Fillon í þungum sjó

Nýjar upplýsingar um greiðslur til konu François Fillon og dóttur sem eiga sér ekki eðlilegar skýringar eru að valda forsetaframbjóðandanum miklum vandræðum.

François Fillon, frambjóðandi Lýðveldisflokksins. MYND:EPA
Auglýsing

Í tvær vikur hefur varla verið rætt um annað í stjórn­málum í Frakk­landi en greiðslur til eig­in­konu François Fillon, fram­bjóð­anda Repu­blikana­flokks­ins (Les Répu­blicains) fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í apríl og maí. Pen­elope Fillon fékk nærri eina milljón evra í laun sem aðstoð­ar­maður eig­in­manns síns en hér í landi tíðkast að þing­menn hafi jafn­vel fleiri en einn aðstoð­ar­mann. Hund­rað þús­und af upp­hæð­inni var greiðsla fyrir vinnu við blað­ið La revue des deux monde sem er í eigu vin­ar Fillons, millj­óna­mær­ings­ins Marc Ladreit de Lacharrière, 32. rík­asta manns lands­ins. Í hvor­ugu til­vik­inu hefur orðið vart við vinnu Pen­elope FillonFrançois Fillon tók þá ákvörðun um síð­ustu helgi að leggja allt á borð­ið, boða til blaða­manna­fund­ar, birta upp­lýs­ingar um banka­reikn­inga og eignir og biðjast af­sök­un­ar á þessu máli til að hreinsa loft­ið.

Eftir blaða­manna­fund­inn á mánu­dag ætl­aði Fillon að taka upp þráð­inn að nýju og blása lífi í kosn­inga­bar­átt­una. Fyrst hélt hann fund með þing­mönnum á þriðju­dag þar sem hann þrum­aði yfir þeim og sagði að það væri ekk­ert val, hann væri fram­bjóð­andi og yrði áfram. Svo fór hann í heim­sókn í verk­smiðju. En síð­degis á þriðju­dag komu fram nýjar upp­lýs­ingar hjá skop­mynda­blað­in­u,  Le Can­ard enchaîné (Öndin hlekkj­aða) sem kom mál­inu fyrst í umræð­una. Þar kemur fram að Pen­elope Fillon hafi fengið 45.000 evrur frá Þjóð­þing­inu þegar hún hætti sem aðstoð­ar­mað­ur eig­in­mans síns. Það voru meðal ann­ars bætur vegna upp­sagn­ar, sem og laun frá Marc Jou­laud sem tók við af Fillon á þingi þegar hann varð ráð­herra 2002, og réði hana að nýju. Fillon segir að þessar upp­hæðir hafi komið fram á blaða­manna­fund­in­um. Hins vegar var ekki sagt eitt orð um það að eig­in­konan hefði verið á tvö­földum launum á þessu tíma­bili, bótum vegna sjálf­krafa starfs­loka, þar sem eig­in­mað­ur­inn var ekki lengur þing­mað­ur, og svo laun frá þeim nýja.  Ekki voru allir á eitt sáttir í verk­smiðj­unni sem Fillon heim­sótti og þótti mörgum illa til fundið hjá honum að koma þang­að. Þar voru konur sem sumar eru með um þús­und evrur í mán­að­ar­laun og því ekki að undra að á hann væri baulað, líkt og víðar í borg­inni Troyes þar sem hann var í heim­sókn. 

Auk Pen­elope Fillon var Marc Jou­laud þing­maður með annan aðstoð­ar­mann á sama tíma, Jeanne Robin­son-Behre. Launa­kjörin voru hins vegar ekki þau sömu, önnur fékk greiddar 6.000 evrur á mán­uði og hin 607 evr­ur. Þetta kom fram í dag­blað­inu Ouest France á mið­viku­dag.

Auglýsing

Tvö af fimm börn­um Fillons hafa dreg­ist inn í umræð­una þar sem þau fengu greiðslur fyrir lög­fræði­að­stoð meðan faðir þeirra var þing­maður í Öld­unga­deild­inni sem í sjálfu sér er ekki ólög­legt. Vanda­málið er bara það að þau voru ekki orðin lög­fræð­ingar á þeim tíma. Í vik­unni kom einnig fram, bæði í Le Monde og Le Can­ard enchaîné, að á meðan dóttir­in, Marie Fillon, var í starfs­þjálfun sem lög­fræð­ingur var hún ráðin í fulla vinnu sem aðstoð­ar­maður pabba síns og gamlir skóla­fé­lagar segj­ast ekki geta ímyndað sér hvernig hún gat sinnt hvort tveggja í einu. Marie og Charles Fillon elstu börn hans voru boðuð til rann­sókn­ar­dóm­ara á fimmtu­dag til að svara fyrir vinnu þeirra fyrir föður sinn.

