Kínverski boltinn: Episode X

Star Wars Kína
Auglýsing

Ég vissi að Star Wars var á leið­inni til Kína. Samt kom það mér í opna skjöldu þegar sjö ára gömul dótt­ir mín benti á fram­andi veru er virt­ist koma þjót­andi út úr jógúrt­doll­unni henn­ar og spurði mig hvað þetta væri nú eig­in­lega. Mér sýnd­ist það vera R2-D2 um það bil að lenda á morg­un­verð­ar­borð­inu okkar – en var þó ekki alveg viss. „U-þetta er við­gerð­ar­geim­ver­a,“ sagði ég loks hik­andi. „Í mynd sem var í bíó einu sinn­i. Vinur hans er með gull­brynju.“ Mig rak í vörð­urnar en dóttir mín sýndi því skiln­ing að þetta var eitt­hvað sem greini­lega skipti pabba gamla máli og hlust­aði þol­in­móð – jafn­vel svo­lítið undr­andi – á hann tala um þessi býsn, eins og þau væru eðli­legur hluti af til­ver­unni.

Gamli sátt­máli

Síð­ast­liðið ár var að ­mörgu leyti ágætt fyrir Kína: Risa­á­ætl­unin „Eitt svæði – einn veg­ur“ er komin á góðan skrið (sam­stillt inn­viða­upp­bygg­ing Kína og aðliggj­andi landa m.a. fjár­möguð af Inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu sem Ísland er stofn­að­ili að). Tu You­you varð fyrsti kín­verski rík­is­borg­ar­inn til að hljóta nóbels­verð­laun í vís­indum (fyrir þróun lyfs gegn malar­íu). Þá vann Pek­ing rétt­inn til að halda vetr­ar­ólymp­íu­leik­ana árið 2022. Kvenna­l­ansliðið í knatt­spyrnu komst í áttaliða úrslit á HM í Kanada. Og strák­arnir í Guanz­hou Evergrande gerðu sér lítið fyrir og unnu meist­ara­deild Asíu 2015. (Mínir menn Pek­ing-varð­lið­arnir lentu í 4. sæti í kín­versku úrvals­deild­inni. Hef trú á að þeir taki þetta á næsta tíma­bil­i.)

Xi J­in­p­ing for­seti Kína nefndi ýmis­legt af þessu í sjón­varps­ávarpi sínu til þjóð­ar­innar á nýárs­dag. Athygli mín beind­ist samt ekki að því sem heyra mátti heldur fremur að því er við augum blasti í útsend­ing­unni, við og við þegar sjón­ar­horn­inu var breytt: Xi hélt áfram að tala inn í mynda­vél eitt en áhorf­endum var gert kleyft að læðst að honum frá hlið með mynda­vél tvö og gægj­ast aðeins lengra inn í hin helgu vé en þeir hafa átt að venj­ast. „Allar þessar stað­reynd­ir,“ heyrði ég að for­set­inn klikkti út með í upp­taln­ing­unn­i á sigrum árs­ins „sýna að draumar okkar munu að lokum ræt­ast ef við bara höld­um á­fram og gef­umst ekki upp“. Ég horfði rann­sak­andi í kring um mig inni á for­seta­kontórn­um: „Svona er þá inni hjá hon­um. Hvað ætli sé í hill­un­um? Skyld­i eitt­hvað vera þarna um fót­bolta? Eitt­hvað sem útskýrir hvers vegna þró­un kín­versku knatt­spyrn­unnar er eitt af þeim málum sem hann hefur sett á odd­inn?“

