Í þá tíð... Sonur Sáms og illvirki hans

David Berkowitz hélt New York-búum í heljargreipum í rúmt ár þegar hann drap sex ungmenni og særði önnur sjö. Hann sagðist hafa verið að hlýða skipunum frá hundi nágranna síns.

David Berkovitz
David Berkovitz
Auglýsing

Sumir ill­virkjar reyna, þegar þeir eru teknir hönd­um, að kenna einu eða öðru um gerðir sín­ar, eða alla­vega um að hafa veitt sér inn­blást­ur. Einn þeirra er Dav­id Berkowitz, einn alræmd­asti raðmorð­ingi síð­ustu ald­ar.

En meira um það síð­ar. Byrjum á upp­haf­inu.

Erfið æska og áfallið stóra

Berkowitz þessi fædd­ist árið 1953. Móðir hans gaf hann til ætt­leið­ingar þegar dreng­ur­inn var nokk­urra daga gam­all, senni­lega tengd­ist það því að faðir hans var giftur annarri konu. Hvað sem því líð­ur, var hann ætt­leiddur af mið­aldra hjónum í Bronx, sem hafði ekki orðið barna auð­ið.

Auglýsing

David var frekar ódæll sem barn. Hann þótti nokkuð vel gef­inn, en fann sig ekki í námi og leidd­ist út í smá­þjófn­aði og íkveikj­ur. Þegar hann var fjórtán ára lést fóst­ur­móðir hans og olli það honum miklu hug­ar­víli og sam­bandið milli hans og föður hans varð sífellt stirð­ara, sér­stak­lega eftir að sá síð­ar­nefndi gift­ist aft­ur.

Átján ára gam­all gekk Berkowitz í her­inn og þjón­aði bæði heima í Banda­ríkj­unum og í her­stöðvum í Suður Kóreu áður en hann lauk þjón­ustu þremur árum seinna. Hann gat sér gott orð í hern­um, sér­stak­lega þar sem hann þótti afbragðs­skytta.

Þá hafði hann upp á raun­móður sinni, sem sagði honum frá því hvernig fað­erni hans var hátt­að. Þessar upp­lýs­ingar voru honum mikið áfall og ollu honum mik­illi van­líð­an. Eru and­legir brestir hans síðar á ævinni raktir aftur til þessa.

Morð­æðið hefst

David Berkowitz myrti sex manns og særði fjölmarga í árásabylgju sem stóð yfir í hálft annað ár.Næstu árin varð Dav­id Berkowitz sí­fellt ein­rænni. Hann hafði fengið vinnu sem örygg­is­vörð­ur, en and­legri líðan hans fór sífellt hrak­andi og árið 1975 fór hann að taka upp á því að kveikja elda víða um New York, en hann náð­ist aldrei.

Hann fór að heyra raddir sem hann sagði að væru djöflar sem skip­uðu honum að vinna ým­is­ ­konar ódæði, jafn­vel morð. Það var svo á aðfanga­dags­kvöld þetta ár sem hann lét undan kröfu radd­anna og réð­ist á 15 ára gamla stúlku og særði hana alvar­lega með veiði­hníf.

Í árs­byrjun 1976 flutti Berkowitz til Yon­kers í New York þar sem hann gerð­ist sann­færður um að hundar nágranna sinna væru að skipa honum að myrða ungar aðlað­andi kon­ur. Hann flutti, enda ekki við slíkt búandi, nema í nýja hús­inu bjó full­orð­inn mað­ur, Sam Carr að nafni, sem átti Labrador að nafni Har­vey, en Berkowitz var viss um að Carr þessi væri eins konar ári sem beindi til hans skip­unum um að myrða kon­ur, í gegnum hund­inn Har­vey.

Berkowitz framdi fyrsta morðið á að­fara­nótt 26. júlí þessa árs, en þá skaut hann á tvær stúlkur sem sátu í kyrr­stæðum bíl í BronxDonna Lauria, sem var 18 ára, og Jody Val­enti sem var ári eldri. Lauria, lést sam­stundis en Val­enti fékk skot í lærið og lifði af. Berkowitz hvarf út í nótt­ina, eins og átti eftir að ger­ast margoft næstu mán­uði. Við verkn­að­inn not­aði hann .44 kali­bera skamm­byssu.          

