Karolina fund: Heimildarmyndin Leitin að Siggu Lund

Fjölmiðlakonan Sigga Lund vill fjármagna heimildarmynd um sambandslit og leitina að sjálfri sér.

sigga lund
Auglýsing

Það kann­ast margir við fjöl­miðla­kon­una Siggu Lund. Hún er þekkt­ust fyrir að hafa séð um morg­un­þátt­inn Súper á FM957 sem var einn vin­sæl­asti morg­un­þáttur lands­ins um nokk­urra ára skeið. Hún starf­aði einnig á Bylgj­unni, Létt­bylgj­unni og K100, Aust­ur­frétt og á sjón­varps­stöð­inni N4 þar sem hún sinnti meðal ann­ars þátta­gerð í þætt­inum Að aust­an.

Árið 2014 vatt hún kvæði sínu í kross og flutti á sveita­bæ­inn Vað­brekku í Hrafn­kels­dal og gerð­ist fjár­bóndi ásamt kærasta sínum sem er fæddur þar og upp­al­inn. Í þessum afdal byrj­aði borg­ar­stelpan að snappa frá líf­inu og til­ver­unni í sveit­inni.

Í dag er Sigga flutt úr dalnum og snappar opin­ber­lega um leit­ina af sjálfri sér eftir sam­bands­slit við sam­býl­is­mann sinn til 7 ára. Ferða­lagið kallar hún „Leitin að Siggu Lund“. Nú langar henni að gera heim­ild­ar­mynd um þessa veg­ferð sem hefur leitt hana til Balí.

Auglýsing

Hver er for­sagan að þessu verk­efni?

„Þetta hófst allt á Snapchat skömmu eftir sam­bands­slit­in. Þegar ég sagði fylgj­endum mínum frá skiln­að­in­um, spurði ég hvort þeir hefðu áhuga á að fylgja mér á þeirri nýju veg­ferð að leita að sjálfri mér, því aug­ljós­lega er maður pínu týndur á svona tíma­mót­um. Við­brögðin létu ekki á sér standa svo ég hélt af stað. Ekk­ert hand­rit, bara lífið eins og það kemur fyrir sjón­ir. Ferða­lagið kalla ég „Leitin að Siggu Lund“. Nú fjórum mán­uðum síðar hafa fylgj­endur mínir fylgt mér í gegnum súrt og sætt. Þetta hefur verið sann­kölluð rús­sí­ban­areið sem nú hefur leitt mig alla leið hingað til Indónesíu því ég heyrði að Balí sé senni­lega einn af bestu stöð­unum í heim­inum til að finna sjálfan sig.“

Hvað kom til að þú ákvaðst að fara þessa leið?

„Ég var nokkuð dug­leg að snappa úr sveit­inni og tókst að skapa nokkuð virkt sam­fé­lag á miðl­in­um. Mér fannst eðli­legt að halda því áfram. Þess utan var ég ein­mana og mér fannst gott að tjá mig um reynslu mína og upp­lifun og fá öll við­brögð­in. Hug­myndin að heim­ild­ar­mynd­inni kom síð­ar.“

Hverju breytti það að vinna úr hlut­unum opin­skátt?

