwe­ather og fjórtán ára kær­ustu hans, eftir blóði drifna eft­ir­för. Mál Star­kwe­athers vakti mikla athygli á sínum tíma og er hann enn með alræmd­ari fjöldamorð­ingum sög­unn­ar, sér­stak­lega þar sem hann var spyrtur saman við sam­fé­lags­breyt­ingar sem voru að eiga sér stað í Banda­ríkj­unum og víðar á Vest­ur­lönd­um, þar sem ungt fólk var að brjót­ast út úr viðjum hefð­anna. Upp frá þessu hefur margoft verið vísað til ill­virkja Star­kwe­athers í tón­list og kvik­mynd­um.

Saga Star­kwe­athers hefst árið 1938 þegar hann fædd­ist inn í verka­manna­fjöl­skyldu í borg­inni Lincoln í Nebr­aska. Hann ólst upp í fátækt, en for­eldrar hans voru engu að síður álitin sóma­fólk og í æsku var fátt sem benti til þess sem átti fyrir Charles að liggja. Hann þótti indæll dreng­ur, en mátti líða mikla stríðni í skóla, meðal ann­ars vegna þess að vegna fæð­ing­argalla voru fót­leggir hans skakk­ir. Charles glímdi einnig við námsörð­ug­leika og var mál­halt­ur.

Hann var hins vegar alla sína tíð mik­ill íþrótta­maður og naut­sterk­ur. Kraft­ana nýtti hann hins vegar fyrst og fremst í að snúa tafl­inu við, og í stað þess að láta ofbeldi yfir sig ganga fór hann að slást og mis­þyrma sam­nem­endum sín­um.

Auglýsing

Á ung­lings­árum varð Charles hug­fang­inn af leik­ar­anum James Dean, sem varð átrún­að­ar­goð tán­inga með frammi­stöðu sinni í East of Eden og ekki síður í Rebel Wit­hout a Cause – Upp­reisn­ar­seggur án mál­staðs – áður en hann lést af slys­förum árið 1955. Það var ekki síst í hlut­verki upp­reisn­ar­seggs­ins sem Charles þótti finna sig.

Fas Starkweathers, hárgreiðsla og klæðaburður þótti minna um margt á táningahetjuna James Dean, sem var frægur fyrir að leika unga utangarðsmenn.

Átján ára gam­all hóf hann sam­band við Caril Ann Fuga­te, sem var aðeins þrettán ára göm­ul. Charles hafði hætt í skóla 16 ára gam­all og vann eftir það ýmis verka­manna­störf, en hélst illa á vinnu og fór að sjá glæpi sem sitt eina tæki­færi til að kom­ast til álna.

Einn kaldan vetr­ar­dag, 1. des­em­ber árið 1957, lá fyrsta fórn­ar­lamb Charles Star­kwe­ather í valn­um.

Hann hafði ákveðið að ræna bens­ín­stöð og stolið hagla­byssu af frænda vinar síns í þeim til­gangi. Afgreiðslu­mað­ur­inn Robert Col­vert var 21 árs gam­all, nýkvæntur og barn á leið­inni, þegar Charles óð inn á verk­stæðið til hans og krafð­ist þess að fá allt úr pen­inga­kass­an­um. Þar var úr litlu að moða, rétt um 100 dal­ir, sem þó var jafn­virði rúm­lega tveggja vikna launa Charles við sorp­hirðu í Lincoln. Col­vert hafði ekki aðgang að pen­inga­skáp eig­and­ans. Charles neyddi hann með sér upp í bíl og ók í burtu og skaut hann svo til bana og skildi eft­ir, ekki langt frá.

Morðið vakti mikla athygli í fásinn­inu og lög­reglan trúði því að þarna hefði flæk­ingur verið að verki og böndin beindust því ekki að Star­kwe­ather sem for­hert­ist enn við ill­virk­ið.

Caril Ann Fugate var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún var dæmd meðsek um morð. Hún sat í fangelsi til ársins 1973.Lánið lék þó síður en svo við Charles sem varð fljót­lega atvinnu­laus á ný og átti ekk­ert nema kærust­una sína, Caril Ann. For­eldrar hennar voru þó skilj­an­lega ósátt við sam­bandið og magn­að­ist þar á milli upp mikil kergja sem sprakk svo hinn 21. jan­úar þegar Charles kom að heim­ili Caril Ann, vopn­aður riffli. Þar myrti hann móður henn­ar, stjúpa og tveggja ára gamlan bróð­ur.

Hlut­verk Caril Ann, eða þátt­taka í morð­unum var aldrei fylli­lega leitt í ljós þar sem hún hélt fram sak­leysi sínu, en það sem skyggir á þá sögu var einna helst sú stað­reynd að þau skötu­hjú héldu til í hús­inu í sex daga áður en þau flúðu af vett­vangi þegar lög­regla var loks á leið á vett­vang.

Þar hófst hel­reið þeirra fyrir alvöru, en næstu þrjá daga óku þau um á flótta. Fyrst myrtu þau fjöl­skyldu­vin Star­kwe­athers, hinn 72ja ára Aug­ust Meyer, og dag­inn eftir ung­lingspar sem bauð þeim far úti á þjóð­vegi. Leiðin lá svo aftur til Lincoln, af öllum stöðum þar sem Star­kwe­ather og Caril Ann brut­ust inn í glæsi­hýsi eins rík­asta manns borg­ar­inn­ar, C. Lauer Ward og myrtu hann, eig­in­konu hans og ráðs­konu þeirra. Blöðin fjöll­uðu af áfergju um eft­ir­för­ina og Charles gekkst mjög upp í þeirri athygli sem þau höfðu vak­ið.