Í októ­ber lét hann svo aftur til skarar skríða og skaut þá inn um bíl­rúðu á par sem hafði numið staðar í Queens, Carl Den­aro og Ros­emary Keenan. Þau náðu að leggja á flótta og þrátt fyrir að pilt­ur­inn hafi fengið skot í höf­uðið lifði hann af. Þrátt fyrir að lík­indi væru með þessu atviki og fyrstu árás Berkowitz var ekk­ert sem vakti grun um að sami ger­andi gæti verið þar að verki.

Berkowitz notaðist við öfluga .44 kalibera skammbyssu í árásum sínum.Mun styttri tími leið fram að næstu árás þar sem Berkowitz skaut tvær stúlkur í nóv­em­ber, Donna DeMasi and Joanne Lom­ino, en þær lifðu af. Næst var það í jan­úar 1977 sem Berkowitz skaut unga konu, Christine Freund að nafni, sem sat í bíl með unnusta sínum John Diel, til bana.

Það var fyrst þá sem lög­regla við­ur­kenndi að rann­sóknin mið­aði að því að málin tengd­ust öll. Meðal ann­ars þar sem árás­armað­ur­inn, eða -menn­irn­ir, virt­ust leggj­ast sér­stak­lega á ungar lag­legar konur með sítt, dökkt og liðað hár.

Í mars réð­ist Berkowitz svo að enn einni stúlkunn­i, Virg­inia Vosker­ichian, nítján ára háskóla­nema sem bar skóla­bæk­urnar sínar fyrir sig, en hann skaut hana í höf­uðið í gegnum bæk­urnar svo hún lést strax.

Þegar þarna var komið við sögu hafði gripið um sig mikið fár í tengslum við morð­in. Fjöl­miðlar um allan heim sögðu frá ógn­inni sem vom­aði yfir borg­ar­búum í New York. Blöðin voru farin að tala um „The .44 cali­ber kill­er“.

Sonur SámsÍ kjöl­far morðs­ins á Vosker­ichian setti lög­reglan á fót sér­staka sveit, „Omega Task force“ sem var helguð því að hafa uppi á raðmorð­ingj­anum sem hafði haldið borg­inni í helj­ar­g­reip­um.

Skömmu síðar dró enn til tíð­inda þeg­ar Berkowitz skaut til bana ungt par sem var að kyss­ast í bíl sín­um. Þau hétu Alex­and­er Esau og Val­ent­ina Suri­ani . Á vett­vangi glæps­ins fannst orð­send­ing frá Berkowitz, ætluð yfir­manni rann­sókn­ar­hóps­ins. Bréfið var sam­heng­is­laust þvaður að miklu leyti, en boð­aði áfram­hald á morð­unum og þar sagði meðal ann­ars: „I am the Son of Sam“, sem fjöl­miðlar tóku fljótt upp og fóru að kenna morðin við the Son of Sam.

 Á vettvangi einnar árásarinnar skildi Berkowitz eftir sig orðsendingu þar sem hann kynnti sig meðal annars sem Skömmu síð­ar, heima í Yon­kers, tók Berkowitz upp á því að skjóta Har­vey, svarta hund­inn sem hann taldi að Sam, nágranni sinn, væri að nota til að koma til sín skip­un­um. Hann hafði áður sent Sam hót­un­ar­bréf varð­andi hund­inn (sem lifði skotið að vísu af).

Berkowitz lét ekki staðar numið þar heldur tók að senda bréf víða um hverf­ið, þannig að við­tak­endur fór að gruna að þarna gætu verið tengsl við skotárás­irn­ar. Lög­regla brást hins vegar ekki við ábend­ing­um, enda flæddu slíkar inn um lúgu lög­reglu í miklu magni.

Næsta árás, var gerð hinn 26. júní þar sem hann skaut enn á ný á par í bíl utan við diskó­tek í Queens. Þau Sal Lupo og Judy Placido særðust, en komust lífs af.

