Geyma pólitískt þrætuepli í eyðimörk í Kaliforníu

Offramleiðsla hergagna í Bandaríkjunum er geymd í eyðimörk í Kaliforníu.

Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Auglýsing

Hátt í Sierra-fjall­garð­inum nyrst í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­unum er stór sand­s­létta. Úr fjarska er ekk­ert athuga­vert við þetta þurr­lendi, bara sand­breiða og órækt.

Þegar nánar er að gáð koma heilu rað­irnar af yfir­gefnum skrið­drek­um. Hver bryn­varði drek­inn á fætur öðrum hefur verið skil­inn eftir til þess að hverfa sand­inn, öllum lagt í beinar raðir eins og þeim hafi verið stillt upp í her­sýn­ingu í alræð­is­ríki.

Sierra Army Depot er ein stærsta her­gagna­geymsla í heimi. Þar eru ekki aðeins skrið­drekar heldur má þar finna fjöld­ann allan af bryn­vörðum trukkum sem ein­hvern tíma hafa verið not­aðir til flutn­inga í hern­aði Banda­ríkja­hers erlend­is.

Svæðið er gríðarlega stórt. Þar er nú flugvöllur til þess að auðvelda hergagnaflutninga.

Geymsla síðan í seinni heims­styrj­öld

Banda­ríski her­inn hóf að nota slétt­una fremst í Nevada-eyði­mörk­inni til her­gagna­geymslu í seinni heims­styrj­öld­inni. Stað­setn­ingin þótti hentug því hún var nógu langt inni í landi (og hátt yfir sjáv­ar­máli) til þess að Jap­anir kæmust ekki nálægt með flug­skeyti eða kamakaze-flug­vél­ar.

Þrátt fyrir að vera langt inn í landi eru sam­göngur þaðan nokkuð greiðar og hægt að flytja skrið­dreka eða sprengju­trukka eftir lestar­teinum til hafnar í San Francisco-flóa. Þarna er úrkoma einnig eins lítil og hugs­ast getur í Banda­ríkj­unum sem lág­markar ryð og veð­ur­skemmdir á tækj­un­um.Her­inn geymdi gríð­ar­legt magn af sprengjum og skot­vopnum í eins konar sand­húsum – ekki ósvip­uðum snjó­húsum eski­móa heldur úr sandi.

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina hefur Sierra-her­gagna­geymslan orðið að geymslu fyrir tæki og tól þessa stærsta hers í heimi sem ekki er þörf á í bar­daga. Þarna er til dæmis að finna meira en 2.000 M1 Abrams-skrið­dreka sem annað hvort hafa þjónað sínum til­gangi í stríðum Banda­ríkj­anna eða hafa aldrei verið sendir í vopn­aða bar­áttu.

Auglýsing


Inn­byggð og óvið­ráð­an­leg offram­leiðsla

Her­gagna­geymslan er ekki aðeins til­komu­mikið sjón­ar­spil og ágætis áminn­ing um hern­að­ar­mátt Banda­ríkj­anna heldur þykir Sierra Army Depot vera ágætis dæmi um offram­leiðslu Banda­ríkj­anna á her­gögn­um.

Banda­ríski her­inn óskar reglu­lega eftir því við banda­ríska þingið að fram­leiðslu úreltrar hern­að­ar­tækni verði hætt eða hún minnkuð. Hern­aður 21. ald­ar­innar byggir í sí auknum mæli á ómönn­uðum her­gögnum og árásum úr lofti, svo ekki sé minnst á nethern­að. Her­inn hefur þess vegna æ minna gagn af nærri því 40 ára gam­alli skrið­dreka­hönn­un.

Svo dæmi sé tekið af Abrams-skrið­drek­anum sem fer nán­ast beint af færi­band­inu í eyði­mörk­ina handan Sierra-fjall­garðs­ins. Skrið­drek­inn hefur verið fram­leiddur síðan árið 1980 og hefur hlotið margs­konar upp­færslur og end­ur­bætur síð­an. Hvert tæki vegur rúm­lega 60 tonn og er tal­inn vera ágætur til síns brúks. En hann hentar ekki í nútíma­hern­aði.

Abrams skriðdrekinn er enn notaður í hernaði.

Yfir­stjórn hers­ins hefur þess vegna marg­sinnis óskað eftir því að fram­leiðslu hans verði hætt. Þingið á hins vegar mjög erfitt með að stöðva fram­leiðsl­una enda er her­gagna­fram­leiðsla veiga­mik­ill þáttur í hag­kerfi ein­stakra ríkja og kjör­dæma í Banda­ríkj­un­um. Þing­menn sem greiða atkvæði með því að sér­hæft vinnu­afl missir vinn­una geta, með öðrum orð­um, átt hættu á að ná ekki end­ur­kjöri.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, náði að gera allt vit­laust í des­em­ber síð­ast­liðnum með einu tvíti þar sem hann gagn­rýndi kaup Obama-­stjórn­ar­innar á nýjum Lock­heed Mart­in-or­ystuflug­vélum og ákvað að biðja Boeing um gagntil­boð.Afrakstur þessa tvíts var að mark­aðsvirði Lock­heed Martin (sem Banda­ríkin hafa reglu­lega keypt her­gögn af) hrundi.

Í ljósi þessa þá er kannski ekk­ert skrítið að Banda­ríkin hafa yfir stærsta her heims að ráða. Það er ein­fald­lega inn­byggt í efna­hags­lega afkomu ein­stakra ríkja innan Banda­ríkj­anna að fram­leiða her­gögn.

Þar til Banda­ríkin há stríð á evr­ópskum sléttum á ný eins og þau gerðu í seinni heims­styrj­öld­inni þá er útlit fyrir að sand­ur­inn fái að gleypa Abrams-skrið­drek­ana og öll hin tækin með tíð og tíma.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...