Kór og hljómsveit sem flytja saman rokktónlist

Karolina Fund verkefni vikunnar er plata með Stormsveitinni úr Mosfellsbæ.

stormsveitin
Auglýsing

Stormsveitin samanstendur af kór og hljómsveit sem flytur rokktónlist í útsetningum fyrir karlakór. Þeir Stormsveitarmenn hleyptu nýlega af stokkunum söfnun á Karolina Fund. Markmiði þeirra er að safna 4000 evrum sem dugir þeim til að fullvinna og gefa út hljómdisk og mynddisk með efni sem tekið var upp á þrettándatónleikum á síðasta ári og nú í ár í Hlégarði. Kjarninn hitti Hauk Þór Haraldsson, einn af meðlimum sveitarinnar, og tók hann tali.

Hvaðan er Stormsveitin upprunnin og hvenær komst hún á legg?

„Stormsveitin er upprunnin í Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þaðan skilst mér að nafnið sé upprunnið, það er víst ekki alltaf blessuð blíðan þarna undir Esjunni. Fyrstu meðlimir voru flestir félagar í Karlakór Kjalnesinga. Þar var líka Sigurður Hansson en hann átti hugmyndina að því að taka hefðbundin karlakórslög og gera úr þeim rokkmúsík. 

Auglýsing

Þetta var árið 2011 og sveitin hefur reglulega verið að troða upp síðan. Í dag koma meðlimir sveitarinnar víðar að en ég held að óhætt sé að segja að Mosfellingar séu okkar dyggustu áhangendur. Stormsveitin er fastagestir á ákveðnum uppákomum í Mosfellsbæ og Mosfellingar fylla árlega þrettándatónleika okkar. Þetta er 20 manna söngsveit, allt reyndir söngmenn og 5 manna rokkhljómsveit sem er mjög vel skipuð.“

Hvers konar tónlist eru þið að taka ykkur fyrir hendur?

„Við flytjum allavega tónlist. Við syngjum öllu jafna fjórraddað, undirleikslaust ef þannig ber undir eða með rokkhljómsveit á fullu gasi, allt eftir því hvert tilefnið er. Markmiðið er að syngja flott lög í vönduðum útsetningum. Á prógramminu eru t.d. nokkrir þjóðlegir fimmundarsöngvar, dæmigerðar íslenskar karlakóraperlur, dægurlög og þjóðlög af ýmsu tagi og svo argasta popp og rokk í bland. Sumar útsetningarnar hafa gengið í arf kóra á milli en aðrar höfum við látið gera fyrir okkur sérstaklega. Páll Helgason heitinn á t.d. margar af okkar bestu raddsetningunum. Ungur snillingur að nafni Arnór Sigurðsson hefur svo verið öðrum duglegri við að búa lögin til flutnings með hljómsveitinni. Við tökum oft með okkur gesti. Stefanía Svavarsdóttir hefur verið fremst í þeim flokki, hún er eiginlega orðin ein af strákunum. Birgir Haraldsson (Biggi úr Gildrunni) hefur líka verið tíður gestur, Stefán Jakobsson (Dimma) var með okkur á síðustu tónleikum þannig að listinn yfir góðvini Stormsveitarinnar er nokkuð langur.“ 

Hvaða uppákomur hafið þið sem kór mest gaman að?

Plötuumslag Stormsveitarinnar.„Stormsveitaræfingarnar eru alltaf bráðskemmtilegar uppákomur. Þetta eru kátir karlar og það gengur á ýmsu. Við syngjum síðan á allavega skemmtunum. Við höfum troðið upp á mörgum árshátíðum, haldið kirkjutónleika, sungið í umferðarmiðstöðvum og í flugstöðinni svo eitthvað sé nefnt. Sungið á börum, á vinnustöðum og í jarðarförum. Við erum árlegir gestir á sviðinu við áramótabrennu í Mosfellsbæ og höfum í nokkur ár haldið tónleika á þrettándanum í Hlégarði. Engar giftingar eða skírnir á afrekaskránni en við erum opnir fyrir öllu. Við erum vel græjaðir og syngjum öllu jafna í míkrófóna en okkur þykir líka voða gaman að syngja órafmagnað þegar aðstæður og hljómburður leyfir.“

Hvað er á döfinni hjá ykkur?

„Við erum með nokkur gigg á döfinni. Syngjum t.d. á stórri árshátíð í þessum mánuði. Svo erum við auðvitað að vonast eftir að ná að safna fyrir plötunni okkar. Ef það gengur eftir þá fullvinnum við það sem til er og tökum kannski upp smá í viðbót. Stefnum á að gefa út disk með vorinu. Það má heita á okkur 3000 krónum og fá diskinn sendan heim þegar hann er tilbúinn. Diskurinn býðst líka rafrænn fyrir 2000 króna áheit. Þann 19. mars ætlum við að halda tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarvogi. Tónleikarnir eru liður í söfnuninni því fyrir 4000 króna áheit fá menn miða á tónleikana. Við ætlum að skrúfað aðeins niður og halda rafmagnslitla, lágstemmda tónleika. Sumir af okkar fastagestum þykir okkur takast best upp þegar þannig ber undir. Við stefnum á að vera með píanóundirleik, ásláttarhljóðfæri og einhver huggulegheit. Lofum notalegum sunnudagseftirmiðdegi í kirkjunni. Bara að skottast inná karolinafund.com og heita á Stormsveitina!“


Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None