Brasilísk ber gætu hjálpað í baráttunni við sýklalyfjaónæmi

Talið er að allt að 11.000 dauðsfalla í Bandaríkjunum megi rekja til sýklalyfjaónæmra MRSA baktería á ári. Mögulegt er talið að berjaseyði geti hjálpað til í baráttunni við þær.

ber
Auglýsing

Vegna vaxandi útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería og hættunni sem stafar að þeim keppast vísindamenn um allan heim við að leita að nýjum meðferðum. Í grein sem birt var í Scientific Reports í síðustu viku greina vísindamenn frá niðurstöðum rannsókna sinna á berjum sem gætu geymt lykilinn að nýrri aðferð til að berjast gegn sýklalyfjaónæmi.

Berin eru af tegundinni Schinus terebinthifolius og hafa í hundruð ára verið notaðar af græðurum í Suður Ameríku, meðal annars til að meðhöndla húðsýkingar. Rannsóknarhópur við Emory háskóla í Bandaríkjunum komst að því að berin innihalda efnasamband sem getur haft áhrif á sýkingarmátt sýklalyfjaónæmra MRSA baktería (Methillicin-resistant <em>Staphylococcus aureus</em>). 

MRSA bakteríur geta valdið sárum á húð fólks og geta sýkingarnar í sumum tilfellum verið lífshættulegar. Talið er að allt að 11.000 dauðsfalla í Bandaríkjunum megi rekja til MRSA á ári.

Auglýsing

Í rannsókninni prófaði rannsóknarhópurinn að nota seyði úr berjunum sem meðferð við MRSA í músum. Seyðið nefnist 430D-F5 og er það blanda 27 efna. Þær mýs sem fengu 430D-F5 þróuðu ekki með sér húðsár, ólíkt samanburðarhópnum sem ekki var meðhöndlaður með seyðinu. 

Niðurstaða rannsóknarhópsins var sú að efni í berjunum geta komið í veg fyrir að sár af völdum MRSA myndist með því að bæla gen í bakteríunum sem notuð eru til samskipta á milli baktería. Þessi samskipti hafa lengi verið þekkt og kallast þéttniskynjun (e. quorum sensing). Skynji bakteríurnar ekki aðrar bakteríur í nágrenninu telja þær sig í vera einar en við þær aðstæður haga þær sé á annan hátt. Þannig virtist seyðið koma í veg fyrir að bakteríurnar gæfu frá sér eiturefni sem skaða vefi og líkami músanna átt auðveldara með að græða sárið. Mikilvægt er að taka fram að seyðið drap í raun ekki bakteríurnar og voru mýsnar því enn sýktar þó engin sár hafi myndast. 

Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður mælir rannsóknarhópurinn síður en svo með því að almenningur reyni að nýta sér berin enda er óljóst hversu örugg meðferðin er í mönnum. Enn sem komið er hefur seyðið aðeins verið prófað á músum en vonast er til þess að frekari rannsóknir muni leiða til meðferða geng bakteríum í framtíðinni. Verði það raunin getur verið að hér sé komin meðferð sem er ólík hefðbundnum sýklalyfjum að því leyti að bakteríurnar eru ekki drepnar. Fremur verði hægt að „óvirkja“ bakteríurnar sem gæti gagnast sem merðferðarúrræði, til dæmis samhliða notkun sýklalyfja.

Fréttin birtist líka á vef Hvatans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None