Kínverski boltinn: Episode X

Star Wars Kína
Auglýsing

Ég vissi að Star Wars var á leið­inni til Kína. Samt kom það mér í opna skjöldu þegar sjö ára gömul dótt­ir mín benti á fram­andi veru er virt­ist koma þjót­andi út úr jógúrt­doll­unni henn­ar og spurði mig hvað þetta væri nú eig­in­lega. Mér sýnd­ist það vera R2-D2 um það bil að lenda á morg­un­verð­ar­borð­inu okkar – en var þó ekki alveg viss. „U-þetta er við­gerð­ar­geim­ver­a,“ sagði ég loks hik­andi. „Í mynd sem var í bíó einu sinn­i. Vinur hans er með gull­brynju.“ Mig rak í vörð­urnar en dóttir mín sýndi því skiln­ing að þetta var eitt­hvað sem greini­lega skipti pabba gamla máli og hlust­aði þol­in­móð – jafn­vel svo­lítið undr­andi – á hann tala um þessi býsn, eins og þau væru eðli­legur hluti af til­ver­unni.

Gamli sátt­máli

Síð­ast­liðið ár var að ­mörgu leyti ágætt fyrir Kína: Risa­á­ætl­unin „Eitt svæði – einn veg­ur“ er komin á góðan skrið (sam­stillt inn­viða­upp­bygg­ing Kína og aðliggj­andi landa m.a. fjár­möguð af Inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu sem Ísland er stofn­að­ili að). Tu You­you varð fyrsti kín­verski rík­is­borg­ar­inn til að hljóta nóbels­verð­laun í vís­indum (fyrir þróun lyfs gegn malar­íu). Þá vann Pek­ing rétt­inn til að halda vetr­ar­ólymp­íu­leik­ana árið 2022. Kvenna­l­ansliðið í knatt­spyrnu komst í áttaliða úrslit á HM í Kanada. Og strák­arnir í Guanz­hou Evergrande gerðu sér lítið fyrir og unnu meist­ara­deild Asíu 2015. (Mínir menn Pek­ing-varð­lið­arnir lentu í 4. sæti í kín­versku úrvals­deild­inni. Hef trú á að þeir taki þetta á næsta tíma­bil­i.)

Xi J­in­p­ing for­seti Kína nefndi ýmis­legt af þessu í sjón­varps­ávarpi sínu til þjóð­ar­innar á nýárs­dag. Athygli mín beind­ist samt ekki að því sem heyra mátti heldur fremur að því er við augum blasti í útsend­ing­unni, við og við þegar sjón­ar­horn­inu var breytt: Xi hélt áfram að tala inn í mynda­vél eitt en áhorf­endum var gert kleyft að læðst að honum frá hlið með mynda­vél tvö og gægj­ast aðeins lengra inn í hin helgu vé en þeir hafa átt að venj­ast. „Allar þessar stað­reynd­ir,“ heyrði ég að for­set­inn klikkti út með í upp­taln­ing­unn­i á sigrum árs­ins „sýna að draumar okkar munu að lokum ræt­ast ef við bara höld­um á­fram og gef­umst ekki upp“. Ég horfði rann­sak­andi í kring um mig inni á for­seta­kontórn­um: „Svona er þá inni hjá hon­um. Hvað ætli sé í hill­un­um? Skyld­i eitt­hvað vera þarna um fót­bolta? Eitt­hvað sem útskýrir hvers vegna þró­un kín­versku knatt­spyrn­unnar er eitt af þeim málum sem hann hefur sett á odd­inn?“

