Allt er í heiminum hverfult

Marine Le Pen, sem skoðanakannanir mæla ítrekað sem vinsælasta forsetaframbjóðandann fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, er sökuð um að svíkja út fé frá Evrópusambandinu.

Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Auglýsing

Mar­ine Le Pen er enn og aftur efst allra fram­bjóð­enda í skoð­ana­könn­unum fyrir fyrri umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi sem fram fara 23. apríl næst­kom­andi. Á fimmtu­dag birt­ust nýjar kann­anir sem sýna að hún er langefst með 26 pró­sent atkvæða ef kosið væri nú og næsta örugg um að kom­ast í aðra umferð­ina 7. maí. Þar á eftir kemur fyrrum við­skipta­ráð­herrann, Emmanuel Macron með 23 pró­sent og svo fram­bjóð­andi Repu­blík­ana, François Fillon með aðeins 18,5 pró­sent og hefur tapað sex pró­sentum síðan að launa­greiðslur frá Þjóð­þing­inu til eig­in­konu hans og barna komust í hámæli.

En Adam var ekki lengi í para­dís eða öllu heldur Eva í þessu til­viki. Mar­ine Le Pen hefur sam­kvæmt skjölum frá eft­ir­lits­nefnd Evr­ópu­þings­ins (OLAF), við­ur­kennt að hafa ráðið líf­vörð sinn sem aðstoð­ar­mann á Evr­ópu­þing­inu án þess að hann leysti þar af höndum nokkra vinnu. Einnig er hún sökuð um að hafa gert samn­ing við Catherine Griset sem aðstoð­ar­mann í Brus­sel en hún var í raun per­sónu­legur aðstoð­ar­maður Le Pen. Griset vann á aðal­skrif­stofu flokks­ins frá 2010 og kom aldrei til Brus­sel sem er þó skil­yrði fyrir því að þessi laun séu greidd. Þetta þýðir í raun að Mar­ine Le Pen hafi gert fals­aða starfs­samn­inga við starfs­fólk sitt.

Líf­vörð­ur­inn Thi­erry Légier fékk frá októ­ber til des­em­ber 2011 fjör­tíu og eitt þús­und og fimm­hund­ruð evrur eða litar sjö og hálfa milljón íslenskra króna í laun. Á dög­unum hafði verið talað um að eft­ir­lits­nefndin hefði krafið Le Pen um að end­ur­greiða 330.000 evr­ur, um fjör­tíu milljón íslenskar krón­ur, til Evr­ópu­þings­ins. Á þeim tíma­punkti komst það hins vegar ekki í hámæli vegna þess hversu margar mín­útur og dálksenti­metra mál Fillons tóku í fjöl­miðlum og, hugs­an­lega, vegna þess að Le Pen var sökuð um að svíkja út fjár­muni frá Evr­ópu­sam­band­inu en ekki franska þing­inu sem virð­ist hneyksla minna.

Auglýsing

Í gær­morgun var hins vegar tónn­inn aðeins annar og í fyrsta skiptið í langan tíma heyrð­ist í Le Pen í morg­un­fréttum útvarps sem og á sjón­varps­stöðvum þar sem hún fór í bull­andi vörn og þurfti að verja gjörðir sínar í stað þess að stjórna umræð­unni. Le Pen er van­ari því að vera í sífelldri sókn og ráð­ast gegn stjórn­mála­mönnum jafnt til hægri sem vinstri og kallar þá alla óhæfa og spillta. 

Þetta eru ekki einu málin í kringum Le Pen-­fjöl­skyld­una sem er for­rík. Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine, sem á einnig sæti á Evr­ópu­þing­inu og var áður for­seti Þjóð­fylk­ing­ar­innar og for­seta­fram­bjóð­andi áður en dóttir hans rak hann úr flokkn­um, hefur einnig verið sak­aður um mis­notkun á fé Evr­ópu­þings­ins. Jafn­framt hafa þau feðgin bæði verið sökuð um að van­telja fast­eignir og að svíkj­ast undan skatti. Það sem er ótrú­leg­ast í mál­inu er að Mar­ine Le Pen, sem telur Evr­ópu­sam­bandið vera ástæðu allra hörm­unga Frakk­lands og þó víðar væri leit­að, skuli mis­nota aðstöðu sína til að svíkja út fé, sama stjórn­mála­kona og vill halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stöðu Frakk­lands innan sam­bands­ins og vill fara ganga úr sam­starf­inu um evr­una.

Ein­hvern vegin hafa mál Le Pen-­fjöl­skyld­unnar aldrei náð að kom­ast almenni­lega í umræð­una en nú gæti orðið breyt­ing þar á. Spurn­ingin er hvort að Mar­ine Le Pen verði næsti fram­bjóð­and­inn sem fellur í skoð­ana­könn­unum vegna spill­ing­ar­mála líkt og François Fillon eða hvort hún nái enn að skauta yfir þau. For­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi gætu því verið opn­ari en margur hefur haldið hingað til þar sem að Mar­ine Le Pen hefur lengi talið sig örugga um að kom­ast í aðra umferð.

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None