Allt er í heiminum hverfult

Marine Le Pen, sem skoðanakannanir mæla ítrekað sem vinsælasta forsetaframbjóðandann fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, er sökuð um að svíkja út fé frá Evrópusambandinu.

Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Auglýsing

Mar­ine Le Pen er enn og aftur efst allra fram­bjóð­enda í skoð­ana­könn­unum fyrir fyrri umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi sem fram fara 23. apríl næst­kom­andi. Á fimmtu­dag birt­ust nýjar kann­anir sem sýna að hún er langefst með 26 pró­sent atkvæða ef kosið væri nú og næsta örugg um að kom­ast í aðra umferð­ina 7. maí. Þar á eftir kemur fyrrum við­skipta­ráð­herrann, Emmanuel Macron með 23 pró­sent og svo fram­bjóð­andi Repu­blík­ana, François Fillon með aðeins 18,5 pró­sent og hefur tapað sex pró­sentum síðan að launa­greiðslur frá Þjóð­þing­inu til eig­in­konu hans og barna komust í hámæli.

En Adam var ekki lengi í para­dís eða öllu heldur Eva í þessu til­viki. Mar­ine Le Pen hefur sam­kvæmt skjölum frá eft­ir­lits­nefnd Evr­ópu­þings­ins (OLAF), við­ur­kennt að hafa ráðið líf­vörð sinn sem aðstoð­ar­mann á Evr­ópu­þing­inu án þess að hann leysti þar af höndum nokkra vinnu. Einnig er hún sökuð um að hafa gert samn­ing við Catherine Griset sem aðstoð­ar­mann í Brus­sel en hún var í raun per­sónu­legur aðstoð­ar­maður Le Pen. Griset vann á aðal­skrif­stofu flokks­ins frá 2010 og kom aldrei til Brus­sel sem er þó skil­yrði fyrir því að þessi laun séu greidd. Þetta þýðir í raun að Mar­ine Le Pen hafi gert fals­aða starfs­samn­inga við starfs­fólk sitt.

Líf­vörð­ur­inn Thi­erry Légier fékk frá októ­ber til des­em­ber 2011 fjör­tíu og eitt þús­und og fimm­hund­ruð evrur eða litar sjö og hálfa milljón íslenskra króna í laun. Á dög­unum hafði verið talað um að eft­ir­lits­nefndin hefði krafið Le Pen um að end­ur­greiða 330.000 evr­ur, um fjör­tíu milljón íslenskar krón­ur, til Evr­ópu­þings­ins. Á þeim tíma­punkti komst það hins vegar ekki í hámæli vegna þess hversu margar mín­útur og dálksenti­metra mál Fillons tóku í fjöl­miðlum og, hugs­an­lega, vegna þess að Le Pen var sökuð um að svíkja út fjár­muni frá Evr­ópu­sam­band­inu en ekki franska þing­inu sem virð­ist hneyksla minna.

Auglýsing

Í gær­morgun var hins vegar tónn­inn aðeins annar og í fyrsta skiptið í langan tíma heyrð­ist í Le Pen í morg­un­fréttum útvarps sem og á sjón­varps­stöðvum þar sem hún fór í bull­andi vörn og þurfti að verja gjörðir sínar í stað þess að stjórna umræð­unni. Le Pen er van­ari því að vera í sífelldri sókn og ráð­ast gegn stjórn­mála­mönnum jafnt til hægri sem vinstri og kallar þá alla óhæfa og spillta. 

Þetta eru ekki einu málin í kringum Le Pen-­fjöl­skyld­una sem er for­rík. Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine, sem á einnig sæti á Evr­ópu­þing­inu og var áður for­seti Þjóð­fylk­ing­ar­innar og for­seta­fram­bjóð­andi áður en dóttir hans rak hann úr flokkn­um, hefur einnig verið sak­aður um mis­notkun á fé Evr­ópu­þings­ins. Jafn­framt hafa þau feðgin bæði verið sökuð um að van­telja fast­eignir og að svíkj­ast undan skatti. Það sem er ótrú­leg­ast í mál­inu er að Mar­ine Le Pen, sem telur Evr­ópu­sam­bandið vera ástæðu allra hörm­unga Frakk­lands og þó víðar væri leit­að, skuli mis­nota aðstöðu sína til að svíkja út fé, sama stjórn­mála­kona og vill halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stöðu Frakk­lands innan sam­bands­ins og vill fara ganga úr sam­starf­inu um evr­una.

Ein­hvern vegin hafa mál Le Pen-­fjöl­skyld­unnar aldrei náð að kom­ast almenni­lega í umræð­una en nú gæti orðið breyt­ing þar á. Spurn­ingin er hvort að Mar­ine Le Pen verði næsti fram­bjóð­and­inn sem fellur í skoð­ana­könn­unum vegna spill­ing­ar­mála líkt og François Fillon eða hvort hún nái enn að skauta yfir þau. For­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi gætu því verið opn­ari en margur hefur haldið hingað til þar sem að Mar­ine Le Pen hefur lengi talið sig örugga um að kom­ast í aðra umferð.

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFólk
None