Strákarnir okkar til Kína

kolbeinn sigþórsson em ísland
Auglýsing

Í Kína er allt svo stórt í sniðum og hefur mikið aðdrátt­ar­afl. 

Jafn­vel hin­um ­meg­in á hnett­in­um, á Íslandi, höfum við séð heilu og hálfa þjóð­fé­lags­hópana sog­ast ómót­stæði­lega inn í þetta þyngd­ar­svið. Einu sinni voru það trú­boð­arnir okk­ar, síðan komm­ún­ist­arn­ir, þá kap­ít­alist­arn­ir. Og núna er sem sagt komið að knatt­spyrnu­mönn­un­um. 

Íslenska karla­lands­liðið er á leið­inni hingað austur að taka þátt í fyrsta svo­kall­aða „Kína­bik­ar-­mót­inu“ er hefst með leik Íslands og Kína 10. jan­úar nk. Ég verð að við­ur­kenna að sem Íslend­ingur ber ég kvíð­boga fyrir þessu mót­i. 

Auglýsing

Vita strák­arnir okkar út í hvað þeir eru að fara?

Fót­bolti er ekki bara leikur

Eins og allir ættu að vita er fót­bolti ekki bara leik­ur. Við viljum sig­ur. Það er mark­mið­ið. Fátt jafn­ast á við að vera í vinn­ings­lið­inu. Við erum öll þannig gerð. Ekki bara Íslend­ing­ar. Kín­verjar lík­a. 

Síð­ustu ára­tugi hafa þeir séð krafta­verkin ger­ast nán­ast á færi­bandi. Kína - stærsta við­skipta­veldi heims. Hund­ruð millj­óna lyft úr fátækt. Mann­aðir rann­sókn­ar­leið­angrar sendir á norð­ur­pól­inn, ­suð­ur­pól­inn, niður á hafs­botn­inn og lengst út í geim. Hæstu bygg­ing­arn­ar, lengstu brýrn­ar, ósigr­an­legt borð­tennislið o.s.frv.

Bara í fót­bolt­anum virð­ist ekk­ert vera að ger­ast.  

Karla­lands­lið­ið­inu virð­ist um megn að kom­ast í fremstu röð. Í dag er það í 82. sæti styrk­leika­lista FIFA (og sam­kvæmt mínum útreikn­ingum því rétt tæp­lega 17 þús. sinnum verra en íslenska liðið miðað við FIFA-­stig og mann­fjölda).  

Rétt er að halda því til haga að kon­urnar hafa náð mun betri árangri en karl­arn­ir. Komust þær m.a. í und­an­úr­slit á HM í Kanada á það síð­asta ári og náðu silfri á HM í Banda­ríkj­unum 1999.

Við skulum hafa það á hreinu að fót­bolti er ekki eitt­hvað gíf­ur­lega fram­andi í kín­verskri menn­ingu eða and­stæður hug­mynda­fræði Komm­ún­ista­flokks­ins. Nei því fer fjarri.

Kín­verjar halda því reyndar fram að það hafi verið þeir sem fundu upp knatt­spyrn­una (eins og púðrið, papp­ír­inn og margt annað sem valdið hefur straum­hvörfum í heim­in­um). Segj­ast þeir hafa iðk­að keis­ara­leg­t knatt­spark sér til hress­ingar og ynd­is­auka frá fornu fari. 

Þá fara sögur af því að Maó for­maður hafi æft stöðu mark­manns á yngri árum. Og Deng Xia­op­ing eft­ir­maður hans mun ein­hverju sinni hafa mælt: „Ég elska fót­bolta en þegar ég horfi á Kína spila tek ég and­köf“. 

Nýja knatt­spyrnu­hag­kerfið

Talað er um „risin þrjú“ í kín­verska bolt­an­um. 

Það fyrsta var þegar lands­liðið komst í fyrsta og eina skiptið í loka­keppni HM (Jap­an/Kórea 2002). Skemmst er frá því að segja að það tap­aði öllum leikj­unum á mót­inu og skor­aði ekk­ert mark. Tók þá við nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil er ein­kennd­ist af inn­an­búða­deil­um, end­ur­teknum hneyksl­is­málum og dvín­andi áhuga almenn­ings. 

Annað risið var upp úr 2010 þegar skorin var upp herör gegn spill­ingu í bolt­an­um. Eftir að búið var að hreinsa til hóf al­menn­ing­ur að ­streyma á vell­ina að nýju. Að með­al­tali mæta nú um 22 þús. manns á hvern leik (svipað og á Ítalíu og í Frakk­land­i).

Segja má að þriðja risið hafi haf­ist eftir að núver­andi for­maður Komm­ún­ista­flokks Kína Xi Jin­p­ing komst til valda haustið 2012. Hans nálgun var ein­föld: „Kína kemst á HM. Kína heldur HM. Kína vinnur HM.“ Svo mörg voru þau orð. 