Auglýsing

 „Enn eru samt mörg vanda­mál og erf­ið­leikar er ­fólk mætir í dag­lega líf­i,“ heldur Xi áfram, án þess þó að vera mjög kon­kret á þessu stigi ræð­unn­ar. Nefnir ekki meng­un­ina sem er að gera út af við borg­ar­bú­a, skulda­fen rík­is­fyr­ir­tækj­anna, offjár­fest­ing­arn­ar, minnk­andi hag­vöxt, vís­bend­ingar um aukin átök á vinnu­mark­aði, o.s.frv. Hvað þá gagn­rýni og við­var­anir utan frá um að núver­andi hag­vaxt­ar­módel sé e.t.v. komið af fót­u­m fram. Þvert á móti vill hann greini­lega fremur peppa lands­menn upp en draga úr þeim kjarkinn: „Horf­urnar eru góðar þó svo að ham­ingjan falli að sjálf­sögð­u ekki af himnum ofan ...,“ segir hann. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að ­sitj­andi vald­hafi geri lítið úr vanda­mál­unum og fegri fram­tíð­ar­mynd­ina. Íslenskir ráða­menn voru ekki bein­línis að mála skratt­ann á vegg­inn í aðdrag­anda Hruns­ins. Og jafn­vel þó að sam­fé­lagið okkar væri opið og lýð­ræð­is­legt mátti gagn­rýni á efnahags­stefn­una sín lít­ils þá. Sem þjóð gengum við nán­ast í einum takti fram af hengiflug­inu. – En stöldrum aðeins við. Reynum að sjá fyrir okk­ur ­sam­fé­lags­legar afleið­ingar þeirra efna­hags­erf­ið­leika sem nú steðja að Kína.

Rót ­vand­ans er skulda­fen fyr­ir­tækj­anna. Byrjað var að dæla lánsfé inn í þau árið 2008 sem lið í mót­væg­is­að­gerðum stjórn­valda vegna minnk­andi eft­ir­spurnar í heim­inum í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. R­ann það m.a. til atvinnu­sköp­unar í bygg­inga­geir­anum en var einnig notað til að halda á floti útflutn­ings­fyr­ir­tækj­un­um. Skuld­irnar hafa hrann­ast upp jafnt og þétt og eru nú metnar á um 250% af vergri lands­fram­leiðslu (sam­bæri­legt hlut­fall á Íslandi fór upp í um 500% árið 2008). Margt bendir til að þær vaxi nú hrað­ar­ en getan til að borga af þeim. Að lokum verður samt að gera þær upp. Hér kom­a ­sam­fé­lags­legu áhrifin inn í: Ein­hver þarf að taka á sig skell­inn. Ef ekki lána­drottnar þá heim­ilin (í gegnum verð­bólgu) eða verka­menn (í gegn um at­vinnu­leysi). Það má vera að mál­frelsið hafi ekki forðað okkur Íslend­ingum frá­ hrun­inu sjálfu en senni­lega var það okkur fremur til fram­dráttar í end­ur­reisn­inni en hitt. Við höfðum opið póli­tískt kerfi til að takast á um ­skipt­ingu birgð­anna. Þannig kerfi er hins vegar ekki til í Kína. Í besta fall­i er hægt að tala um óform­legan frið­ar­sátt­mála milli Flokks og sam­fé­lags, þar sem al­menn­ingur afsal­aði sér póli­tískum rétt­indum í skiptum fyrir ört batn­and­i ­kjör. Slíkur sátt­máli er ekki lík­legur til að auð­velda upp­gjörið sem framund­an er.

Nýji sátt­máli

Ég er búinn að ná því nún­a. Auð­vitað var það ekki R2-D2 sem verið var að kynna til leiks utan á umbúð­u­m jógúrts­ins frá Yil­i-­sam­steyp­unni á dög­un­um. Nei, þetta var ein­hver sem heit­ir BB-8 og er í nýj­ustu Star Wars mynd­inni Epis­ode VII: The Force Awa­kens. Það er ann­ars merki­legt að hugsa til þess að þar til nú hefur þessi mikla Hollywood-epík nán­ast alger­lega farið fram hjá Kín­verj­um. Þegar fyrsta syrpan var sýnd á Vest­ur­löndum undir lok átt­unda ára­tugar síð­ustu aldar var Kína rétt að byrja að fikra sig út úr ein­angrun og sárri fátækt. Þá voru ein­fald­lega ekki sam­fé­lags­legar for­sendur fyrir því að al­menn­ingur gæti skilið eða haft gaman af tækni­brellu-hlöðnum sci-fi ævin­týr­um. ­Lengi vel var Rambó ein af fáum vest­rænum stór­myndum í umferð eystra. Ég man ­sjálfur eftir því vet­ur­inn 1988/89 þegar ég fór í fyrsta skipti í bíó í Pek­ing hvað First Blood stakk geisi­lega í stúf við annað efni sem var verið að sýna. Skelltu margir upp úr er Stallone tók að mæla á kín­verska tungu.