Auglýsing

 „Enn eru samt mörg vanda­mál og erf­ið­leikar er ­fólk mætir í dag­lega líf­i,“ heldur Xi áfram, án þess þó að vera mjög kon­kret á þessu stigi ræð­unn­ar. Nefnir ekki meng­un­ina sem er að gera út af við borg­ar­bú­a, skulda­fen rík­is­fyr­ir­tækj­anna, offjár­fest­ing­arn­ar, minnk­andi hag­vöxt, vís­bend­ingar um aukin átök á vinnu­mark­aði, o.s.frv. Hvað þá gagn­rýni og við­var­anir utan frá um að núver­andi hag­vaxt­ar­módel sé e.t.v. komið af fót­u­m fram. Þvert á móti vill hann greini­lega fremur peppa lands­menn upp en draga úr þeim kjarkinn: „Horf­urnar eru góðar þó svo að ham­ingjan falli að sjálf­sögð­u ekki af himnum ofan ...,“ segir hann. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að ­sitj­andi vald­hafi geri lítið úr vanda­mál­unum og fegri fram­tíð­ar­mynd­ina. Íslenskir ráða­menn voru ekki bein­línis að mála skratt­ann á vegg­inn í aðdrag­anda Hruns­ins. Og jafn­vel þó að sam­fé­lagið okkar væri opið og lýð­ræð­is­legt mátti gagn­rýni á efnahags­stefn­una sín lít­ils þá. Sem þjóð gengum við nán­ast í einum takti fram af hengiflug­inu. – En stöldrum aðeins við. Reynum að sjá fyrir okk­ur ­sam­fé­lags­legar afleið­ingar þeirra efna­hags­erf­ið­leika sem nú steðja að Kína.

Rót ­vand­ans er skulda­fen fyr­ir­tækj­anna. Byrjað var að dæla lánsfé inn í þau árið 2008 sem lið í mót­væg­is­að­gerðum stjórn­valda vegna minnk­andi eft­ir­spurnar í heim­inum í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. R­ann það m.a. til atvinnu­sköp­unar í bygg­inga­geir­anum en var einnig notað til að halda á floti útflutn­ings­fyr­ir­tækj­un­um. Skuld­irnar hafa hrann­ast upp jafnt og þétt og eru nú metnar á um 250% af vergri lands­fram­leiðslu (sam­bæri­legt hlut­fall á Íslandi fór upp í um 500% árið 2008). Margt bendir til að þær vaxi nú hrað­ar­ en getan til að borga af þeim. Að lokum verður samt að gera þær upp. Hér kom­a ­sam­fé­lags­legu áhrifin inn í: Ein­hver þarf að taka á sig skell­inn. Ef ekki lána­drottnar þá heim­ilin (í gegnum verð­bólgu) eða verka­menn (í gegn um at­vinnu­leysi). Það má vera að mál­frelsið hafi ekki forðað okkur Íslend­ingum frá­ hrun­inu sjálfu en senni­lega var það okkur fremur til fram­dráttar í end­ur­reisn­inni en hitt. Við höfðum opið póli­tískt kerfi til að takast á um ­skipt­ingu birgð­anna. Þannig kerfi er hins vegar ekki til í Kína. Í besta fall­i er hægt að tala um óform­legan frið­ar­sátt­mála milli Flokks og sam­fé­lags, þar sem al­menn­ingur afsal­aði sér póli­tískum rétt­indum í skiptum fyrir ört batn­and­i ­kjör. Slíkur sátt­máli er ekki lík­legur til að auð­velda upp­gjörið sem framund­an er.

Nýji sátt­máli

Ég er búinn að ná því nún­a. Auð­vitað var það ekki R2-D2 sem verið var að kynna til leiks utan á umbúð­u­m jógúrts­ins frá Yil­i-­sam­steyp­unni á dög­un­um. Nei, þetta var ein­hver sem heit­ir BB-8 og er í nýj­ustu Star Wars mynd­inni Epis­ode VII: The Force Awa­kens. Það er ann­ars merki­legt að hugsa til þess að þar til nú hefur þessi mikla Hollywood-epík nán­ast alger­lega farið fram hjá Kín­verj­um. Þegar fyrsta syrpan var sýnd á Vest­ur­löndum undir lok átt­unda ára­tugar síð­ustu aldar var Kína rétt að byrja að fikra sig út úr ein­angrun og sárri fátækt. Þá voru ein­fald­lega ekki sam­fé­lags­legar for­sendur fyrir því að al­menn­ingur gæti skilið eða haft gaman af tækni­brellu-hlöðnum sci-fi ævin­týr­um. ­Lengi vel var Rambó ein af fáum vest­rænum stór­myndum í umferð eystra. Ég man ­sjálfur eftir því vet­ur­inn 1988/89 þegar ég fór í fyrsta skipti í bíó í Pek­ing hvað First Blood stakk geisi­lega í stúf við annað efni sem var verið að sýna. Skelltu margir upp úr er Stallone tók að mæla á kín­verska tungu.

