Er svarið við sýklalyfja-ónæmi í augsýn?

baktería
Auglýsing

Ógnin sem stafar af sýkla­lyfja­ó­næmum bakt­er­íum hefur aldrei verið jafn mik­il. Nýlega bár­ust fréttir af dauðs­falli vegna sýk­ingar af völdum bakt­ería sem undir venju­legum kring­um­stæðum hefði verið hægt að vinna bug á með lyfjum ef ekki væri vegna ónæmis sýklanna. Því miður stefnir þessi ógn í að verða ennþá stærri því sýkla­lyfja­ó­næmi breið­ist hratt út á meðal sýkj­andi bakt­ería og ný sýkla­lyf virð­ast ekki vera rétt handan við horn­ið.

En í nýrri ­rann­sókn er nýtt sjón­ar­horn tekið á þessa lang­dregnu bar­áttu. Í rann­sókn­inni er sam­eind sem kallast PPMO (pept­ide-conju­gated phosphorodi­amidate morp­hol­ino oligomer) not­uð, ásamt hefð­bundu sýkla­lyfi, gegn bakt­er­íum sem vitað er að geyma sýkla­lyfja­ó­næmi. Þeg­ar PPMO er notað sam­hliða sýkla­lyf­inu end­ur­heimtir sýkla­lyfið virkni sína.

Það vill þannig til að efn­ið PPMO hamlar virkni ens­íms sem kallast NDM-1 (New Delhi metall­o-beta-lact­amase). Þetta ensím gegnir lyk­il­hlut­verki fyrir bakt­er­í­urnar við að brjóta niður sýkla­lyf­ið. Þeg­ar NDM-1 er virkt og seytt út í um­hverfið af bakt­er­í­unum hefur sýkla­lyfið enga virkni. Hins vegar þeg­ar PPMO er einnig til staðar þá seyta bakt­er­í­urnar út virku NDM-1 til að brjóta niður sýkla­lyfið en ens­ímið tapar virkni sinni. Þannig nær ens­ímið ekki að brjóta sýkla­lyfið niður áður en það vinnur bug á sýklun­um.

Auglýsing

Í rann­sókn­inni sem nefnd er hér að ofan var efnið notað í músum sýktum með þekktum bakt­er­íum, þrátt fyrir góðar nið­ur­stöður sem hér eru birtar er ekki þar með sagt að björn­inn sé unn­inn. Enn á eftir að skoða hvaða áhrif PPMO hefur sam­hliða sýkla­lyfja notkun í mönn­um. Von­andi er notk­un PPMO, eða sam­bæri­legra efna, sam­hliða sýkla­lyfjum gegn sýk­ingum í mönn­um, fram­tíð­in. 

Mik­il­vægi þess að finna ný sýkla­lyf er samt sem áður til staðar sér í lagi í ljósi þess að PPMO hefur ein­göngu verið prófað sam­hliða ákveðnum teg­undum pensi­líns. Þessi rann­sókn er þó svo sann­ar­lega ljós í myrkr­inu og við hlökkum mikið til að sjá frek­ari rann­sóknir í þessum efn­um.

Fréttin birt­ist einnig á Hvat­inn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None