Lágvaxni stórleikarinn

Þegar hann var 16 ára, bólugrafinn, með spangir og hættur að stækka (167 sentimetrar á hæð) datt líklega engum í hug að sá sem hér er lýst yrði einn af stórleikurum sögunnar, síst af öllu honum sjálfum. Dustin Hoffman er orðinn áttræður.

Dustin Hoffman.
Dustin Hoffman.
Auglýsing

Dustin Lee Hoffman fædd­ist í Los Ang­eles í Kali­forníu 8. ágúst 1937, yngri sonur Lilli­an Gold og Harry Hoff­mann leik­muna­varðar og hús­gagna­sala. For­eldr­arnir voru af gyð­inga­ættum en það vissi Dustin ekki fyrr en hann var orð­inn tíu ára. Á upp­vaxt­ar­ár­unum stund­aði hann nám í píanó­leik og von­að­ist til að verða atvinnu­pí­anó­leik­ari. ,,Hæfi­leik­arnir vor­u hins veg­ar ekki í neinu sam­ræmi við áhug­ann, ég hafði ekki tón­eyra“ sagði hann síð­ar.

Dustin út­skrif­að­ist frá mennta­skóla í Los Ang­eles 1955 og hóf þá nám í lyfja­fræði við Santa Mon­ica Col­lege en hætti eftir eitt ár. Jafn­framt sótti hann tíma í leik­list hjá Pasa­dena Play­house og fékk að eigin sögn leik­ara­bakt­er­í­una. Þegar hann sagði fjöl­skyld­unni frá því að hann ætl­aði að verða leik­ari sagði ein frænka hans að hann kæm­ist aldrei neitt áfram á því sviði:  ,,allt of lág­vax­inn og ekki nógu glæsi­leg­ur“.

Ekki tal­inn efni­legur

Þeg­ar Dustin hafði snúið baki við lyfja­fræð­inni ákvað hann, þrátt fyrir úrtölur fjöl­skyld­unn­ar, að ein­beita sér að leik­list­inni. Hélt áfram nám­inu hjá Pasa­dena Play­house og fékk jafn­framt ýmis smá­hlut­verk.

Auglýsing

Ein­hverju sinni efndu nem­end­urnir (fimmtán tals­ins) til könn­unar um hverjir úr hópnum væru síst lík­legir til að öðl­ast frama sem leik­ar­ar. Þeir tveir sem hóp­ur­inn taldi að myndu aldrei „slá í gegn“ voru þeir Dustin Hoffman og Gene Hack­man. Engir aðrir úr þessum hópi náðu síðar frægð og frama.

Til New YorkAct­ors Studio

Eftir tveggja ára nám hjá Pasa­dena Play­house ákvað Gene Hack­man að flytja til New York og reyna fyrir sér sem leik­ari. Stuttu síðar ákvað  Dustin Hoffman að gera slíkt hið sama. Þeir félag­arnir leigðu saman litla íbúð í borg­inni ásamt þriðja manni, sá heit­ir Robert Duvall og átti líka eftir að gera garð­inn frægan sem leik­ari. Þre­menn­ing­arnir áttu allir þann draum að lifa af leik­list­inni þótt þá hafi ekki á þessum tíma dreymt um frægð og fram. Gene Hack­man sagði ein­hverju sinni í við­tali að þeir félagar hefðu oft rætt um fram­tíð­ina og voru sam­mála um ,,að þeir yrðu nú aldrei fræg­ir.“ En Dustin hefði sagt að það væri allt í lagi ,,ef maður gæti lifað af þessu.“ Dustin fékk pláss í leik­list­ar­skól­an­um Act­ors Studio og fékk í fram­haldi af því ýmis smá­hlut­verk, á sviði, í sjón­varps­mynda­flokkum og kvik­mynd­um. Þótt ekki væri Dustin orð­inn þekktur leik­ari voru leik­stjórar og fram­leið­endur farnir að veita honum athygli.

The Gradu­ate

Árið 1966 leik­stýrði Mike Nichols söng­leikn­um The Apple Tree á Broa­d­way í New York. Meðal þeirra sem kall­aðir voru í prufu fyrir eitt aðal­hlut­verkið í þessum söng­leik var Dustin Hoffman. Hann hreppti þó ekki hlut­verk­ið, leik­stjór­anum þótti hann ekki nógu burð­ugur söngv­ari og valdi Alan Alda (sem síðar lék í MASH) í stað­inn. Þótt Dustin upp­fyllti ekki kröf­ur Mike Nichols á sviði söng­list­ar­innar átt­aði leik­stjór­inn sig hins veg­ar á hæfi­leikum lág­vaxna leik­ar­ans (eins og hann orð­aði það síðar í við­tali) og ári síðar réð hann Dustin í hlut­verk Benja­mins ,,Ben“ Braddocks, aðal­hlut­verkið í kvik­mynd­inni The Gradu­ate. Mynd­in, sem var frum­sýnd 22. des­em­ber 1967, sló ræki­lega í gegn og það gerði Dustin Hoffman líka, þarna var grunn­ur­inn lagður að frægð hans og frama. Ári áður en The Gradu­ate var frum­sýnd hafði Dustin reyndar leik­ið að­al­hlut­verk­ið í grín­mynd­inni Madigan´s Milli­ons en hún var ekki frum­sýnd fyrr en árið 1968.

