Karolina fund: Heimildarmyndin Leitin að Siggu Lund

Fjölmiðlakonan Sigga Lund vill fjármagna heimildarmynd um sambandslit og leitina að sjálfri sér.

sigga lund
Auglýsing

Það kannast margir við fjölmiðlakonuna Siggu Lund. Hún er þekktust fyrir að hafa séð um morgunþáttinn Súper á FM957 sem var einn vinsælasti morgunþáttur landsins um nokkurra ára skeið. Hún starfaði einnig á Bylgjunni, Léttbylgjunni og K100, Austurfrétt og á sjónvarpsstöðinni N4 þar sem hún sinnti meðal annars þáttagerð í þættinum Að austan.

Árið 2014 vatt hún kvæði sínu í kross og flutti á sveitabæinn Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og gerðist fjárbóndi ásamt kærasta sínum sem er fæddur þar og uppalinn. Í þessum afdal byrjaði borgarstelpan að snappa frá lífinu og tilverunni í sveitinni.

Í dag er Sigga flutt úr dalnum og snappar opinberlega um leitina af sjálfri sér eftir sambandsslit við sambýlismann sinn til 7 ára. Ferðalagið kallar hún „Leitin að Siggu Lund“. Nú langar henni að gera heimildarmynd um þessa vegferð sem hefur leitt hana til Balí.

Auglýsing

Hver er forsagan að þessu verkefni?

„Þetta hófst allt á Snapchat skömmu eftir sambandsslitin. Þegar ég sagði fylgjendum mínum frá skilnaðinum, spurði ég hvort þeir hefðu áhuga á að fylgja mér á þeirri nýju vegferð að leita að sjálfri mér, því augljóslega er maður pínu týndur á svona tímamótum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa svo ég hélt af stað. Ekkert handrit, bara lífið eins og það kemur fyrir sjónir. Ferðalagið kalla ég „Leitin að Siggu Lund“. Nú fjórum mánuðum síðar hafa fylgjendur mínir fylgt mér í gegnum súrt og sætt. Þetta hefur verið sannkölluð rússíbanareið sem nú hefur leitt mig alla leið hingað til Indónesíu því ég heyrði að Balí sé sennilega einn af bestu stöðunum í heiminum til að finna sjálfan sig.“Hvað kom til að þú ákvaðst að fara þessa leið?

„Ég var nokkuð dugleg að snappa úr sveitinni og tókst að skapa nokkuð virkt samfélag á miðlinum. Mér fannst eðlilegt að halda því áfram. Þess utan var ég einmana og mér fannst gott að tjá mig um reynslu mína og upplifun og fá öll viðbrögðin. Hugmyndin að heimildarmyndinni kom síðar.“

Hverju breytti það að vinna úr hlutunum opinskátt?

„Þetta er í raun alveg magnaður gjörningur. Ég fann það strax í byrjun að þarna voru einhverjir töfrar í gangi. Öll þessi viðbrögð frá fylgjendum mínum hafa hjálpað mér gífurlega og gefið mér bæði orku og kraft og hvatt mig áfram. Á sama tíma fæ ég fjöldann allan af skilaboðum frá fólki sem segir að snappið mitt, og það að ég tali svona opinskátt og einlægt um reynslu mína hjálpi þeim og hvetji þau. Það eru svo margir að tengja við það sem ég er að tjá mig um og upplifa, fyrir utan að það er fullt af fólki sem er sjálft að ganga í gegnum skilnað, eða hafa einhvern tíma gert það, skrifað mér og sagt að þeim finnist svo gott að finna að það sé ekki eitt. Ég viðurkenni samt alveg að mér finnst þetta ekki alltaf auðvelt. Sérstaklega þegar maður er í djúpu dölunum. Þá langar manni ekki alltaf að opna fyrir snappið og gráta fyrir framan fólk eða yfir höfuð tjá sig. Þá langar manni helst að fara bara undir sæng og breiða yfir höfuðið. En ég tók ákvörðun um að vera trú verkefninu. En sem betur fer er þetta ekki bara grátur og sorg. Það er oft stutt í grínið og hláturinn, og svo gleðst maður yfir sigrunum og hverju því skrefi sem maður tekur í átt að sáttinni.“

Hvað ertu að gera á Balí?

„Ég tók þá hugrökku ákvörðun að segja upp vinnunni minni, selja allt dótið mitt og halda á vit ævintýranna. Hér er ég sækja námskeið sem heitir „Transform your life“ with Ósk. Ósk (Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir) þerapisti hefur búið á Balí um langt skeið og hefur haldið fjölmörg námskeið fyrir hópa og einstaklinga. Ég er hér fyrst og fremst til að vinna í sjálfri mér, hugleiða, fara í jóga og njóta orku staðarins sem tengir mig betur við hjartað svo ég átti mig betur á því hvaða skref ég vil taka næst. Ég ætla vera hér þar til í byrjun mars.“

En af hverju heimildarmynd?

„Góð spurning. Frá því ég hóf þetta ferðalag og þessa leit að sjálfri mér hef ég geymt hverja einustu upptöku af snappinu. Og þegar ég fór að rifja upp og líta yfir þessa vegferð síðustu vikur og mánuði sá ég bara að ég er með eitthvað í höndunum sem þarf að taka skrefinu lengra. Þetta er alveg ótrúlega magnað ferli sem einstaklingur gengur í gegnum þegar hann skilur. Það sem ég hef líka uppgötvað er, að allir þeir sem skilja eru mjög einmana í sinni sorg og sínu ferli. Það er rauði þráðurinn í öllum mínum samskiptum við fylgjendur mína. Þess vegna vil ég aðeins taka þetta upp á yfirborðið og kryfja til mergjar. Svo yrði þetta ekki bara skilnaðarsaga, heldur saga einstaklings sem vaknar upp af löngum dvala og leggur í leit að sjálfri sér, því einu og sér er mjög áhugavert að fylgja eftir.

Það að ég sé núna á Balí, er til dæmis eitthvað sem ég sá ekki fyrir í upphafi ferðalagsins. Síðast en ekki síst langar mig flétta inn í þetta þessum töfrum sem hafa myndast á milli mín og fylgjenda minna á Snapchat og vil ég hiklaust fá þá til að vera hluti af myndinni, með alla sína reynslu og innlegg, fyrir utan hvað það væri gaman að hitta allt þetta fólk sem ég hef deilt lífi mínu með svo persónulega.

Ég hef sett af stað hópfjáröflun á Karolina Fund til að hrinda verkefninu af stað. Það væri gaman að sjá þetta verða að veruleika og vona ég að sem flestir sjái sem fært um að leggja verkefninu lið. Ég bendi líka öllum sem áhuga hafa að upplifa ferðalagið með mér og sjá hvernig heimildarmyndinni miðar ef söfnunin tekst. Addaðu mér undir sigga-lund á Snapchat.“

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None