Er svarið við sýklalyfja-ónæmi í augsýn?

baktería
Auglýsing

Ógnin sem stafar af sýklalyfjaónæmum bakteríum hefur aldrei verið jafn mikil. Nýlega bárust fréttir af dauðsfalli vegna sýkingar af völdum baktería sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið hægt að vinna bug á með lyfjum ef ekki væri vegna ónæmis sýklanna. Því miður stefnir þessi ógn í að verða ennþá stærri því sýklalyfjaónæmi breiðist hratt út á meðal sýkjandi baktería og ný sýklalyf virðast ekki vera rétt handan við hornið.

En í nýrri rannsókn er nýtt sjónarhorn tekið á þessa langdregnu baráttu. Í rannsókninni er sameind sem kallast PPMO (peptide-conjugated phosphorodiamidate morpholino oligomer) notuð, ásamt hefðbundu sýklalyfi, gegn bakteríum sem vitað er að geyma sýklalyfjaónæmi. Þegar PPMO er notað samhliða sýklalyfinu endurheimtir sýklalyfið virkni sína.

Það vill þannig til að efnið PPMO hamlar virkni ensíms sem kallast NDM-1 (New Delhi metallo-beta-lactamase). Þetta ensím gegnir lykilhlutverki fyrir bakteríurnar við að brjóta niður sýklalyfið. Þegar NDM-1 er virkt og seytt út í umhverfið af bakteríunum hefur sýklalyfið enga virkni. Hins vegar þegar PPMO er einnig til staðar þá seyta bakteríurnar út virku NDM-1 til að brjóta niður sýklalyfið en ensímið tapar virkni sinni. Þannig nær ensímið ekki að brjóta sýklalyfið niður áður en það vinnur bug á sýklunum.

Auglýsing

Í rannsókninni sem nefnd er hér að ofan var efnið notað í músum sýktum með þekktum bakteríum, þrátt fyrir góðar niðurstöður sem hér eru birtar er ekki þar með sagt að björninn sé unninn. Enn á eftir að skoða hvaða áhrif PPMO hefur samhliða sýklalyfja notkun í mönnum. Vonandi er notkun PPMO, eða sambærilegra efna, samhliða sýklalyfjum gegn sýkingum í mönnum, framtíðin. 

Mikilvægi þess að finna ný sýklalyf er samt sem áður til staðar sér í lagi í ljósi þess að PPMO hefur eingöngu verið prófað samhliða ákveðnum tegundum pensilíns. Þessi rannsókn er þó svo sannarlega ljós í myrkrinu og við hlökkum mikið til að sjá frekari rannsóknir í þessum efnum.

Fréttin birtist einnig á Hvatinn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None