Í dag er allt breytt. Ungir Kín­verjar vilja popp. Aðeins í Banda­ríkj­unum er velta ­kvik­mynda­geirans meiri en í Kína. Þegar fram­leið­endur í Hollywood vilja búa til­ stór­mynd neyð­ast þeir til að taka þennan nýja risamarkað með í reikn­ing­inn. Ef mynd­in nær ekki vin­sældum þar mun hún aldrei slá út myndir á borð við Avatar og Titan­ic (­sem báðar nutu mik­illar hylli Kín­verja). Eftir að Walt Dis­ney yfir­tók Lucas­film árið 2012, og öðl­að­ist þar með rétt­inn til að fram­leiða Star War­s, kom því ekki annað til greina hjá fyr­ir­tæk­inu en að taka Kína með áhlaupi. Var hinn elskaði Lu Han (svar aust­urs­ins við Justin Bieber) þegar í stað útnefnd­ur ­sendi­herra stjörnu­stríð­anna og feng­inn til að leiða kín­verska áhorf­endur inn í sögu­sviðið með söng og dansi. Í aðdrag­anda frum­sýn­ing­ar­innar á Epis­ode VII nú um ára­mótin var síðan efn­t til kvik­mynda­há­tíðar þar sem allar fyrri mynd­irnar í bálknum voru sýndar með­ pompi og pragt. Viti menn: Einn kaldan vetr­ar­morg­unn höfðu hund­ruð stormtrooper­ar ­tekið sér stöðu á sjálfum Kína­m­úr­n­um, hinu helga tákni ósigr­an­leik­ans. „Inn­rás­in“ var haf­in.

En það væri mis­skiln­ingur að halda að Kína sé vilja­laust verk­færi er gín við til­búnum réttum vest­rænnar neyslu­menn­ing­ar. Þvert á móti hefur það ver­ið op­in­ber stefna stjórn­valda um nokk­urt skeið að stór­efla menn­ing­ar- og afþrey­ing­ar­iðn­að­inn og gera hann að einum af und­ir­stöðu­at­vinnu­veg­unum í end­ur­skipu­lögðu hag­kerf­i lands­ins (sjá t.d. hér og hér). Auð­vitað er lausnin á þeim efna­hags­vanda sem Kína stendur frammi fyrir flókn­ari en svo að hann verði leystur með því einu að fara að fók­usera á af­þrey­ing­ar­iðn­að­inn. Nýjar atvinnu­greinar munu ekki vaxa upp ef sparn­að­ur­ lands­manna fer að stórum hluta í að greiða niður skuld­irnar sem hrann­ast hafa ­upp í gömlu atvinnu­veg­unum og vikið var að hér að fram­an. Að því gefnu hins ­vegar að stjórn­völdum tak­ist hreinsa upp skulda­fenið og lag­færa þá und­ir­liggj­andi kerf­is­þætti sem upp­haf­lega orsök­uðu það þá er eins víst að afþrey­ing­ar­iðn­að­ur­ og þekk­ing­ar­geir­inn almennt getur orðið mik­ill drif­kraftur áfram­hald­and­i fram­fara í land­inu. Ef Kína lærir að búa til „bolta og popp“ eins og Bret­land og „bíó og NBA“ eins og Amer­íka þá er víst að hjólin fara að snú­ast.

