Í þá tíð... Tító kjörinn forseti Júgóslavíu

Tító var kjörinn forseti Júgóslavíu á þessum degi árið 1953. Í þátíð er nýr liður á vef Kjarnans þar sem merkilegir atburðir liðinnar tíðar eru reifaðir.

Tító marskálkur.
Tító marskálkur.
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 64 árum, hinn 14. jan­úar 1953, var Josip Broz, eða Tító mar­skálk­ur, eins og hann er oft­ast kall­að­ur, útnefndur for­seti Júgóslavíu.

Þrátt fyrir þessa upp­hefð hafði Tító þó farið með stjórn lands­ins allt frá lokum seinni heim­styrj­ald­ar, en á stríðs­ár­unum stýrði hann upp­reisn­ar­hópi komm­ún­ista gegn yfir­ráðum Öxul­veld­anna í Júgóslavíu.

Á löngum stjórn­ar­ferli, sem lauk þegar hann lést árið 1980, 87 ára að aldri, skar Tító sig frá flestum öðrum ein­ræð­is­herrum austan Járn­tjalds­ins, meðal ann­ars með því að bjóða sjálfum Jósef Stalín byrg­inn.

Auglýsing

Josip Broz fædd­ist árið 1892, í þorpi einu í Króa­tíu, sem var þá hluti af Aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæm­inu. Hann barð­ist með aust­ur­ríska hernum í fyrri heims­styrj­öld og gat sér þar gott orð áður en hann var særð­ist og var tek­inn höndum af Rúss­um. Þegar hann komst aftur til síns heima hafði keis­ara­veldi Habs­borg­ara liðið undir lok og Króa­tía, Serbía og Sló­venía runnið saman í eitt kon­ungs­ríki sem, árið 1929, hlaut nafnið Júgóslav­ía, Ríki Suð­ur­-slava.

Skömmu eftir heim­kom­una gekk Tító til liðs við komm­ún­ista­flokk­inn, en var dæmdur í fang­elsi árið 1928 fyrir störf sín fyrir flokk­inn, sem hafði áður verið bann­aður í land­inu. Hann starf­aði um hríð fyrir Kom­intern, alþjóða­sam­tök komm­ún­ista, í Moskvu, en var svo sendur aftur heim til að skipu­leggja flokk­starfið eftir for­skrift Stalíns.

Fangamynd af Tító frá 1928

Þýska­land hertók Júgóslavíu árið 1941, en mættu harðri mót­spyrnu frá skæru­liðum komm­ún­ista, sem Tító fór fyr­ir. Tító og hans menn tóku völdin í Júgóslavíu árið 1945, en hófu fljótt að und­ir­strika sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sinn, meðal ann­ars með því að hlýta ekki til­skip­unum Sov­ét­ríkj­anna í einu og öllu. Stór munur var á stöðu Júgóslavíu og margra ann­arra ríkja í Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu þar sem Rauði her­inn hafði ekki tekið stóran þátt í frelsun lands­ins og voru ekki með mann­afla þar til að hnykkja á aðfinnslum Stalíns.

Tító og Fidel Castro kveikja sér í vindli.

Deilur milli Títós og Stalíns birt­ust ekki síst á vett­vangi Com­in­form, sem var sam­ráðs­vett­vangur komm­ún­ista­flokka og eins konar arf­taki Com­intern sem leyst­ist upp á stríðs­ár­un­um. Þar var Tító legið á hálsi fyrir að grafa undan alþjóða­hreyf­ing­unni, en á móti lögðu Júgósla­var áherslu á að hvert ríki ætti að fara þær leiðir sem þeim hent­aði best til að ná tak­mörkum komm­ún­ism­ans.

Annar ásteit­ing­ar­steinn í sam­bandi Stalíns og Títós voru til­raunir mar­skálks­ins að inn­lima Albaníu og jafn­vel Grikk­land í sam­vinnu við Búlgaríu og mynda þannig, á Balkanskag­an­um, mót­vægi gegn áhrifum Sov­ét­ríkj­anna.