Síðan þá hefur bolt­inn verið „mál­ið“. Virð­ist manni á stundum sem verið sé að gera merka til­raun til að beisla hann undir hag­kerfið. Helstu auð­jöfrar lands­ins keppst við að fjár­festa í grein­inni. Nú eru t.d. á teikni­borð­inu einar 50.000 fót­bolta­aka­dem­íur í land­inu sem rísa skulu á næstu 10 árum til að þjálfa nýja kyn­slóð leik­manna (heims­meist­ar­ana). 

Og meðan hún er að vaxa úr grasi er bilið brúað með „yf­ir­færslu þekk­ing­ar“, þ.e. með kaupum á leik­mönnum frá S-Am­er­íku og Evr­ópu svo og með fjár­fest­ingum í rót­grónum erlendum klúbbum eins og Mancester CityAtlet­ico Madrid og Slavia Prague.  

Hrakn­ingar

Jafn­vel þó að skiln­ing­ur ­rík­i ­fyrir því að það geti tekið 1-2 kyn­slóðir að ná heims­meist­aratitl­inum „heim“ eru tals­verðar vænt­ingar um að kín­verska karla­lands­liðið sýni fram­far­ir. 

Segja má að það sé lág­marks­krafa að það haldi sér inni í helstu stór­mótum í Asíu. Ef það tekst ekki er hætt á að línan frá Xi for­manni virki næsta fjar­stæðu­kennd. Umfjöll­unin heima fyrir um liðið og allt plan­ið ­gæti snú­ist upp í háð og spott.  

En það hefur sann­an­lega verið á brattan að sækja og frammi­staða liðs­ins í und­ankeppn­inni fyrir HM í Rúss­landi 2018, sem nú stendur yfir, hefur heldur betur reynt á þol­rif þjóð­ar­inn­ar. 

Lið­inu tókst reyndar með ævin­týra­legum hætti að smokra sér fjalla­baks­leið inn í þriðju umferð keppn­innar síð­asta vor. En nú þegar sú umferð er hálfnuð situr Kína neðst í sínum riðli, á eftir bæði Qatar og Sýr­landi (landi sem hefur verið lamað af borg­ara­stríði síð­ustu 5-6 ár). 

Í þess­ari stöðu var gripið til gam­al­reynds ráðs: Reka þjálf­ar­ann. Sá sem tekur við starf­inu er eng­inn annar en hinn sig­ur­sæli Marcello Lippi er leiddi Ítali til sig­urs á HM 2006. Og -- vel að merkja -- sem leiddi kín­verska félags­lið­ið Guangzhou Evergrande til sig­urs í Asíu­keppni meist­ara­liða 2013. 

Af litlum neista

Það er engin spurn­ing að Lippi hefur mikla hæfi­leika og Kín­verjar respekt­era hann. Strax í fyrsta (og til þessa eina) leiknum sem hann hefur stýrt lið­inu þótt­ust menn sjá nýjan neista kvikna hjá leik­mönn­um.

Kína­bik­ar-­mót­ið, sem Ísland tekur þátt í nú í jan­ú­ar, er einmitt haldið til að gefa Lippi tæki­færi til að vinna með liðið áður en seinni hluti þriðju umferðar und­ankeppn­innar fyrir HM 2018 hefst hér í Asíu. Fengnir hafa verið verð­ugir mótherjar að glíma við: Chile sem er í fjórða sæti á styrk­leika­lista FIFA, Króa­tía sem er í 14 sæti og Ísland í 21. sæt­i. 

Gár­ung­arnir sögðu að þessi lið hafi verið valin til að hífa Kína upp á FIFA-list­an­um, þ.e. lönd sem eru mun sterk­ari en Kína á papp­írnum en sem ólík­legt þykir að sendi sitt sterkasta lið á mót sem þetta sem skipu­lagt er utan við alþjóða­lega land­s­leikja­daga FIFA.

Af fréttum er hins vegar ljóst að svo er ekki. Í hópnum sem hann hef­ur valið fyrir mótið er ekki að finna mörg fræg nöfn. Þar er t.d. ekki fyr­ir­lið­inn gamli Zheng Zhi, sem val­inn var knatt­spyrnu­maður Asíu 2013. Ekki heldur varn­ar­jaxl­inn Feng Xia­ot­ing eða marka­hrók­ur­inn Gao Lin. 

Lippi ætlar að prófa unga og óreynda leik­menn. Hann hugsar þetta kannski þannig að ef slíkum hópi tekst að velgja liðum frá Evr­ópu og S-Am­er­íku undir uggum þá er hann búinn að koma sér upp kjarna af ungum leik­mönnum með gott sjálfs­traust sem hann getur síðan unnið með á næstu árum. 

Mótið verður leikið með útslátt­ar­fyr­ir­komu­lagi þannig að hvert lið leikur tvo leik­i. Eins og fyrr segir verður viður­eign Íslands og Kína 10. jan­úar opn­un­ar­leik­ur­inn. Seinni und­an­úr­slita­leik­ur­inn verður dag­inn eft­ir. Sig­ur­veg­ar­arnir úr hvorum leik munu svo leika til úrslita á mót­inu þann 15. jan­úar en leikur um þriðja sætið fer fram þann 14. jan­ú­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None