Geyma pólitískt þrætuepli í eyðimörk í Kaliforníu

Offramleiðsla hergagna í Bandaríkjunum er geymd í eyðimörk í Kaliforníu.

Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Auglýsing

Hátt í Sierra-fjall­garð­inum nyrst í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­unum er stór sand­s­létta. Úr fjarska er ekk­ert athuga­vert við þetta þurr­lendi, bara sand­breiða og órækt.

Þegar nánar er að gáð koma heilu rað­irnar af yfir­gefnum skrið­drek­um. Hver bryn­varði drek­inn á fætur öðrum hefur verið skil­inn eftir til þess að hverfa sand­inn, öllum lagt í beinar raðir eins og þeim hafi verið stillt upp í her­sýn­ingu í alræð­is­ríki.

Sierra Army Depot er ein stærsta her­gagna­geymsla í heimi. Þar eru ekki aðeins skrið­drekar heldur má þar finna fjöld­ann allan af bryn­vörðum trukkum sem ein­hvern tíma hafa verið not­aðir til flutn­inga í hern­aði Banda­ríkja­hers erlend­is.

Svæðið er gríðarlega stórt. Þar er nú flugvöllur til þess að auðvelda hergagnaflutninga.

Geymsla síðan í seinni heims­styrj­öld

Banda­ríski her­inn hóf að nota slétt­una fremst í Nevada-eyði­mörk­inni til her­gagna­geymslu í seinni heims­styrj­öld­inni. Stað­setn­ingin þótti hentug því hún var nógu langt inni í landi (og hátt yfir sjáv­ar­máli) til þess að Jap­anir kæmust ekki nálægt með flug­skeyti eða kamakaze-flug­vél­ar.

Þrátt fyrir að vera langt inn í landi eru sam­göngur þaðan nokkuð greiðar og hægt að flytja skrið­dreka eða sprengju­trukka eftir lestar­teinum til hafnar í San Francisco-flóa. Þarna er úrkoma einnig eins lítil og hugs­ast getur í Banda­ríkj­unum sem lág­markar ryð og veð­ur­skemmdir á tækj­un­um.Her­inn geymdi gríð­ar­legt magn af sprengjum og skot­vopnum í eins konar sand­húsum – ekki ósvip­uðum snjó­húsum eski­móa heldur úr sandi.

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina hefur Sierra-her­gagna­geymslan orðið að geymslu fyrir tæki og tól þessa stærsta hers í heimi sem ekki er þörf á í bar­daga. Þarna er til dæmis að finna meira en 2.000 M1 Abrams-skrið­dreka sem annað hvort hafa þjónað sínum til­gangi í stríðum Banda­ríkj­anna eða hafa aldrei verið sendir í vopn­aða bar­áttu.

Auglýsing


Inn­byggð og óvið­ráð­an­leg offram­leiðsla

Her­gagna­geymslan er ekki aðeins til­komu­mikið sjón­ar­spil og ágætis áminn­ing um hern­að­ar­mátt Banda­ríkj­anna heldur þykir Sierra Army Depot vera ágætis dæmi um offram­leiðslu Banda­ríkj­anna á her­gögn­um.

Banda­ríski her­inn óskar reglu­lega eftir því við banda­ríska þingið að fram­leiðslu úreltrar hern­að­ar­tækni verði hætt eða hún minnkuð. Hern­aður 21. ald­ar­innar byggir í sí auknum mæli á ómönn­uðum her­gögnum og árásum úr lofti, svo ekki sé minnst á nethern­að. Her­inn hefur þess vegna æ minna gagn af nærri því 40 ára gam­alli skrið­dreka­hönn­un.

Svo dæmi sé tekið af Abrams-skrið­drek­anum sem fer nán­ast beint af færi­band­inu í eyði­mörk­ina handan Sierra-fjall­garðs­ins. Skrið­drek­inn hefur verið fram­leiddur síðan árið 1980 og hefur hlotið margs­konar upp­færslur og end­ur­bætur síð­an. Hvert tæki vegur rúm­lega 60 tonn og er tal­inn vera ágætur til síns brúks. En hann hentar ekki í nútíma­hern­aði.

Abrams skriðdrekinn er enn notaður í hernaði.

Yfir­stjórn hers­ins hefur þess vegna marg­sinnis óskað eftir því að fram­leiðslu hans verði hætt. Þingið á hins vegar mjög erfitt með að stöðva fram­leiðsl­una enda er her­gagna­fram­leiðsla veiga­mik­ill þáttur í hag­kerfi ein­stakra ríkja og kjör­dæma í Banda­ríkj­un­um. Þing­menn sem greiða atkvæði með því að sér­hæft vinnu­afl missir vinn­una geta, með öðrum orð­um, átt hættu á að ná ekki end­ur­kjöri.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, náði að gera allt vit­laust í des­em­ber síð­ast­liðnum með einu tvíti þar sem hann gagn­rýndi kaup Obama-­stjórn­ar­innar á nýjum Lock­heed Mart­in-or­ystuflug­vélum og ákvað að biðja Boeing um gagntil­boð.Afrakstur þessa tvíts var að mark­aðsvirði Lock­heed Martin (sem Banda­ríkin hafa reglu­lega keypt her­gögn af) hrundi.

Í ljósi þessa þá er kannski ekk­ert skrítið að Banda­ríkin hafa yfir stærsta her heims að ráða. Það er ein­fald­lega inn­byggt í efna­hags­lega afkomu ein­stakra ríkja innan Banda­ríkj­anna að fram­leiða her­gögn.

Þar til Banda­ríkin há stríð á evr­ópskum sléttum á ný eins og þau gerðu í seinni heims­styrj­öld­inni þá er útlit fyrir að sand­ur­inn fái að gleypa Abrams-skrið­drek­ana og öll hin tækin með tíð og tíma.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...