Berkowitz var aftur á ferð­inni hinn 31. júlí þegar hann skaut á par í bíl í Brook­lyn. Stúlkan, Stacy Moskowitz lést af sárum sín­um, en pilt­ur­inn, Robert Violante, missti annað augað og var nær sjón­laus á hinu.

Þegar þarna var komið við sögu höfðu morðin hel­tekið sam­fé­lagið í New York þar sem aðsókn á skemmti­staði borg­ar­innar hafði dreg­ist veru­lega saman og ungar konur með dökkt sítt hár, létu klippa hár sitt stutt, eða jafn­vel lita það ljóst.

Stöðu­mæla­sekt varð morð­ingj­anum að falli

Fórnarlömb Davids Berkowitz.Eftir rúm­lega ár hafði lítið dregið til tíð­inda í rann­sókn máls­ins, nema að teg­und skot­vopns­ins lá fyrir og talið var öruggt að einn maður væri þarna að verki.

Þá kom loks­ins að því að vitni gaf sig fram og gat gefið grein­ar­góða lýs­ingu á manni sem það hafði séð með byssu rétt áður en síð­asta árásin var gerð í Brook­lyn. Það rifj­aði svo upp fyrir tveimur lög­reglu­mönnum að þeir höfðu verið að sekta bíla fyrir stöðu­brot í göt­unni þessa sömu örlaga­ríku nótt.

Þegar farið var yfir sekt­ar­mið­ana beindust böndin að Berkowitz, en á sama tíma bár­ust lög­reglu enn fleiri kvart­anir vegna ofsókna hans og bréfa­skrifa til nágranna sinna.

Hinn tíunda ágúst var Berkowitz svo hand­tek­inn þegar hann sett­ist inn í bíl fyrir utan heim­ili sitt. Hann ját­aði und­an­bragða­laust, með bros á vör, að vera Sonur Sáms og lög­regla fann svo í bílnum skamm­byssu sem reynd­ist vera morð­vopn­ið.

Heim­ildir herma að orða­skipti Berkowitz og lög­reglu­manns­ins Johns Falot­ico hafi verið eitt­hvað á þessa leið:

Berkowitz: „Loks­ins náðuð þið mér. Hvað tók ykkur svo langan tíma?“

Falot­ico: „Nú fyrst ég er búinn að ná þér, hver er það sem ég er búinn að ná?“

B: „Þú veist það“

F: „Nei. Segðu mér það.“

B: „Ég er Sam.“

F: „Sam? Hvaða Sam?“

B: „Sam. Dav­id Berkowitz

Áhöld voru um hvort Berkowitz ætti að telj­ast sak­hæfur vegna and­legra veik­inda, en árið 1978 dró hann til baka yfir­lýs­ingu sína þess efnis að hann væri veikur á geði og lýsti sig sekan um morðin sex. Hann hlaut fyrir það sex dóma sem hver um sig hljóð­aði upp á 25 ár til lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Dav­id Berkowitz er nú 64 ára gam­all og situr enn í fang­elsi, en hefur fyrir nokkru tekið kristna trú. CBS-­sjón­varps­stöðin birti nú fyrir helgi einka­við­tal við Berkowitz í til­efni af því að 40 ár eru síðan hann var hand­samað­ur.

Í við­tal­inu seg­ist hann sjá mikið eftir ódæð­unum og vildi óska þess að hann gæti breytt því sem gerð­ist. Hann hafi þarna látið undan illum öflum sem hrærð­ust innra með hon­um. Aðspurður hvort það sé eitt­hvað sem hann vildi geta sagt sjálfum sér þegar hann var 23ja ára seg­ir Berkowitz að hann myndi biðja sjálfan sig um að „snúa af þess­ari braut áður en það verður of seint því að hún leiði aðeins til tor­tím­ing­ar“.

Hér má sjá umræddan þátt þar sem er meðal ann­ars við­tal við Berkowitz og fórn­ar­lömb hans. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞorgils Jónsson
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...