Litlar sögur úr samfélagi heyrnarlausra

stuttmyndin kári
Auglýsing

Elsa G. Björns­dóttir útskrif­að­ist frá Kvik­mynda­skóla Íslands árið 2010. Árið 2015 skrif­aði hún, fram­leiddi og leik­stýrði fyrstu stutt­mynd­inni sinni, „Sagan Enda­lausa“ sem síðar sama ár hlaut verð­laun sem besta myndin á Clin d'Oeil há­tíð­inni í Reims í Frakk­landi. Hún hefur síðan farið á nokkrar hátíðir erlendis og verður m.a. sýnd á Stock­fish Film Festi­val  2017 sem stendur yfir dag­anna 23. feb - 5. mars næst­kom­and­i. 

Elsa G. Björns­dóttir stendur ein á bak við fram­leiðslu stutt­mynd­ar­innar Kára ásamt því að skrifa hand­ritið og leik­stýra. 

Hvað kom til að þú hentir þér út í þetta verk­efni ein?

Auglýsing

„Já, ég er svo­lítið brjáluð að leggja út í þetta verk­efni alein, en aðal­lega er ég óþol­in­móð og gott ef ekki svo­lítið hvat­vís. Ég skellti bara öllu í gang þegar ég hélt að ég væri komin með nægi­legt fjár­magn í verk­ið. Það er ástæðan fyrir því að núna sit ég uppi með uppurið fjár­magn og óklárað verk þar sem kostn­að­ur­inn var meiri en gert ráð var fyr­ir.“

Um hvað fjallar stutt­myndin Kári? 

„Stutt­myndin er í raun sam­an­safn af mörgum litlum sögum bæði sann­sögu­legum sem og sögu­sögnum úr döff­sam­fé­lag­inu þ.e. sam­fé­lagi heyrn­ar­lausra, sem þekkja öll það tíma­bil þegar tákn­málið var bannað og fjöl­skyldur not­uðu ein­hvers konar heima­til­búið tákn­mál í allra ein­föld­ustu sam­skipt­in. Döff fólk sem búsett var úti á landi á þeim tímum muna líka vel eftir því að vera rifin í burt frá fjöl­skyld­unni án þess að fá skýr­ingu né hafa neinn skiln­ing á því sem var að gerst. Aðstand­end­ur, sér­stak­lega þá for­eldrar finna sum hver enn fyrir þeim erf­iða sárs­auka sem fylgdi því að þurfa að senda börnin sín ung að árum suður á heima­vist og geta ekki einu sinni gefið þeim útskýr­ingu á hvað væri að ger­ast.

Stutt­myndin Kári fjallar um 6 ára strák sem hrindir bróðir sínum í sjó­inn og þá eft­ir­sjá sem fylgir honum inn í full­orð­ins­árin að hafa gert þetta þeim sem hann unni og tengd­ist mest. Á full­orð­ins­árum kemst Kári að því að allt sem hann skynj­aði og skildi út frá þeim litlu sam­skiptum sem hann átti við fólkið sitt í æsku var í raun byggt á mis­skiln­ing­i.“

Þú minnt­ist á að tungu­málið skipi stóran sess í mynd­inni, hvernig þá?

„Já, tungu­málið er upp­spretta sög­unnar um orsök og afleið­ingar sam­skipta­leys­is. Tungu­málið bæði mótar hug­ar­heim Kára og þá til­veru sem hann býr við. Myndin er að sumu leyti tekin upp í point of view senum út frá Kára og þær senur munu vera hljóð­lausar til að gefa áhorf­and­anum inn­sýn í hverju Kári var að missa af í upp­lýs­inga­formi frá umhverfi sínu. Áhorf­and­inn fær þannig að stiga í hans spor í nokkur augna­blik. Aðal tungu­málin í mynd­inni er íslenskan sem fjöl­skyldan og aðrir tala sín á milli fyrir utan Kára sem á ein­göngu sam­skipti þegar talað er við hann á því heima­gerða tákn­máli sem þau hafa þróað með sér, sér­stak­lega bróðir hans Björn.“Er eitt­hvað sem þú myndir gera öðru­vísi varð­andi vinnslu mynd­ar­innar þegar þú lítur til bak­a? 

„Ég var með magnað starfs­fólk og stór­kost­lega leik­ara í kringum og við tök­ur. Fullt af hæfi­leika­búntum sem gáfu mynd­inni svo mik­ið, ég hefði ekki viljað velja neitt öðru­vísi. 

Ég get bara ekki sagt að það sé nein eft­ir­sjá þó ég finni það vel að það er ekk­ert snið­ugt að vera einn að fram­leiða heila stutt­mynd, auð­vitað lærir maður lang mest af þeim mis­tökum sem maður ger­ir. Ég get samt get varla kallað það mis­tök að fara ein út í svona stóran pakka því sú stað­reynd situr eftir að eftir þrot­lausa vinnu þar sem hug­ur, hjarta og sál er allt lagt í þetta ferli þá kenndi það mér meira en hefði getað ímyndað mér. Sá lær­dóm­ur, reynsla og upp­lifun hefði aldrei getað komið frá þeirri menntun sem ég fékk í Kvik­mynda­skól­anum og þá er ofsa­lega mikið sagt því þetta er góður skóli og góð mennt­un. Það er mér svo dýr­mætt að búa að þessu að ég gæti ekki fórnað því með því að spóla til baka og gera eitt­hvað öðru­vísi eins og að safna í eitt gott fram­leiðsluteymi með mér auka­lega í verkið í heild en það mun ég þó klár­lega gera næst. Kári er því og mun alltaf vera ein­stök mynd í mínum huga enda alveg ein­stök saga og verk­efni sem ég er óend­an­lega stolt af.

Hver eru næstu skref?

„Hóp­fjár­öfl­unin á Karol­ina Fund stendur nú yfir fyrir Kára og upp­hæðin verður notuð í útgjöld og kostnað í tengslum við hljóð­vinnslu og tón­list. Öll tón­listin sem notuð verður í mynd­inni er frum­samin og því ekk­ert til­búið á lager sem biður eftir að ég skelli því undir í klippi­for­rit­inu. Það er nú kannski eins gott að ég sé heyrn­ar­laus því ann­ars myndi ég örugg­lega reyna að glamra þetta sjálf á gítar og mixa hljóðið sem er nátt­úr­lega alls ekki góð hug­mynd en væri ótrú­lega mikið mér líkt að fram­kvæma eitt­hvað þannig.

Karol­ina Fund er auð­vitað allt eða ekk­ert vett­vangur og því fjár­magn­ast stutt­myndin Kári ein­ungis ef 7500 evrur safnast, ég ákvað að heita á lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og láta 10% upp­hæð­ar­innar renna til þeirra svo það kemur nú ekki annað til greina en að trúa því ein­læg­lega og af öllu hjarta að þetta muni takast.“ Hægt er að styðja verk­efn­ið hér á Karol­ina Fund

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None