Bólusetning við Zika-veirunni á næsta leiti

Zika veiran er enn að hafa dramatísk neikvæð áhrif á líf margra jarðarbúa. En mögulega ekki mikið lengur.

zika
Auglýsing

Þó zika veiran hafi nokkurn veginn fallið í gleymskunnar dá hér á norðurhveli jarðar hefur hún enn dramatísk áhrif á líf þeirra sem lifa við og sunnan við miðbaug á ameríkuflekunum. Þar hefur hættan á veirusmiti enn áhrif á það hvort fólk leggi í barneignir. 

Zika veiran olli miklum usla árin 2015 og 2016 þegar hún leiddi til vansköpunar fjölda barna í Suður Ameríku. Veiran tók fljótlega að breiða úr sér til norðurs og hefur greinst víða með tilheyrandi fylgikvillum. Í kjölfarið hafa farið af stað fjölmargar rannsóknir sem bæði miða að því að skilgreina virkni veirunnar og að finna lyf eða bóluefni gegn henni. 

Nýlega birt rannsókn í þessum efnum sem var framkvæmd við University of Pennsylvania gefur nú nýja von um að bóluefni gegn þessari skæðu veiru sé mögulega á næstu grösum. Í rannsókninni var notast við nokkuð óhefðbundið bóluefni. Í stað þess að nota dauða eða veiklaða veiru er notast við mRNA frá zikaveirunni. mRNA sameindinni er svo breytt í prótín í líkama þess sem er bólusettur svo ónæmiskerfið geti hafist handa við að búa til mótefni. mRNA sameindin skráir nefnilega fyrir prótíni sem einkennir zika veiruna. 

Auglýsing

Bóluefnið var prófað bæði á músum og öpum. Eftir einungis eina bólusetningu höfðu báðar tegundir myndað ónæmi gegn veirunni. Ekki var þörf á örvunarskammti, eða svokölluðu bústi, með annarri bólusetningu þó að bóluefnið hafi verið í mjög lágum styrk. 

Með því að nota mRNA sameind í staðinn fyrir veiruna sjálfa eru líkur á að ónæmissvarið verði sterkara þar sem hægt er að breyta sömu mRNA sameindinni í mörg eintök af prótíninu. Ónæmiskerfið notar svo þetta prótín til að búa til mótefni. Annar kostur við að nota mRNA í bóluefni er að það sparar tíma og fyrirhöfn við framleiðslu.

Næstu skref munu vera að skoða hvernig manneskjur bregðast við þessu bóluefni. Miklar líkur eru á því að ónæmissvarið verið svipað því sem sást í músunum og öpunum en þrátt fyrir það þurfum við að bíða enn um sinn áður en hægt verður að bólusetja fólk gegn veirunni.

Fréttin birtist fyrst á hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None