Tannfyllingum skipt út fyrir lyf gegn Alzheimer’s

Tannlæknir
Auglýsing

Tannlæknar gegna margvíslegu hlutverki við viðhald tannheilsu okkar, eitt þeirra er að gera við tennur sem hafa skemmst. Viðgerðin felur oft í sér að bora burt skemmdum tannvef og fylla svo uppí tönnina með efnum sem eru líkleg til að tolla í tönnunum, sama hvað á gengur. Þegar búið er að gera við tönn með þessum hætti er hún vel nothæf en hún verður þó aldrei heil á ný. En hvað ef við gætum örvað tennurnar til að endurnýja sig?

Þegar litlar skemmdir verða á tönnum okkar, eins og þegar flísast örlítið úr þeim við átök, þá býr tannvefurinn til þunnt lag af glerungi til að verja tannbeinið fyrir innan. Þetta ferli er mjög takmarkað og þess vegna geta tennur ekki lokað stórum skemmdum og nýji glerungurinn er því miður bara þunnt lag. Með þessa vitneskju í farteskinu hófst ferðalag rannsóknarhóps við King’s College í London þegar þau skoðuðu áhrif Alzheimer’s lyfs á tannvöxt.

Lyfið heitir Tideglusib og hefur nú þegar farið í gegnum prófunarfasa sem lyf við hrörnunarsjúkdómnum Alzheimer’s. Það sem lyfið gerir er að það örvar vefjasérhæfðar stofnfrumur til skiptingar. Í nýbirtri rannsókn var lyfinu komið fyrir í skemmdum tönnum músa með svampi. Einungis sólarhring eftir meðhöndlun músanna hafði lyfið örvað frumuskiptingu stofnfrumna í tönnunum sem endurnýjuðu bæði tannbein og glerung tannanna svo þær urðu heilar á ný.

Auglýsing

Það óneitanlega betra fyrir tannheilsu almennings að vera með allar tennur heilar í stað þess að hafa einhverjar viðgerðar. Lyf sem þetta gæti gjörbreytt viðgerðum á tönnum svo meðferð miðar frekar að því að hjálpa tönnunum að endurnýja sig, frekar en að plástra sárin ef svo má segja með tannfyllingum.

Enn sem komið er hefur lyfið bara verið prófað í þessum tilgangi á músum en næst mun hópurinn endurtaka rannsóknina í rottum sem eru um margt líkari mönnum. Ef þær rannsóknir gefa góða raun verður næsta skref vonandi rannsóknir á tönnum úr mönnum.

Það styttir þó biðtímann eftir almennri notkun lyfsins, að það hefur verið samþykkt sem lyf gegn Alzheimer’s svo fjöldi prófana á skaðsemi og aukaverkunum lyfsins eru nú þegar að baki. Hver veit nema tannfyllingar verði svo ekkert meira en safngripir eftir nokkrar kynslóðir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None