Bólusetning við Zika-veirunni á næsta leiti

Zika veiran er enn að hafa dramatísk neikvæð áhrif á líf margra jarðarbúa. En mögulega ekki mikið lengur.

zika
Auglýsing

Þó zika veiran hafi nokkurn veginn fallið í gleymskunnar dá hér á norðurhveli jarðar hefur hún enn dramatísk áhrif á líf þeirra sem lifa við og sunnan við miðbaug á ameríkuflekunum. Þar hefur hættan á veirusmiti enn áhrif á það hvort fólk leggi í barneignir. 

Zika veiran olli miklum usla árin 2015 og 2016 þegar hún leiddi til vansköpunar fjölda barna í Suður Ameríku. Veiran tók fljótlega að breiða úr sér til norðurs og hefur greinst víða með tilheyrandi fylgikvillum. Í kjölfarið hafa farið af stað fjölmargar rannsóknir sem bæði miða að því að skilgreina virkni veirunnar og að finna lyf eða bóluefni gegn henni. 

Nýlega birt rannsókn í þessum efnum sem var framkvæmd við University of Pennsylvania gefur nú nýja von um að bóluefni gegn þessari skæðu veiru sé mögulega á næstu grösum. Í rannsókninni var notast við nokkuð óhefðbundið bóluefni. Í stað þess að nota dauða eða veiklaða veiru er notast við mRNA frá zikaveirunni. mRNA sameindinni er svo breytt í prótín í líkama þess sem er bólusettur svo ónæmiskerfið geti hafist handa við að búa til mótefni. mRNA sameindin skráir nefnilega fyrir prótíni sem einkennir zika veiruna. 

Auglýsing

Bóluefnið var prófað bæði á músum og öpum. Eftir einungis eina bólusetningu höfðu báðar tegundir myndað ónæmi gegn veirunni. Ekki var þörf á örvunarskammti, eða svokölluðu bústi, með annarri bólusetningu þó að bóluefnið hafi verið í mjög lágum styrk. 

Með því að nota mRNA sameind í staðinn fyrir veiruna sjálfa eru líkur á að ónæmissvarið verði sterkara þar sem hægt er að breyta sömu mRNA sameindinni í mörg eintök af prótíninu. Ónæmiskerfið notar svo þetta prótín til að búa til mótefni. Annar kostur við að nota mRNA í bóluefni er að það sparar tíma og fyrirhöfn við framleiðslu.

Næstu skref munu vera að skoða hvernig manneskjur bregðast við þessu bóluefni. Miklar líkur eru á því að ónæmissvarið verið svipað því sem sást í músunum og öpunum en þrátt fyrir það þurfum við að bíða enn um sinn áður en hægt verður að bólusetja fólk gegn veirunni.

Fréttin birtist fyrst á hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None