Kosn­inga­bar­átta Fillons er því enn og aftur farin að snú­ast um að verja það óverj­an­lega. Fram­bjóð­and­inn sem kynnti sig sem von Frakk­lands sem væri með óað­finna­lega for­tíð, sá sem tal­aði um að Frakkar þyrftu að leggja meira á sig og vinna meira, sá sem vill fækka opin­berum starfs­mönnum og svo mætti áfram telja, allt til að koma land­inu á réttan kjöl, hefur ekki lengur hreinan skjöld. Allan þennan tíma virð­ist sem konan hans hafi verið heima, eins og hefur komið fram í fleiri við­tölum við hana, og rakað saman seðl­um. Reyndar hefur komið upp spurn­ing um hvort hún hafi yfir höfuð vitað af þessu. Það er ekk­ert ólög­legt við að ráða eig­in­konu sína sem aðstoð­ar­mann, þó það sé auð­vitað ákveðið sið­ferði­legt van­mat, en það telst vera fjár­dráttur ef hún innir enga vinnu af hendi. Nú hefur einnig komið fram að millj­óna­mær­ing­ur­inn sem réði Pen­elope Fillons í vinnu á tíma­rit­inu La Revue des deux mondes fékk orðu úr hendi Fillons 31. des­em­ber 2010 þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra og að versla með orður er litið alvar­legum augum í Frakk­land­i. 

Eftir að Fillon fór úr emb­ætti 2012 og varð þing­maður Par­ísar stofn­aði hann ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem var afskap­lega hljótt um. Á blaða­manna­fund­inum á mánu­dag lagði fram­bjóð­and­inn fram upp­lýs­ingar um að hann hefði unnið fyrir fyr­ir­tæki hins áður­nefnda orðu­þega. Einnig kom þar fram að Fillon hafi fengið 200.000 evrur í ráð­gjafa­laun frá trygg­inga­fyr­ir­tæk­inu AXA en eitt af því sem hann leggur til nú er að hann spara í sjúkra­trygg­inga­kerf­inu með því að opna meira á einka­trygg­ing­ar. Til­viljun eða ekki en það er einmitt eitt af því sem AXA sér­hæfir sig í. Fyrr­ver­andi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins er nú í kosn­inga­stjórn Fillons og er nefndur sem hugs­an­legt við­skipta­ráð­herra­efni. Hags­muna­á­rekstrar er eitt af því sem kemur upp í hug­ann. 

Fjöl­miðlar töl­uðu í vik­unni um svart tíma­bil hjá Repu­blikönum því Nicolas Sar­kosy, fyrr­ver­andi for­seti, verður vænt­an­lega að svara til saka fyrir ólög­lega fjár­mögnun kosn­inga­bar­áttu sinnar 2012 en hann eyddi tvisvar sinnum leyfi­legri upp­hæð, um 45 millj­ónum evra í stað 22,5, en mál­inu var vísað til dóm­stóla á mánu­dag. Lög­fræð­ing­ar Sar­kozys hafa nú þegar áfrýjað en þetta kemur fram á versta tíma fyrir flokk­inn.

Og lengi getur vont versnað gæti Fillon sagt. Gam­all miðju­mað­ur, François Bayrou, sem hefur þrisvar verið for­seta­fram­bjóð­andi, hugsar sér nú til hreyf­ings en hafði lýst því yfir að hann færi ekki fram ef Alain Juppé yrði fra­mjóð­andi hægri­manna, sem ekki varð. Hann segir ótækt að Fillon dragi sig ekki í hlé og það gætu orðið mik­il­væg pró­sentu­stig sem töp­uð­ust Fillon ef Bayrou færi fram en hann hefur nú fimm pró­sent í skoð­ana­könn­unum án þess að vera í fram­boð­i. 

Fjórar skoð­ana­kann­anir birt­ust í vik­unni um úrslit fyrri umferð­ar­inn­ar, 23. apr­íl, þær sýna allar að Fillon kæm­ist ekki í aðra umferð kosn­ing­anna 7. maí, það gerðu hins vegar Mar­ine Le Pen, sem fitnar eins og púk­inn á fjós­bit­anum eftir að þessi mál komu upp, og Emmanuel Macron. Fillon hefur fallið úr 30 pró­sentum í 18 síðan hann vann for­kosn­ing­arnar í nóv­em­ber á síð­asta ári. 

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None