Karolina fund: Heimildarmyndin Leitin að Siggu Lund

Fjölmiðlakonan Sigga Lund vill fjármagna heimildarmynd um sambandslit og leitina að sjálfri sér.

sigga lund
Auglýsing

Það kann­ast margir við fjöl­miðla­kon­una Siggu Lund. Hún er þekkt­ust fyrir að hafa séð um morg­un­þátt­inn Súper á FM957 sem var einn vin­sæl­asti morg­un­þáttur lands­ins um nokk­urra ára skeið. Hún starf­aði einnig á Bylgj­unni, Létt­bylgj­unni og K100, Aust­ur­frétt og á sjón­varps­stöð­inni N4 þar sem hún sinnti meðal ann­ars þátta­gerð í þætt­inum Að aust­an.

Árið 2014 vatt hún kvæði sínu í kross og flutti á sveita­bæ­inn Vað­brekku í Hrafn­kels­dal og gerð­ist fjár­bóndi ásamt kærasta sínum sem er fæddur þar og upp­al­inn. Í þessum afdal byrj­aði borg­ar­stelpan að snappa frá líf­inu og til­ver­unni í sveit­inni.

Í dag er Sigga flutt úr dalnum og snappar opin­ber­lega um leit­ina af sjálfri sér eftir sam­bands­slit við sam­býl­is­mann sinn til 7 ára. Ferða­lagið kallar hún „Leitin að Siggu Lund“. Nú langar henni að gera heim­ild­ar­mynd um þessa veg­ferð sem hefur leitt hana til Balí.

Auglýsing

Hver er for­sagan að þessu verk­efni?

„Þetta hófst allt á Snapchat skömmu eftir sam­bands­slit­in. Þegar ég sagði fylgj­endum mínum frá skiln­að­in­um, spurði ég hvort þeir hefðu áhuga á að fylgja mér á þeirri nýju veg­ferð að leita að sjálfri mér, því aug­ljós­lega er maður pínu týndur á svona tíma­mót­um. Við­brögðin létu ekki á sér standa svo ég hélt af stað. Ekk­ert hand­rit, bara lífið eins og það kemur fyrir sjón­ir. Ferða­lagið kalla ég „Leitin að Siggu Lund“. Nú fjórum mán­uðum síðar hafa fylgj­endur mínir fylgt mér í gegnum súrt og sætt. Þetta hefur verið sann­kölluð rús­sí­ban­areið sem nú hefur leitt mig alla leið hingað til Indónesíu því ég heyrði að Balí sé senni­lega einn af bestu stöð­unum í heim­inum til að finna sjálfan sig.“

Hvað kom til að þú ákvaðst að fara þessa leið?

„Ég var nokkuð dug­leg að snappa úr sveit­inni og tókst að skapa nokkuð virkt sam­fé­lag á miðl­in­um. Mér fannst eðli­legt að halda því áfram. Þess utan var ég ein­mana og mér fannst gott að tjá mig um reynslu mína og upp­lifun og fá öll við­brögð­in. Hug­myndin að heim­ild­ar­mynd­inni kom síð­ar.“

Hverju breytti það að vinna úr hlut­unum opin­skátt?