„Þetta er í raun alveg magn­aður gjörn­ing­ur. Ég fann það strax í byrjun að þarna voru ein­hverjir töfrar í gangi. Öll þessi við­brögð frá fylgj­endum mínum hafa hjálpað mér gíf­ur­lega og gefið mér bæði orku og kraft og hvatt mig áfram. Á sama tíma fæ ég fjöld­ann allan af skila­boðum frá fólki sem segir að snappið mitt, og það að ég tali svona opin­skátt og ein­lægt um reynslu mína hjálpi þeim og hvetji þau. Það eru svo margir að tengja við það sem ég er að tjá mig um og upp­lifa, fyrir utan að það er fullt af fólki sem er sjálft að ganga í gegnum skiln­að, eða hafa ein­hvern tíma gert það, skrifað mér og sagt að þeim finn­ist svo gott að finna að það sé ekki eitt. Ég við­ur­kenni samt alveg að mér finnst þetta ekki alltaf auð­velt. Sér­stak­lega þegar maður er í djúpu döl­un­um. Þá langar manni ekki alltaf að opna fyrir snappið og gráta fyrir framan fólk eða yfir höfuð tjá sig. Þá langar manni helst að fara bara undir sæng og breiða yfir höf­uð­ið. En ég tók ákvörðun um að vera trú verk­efn­inu. En sem betur fer er þetta ekki bara grátur og sorg. Það er oft stutt í grínið og hlát­ur­inn, og svo gleðst maður yfir sigrunum og hverju því skrefi sem maður tekur í átt að sátt­inn­i.“

Hvað ertu að gera á Balí?

„Ég tók þá hug­rökku ákvörðun að segja upp vinn­unni minni, selja allt dótið mitt og halda á vit ævin­týr­anna. Hér er ég sækja nám­skeið sem heitir „Trans­form your life“ with Ósk. Ósk (Guð­björg Ósk Frið­riks­dótt­ir) þerapisti hefur búið á Balí um langt skeið og hefur haldið fjöl­mörg nám­skeið fyrir hópa og ein­stak­linga. Ég er hér fyrst og fremst til að vinna í sjálfri mér, hug­leiða, fara í jóga og njóta orku stað­ar­ins sem tengir mig betur við hjartað svo ég átti mig betur á því hvaða skref ég vil taka næst. Ég ætla vera hér þar til í byrjun mar­s.“

En af hverju heim­ild­ar­mynd?

„Góð spurn­ing. Frá því ég hóf þetta ferða­lag og þessa leit að sjálfri mér hef ég geymt hverja ein­ustu upp­töku af snapp­inu. Og þegar ég fór að rifja upp og líta yfir þessa veg­ferð síð­ustu vikur og mán­uði sá ég bara að ég er með eitt­hvað í hönd­unum sem þarf að taka skref­inu lengra. Þetta er alveg ótrú­lega magnað ferli sem ein­stak­lingur gengur í gegnum þegar hann skil­ur. Það sem ég hef líka upp­götvað er, að allir þeir sem skilja eru mjög ein­mana í sinni sorg og sínu ferli. Það er rauði þráð­ur­inn í öllum mínum sam­skiptum við fylgj­endur mína. Þess vegna vil ég aðeins taka þetta upp á yfir­borðið og kryfja til mergj­ar. Svo yrði þetta ekki bara skiln­að­ar­saga, heldur saga ein­stak­lings sem vaknar upp af löngum dvala og leggur í leit að sjálfri sér, því einu og sér er mjög áhuga­vert að fylgja eft­ir.

Það að ég sé núna á Balí, er til dæmis eitt­hvað sem ég sá ekki fyrir í upp­hafi ferða­lags­ins. Síð­ast en ekki síst langar mig flétta inn í þetta þessum töfrum sem hafa mynd­ast á milli mín og fylgj­enda minna á Snapchat og vil ég hik­laust fá þá til að vera hluti af mynd­inni, með alla sína reynslu og inn­legg, fyrir utan hvað það væri gaman að hitta allt þetta fólk sem ég hef deilt lífi mínu með svo per­sónu­lega.

Ég hef sett af stað hóp­fjár­öflun á Karol­ina Fund til að hrinda verk­efn­inu af stað. Það væri gaman að sjá þetta verða að veru­leika og vona ég að sem flestir sjái sem fært um að leggja verk­efn­inu lið. Ég bendi líka öllum sem áhuga hafa að upp­lifa ferða­lagið með mér og sjá hvernig heim­ild­ar­mynd­inni miðar ef söfn­unin tekst. Add­aðu mér undir sigga-lund á Snapchat.“

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None