Í þá tíð… Síðasti keisari Kína settur af

Á þessum degi fyrir réttum 105 árum, hinn 12. febrúar árið 1912, var Hsian-T‘ung keisari þvingaður til afsagnar eftir uppreisn lýðveldissinna undir stjórn Sun-Yat-sen.

 Ungi keisarinn, aðeins tveggja ára gamall.
Ungi keisarinn, aðeins tveggja ára gamall.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 105 árum, hinn 12. febr­úar árið 1912, var Hsi­an-T‘ung keis­ari þving­aður til afsagnar eftir upp­reisn lýð­veld­is­sinna undir stjórn Sun-Yat-­sen. Hsi­an-T‘ung var aðeins sex ára gam­all þegar hann var settur af og hafði ríkt í fjögur ár eftir að Kuang-hsu, föð­ur­bróðir hans lést í emb­ætti.

Þegar Hsi­an-T‘ung hrökkl­að­ist úr Dreka­há­sæt­inu var bund­inn endir á 2000 ára keis­ara­veldi í Kína og 267 ára valda­tíð Man­sjú-ætt­bálks­ins. Hann tók upp nafnið Henry Pu Yi og fékk að búa í For­boðnu Borg­inni, hýbýlum keis­ar­ans, næstu tólf ár, en þá var hann gerður útlæg­ur. Raunar var hann settur í keis­ara­stól­inn á ný árið 1917 í skjóli stríðs­herra nokk­urs, en nokkrum dögum síðar rann það aftur út í sand­inn.

Fjarar undan stór­veldi

Rætur kín­verskrar sið­menn­ingar liggja djúpt og hafa Kín­verjar haft mikil áhrif, til dæmis á sviðum tækni, lista, hern­aðar og heim­speki. Lengi vel ein­angr­uðu kín­verskir ráða­menn landið frá umheim­in­um, en þegar komið var fram á miðja nítj­ándu öld fór smátt og smátt að fúna í und­ir­stöðum Kína og keis­ara­veld­is­ins.

Auglýsing

Í fullum skrúða sem keisari Mansjúkó.Eftir að hafa fengið slæma útreið í stríðum gegn erlendum ríkjum og miklar róstur inn­an­lands varð sífellt ljós­ara að stjórn­kerfið var mein­gall­að. Illa gekk að færa sam­fé­lagið í átt að nútíma­væð­ingu og óánægja fór sífellt vax­andi.

And­spyrnu­hreyf­ingar spruttu víða upp og hófu virka upp­reisn gegn keis­ara­stjórn­inni. Xin­hai-­upp­reisnin hófst árið 1911 og var Sun Yat-­sen fyrsti for­seti Kína, en var ýtt til hliðar áður en Pu Yi hafði sagt af sér og Yuan Shikai tók við. 

Leppur Jap­ana í Man­sjúríu

Pu Yi flúði til Tianj­in-­borg­ar, sem þá var á valdi Jap­ana, en Jap­anir áttu eftir að her­taka stóran hluta af aust­ur­hluta Kína. Árið 1932 stofn­uðu Jap­anir svo lepp­ríkið Man­sjúkó í Man­sjúr­íu­hér­aði og settu Pu Yi yfir það og krýndu hann keis­ara. Þar ríkti Pu Yi allt til loka seinni heims­styrj­aldar þegar hann var tek­inn höndum af her­liði Sov­ét­ríkj­anna þar sem hann var við það að stíga um borð í flug­vél til Jap­ans. 

Réttað var yfir honum vegna stríðs­glæpa, en hann sagð­ist sak­laus og aðeins hafa verið vilja­laust verk­færi Jap­ana. Rétt­ur­inn sá fram­vind­una ekki sömu augum og dæmdi hann sek­an.

Pu Yi var fram­seldur til Kína árið 1950, skömmu eftir að lýð­veldið leið undir lok og komm­ún­ista­flokk­ur­inn undir stjórn Maó Zedong komst til valda, og sat í fang­elsi í níu ár, frá 1950 til 1959. 

Frið­samt ævi­kvöld keis­ar­ans

Eftir það flutti hann til Beijing þar sem hann hóf nýtt líf sem almennur borg­ari, hét Komm­ún­ista­flokk­inum holl­ustu­eið, gekk í hjóna­band og vann meðal ann­ars á verk­stæði og í grasa­garði borg­ar­inn­ar. Árið 1964 hóf hann störf hjá Komm­ún­ista­flokknum og gegndi því til ævi­loka, en hann lést úr nýrna­krabba­meini og hjarta­sjúk­dómi árið 1967. 

Jarð­neskum leifum hans var komið fyrir í kirkju­garði þar sem hátt­settir menn í komm­ún­ista­flokknum voru jarð­að­ir, en árið 1995 fann ekkja hans honum stað í öðrum kirkju­garði í nágrenni við graf­hýsi keis­ara­ætt­ar­inn­ar. 

Aðrir mark­verðir atburðir sem gerð­ust 12. febr­ú­ar:

1916

Aðgerð­ar­sinn­inn Emma Gold­man er hand­tekin í New York fyrir þann glæp að halda fyr­ir­lestur um getn­að­ar­varn­ir.

1945

Yalta-ráð­stefn­unni lýk­ur. Þar lögðu leið­togar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Sov­ét­ríkj­anna lín­urnar varð­andi skipt­ingu áhrifa­svæða eftir Síð­ari heims­styrj­öld­ina. Þar var fulln­að­ar­sigur á Þýska­landi ein­ungis tíma­spurs­mál.

1974 

And­ófs­mað­ur­inn og Nóbels­skáldið Alex­ander Solzhenitsyn er gerður útlægur frá Sov­ét­ríkj­un­um.

1990 

Nel­son Mand­ela fær frelsi eftir 27 ára fang­els­is­vist vegna and­stöðu sinnar við aðskiln­að­ar­stefnu stjórn­valda í Suð­ur­-Afr­íku.

1990 

Buster Dou­glas vinnur ein­hvern óvæntasta sigur í hnefa­leika­sög­unni þegar hann rotar heims­meist­ar­ann Mike Tyson í 10. lotu.

1993

Hinn tveggja ára gamli James Bul­ger er myrtur af tveimur tíu ára drengjum eftir að hafa verið num­inn brott í versl­un­ar­mið­stöð.

1999 

Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti er úrskurð­aður sak­laus af ákæru sem sett var fram til að svipta hann emb­ætti. Ákæran var vegna fram­göngu hans í máli Mon­icu Lewinski.

2002

Rétt­ar­höld hefj­ast yfir Slobodan Milos­evic, for­seta Serbíu, fyrir Alþjóð­lega glæpa­dóm­stóln­um. Sak­ar­efnin voru stríðs­glæp­ir, þjóð­ern­is­hreins­anir og glæpir gegn mann­kyni, en Milos­evic lést fjórum árum síð­ar, áður en mál­inu lauk.

2012

Söng­stjarnan Whit­ney Hou­ston deyr, 48 ára göm­ul. Hún drukkn­aði í baðk­ari vegna fíkni­efna­neyslu og hjarta­sjúk­dóms. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None