Það var svo um nótt­ina eftir sem þau ákváðu að stinga af og reyna að kom­ast til Was­hington-­rík­is. Þau komust yfir ríkja­mörkin frá Nebr­aska til Wyom­ing þegar þau ákváðu að skipta um bíl. Þau stöðv­uðu því við kyrr­stæðan bíl þar sem far­and­skó­sölu­mað­ur­inn Merle Coll­i­son hafði lagt sig um stund­ar­korn. Charles skaut Coll­i­son til bana og þau hugð­ust halda flótt­anum áfram eftir það, með líkið í bíln­um.

Vanda­málið var þó að þau kunnu ekki að taka bíl­inn úr hand­bremsu. Þegar hjálp­samur veg­far­andi kom að, ógn­aði Charles honum með byss­unni, en úr urðu mikil átök milli þeirra og enn fór að síga á ógæfu­hlið­ina hjá morð­ingj­anum unga þegar lög­reglu­bíll kom aðvíf­andi.

Caril Ann hljóp þá út úr bíln­um, að lög­reglu­mann­inum og hróp­aði á hann að Charles væri morð­ingi. Charles stökk þá upp í bíl og æddi í burtu en var hand­samaður skömmu síð­ar.

Starkweather var handsamaður eftir eltingaleik og skotbardaga við lögreglu.

Mál Star­kwe­athers vakti mikla athygli á lands­vísu og fylgd­ust fjöl­miðlar náið með fram­vindu mála. Charles hélt því fyrst fram að Caril Ann væri sak­laus og hann bæri sjálfur alla ábyrgð á morð­un­um.

Eftir því sem leið á rétt­ar­höldin breytti hann hins vegar frá­sögn sinni og sagði stúlk­una hafa tekið fullan þátt í ódæð­unum og jafn­vel myrt sum fórn­ar­lambanna sjálf.

Lög­menn Star­kwe­athers reyndu að bera því við að hann væri ósak­hæfur sökum geð­trufl­ana, en kvið­dómur dæmdi hann sek­an, sem og Caril Ann, en sökum ungs ald­urs var hún ekki dæmd til dauða eins og Charles, heldur í lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Charles Star­kwe­ather var tek­inn af lífi í raf­magns­stól í júní árið eft­ir, en Caril Ann sat í fang­lesi til árs­ins 1973. Hún er á lífi enn þann dag í dag.

Þrátt fyrir að málið hafi vakið mikla athygli á sínum tíma var það ekki fyrr en löngu seinna þegar farið var að vísa í það í banda­rískri dæg­ur­menn­ingu og þá í sam­hengi þeirrar sam­fé­lags­legu firr­ingar sem Star­kwe­ather á að hafa upp­lif­að.

Meðal ann­ars má nefna kvik­mynd­ina Bad­lands frá árinu 1973, sem Ter­ence Malik leik­stýrði og fjallar einmitt um ungt par sem ferð­ast um og drepur fjölda manns, og fleiri „vega­mynd­ir“ eins og Kali­fornia og Natural Born Kill­ers. Skýrasta og fræg­asta vís­unin er hins vegar án efa tit­il­lag plöt­unnar Nebr­aska sem Bruce Springsteen gaf út árið 1982, þar sem text­inn er í fyrstu per­sónu út frá meintri upp­lifun Star­kwe­ather.

From the town of Lincoln, Nebr­aska with a sawed off .410 on my lap T­hrough to the bad­lands of Wyom­ing I killed everyt­hing in my path

I can't say that I'm sorry for the things that we done At least for a little while sir me and her we had us some fun

Hvernig sem á málið er litið náði ógæfu­pilt­ur­inn Charles Star­kwe­ather einu tak­marki sínu – að vekja athygli og verða minnst fyrir eitt­hvað á ævi­skeiði sínu.Aðrir mark­verðir atburðir sem gerð­ust 29. jan­ú­ar:

1813

Jane Austin gefur út bók­ina Hroki og hleypi­dóm­ar.

1820

Georg III Eng­lands­kon­ung­ur, „hinn óði“, deyr eftir að hafa glímt lengi við geð­ræn vanda­mál.

1845

Hrafn­inn, eitt höf­uð­verka Edgars Allan Poe kemur fyrst út á prenti.

1886

Karl Benz fær einka­leyfi á fyrstu elds­neytisknúnu bif­reið­inni.

1950

Óeirðir í Suð­ur­-Afr­íku eftir mót­mæli við aðskiln­að­ar­stefnu stjórn­valda.

1963

Bret­landi var meinuð aðild að Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu, sem síðar varð Evr­ópu­sam­band­ið.

1976

Tólf sprengjur springa í West End hverfi Lund­úna. Einn borg­ari særð­ist. Írski lýð­veld­is­her­inn lýsir ábyrgð á hendur sér.

1996

Kán­trí­stjarnan Garth Brooks neitar að taka við verð­launum sem vin­sæl­asti tón­lista­mað­ur­inn á Amer­ican Music Awards þar sem honum fannst Hootie and the Blowfish frekar eiga þau skil­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None