Í þá tíð… Nasistar uppræta Hvítu rósina

Gestapo handtók Scholl-systkinin og voru þau hálshöggvin fyrir andóf gegn stjórn nasista árið 1943.

Hans og Sophie Scholl ásamt Christopher Probst. Þau voru meðlimir andófshópsins Hvítu rósarinnar á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi. Þau handtekin á þessum degi fyrir 74 árum og tekin af lífi fjórum dögum síðar.
Hans og Sophie Scholl ásamt Christopher Probst. Þau voru meðlimir andófshópsins Hvítu rósarinnar á tímum nasistastjórnarinnar í Þýskalandi. Þau handtekin á þessum degi fyrir 74 árum og tekin af lífi fjórum dögum síðar.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 74 árum, hinn 18. febrúar árið 1943, handtóku fulltrúar frá Gestapo systkinin Hans og Sophie Scholl fyrir andóf gegn Nasistastjórn Þriðja ríkisins. Þau og félagar þeirra í æskulýðshreyfingunni Hvítu rósinni höfðu þá um nokkurra mánaða skeið stundað andóf gegn Nasistastjórninni í Þýskalandi.

Hans var á æskuárum meðlimur í Hitlersæskunni, en varð síðar afhuga nasisma eftir að hann áttaði sig á raunverulegum markmiðum Hitlers. Þegar hann var við læknanám við Ludwig-Maximilians-Universität í München komst hann í kynni við aðra stúdenta sem voru álíka þenkjandi. Margir þeirra höfðu farið á Austurvígstöðvarnar og séð hrylling stríðsins og grimmdarverk Nasista með eigin augum.

Hans skipti úr læknisfræði yfir í hugvísindi og Sophie, litla systir hans, sem hafði einnig verið í æskulýðshreyfingu Nasista, gekk til liðs við Hvítu rósina.

Auglýsing

Friðsamleg andspyrna gegn kúgunarvaldinu

Sumarið 1942, eftir að hópflutningar á gyðingum í fangabúðir hófust, gátu félagar í Hvítu rósinni ekki setið aðgerðarlausir lengur. Hans og félagi hans prentuðu því fjögur dreifibréf, þar sem meðal annars var varpað ljósi á gerðir Hitlers, stjórnar hans og ofsóknir gegn gyðingum auk þess sem hvatt var til friðsamlegra mótmæla og andspyrnu. Í fyrstu útgáfunni var meðal annars talað um að þegar glæpir nasista myndu koma fram í dagsljósið myndi því fylgja þjóðarskömm, jafnvel fyrir næstu kynslóðir.

Fyrsta dreifibréf Hvítu Rósarinnar hefst á því að tíunda þá miklu skömm sem ódæðisverk nasista hafa leitt yfir Þýskaland og þýsku þjóðina.

Þau einskorðuðu sig fyrst við München en brátt var hægt að nálgast efnið frá þeim í fleiri borgum í Suður-Þýskalandi og allt norður til Berlínar. Auk bæklingaútgáfunnar fóru þau um borgina og skrifuðu slagorð á veggi; t.d. „Frelsi“ og „Niður með Hitler“.

Það var svo örlagadaginn 18. september sem systkinin voru að dreifa nýjustu útgáfu Hvítu rósarinnar. Þau Hans og Sophie skildu eftir tösku fulla af bæklingum í aðalbyggingu háskólans þar sem þess var krafist, í nafni þýsku þjóðarinnar, að almenningur fengi á ný að njóta almennra mannréttinda.

Þar sá húsvörður til þeirra og tilkynnti til Gestapo og þau voru handtekin sama dag ásamt öðrum meðlimi Hvítu rósarinnar, Christopher Probst að nafni.

Hugrökk allt fram á síðustu stundu

Þau voru dregin fyrir dómstóla, sökuð um landráð. Réttarhöldin voru aðeins til málamynda þar sem sakborningar fengu ekki einu inni að bera vitni, en viðstaddir báru að Sophie hafi sagt: „Einhver þurfti að taka af skarið. Það sem við skrifuðum og sögðum er það sem býr í hugum margra annarra, þau hafa bara ekki dirfst að tjá sig líkt og við.“

Þau voru sakfelld hinn 22. febrúar og hálshöggvin með fallöxi samdægurs. Hans var 25 ára, Christopher var 24 ára og Sophie 21 árs. Síðustu orð Hans Scholls voru „Es lebe die Freiheit!“, eða „Lifi frelsið!“. Félagar þeirra í Hvítu rósinni og aðrir sem tengdust félagsskapnum voru handteknir og teknir af lífi áður en langt um leið.

Gröf Scholl-systkinanna og Christophers Probst.

Andinn lifir enn

Hvíta rósin varð aldrei fjöldahreyfing og náði augljóslega ekki markmiðum sínum áður en yfir lauk, þar sem stjórn nasista leið ekki undir lok fyrr en rúmum tveimur árum seinna. Þessi litli hópur háskólastúdenta skildi hins vegar eftir sig skrif sem urðu mörgum innblástur en ekki var það síður hugrekki þeirra sem eftir var tekið, en þau vissu mæta vel hvaða afleiðingar gætu beðið þeirra.

„Ég vissi hvað ég var að fara út í,“ sagði Hans við yfirheyrslur. „En ég var reiðubúinn að fórna lífi mínu.“

Jafnvel enn í dag eimir eftir af anda Hvítu rósarinnar og er oft vísað til hennar sem dæmi um staðfestu og hugrekki jafnvel þótt staðið sé frammi fyrir ofurefli.

Annað markvert sem gerðist 18. febrúar

1861

Jefferson Davis útnefndur forseti Suðurríkja Bandaríkjanna sem höfðu sagt sig úr lögum við Norðrið vegna deilna um þrælahald.

1885

Mark Twain gefur út skáldsöguna um ævintýri Stykkilsberja-Finns.

1929

Fyrstu óskarsverðlaunin tilkynnt, Stríðsmyndin Wings var valin besta myndin.

1930

Plútó sést fyrst. Hún var talin með reikistjörnum sólkerfisins fram til 2006 þegar kveðinn var upp sá dómur að hún uppfyllti ekki skilgreiningu á reikistjörnu, mörgum til hugarvíls.

1954

Fyrsta Vísindakirkjan tekur til starfa í Los Angeles. Síðan hefur staðið styr um starfsemi hennar.

1991

Írski lýðveldisherinn gerir sprengjuárás á Paddington- og Viktoríu-lestarstöðvarnar í London. Einn lést og 38 slösuðust.

2014

Að minnsta losti 76 láta lífið og hundruð særast í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Kíev í Úkraínu. Þremur dögum síðar flýr Janúkovits Úkraínuforseti land.

Afmælisbörn:

Yoko Ono (84), John Travolta (63) og Hallgrímur Helgason (58).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None