Árið 1948 slitn­aði svo end­an­lega upp úr sam­band­inu þegar Júgóslavíu var vísað úr Com­in­form, en eftir það var Tító frjálst að móta efna­hag og þjóð­fé­lags­gerð lands­ins eftir sínu höfði. Það fól meðal ann­ars í sér að verka­fólk og sam­tök þeirra réði mestu um starf­semi verk­smiðja og ann­arra ein­inga en ekki rík­is­vald­ið, auk þess sem áætl­ana­bú­skapur var form­lega lagður niður árið 1951. Þessi aðferða­fræði var oft kölluð Tító­is­mi, sér­stak­lega utan­lands.

Tító nýtti sér stöðu sína á árunum eftir stríð til að stíga í væng­inn við Banda­ríkin og þáðu þeir meðal ann­ars fjár­hags­að­stoð (sem var þó ótengd Mars­hall-að­stoð­inni) einir aust­an­tjalds­landa.

Júgóslav­neskt þjóð­fé­lag fet­aði þetta ein­stigi milli stór­veld­anna þar sem þegnar lands­ins voru sann­ar­lega frjáls­ari að mörgu leyti, heldur en við­gekkst í ráð­stjórn­ar­ríkj­unum þar sem ítök Sov­ét­ríkj­anna voru meiri og oft alltum­lykj­andi. Engu að síður var Júgóslavía vald­boðs­ríki þar sem aðrir flokkar en Komm­ún­ista­flokk­ur­inn voru bann­að­ir.

Þó Tító hafi snúið baki við Stalín­ism­anum sótti hann engu síður í smiðju Stalíns. Meðal ann­ars máttu and­stæð­ingar Títós inn­an­lands upp­lifa hreins­an­ir, eftir vin­slitin við Sov­ét­ríkin 1948, þar sem tugum þús­unda manna var úthýst úr flokks­störfum og stjórn­sýsl­unni og þeir jafn­vel sendir í fanga­búðir vegna gruns um að vera hald­gengir Sov­ét­ríkj­unum og Com­in­form.

Eftir dauða Stalíns og valda­töku Krúsjeffs þiðn­aði nokkuð kulið í sam­búð Júgóslavíu og Sov­ét­ríkj­anna, þó aldrei hafi í raun gróið um heilt þar á milli.

Tító lést í hárri elli, en Sam­bands­ríkið Júgóslavía varð ekki mikið lang­líf­ara. Ekki leið á löngu fyrr en þjóð­ern­is­hyggja fór að rísa og jafnt og þétt fór að trosna á milli ríkj­anna.

Klofn­ing­ur­inn vatt svo upp á sig þar til úr varð margra ára borg­ara­styrj­öld þar sem nágrann­ar, vinir og og ætt­ingjar bár­ust á bana­spjót. Enn eimir eftir af ófriðnum þar sem vopna­hlé í Bosníu Her­segóvínu stendur fremur ótraustum fótum og staða Kosovohér­aðs sem sjálf­stætt ríki er langt frá því að vera óum­deild. Meðal ann­ars hafa hvorki Serbía né Bosnía við­ur­kennt sjálf­stæði hér­aðs­ins.

Annað mark­vert sem gerð­ist 14. jan­úar

1539

Spánn inn­limar Kúbu.

1814

Dan­mörk lætur Svíum eftir yfir­ráð yfir Nor­egi með und­ir­ritun Kíl­ar­sátt­mál­ans.

1814

Banda­ríkja­þing sam­þykkir Par­ís­ar­sátt­mál­ann um form­leg lok frels­is­stríðs­ins.

1954

Mari­lyn Mon­roe gift­ist hafna­bolta­kapp­anum Joe DiMaggio.

1963

Charlie Watts trommar á sínum fyrstu tón­leikum með Roll­ing Sto­nes. Hefur ekki misst úr takt síð­an.

1969

Matt Busby hættir sem þjálf­ari Manchester United

1977

David Bowie gefur út plöt­una Low, hina fyrstu í Berlín­ar­þrí­leiknum svo­kall­aða.

1980

Sam­ein­uðu þjóð­irnar for­dæma íhlutun Sov­ét­ríkj­anna í Afganist­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None