Geyma pólitískt þrætuepli í eyðimörk í Kaliforníu

Offramleiðsla hergagna í Bandaríkjunum er geymd í eyðimörk í Kaliforníu.

Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Þegar þysjað er inn í eyðimörkina nyrst í Kaliforníu á vef Google Maps sjást Abrams-skriðdrekarnir í röðum.
Auglýsing

Hátt í Sierra-fjall­garð­inum nyrst í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­unum er stór sand­s­létta. Úr fjarska er ekk­ert athuga­vert við þetta þurr­lendi, bara sand­breiða og órækt.

Þegar nánar er að gáð koma heilu rað­irnar af yfir­gefnum skrið­drek­um. Hver bryn­varði drek­inn á fætur öðrum hefur verið skil­inn eftir til þess að hverfa sand­inn, öllum lagt í beinar raðir eins og þeim hafi verið stillt upp í her­sýn­ingu í alræð­is­ríki.

Sierra Army Depot er ein stærsta her­gagna­geymsla í heimi. Þar eru ekki aðeins skrið­drekar heldur má þar finna fjöld­ann allan af bryn­vörðum trukkum sem ein­hvern tíma hafa verið not­aðir til flutn­inga í hern­aði Banda­ríkja­hers erlend­is.

Svæðið er gríðarlega stórt. Þar er nú flugvöllur til þess að auðvelda hergagnaflutninga.

Geymsla síðan í seinni heims­styrj­öld

Banda­ríski her­inn hóf að nota slétt­una fremst í Nevada-eyði­mörk­inni til her­gagna­geymslu í seinni heims­styrj­öld­inni. Stað­setn­ingin þótti hentug því hún var nógu langt inni í landi (og hátt yfir sjáv­ar­máli) til þess að Jap­anir kæmust ekki nálægt með flug­skeyti eða kamakaze-flug­vél­ar.

Þrátt fyrir að vera langt inn í landi eru sam­göngur þaðan nokkuð greiðar og hægt að flytja skrið­dreka eða sprengju­trukka eftir lestar­teinum til hafnar í San Francisco-flóa. Þarna er úrkoma einnig eins lítil og hugs­ast getur í Banda­ríkj­unum sem lág­markar ryð og veð­ur­skemmdir á tækj­un­um.Her­inn geymdi gríð­ar­legt magn af sprengjum og skot­vopnum í eins konar sand­húsum – ekki ósvip­uðum snjó­húsum eski­móa heldur úr sandi.

Eftir seinni heims­styrj­öld­ina hefur Sierra-her­gagna­geymslan orðið að geymslu fyrir tæki og tól þessa stærsta hers í heimi sem ekki er þörf á í bar­daga. Þarna er til dæmis að finna meira en 2.000 M1 Abrams-skrið­dreka sem annað hvort hafa þjónað sínum til­gangi í stríðum Banda­ríkj­anna eða hafa aldrei verið sendir í vopn­aða bar­áttu.

Auglýsing


Inn­byggð og óvið­ráð­an­leg offram­leiðsla

Her­gagna­geymslan er ekki aðeins til­komu­mikið sjón­ar­spil og ágætis áminn­ing um hern­að­ar­mátt Banda­ríkj­anna heldur þykir Sierra Army Depot vera ágætis dæmi um offram­leiðslu Banda­ríkj­anna á her­gögn­um.

Banda­ríski her­inn óskar reglu­lega eftir því við banda­ríska þingið að fram­leiðslu úreltrar hern­að­ar­tækni verði hætt eða hún minnkuð. Hern­aður 21. ald­ar­innar byggir í sí auknum mæli á ómönn­uðum her­gögnum og árásum úr lofti, svo ekki sé minnst á nethern­að. Her­inn hefur þess vegna æ minna gagn af nærri því 40 ára gam­alli skrið­dreka­hönn­un.

Svo dæmi sé tekið af Abrams-skrið­drek­anum sem fer nán­ast beint af færi­band­inu í eyði­mörk­ina handan Sierra-fjall­garðs­ins. Skrið­drek­inn hefur verið fram­leiddur síðan árið 1980 og hefur hlotið margs­konar upp­færslur og end­ur­bætur síð­an. Hvert tæki vegur rúm­lega 60 tonn og er tal­inn vera ágætur til síns brúks. En hann hentar ekki í nútíma­hern­aði.

Abrams skriðdrekinn er enn notaður í hernaði.

Yfir­stjórn hers­ins hefur þess vegna marg­sinnis óskað eftir því að fram­leiðslu hans verði hætt. Þingið á hins vegar mjög erfitt með að stöðva fram­leiðsl­una enda er her­gagna­fram­leiðsla veiga­mik­ill þáttur í hag­kerfi ein­stakra ríkja og kjör­dæma í Banda­ríkj­un­um. Þing­menn sem greiða atkvæði með því að sér­hæft vinnu­afl missir vinn­una geta, með öðrum orð­um, átt hættu á að ná ekki end­ur­kjöri.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, náði að gera allt vit­laust í des­em­ber síð­ast­liðnum með einu tvíti þar sem hann gagn­rýndi kaup Obama-­stjórn­ar­innar á nýjum Lock­heed Mart­in-or­ystuflug­vélum og ákvað að biðja Boeing um gagntil­boð.Afrakstur þessa tvíts var að mark­aðsvirði Lock­heed Martin (sem Banda­ríkin hafa reglu­lega keypt her­gögn af) hrundi.

Í ljósi þessa þá er kannski ekk­ert skrítið að Banda­ríkin hafa yfir stærsta her heims að ráða. Það er ein­fald­lega inn­byggt í efna­hags­lega afkomu ein­stakra ríkja innan Banda­ríkj­anna að fram­leiða her­gögn.

Þar til Banda­ríkin há stríð á evr­ópskum sléttum á ný eins og þau gerðu í seinni heims­styrj­öld­inni þá er útlit fyrir að sand­ur­inn fái að gleypa Abrams-skrið­drek­ana og öll hin tækin með tíð og tíma.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...