Allt er í heiminum hverfult

Marine Le Pen, sem skoðanakannanir mæla ítrekað sem vinsælasta forsetaframbjóðandann fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, er sökuð um að svíkja út fé frá Evrópusambandinu.

Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Auglýsing

Mar­ine Le Pen er enn og aftur efst allra fram­bjóð­enda í skoð­ana­könn­unum fyrir fyrri umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi sem fram fara 23. apríl næst­kom­andi. Á fimmtu­dag birt­ust nýjar kann­anir sem sýna að hún er langefst með 26 pró­sent atkvæða ef kosið væri nú og næsta örugg um að kom­ast í aðra umferð­ina 7. maí. Þar á eftir kemur fyrrum við­skipta­ráð­herrann, Emmanuel Macron með 23 pró­sent og svo fram­bjóð­andi Repu­blík­ana, François Fillon með aðeins 18,5 pró­sent og hefur tapað sex pró­sentum síðan að launa­greiðslur frá Þjóð­þing­inu til eig­in­konu hans og barna komust í hámæli.

En Adam var ekki lengi í para­dís eða öllu heldur Eva í þessu til­viki. Mar­ine Le Pen hefur sam­kvæmt skjölum frá eft­ir­lits­nefnd Evr­ópu­þings­ins (OLAF), við­ur­kennt að hafa ráðið líf­vörð sinn sem aðstoð­ar­mann á Evr­ópu­þing­inu án þess að hann leysti þar af höndum nokkra vinnu. Einnig er hún sökuð um að hafa gert samn­ing við Catherine Griset sem aðstoð­ar­mann í Brus­sel en hún var í raun per­sónu­legur aðstoð­ar­maður Le Pen. Griset vann á aðal­skrif­stofu flokks­ins frá 2010 og kom aldrei til Brus­sel sem er þó skil­yrði fyrir því að þessi laun séu greidd. Þetta þýðir í raun að Mar­ine Le Pen hafi gert fals­aða starfs­samn­inga við starfs­fólk sitt.

Líf­vörð­ur­inn Thi­erry Légier fékk frá októ­ber til des­em­ber 2011 fjör­tíu og eitt þús­und og fimm­hund­ruð evrur eða litar sjö og hálfa milljón íslenskra króna í laun. Á dög­unum hafði verið talað um að eft­ir­lits­nefndin hefði krafið Le Pen um að end­ur­greiða 330.000 evr­ur, um fjör­tíu milljón íslenskar krón­ur, til Evr­ópu­þings­ins. Á þeim tíma­punkti komst það hins vegar ekki í hámæli vegna þess hversu margar mín­útur og dálksenti­metra mál Fillons tóku í fjöl­miðlum og, hugs­an­lega, vegna þess að Le Pen var sökuð um að svíkja út fjár­muni frá Evr­ópu­sam­band­inu en ekki franska þing­inu sem virð­ist hneyksla minna.

Auglýsing

Í gær­morgun var hins vegar tónn­inn aðeins annar og í fyrsta skiptið í langan tíma heyrð­ist í Le Pen í morg­un­fréttum útvarps sem og á sjón­varps­stöðvum þar sem hún fór í bull­andi vörn og þurfti að verja gjörðir sínar í stað þess að stjórna umræð­unni. Le Pen er van­ari því að vera í sífelldri sókn og ráð­ast gegn stjórn­mála­mönnum jafnt til hægri sem vinstri og kallar þá alla óhæfa og spillta. 

Þetta eru ekki einu málin í kringum Le Pen-­fjöl­skyld­una sem er for­rík. Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine, sem á einnig sæti á Evr­ópu­þing­inu og var áður for­seti Þjóð­fylk­ing­ar­innar og for­seta­fram­bjóð­andi áður en dóttir hans rak hann úr flokkn­um, hefur einnig verið sak­aður um mis­notkun á fé Evr­ópu­þings­ins. Jafn­framt hafa þau feðgin bæði verið sökuð um að van­telja fast­eignir og að svíkj­ast undan skatti. Það sem er ótrú­leg­ast í mál­inu er að Mar­ine Le Pen, sem telur Evr­ópu­sam­bandið vera ástæðu allra hörm­unga Frakk­lands og þó víðar væri leit­að, skuli mis­nota aðstöðu sína til að svíkja út fé, sama stjórn­mála­kona og vill halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stöðu Frakk­lands innan sam­bands­ins og vill fara ganga úr sam­starf­inu um evr­una.

Ein­hvern vegin hafa mál Le Pen-­fjöl­skyld­unnar aldrei náð að kom­ast almenni­lega í umræð­una en nú gæti orðið breyt­ing þar á. Spurn­ingin er hvort að Mar­ine Le Pen verði næsti fram­bjóð­and­inn sem fellur í skoð­ana­könn­unum vegna spill­ing­ar­mála líkt og François Fillon eða hvort hún nái enn að skauta yfir þau. For­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi gætu því verið opn­ari en margur hefur haldið hingað til þar sem að Mar­ine Le Pen hefur lengi talið sig örugga um að kom­ast í aðra umferð.

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None