Er svarið við sýklalyfja-ónæmi í augsýn?

baktería
Auglýsing

Ógnin sem stafar af sýkla­lyfja­ó­næmum bakt­er­íum hefur aldrei verið jafn mik­il. Nýlega bár­ust fréttir af dauðs­falli vegna sýk­ingar af völdum bakt­ería sem undir venju­legum kring­um­stæðum hefði verið hægt að vinna bug á með lyfjum ef ekki væri vegna ónæmis sýklanna. Því miður stefnir þessi ógn í að verða ennþá stærri því sýkla­lyfja­ó­næmi breið­ist hratt út á meðal sýkj­andi bakt­ería og ný sýkla­lyf virð­ast ekki vera rétt handan við horn­ið.

En í nýrri ­rann­sókn er nýtt sjón­ar­horn tekið á þessa lang­dregnu bar­áttu. Í rann­sókn­inni er sam­eind sem kallast PPMO (pept­ide-conju­gated phosphorodi­amidate morp­hol­ino oligomer) not­uð, ásamt hefð­bundu sýkla­lyfi, gegn bakt­er­íum sem vitað er að geyma sýkla­lyfja­ó­næmi. Þeg­ar PPMO er notað sam­hliða sýkla­lyf­inu end­ur­heimtir sýkla­lyfið virkni sína.

Það vill þannig til að efn­ið PPMO hamlar virkni ens­íms sem kallast NDM-1 (New Delhi metall­o-beta-lact­amase). Þetta ensím gegnir lyk­il­hlut­verki fyrir bakt­er­í­urnar við að brjóta niður sýkla­lyf­ið. Þeg­ar NDM-1 er virkt og seytt út í um­hverfið af bakt­er­í­unum hefur sýkla­lyfið enga virkni. Hins vegar þeg­ar PPMO er einnig til staðar þá seyta bakt­er­í­urnar út virku NDM-1 til að brjóta niður sýkla­lyfið en ens­ímið tapar virkni sinni. Þannig nær ens­ímið ekki að brjóta sýkla­lyfið niður áður en það vinnur bug á sýklun­um.

Auglýsing

Í rann­sókn­inni sem nefnd er hér að ofan var efnið notað í músum sýktum með þekktum bakt­er­íum, þrátt fyrir góðar nið­ur­stöður sem hér eru birtar er ekki þar með sagt að björn­inn sé unn­inn. Enn á eftir að skoða hvaða áhrif PPMO hefur sam­hliða sýkla­lyfja notkun í mönn­um. Von­andi er notk­un PPMO, eða sam­bæri­legra efna, sam­hliða sýkla­lyfjum gegn sýk­ingum í mönn­um, fram­tíð­in. 

Mik­il­vægi þess að finna ný sýkla­lyf er samt sem áður til staðar sér í lagi í ljósi þess að PPMO hefur ein­göngu verið prófað sam­hliða ákveðnum teg­undum pensi­líns. Þessi rann­sókn er þó svo sann­ar­lega ljós í myrkr­inu og við hlökkum mikið til að sjá frek­ari rann­sóknir í þessum efn­um.

Fréttin birt­ist einnig á Hvat­inn.is

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None