Í dag er allt breytt. Ungir Kín­verjar vilja popp. Aðeins í Banda­ríkj­unum er velta ­kvik­mynda­geirans meiri en í Kína. Þegar fram­leið­endur í Hollywood vilja búa til­ stór­mynd neyð­ast þeir til að taka þennan nýja risamarkað með í reikn­ing­inn. Ef mynd­in nær ekki vin­sældum þar mun hún aldrei slá út myndir á borð við Avatar og Titan­ic (­sem báðar nutu mik­illar hylli Kín­verja). Eftir að Walt Dis­ney yfir­tók Lucas­film árið 2012, og öðl­að­ist þar með rétt­inn til að fram­leiða Star War­s, kom því ekki annað til greina hjá fyr­ir­tæk­inu en að taka Kína með áhlaupi. Var hinn elskaði Lu Han (svar aust­urs­ins við Justin Bieber) þegar í stað útnefnd­ur ­sendi­herra stjörnu­stríð­anna og feng­inn til að leiða kín­verska áhorf­endur inn í sögu­sviðið með söng og dansi. Í aðdrag­anda frum­sýn­ing­ar­innar á Epis­ode VII nú um ára­mótin var síðan efn­t til kvik­mynda­há­tíðar þar sem allar fyrri mynd­irnar í bálknum voru sýndar með­ pompi og pragt. Viti menn: Einn kaldan vetr­ar­morg­unn höfðu hund­ruð stormtrooper­ar ­tekið sér stöðu á sjálfum Kína­m­úr­n­um, hinu helga tákni ósigr­an­leik­ans. „Inn­rás­in“ var haf­in.

En það væri mis­skiln­ingur að halda að Kína sé vilja­laust verk­færi er gín við til­búnum réttum vest­rænnar neyslu­menn­ing­ar. Þvert á móti hefur það ver­ið op­in­ber stefna stjórn­valda um nokk­urt skeið að stór­efla menn­ing­ar- og afþrey­ing­ar­iðn­að­inn og gera hann að einum af und­ir­stöðu­at­vinnu­veg­unum í end­ur­skipu­lögðu hag­kerf­i lands­ins (sjá t.d. hér og hér). Auð­vitað er lausnin á þeim efna­hags­vanda sem Kína stendur frammi fyrir flókn­ari en svo að hann verði leystur með því einu að fara að fók­usera á af­þrey­ing­ar­iðn­að­inn. Nýjar atvinnu­greinar munu ekki vaxa upp ef sparn­að­ur­ lands­manna fer að stórum hluta í að greiða niður skuld­irnar sem hrann­ast hafa ­upp í gömlu atvinnu­veg­unum og vikið var að hér að fram­an. Að því gefnu hins ­vegar að stjórn­völdum tak­ist hreinsa upp skulda­fenið og lag­færa þá und­ir­liggj­andi kerf­is­þætti sem upp­haf­lega orsök­uðu það þá er eins víst að afþrey­ing­ar­iðn­að­ur­ og þekk­ing­ar­geir­inn almennt getur orðið mik­ill drif­kraftur áfram­hald­and­i fram­fara í land­inu. Ef Kína lærir að búa til „bolta og popp“ eins og Bret­land og „bíó og NBA“ eins og Amer­íka þá er víst að hjólin fara að snú­ast.

En er þetta lík­legt? Skoðum það aðeins. Síð­ustu mán­uði hefur mátt lesa um það í mál­gögnum Flokks­ins og víðar að mik­il­væg stefnu­breyt­ing sé að eiga sér stað í Pek­ing um þessar mund­ir. Það hef­ur ­nán­ast verið við­ur­kennt opin­ber­lega að efna­hags­stefna síð­ustu ára virki ekki, að minnsta kosti ekki leng­ur. Í stað þess að örva hag­vöxt með stuðn­ingi við ­út­flutn­ing, fjár­fest­ingar og neyslu þurfi að huga betur að fram­boðs­hlið hag­kerf­is­ins: Loka verk­smiðjum sem brenna upp sparn­að. Hreinsa til í efna­hags­reikn­ingum rík­is­fyr­ir­tækja. Skrúfa fyrir póli­tískar lán­veit­ing­ar. Lækk­a skatta og álögur á atvinnu­líf­ið. Huga betur að mannauðn­um. Afnema ein­birn­is­stefn­una. Styðja nýsköpun og einka­fram­tak ... Já, það glittir í út­línur nýss sátt­mála sem Flokk­ur­inn otar að lands­mönn­um: „Við getum hreins­að til. Við getum lagað kerf­ið.“ Þetta er, held ég, kjarn­inn í því sem Xi Jin­p­ing ­for­seti er að segja þegar hann á hátíð­ar­stundu talar um „kín­verska draum­inn“ en varar við því um leið að „ham­ingjan falli ekki af himnum ofan“ (lands­menn þurf­i að venj­ast „nýja norm­in­u“). „Draum­ur­inn“ felur í sér lof­orð um neyslu, lífs­gæð­i og menn­ingu  á hærra stigi en áður hef­ur þekkst. „Nýja norm­ið“ er hins vegar ákall um skiln­ing og þol­in­mæði því hag­vöxtur mun óhjá­kvæmi­lega minnka meðan fyr­ir­hug­aðar kerf­is­breyt­ing­ar  ganga yfir, atvinnu­leysi aukast tíma­bundið og ýmsir kvillar hrjá sam­fé­lag­ið.