Midnight Cow­boy

Dustin Hoffman var orðin stór­stjarna í heimi kvik­mynd­anna. Hann hefur sjálfur sagt að sú reynsla sem hann hafði þegar aflað sér með þeim fjöl­mörgu smá­hlut­verkum sem hann hafði tek­ist á hendur áður en The Gradu­ate kom til sög­unnar hafi reynst sér mik­il­væg. ,,Svo var ég bara hepp­inn.“

Sumir sáu reyndar ástæðu til að gera grín að Dustin Hoffman. Blaða­maður tíma­rits­ins Life sagði í grein sem birt­ist í blað­inu að ,,ef örlög Dustin Hoffman réð­ust af and­liti hans biði hans ein­ungis fátækt“.

Næsta hlut­verk Dustin var reyndar ekki á hvíta tjald­inu, heldur í söng­leikn­um Jimmy Shine, sem hann hlaut mikið lof fyr­ir. Þegar tökur á The Gradu­ate voru að byrja sagði Dustin við þá vini sína, Gene Hack­man og Robert Duvall að hann ,,ætl­aði bara að gera þessa þarna mynd, en ég kem svo til baka. Ég er sviðs­leik­ari.“ Þótt hann léki margoft á sviði eftir þetta, við góðan orðstír varð hann þó fyrst og fremst frægur sem kvik­mynda­leik­ari. Af hlut­verkum hans á sviði kvaðst hann stolt­astur af Willy Loman í Death of a Salesman (Sölu­maður deyr) sem sýnt var á Broa­d­way 1984.

Árið 1969 var kvik­mynd­in Midnight Cow­boy frum­sýnd. Þar var Dustin Hoffman í hlut­verki umkomu­leys­ingj­ans Ratso sem er bækl­aður og þjá­ist af lungna­sjúk­dómi. Hitt tit­il­hlut­verk mynd­ar­innar var í hönd­um Jon Voight, sem þá var lítt þekkt­ur.  Per­són­an Ratso var eins ólík Ben í The Gradu­ate og hugs­ast getur og það sem hefur gert Dustin Hoffman að einum allra vin­sælasta og virtasta kvik­mynda­leik­ara sög­unnar er einmitt þetta: Hann getur leikið hvað sem er.

John Schles­in­ger, sem leik­stýrði Midnight Cow­boy var í miklum vafa um hvort Dustin Hoffman væri rétti mað­ur­inn fyrir hlut­verk Ratso. Þeir tveir, sem höfðu aldrei hist, mæltu sér mót á Times Squ­are.

,,Ég stóð þarna“ sagði Schles­in­ger ,,og til mín kom mað­ur, sem ég hélt að ætl­aði að betla pen­inga. Hann var halt­ur, órak­að­ur, hárið feitt og klesst, í slitnum frakka og með sígar­ettu­stubb í munn­in­um. Ég réð hann á staðn­um.“ Dustin út­bjó ­sem sag­t ­sjálfur ger­við á Ratso.

Um það leyti sem Midnight Cow­boy var frum­sýnd birt­ust víða greinar um Dustin Hoffman. Blaða­maður tíma­rits­ins Time sagði að Dustin Hoffman hefði ræki­lega afsannað að leik­arar verði að vera hávaxnir og snoppu­fríðir til að ná árangri ,,þessi nýja stjarna er hvor­ug­t.“

Eins og perlur á bandi

Rob Nixon, þekktur banda­rískur kvik­mynda­gagn­rýn­andi sagði um Dustin Hoffman og hlut­verk hans í kvik­myndum að ,,þau væru eins og perlur á band­i.“ Til að glöggva sig á þessum ummælum gagn­rýn­and­ans má nefna Little Big Man, Straw DogsPapillonLennyAll The Pres­idents Men, Mar­at­hon Man, Kramer vsKramerTootsieRain Man. Perlurnar á band­inu eru fleiri en vita­skuld hef­ur Dustin líka tekið þátt í myndum sem gagn­rýn­and­inn myndi ekki telja eiga heima á perlu­band­inu.

Tví­giftur sex barna faðir

Dustin Hoffman er tví­gift­ur. Með fyrri konu sinni, Anne Byrne sem hann gift­ist 1969, eign­að­ist hann eina dóttur og ætt­leiddi dóttur sem Anne átti fyr­ir. Þau Dustin og Anne skildu árið 1980. Hann gift­ist sama ár Lisu Gott­segen, þau eiga fjögur börn.

Dustin Hoffman hefur tvisvar hlotið Ósk­arsverð­laun fyrir besta leik í aðal­hlut­verki. Fyrst árið 1979 fyrir kvik­mynd­ina Tootsie og í seinna skiptið fyr­ir Rain Man. Hann hefur auk þess hlotið margar aðrar við­ur­kenn­ing­ar, flestar fyrir frammi­stöðu sína á hvíta tjald­inu en einnig sem sviðs­leik­ari.

Og nú er hann orð­inn átt­ræður þessi lág­vaxni mað­ur, sem dreymdi um að verða píanó­leik­ari en varð hins veg­ar einn þekkt­asti kvik­mynda­leik­ari sög­unn­ar.

Það er við hæfi að ljúka þessum pistli á ummæl­um Barry Levin­son, leik­stjóra Rain Man ,,þú getur ekki flokk­að Dustin Hoff­mann, hann er ein­stak­ur. Það er eng­inn einn Dustin, hann er margar per­són­ur, hann getur leikið allt, líka konu (Tootsie). Hann hefur stærri skala en flestir ef ekki allir aðrir leik­ar­ar, hann kafar djúpt í per­són­urnar og hann vandar sig alltaf svo mikið að halda mætti að hann væri að taka þátt í sinni fyrstu kvik­mynd.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFólk