Í þá tíð… Síðasti keisari Kína settur af

Á þessum degi fyrir réttum 105 árum, hinn 12. febrúar árið 1912, var Hsian-T‘ung keisari þvingaður til afsagnar eftir uppreisn lýðveldissinna undir stjórn Sun-Yat-sen.

 Ungi keisarinn, aðeins tveggja ára gamall.
Ungi keisarinn, aðeins tveggja ára gamall.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 105 árum, hinn 12. febrúar árið 1912, var Hsian-T‘ung keisari þvingaður til afsagnar eftir uppreisn lýðveldissinna undir stjórn Sun-Yat-sen. Hsian-T‘ung var aðeins sex ára gamall þegar hann var settur af og hafði ríkt í fjögur ár eftir að Kuang-hsu, föðurbróðir hans lést í embætti.

Þegar Hsian-T‘ung hrökklaðist úr Drekahásætinu var bundinn endir á 2000 ára keisaraveldi í Kína og 267 ára valdatíð Mansjú-ættbálksins. Hann tók upp nafnið Henry Pu Yi og fékk að búa í Forboðnu Borginni, hýbýlum keisarans, næstu tólf ár, en þá var hann gerður útlægur. Raunar var hann settur í keisarastólinn á ný árið 1917 í skjóli stríðsherra nokkurs, en nokkrum dögum síðar rann það aftur út í sandinn.

Fjarar undan stórveldi

Rætur kínverskrar siðmenningar liggja djúpt og hafa Kínverjar haft mikil áhrif, til dæmis á sviðum tækni, lista, hernaðar og heimspeki. Lengi vel einangruðu kínverskir ráðamenn landið frá umheiminum, en þegar komið var fram á miðja nítjándu öld fór smátt og smátt að fúna í undirstöðum Kína og keisaraveldisins.

Auglýsing

Í fullum skrúða sem keisari Mansjúkó.Eftir að hafa fengið slæma útreið í stríðum gegn erlendum ríkjum og miklar róstur innanlands varð sífellt ljósara að stjórnkerfið var meingallað. Illa gekk að færa samfélagið í átt að nútímavæðingu og óánægja fór sífellt vaxandi.

Andspyrnuhreyfingar spruttu víða upp og hófu virka uppreisn gegn keisarastjórninni. Xinhai-uppreisnin hófst árið 1911 og var Sun Yat-sen fyrsti forseti Kína, en var ýtt til hliðar áður en Pu Yi hafði sagt af sér og Yuan Shikai tók við. 

Leppur Japana í Mansjúríu

Pu Yi flúði til Tianjin-borgar, sem þá var á valdi Japana, en Japanir áttu eftir að hertaka stóran hluta af austurhluta Kína. Árið 1932 stofnuðu Japanir svo leppríkið Mansjúkó í Mansjúríuhéraði og settu Pu Yi yfir það og krýndu hann keisara. Þar ríkti Pu Yi allt til loka seinni heimsstyrjaldar þegar hann var tekinn höndum af herliði Sovétríkjanna þar sem hann var við það að stíga um borð í flugvél til Japans. 

Réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa, en hann sagðist saklaus og aðeins hafa verið viljalaust verkfæri Japana. Rétturinn sá framvinduna ekki sömu augum og dæmdi hann sekan.

Pu Yi var framseldur til Kína árið 1950, skömmu eftir að lýðveldið leið undir lok og kommúnistaflokkurinn undir stjórn Maó Zedong komst til valda, og sat í fangelsi í níu ár, frá 1950 til 1959. 

Friðsamt ævikvöld keisarans

Eftir það flutti hann til Beijing þar sem hann hóf nýtt líf sem almennur borgari, hét Kommúnistaflokkinum hollustueið, gekk í hjónaband og vann meðal annars á verkstæði og í grasagarði borgarinnar. Árið 1964 hóf hann störf hjá Kommúnistaflokknum og gegndi því til æviloka, en hann lést úr nýrnakrabbameini og hjartasjúkdómi árið 1967. 

Jarðneskum leifum hans var komið fyrir í kirkjugarði þar sem háttsettir menn í kommúnistaflokknum voru jarðaðir, en árið 1995 fann ekkja hans honum stað í öðrum kirkjugarði í nágrenni við grafhýsi keisaraættarinnar. 

Aðrir markverðir atburðir sem gerðust 12. febrúar:

1916

Aðgerðarsinninn Emma Goldman er handtekin í New York fyrir þann glæp að halda fyrirlestur um getnaðarvarnir.

1945

Yalta-ráðstefnunni lýkur. Þar lögðu leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna línurnar varðandi skiptingu áhrifasvæða eftir Síðari heimsstyrjöldina. Þar var fullnaðarsigur á Þýskalandi einungis tímaspursmál.

1974 

Andófsmaðurinn og Nóbelsskáldið Alexander Solzhenitsyn er gerður útlægur frá Sovétríkjunum.

1990 

Nelson Mandela fær frelsi eftir 27 ára fangelsisvist vegna andstöðu sinnar við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

1990 

Buster Douglas vinnur einhvern óvæntasta sigur í hnefaleikasögunni þegar hann rotar heimsmeistarann Mike Tyson í 10. lotu.

1993

Hinn tveggja ára gamli James Bulger er myrtur af tveimur tíu ára drengjum eftir að hafa verið numinn brott í verslunarmiðstöð.

1999 

Bill Clinton Bandaríkjaforseti er úrskurðaður saklaus af ákæru sem sett var fram til að svipta hann embætti. Ákæran var vegna framgöngu hans í máli Monicu Lewinski.

2002

Réttarhöld hefjast yfir Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, fyrir Alþjóðlega glæpadómstólnum. Sakarefnin voru stríðsglæpir, þjóðernishreinsanir og glæpir gegn mannkyni, en Milosevic lést fjórum árum síðar, áður en málinu lauk.

2012

Söngstjarnan Whitney Houston deyr, 48 ára gömul. Hún drukknaði í baðkari vegna fíkniefnaneyslu og hjartasjúkdóms. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None