Mjúka valdið

En Xi Jin­p­ing þarf ekki að­eins „skiln­ing og þol­in­mæði“ eigin þjóð­ar. Kína er ekki sér­lega auð­ugt af ­nátt­úru­auð­lind­um. Til að vaxa verður að afla orku og ann­arra aðfanga um víða ver­öld. Lega lands­ins gerir það hins vegar að verkum að aðdrættir eru síður en svo auð­veld­ir. Til vest­urs og norð­urs eru efna­hags­lega lítt þróuð og /eða póli­tískt óút­reikn­an­leg lönd Mið-Asíu, Aust­ur-­Evr­ópu og norð­ur­skauts­ins. Til aust­ur­s og suð­urs haf­svæði og sund sem fjöldi ríkja gerir til­kall um lög­sögu yfir. Það er algert lyk­il­at­riði fyrir leið­toga Kína að geta tryggt hag­vöxt heima fyrir án þess að umsvifin sem því fylgja veki totryggni þess­ara nágranna sinna eða ­banda­manna þeirra (einkum Banda­ríkj­anna). Skemmst er að minn­ast við­bragð­anna á Ís­landi við áhuga Huang Nubo á jarð­næði á Gríms­stöðum og við áhuga Kína almennt á sam­starfi um þróun norð­ur­slóða.

Þá komum við að „mjúka vald­inu“ eða því sem sumir myndu kalla „ímynd­inni út á við“. ­Stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Jos­eph S. Nye hefur skil­greint það sem hæfi­leika ríkja til að tryggja hags­mun­i sína án þess að beita þving­unum eða narra með pen­ing­um. Upp­spretta þessa valds sé það aðdrátt­ar­afl sem menn­ing, póli­tísk hug­mynda­fræði og utan­rík­is­stefna við­kom­andi ríkis hefur á íbúa ann­arra landa. Ljóst er að á síð­ustu árum hafa kín­versk ­stjórn­völd ausið út pen­ingum í mjúkt vald. Þeir reka t.d. 475 Kon­fús­í­us­ar­stofn­anir í 120 löndum til að kynna og breiða út kín­versk gildi og menn­ingu, þ. á m. við Háskóla Íslands. Marg­t bendir hins vegar til að fjár­út­aust­ur­inn hafi hingað til skilað litlum sem engum árangri. Á nýlegum nýlegum lista Portland Comm­un­ications þar sem 30 löndum er raðað upp eftir því hve mik­ið ­mjúkt vald þau hafa lenti Bret­land í fyrsta sæti, Þýska­land í öðru, Banda­rík­in í þriðja – en Kína hafn­aði í neðsta sæt­inu. Almennt séð virð­ast við­horf al­menn­ings í N-Am­er­íku, Evr­ópu, Japan og á Ind­landi fremur nei­kvæð til Kína. Við­horfin eru eitt­hvað jákvæð­ari í Afr­íku og S-Am­er­íku.