„Þetta er í raun alveg magn­aður gjörn­ing­ur. Ég fann það strax í byrjun að þarna voru ein­hverjir töfrar í gangi. Öll þessi við­brögð frá fylgj­endum mínum hafa hjálpað mér gíf­ur­lega og gefið mér bæði orku og kraft og hvatt mig áfram. Á sama tíma fæ ég fjöld­ann allan af skila­boðum frá fólki sem segir að snappið mitt, og það að ég tali svona opin­skátt og ein­lægt um reynslu mína hjálpi þeim og hvetji þau. Það eru svo margir að tengja við það sem ég er að tjá mig um og upp­lifa, fyrir utan að það er fullt af fólki sem er sjálft að ganga í gegnum skiln­að, eða hafa ein­hvern tíma gert það, skrifað mér og sagt að þeim finn­ist svo gott að finna að það sé ekki eitt. Ég við­ur­kenni samt alveg að mér finnst þetta ekki alltaf auð­velt. Sér­stak­lega þegar maður er í djúpu döl­un­um. Þá langar manni ekki alltaf að opna fyrir snappið og gráta fyrir framan fólk eða yfir höfuð tjá sig. Þá langar manni helst að fara bara undir sæng og breiða yfir höf­uð­ið. En ég tók ákvörðun um að vera trú verk­efn­inu. En sem betur fer er þetta ekki bara grátur og sorg. Það er oft stutt í grínið og hlát­ur­inn, og svo gleðst maður yfir sigrunum og hverju því skrefi sem maður tekur í átt að sátt­inn­i.“

Hvað ertu að gera á Balí?

„Ég tók þá hug­rökku ákvörðun að segja upp vinn­unni minni, selja allt dótið mitt og halda á vit ævin­týr­anna. Hér er ég sækja nám­skeið sem heitir „Trans­form your life“ with Ósk. Ósk (Guð­björg Ósk Frið­riks­dótt­ir) þerapisti hefur búið á Balí um langt skeið og hefur haldið fjöl­mörg nám­skeið fyrir hópa og ein­stak­linga. Ég er hér fyrst og fremst til að vinna í sjálfri mér, hug­leiða, fara í jóga og njóta orku stað­ar­ins sem tengir mig betur við hjartað svo ég átti mig betur á því hvaða skref ég vil taka næst. Ég ætla vera hér þar til í byrjun mar­s.“

En af hverju heim­ild­ar­mynd?

„Góð spurn­ing. Frá því ég hóf þetta ferða­lag og þessa leit að sjálfri mér hef ég geymt hverja ein­ustu upp­töku af snapp­inu. Og þegar ég fór að rifja upp og líta yfir þessa veg­ferð síð­ustu vikur og mán­uði sá ég bara að ég er með eitt­hvað í hönd­unum sem þarf að taka skref­inu lengra. Þetta er alveg ótrú­lega magnað ferli sem ein­stak­lingur gengur í gegnum þegar hann skil­ur. Það sem ég hef líka upp­götvað er, að allir þeir sem skilja eru mjög ein­mana í sinni sorg og sínu ferli. Það er rauði þráð­ur­inn í öllum mínum sam­skiptum við fylgj­endur mína. Þess vegna vil ég aðeins taka þetta upp á yfir­borðið og kryfja til mergj­ar. Svo yrði þetta ekki bara skiln­að­ar­saga, heldur saga ein­stak­lings sem vaknar upp af löngum dvala og leggur í leit að sjálfri sér, því einu og sér er mjög áhuga­vert að fylgja eft­ir.

Það að ég sé núna á Balí, er til dæmis eitt­hvað sem ég sá ekki fyrir í upp­hafi ferða­lags­ins. Síð­ast en ekki síst langar mig flétta inn í þetta þessum töfrum sem hafa mynd­ast á milli mín og fylgj­enda minna á Snapchat og vil ég hik­laust fá þá til að vera hluti af mynd­inni, með alla sína reynslu og inn­legg, fyrir utan hvað það væri gaman að hitta allt þetta fólk sem ég hef deilt lífi mínu með svo per­sónu­lega.

Ég hef sett af stað hóp­fjár­öflun á Karol­ina Fund til að hrinda verk­efn­inu af stað. Það væri gaman að sjá þetta verða að veru­leika og vona ég að sem flestir sjái sem fært um að leggja verk­efn­inu lið. Ég bendi líka öllum sem áhuga hafa að upp­lifa ferða­lagið með mér og sjá hvernig heim­ild­ar­mynd­inni miðar ef söfn­unin tekst. Add­aðu mér undir sigga-lund á Snapchat.“

Verk­efnið er að finna hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None