Í þá tíð… Nasistar uppræta Hvítu rósina

Gestapo handtók Scholl-systkinin og voru þau hálshöggvin fyrir andóf gegn stjórn nasista árið 1943.

Hans og Sophie Scholl ásamt Christopher Probst. Þau voru meðlimir andófshópsins Hvítu rósarinnar á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi. Þau handtekin á þessum degi fyrir 74 árum og tekin af lífi fjórum dögum síðar.
Hans og Sophie Scholl ásamt Christopher Probst. Þau voru meðlimir andófshópsins Hvítu rósarinnar á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi. Þau handtekin á þessum degi fyrir 74 árum og tekin af lífi fjórum dögum síðar.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 74 árum, hinn 18. febr­úar árið 1943, hand­tóku full­trúar frá Gestapo systk­inin Hans og Sophie Scholl fyrir andóf gegn Nas­ista­stjórn Þriðja rík­is­ins. Þau og félagar þeirra í æsku­lýðs­hreyf­ing­unni Hvítu rósinni höfðu þá um nokk­urra mán­aða skeið stundað andóf gegn Nas­ista­stjórn­inni í Þýska­landi.

Hans var á æsku­árum með­limur í Hitler­sæskunni, en varð síðar afhuga nas­isma eftir að hann átt­aði sig á raun­veru­legum mark­miðum Hitlers. Þegar hann var við lækna­nám við Lud­wig-Max­im­il­i­ans-Uni­versität í München komst hann í kynni við aðra stúd­enta sem voru álíka þenkj­andi. Margir þeirra höfðu farið á Aust­ur­víg­stöðv­arnar og séð hryll­ing stríðs­ins og grimmd­ar­verk Nas­ista með eigin aug­um.

Hans skipti úr lækn­is­fræði yfir í hug­vís­indi og Sophie, litla systir hans, sem hafði einnig verið í æsku­lýðs­hreyf­ingu Nas­ista, gekk til liðs við Hvítu rós­ina.

Auglýsing

Frið­sam­leg and­spyrna gegn kúg­un­ar­vald­inu

Sum­arið 1942, eftir að hóp­flutn­ingar á gyð­ingum í fanga­búðir hófust, gátu félagar í Hvítu rósinni ekki setið aðgerð­ar­lausir leng­ur. Hans og félagi hans prent­uðu því fjögur dreifi­bréf, þar sem meðal ann­ars var varpað ljósi á gerðir Hitlers, stjórnar hans og ofsóknir gegn gyð­ingum auk þess sem hvatt var til frið­sam­legra mót­mæla og and­spyrnu. Í fyrstu útgáf­unni var meðal ann­ars talað um að þegar glæpir nas­ista myndu koma fram í dags­ljósið myndi því fylgja þjóð­ar­skömm, jafn­vel fyrir næstu kyn­slóð­ir.

Fyrsta dreifibréf Hvítu Rósarinnar hefst á því að tíunda þá miklu skömm sem ódæðisverk nasista hafa leitt yfir Þýskaland og þýsku þjóðina.

Þau ein­skorð­uðu sig fyrst við München en brátt var hægt að nálg­ast efnið frá þeim í fleiri borgum í Suð­ur­-Þýska­landi og allt norður til Berlín­ar. Auk bæk­linga­út­gáf­unnar fóru þau um borg­ina og skrif­uðu slag­orð á veggi; t.d. „Frelsi“ og „Niður með Hitler“.

Það var svo örlaga­dag­inn 18. sept­em­ber sem systk­inin voru að dreifa nýj­ustu útgáfu Hvítu rós­ar­inn­ar. Þau Hans og Sophie skildu eftir tösku fulla af bæk­lingum í aðal­bygg­ingu háskól­ans þar sem þess var krafist, í nafni þýsku þjóð­ar­inn­ar, að almenn­ingur fengi á ný að njóta almennra mann­rétt­inda.

Þar sá hús­vörður til þeirra og til­kynnti til Gestapo og þau voru hand­tekin sama dag ásamt öðrum með­limi Hvítu rós­ar­inn­ar, Christopher Probst að nafni.

Hug­rökk allt fram á síð­ustu stundu

Þau voru dregin fyrir dóm­stóla, sökuð um land­ráð. Rétt­ar­höldin voru aðeins til mála­mynda þar sem sak­born­ingar fengu ekki einu inni að bera vitni, en við­staddir báru að Sophie hafi sagt: „Ein­hver þurfti að taka af skar­ið. Það sem við skrif­uðum og sögðum er það sem býr í hugum margra ann­arra, þau hafa bara ekki dirfst að tjá sig líkt og við.“

Þau voru sak­felld hinn 22. febr­úar og háls­höggvin með fal­l­öxi sam­dæg­urs. Hans var 25 ára, Christopher var 24 ára og Sophie 21 árs. Síð­ustu orð Hans Scholls voru „Es lebe die Freiheit!“, eða „Lifi frelsið!“. Félagar þeirra í Hvítu rósinni og aðrir sem tengd­ust félags­skapnum voru hand­teknir og teknir af lífi áður en langt um leið.

Gröf Scholl-systkinanna og Christophers Probst.

And­inn lifir enn

Hvíta rósin varð aldrei fjölda­hreyf­ing og náði aug­ljós­lega ekki mark­miðum sínum áður en yfir lauk, þar sem stjórn nas­ista leið ekki undir lok fyrr en rúmum tveimur árum seinna. Þessi litli hópur háskóla­stúd­enta skildi hins vegar eftir sig skrif sem urðu mörgum inn­blástur en ekki var það síður hug­rekki þeirra sem eftir var tek­ið, en þau vissu mæta vel hvaða afleið­ingar gætu beðið þeirra.

„Ég vissi hvað ég var að fara út í,“ sagði Hans við yfir­heyrsl­ur. „En ég var reiðu­bú­inn að fórna lífi mín­u.“

Jafn­vel enn í dag eimir eftir af anda Hvítu rós­ar­innar og er oft vísað til hennar sem dæmi um stað­festu og hug­rekki jafn­vel þótt staðið sé frammi fyrir ofurefli.

Annað mark­vert sem gerð­ist 18. febr­úar

1861

Jeffer­son Davis útnefndur for­seti Suð­ur­ríkja Banda­ríkj­anna sem höfðu sagt sig úr lögum við Norðrið vegna deilna um þræla­hald.

1885

Mark Twain gefur út skáld­sög­una um ævin­týri Stykkils­berja-Finns.

1929

Fyrstu ósk­arsverð­launin til­kynnt, Stríðs­myndin Wings var valin besta mynd­in.

1930

Plútó sést fyrst. Hún var talin með reiki­stjörnum sól­kerf­is­ins fram til 2006 þegar kveð­inn var upp sá dómur að hún upp­fyllti ekki skil­grein­ingu á reiki­stjörnu, mörgum til hug­ar­víls.

1954

Fyrsta Vís­inda­kirkjan tekur til starfa í Los Ang­el­es. Síðan hefur staðið styr um starf­semi henn­ar.

1991

Írski lýð­veld­is­her­inn gerir sprengju­árás á Padd­ington- og Vikt­or­íu-­lest­ar­stöðv­arnar í London. Einn lést og 38 slös­uð­ust.

2014

Að minnsta losti 76 láta lífið og hund­ruð sær­ast í átökum milli mót­mæl­enda og lög­reglu í Kíev í Úkra­ínu. Þremur dögum síðar flýr Janúkovits Úkra­ínu­for­seti land.

Afmæl­is­börn:

Yoko Ono (84), John Tra­volta (63) og Hall­grímur Helga­son (58).

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None