Nye hefur sagt að það sé einkum tvennt sem útskýrir slaka frammi­stöðu Kína hvað þetta varð­ar. Ann­ars vegar sé það sá und­ir­tónn þjóð­ern­is­hyggju sem stjórn­völd ali á (í bland við fyr­ir­heit um hag­vöxt) til að tryggja frið inn­an­lands. Remb­ing­ur­inn ýti undir óþarfa yfir­gang á S-Kína­hafi og kalli fram beina andúð almenn­ings í löndum eins og Jap­an, Fil­ipps­eyjum og Víetnam. Hitt atrið­ið, sem dregur úr ­mjúku valdi Kína, er hve mjög hefur verið þrengt að borg­ara­legu sam­fé­lagi í land­in­u. ­Flokk­ur­inn er upp­haf og endir alls. Frjáls félaga­sam­tök eiga afar erfitt ­upp­drátt­ar. Mál­frelsi er stór­lega heft. Ímynd lands­ins út á við hefur þann­nig til­hn­eyg­ingu til að vera ein­tóna og óáhuga­verð. Það sem fleytir Bret­landi í efsta ­sæti á lista Portland er einmitt hin seið­magn­aða mósaík iðandi mann­lífs sem stórt, opið og frjáls­lynt sam­fé­lag getur af sér. Er ann­ars ekki eitt­hvað öfug­snú­ið við það að á meðan „heims­veldið sem var“ getur boðið okkur upp á BBC, Oxfor­d, L­SE, Amnesty International, Oxfam, Save the Children, Brit­ish Airwa­ys, Rolls Royce, Ric­hard Bran­son, Jamie Oli­ver, Bítl­ana, Adele, enska boltan ... þá hef­ur það sem sumir kalla „heims­veldi 21. ald­ar­inn­ar“ ekki upp á mikið meira að bjóða en Frétta­stofu Nýja-Kína, CCTV og Kon­fús­íus gamla?

Þetta er hitt sviðið þar sem afþreyj­ing­ar­iðn­aður getur aug­ljós­lega ráðið miklu um fram­tíð Kína. Hann er ekki bara iðn­aður sem er fær um að knýja hag­vöxt og ­leggja grund­völl að nýjum sátt­mála milli ríkis og almenn­ings. Hann er ein meg­in­upp­spretta ­mjúks valds á alþjóða­vísu sem rísandi stór­veldi hefur ekki efni á að van­rækja. Þeirri ­spurn­ingu er hins vegar ósvarað hvort borg­ara­legt sam­fé­lag í Kína muni fá nóg­u ­mikið svig­rúm til að þessi iðn­aður nái flugi og vinni sigra í öðrum lönd­um. Væri það yfir höfuð mögu­legt án þess að hrófla um leið við valda­stöðu Flokks­ins? Verður næsti áfangi í ferða­lagi Kína inn í nútím­ann um leið svana­söng­ur ­Flokks­ins? Eða markar hann end­ur­nýjun hans og end­an­legan sigur bylt­ing­ar­inn­ar 1949? Verður Epis­ode X í boð­i Komm­ún­ista­flokks Kína?

Cogito ergo sum

Ég er staddur inni á skrif­stofu Xi Jin­p­ing for­seta Kína. Kloss­aðar við­ar­inn­rétt­ingar hverf­ast um ol­íu­mál­verk af Kína­m­úr­n­um. Undir því veg­legt skrif­borð sem for­set­inn hallar sér­ fram á til að leggja áherslu á orð sín. Ég veit ekki til þess að Xi veiti inn­lend­u ­press­unni nokkurn tíma við­töl. Hef bara séð hann flytja ávörp. Kannski er þetta „stúd­íó“ sem hann situr inni í til­raun til að setja fram með mynd­rænum hætt­i eitt og annað sem ekki rúm­ast innan þess forms tján­ing­ar: Mann­lega þátt­inn, á­huga­mál­in, lífsmottó­in. Ég verð því að við­ur­kenna að ég varð fyrir nokkru áfall­i að koma ekki auga á neitt fót­bolta­dót þarna. Ekki einu sinni hina skemmti­legu „sel­fie“ er Sergio Agu­ero tók af sér David Cameron og Xi saman á Eti­had nú í haust. Hef ég verið að ofmeta bolt­ann sem umbreyt­ing­ar­afl í Kína? Boð­bera frjáls­lyndis og ­fjöl­breyti­leika? Síðar las ég um það í blöð­unum að nokkrum Xi-að­dá­end­um, er legið höfðu yfir upp­tök­unni af nýársávarpi hans, tók­st að greina merkan grip í einni bóka­hill­unni inni í stúd­íó­inu: Rúm­fræði Rene Descartes frá 1637. Þó þetta verk flokk­ist kannski ekki und­ir­ hvers­dags­bók­menntir eða popp-kúltúr þá er mér þó huggun að vita að einn af frum­kvöðlum nútíma­hugs­unar á Vest­ur­löndum eigi pláss í hug­ar­fylgsnum leið­tog­ans.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None