En er þetta lík­legt? Skoðum það aðeins. Síð­ustu mán­uði hefur mátt lesa um það í mál­gögnum Flokks­ins og víðar að mik­il­væg stefnu­breyt­ing sé að eiga sér stað í Pek­ing um þessar mund­ir. Það hef­ur ­nán­ast verið við­ur­kennt opin­ber­lega að efna­hags­stefna síð­ustu ára virki ekki, að minnsta kosti ekki leng­ur. Í stað þess að örva hag­vöxt með stuðn­ingi við ­út­flutn­ing, fjár­fest­ingar og neyslu þurfi að huga betur að fram­boðs­hlið hag­kerf­is­ins: Loka verk­smiðjum sem brenna upp sparn­að. Hreinsa til í efna­hags­reikn­ingum rík­is­fyr­ir­tækja. Skrúfa fyrir póli­tískar lán­veit­ing­ar. Lækk­a skatta og álögur á atvinnu­líf­ið. Huga betur að mannauðn­um. Afnema ein­birn­is­stefn­una. Styðja nýsköpun og einka­fram­tak ... Já, það glittir í út­línur nýss sátt­mála sem Flokk­ur­inn otar að lands­mönn­um: „Við getum hreins­að til. Við getum lagað kerf­ið.“ Þetta er, held ég, kjarn­inn í því sem Xi Jin­p­ing ­for­seti er að segja þegar hann á hátíð­ar­stundu talar um „kín­verska draum­inn“ en varar við því um leið að „ham­ingjan falli ekki af himnum ofan“ (lands­menn þurf­i að venj­ast „nýja norm­in­u“). „Draum­ur­inn“ felur í sér lof­orð um neyslu, lífs­gæð­i og menn­ingu  á hærra stigi en áður hef­ur þekkst. „Nýja norm­ið“ er hins vegar ákall um skiln­ing og þol­in­mæði því hag­vöxtur mun óhjá­kvæmi­lega minnka meðan fyr­ir­hug­aðar kerf­is­breyt­ing­ar  ganga yfir, atvinnu­leysi aukast tíma­bundið og ýmsir kvillar hrjá sam­fé­lag­ið.

Mjúka valdið

En Xi Jin­p­ing þarf ekki að­eins „skiln­ing og þol­in­mæði“ eigin þjóð­ar. Kína er ekki sér­lega auð­ugt af ­nátt­úru­auð­lind­um. Til að vaxa verður að afla orku og ann­arra aðfanga um víða ver­öld. Lega lands­ins gerir það hins vegar að verkum að aðdrættir eru síður en svo auð­veld­ir. Til vest­urs og norð­urs eru efna­hags­lega lítt þróuð og /eða póli­tískt óút­reikn­an­leg lönd Mið-Asíu, Aust­ur-­Evr­ópu og norð­ur­skauts­ins. Til aust­ur­s og suð­urs haf­svæði og sund sem fjöldi ríkja gerir til­kall um lög­sögu yfir. Það er algert lyk­il­at­riði fyrir leið­toga Kína að geta tryggt hag­vöxt heima fyrir án þess að umsvifin sem því fylgja veki totryggni þess­ara nágranna sinna eða ­banda­manna þeirra (einkum Banda­ríkj­anna). Skemmst er að minn­ast við­bragð­anna á Ís­landi við áhuga Huang Nubo á jarð­næði á Gríms­stöðum og við áhuga Kína almennt á sam­starfi um þróun norð­ur­slóða.

Þá komum við að „mjúka vald­inu“ eða því sem sumir myndu kalla „ímynd­inni út á við“. ­Stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Jos­eph S. Nye hefur skil­greint það sem hæfi­leika ríkja til að tryggja hags­mun­i sína án þess að beita þving­unum eða narra með pen­ing­um. Upp­spretta þessa valds sé það aðdrátt­ar­afl sem menn­ing, póli­tísk hug­mynda­fræði og utan­rík­is­stefna við­kom­andi ríkis hefur á íbúa ann­arra landa. Ljóst er að á síð­ustu árum hafa kín­versk ­stjórn­völd ausið út pen­ingum í mjúkt vald. Þeir reka t.d. 475 Kon­fús­í­us­ar­stofn­anir í 120 löndum til að kynna og breiða út kín­versk gildi og menn­ingu, þ. á m. við Háskóla Íslands. Marg­t bendir hins vegar til að fjár­út­aust­ur­inn hafi hingað til skilað litlum sem engum árangri. Á nýlegum nýlegum lista Portland Comm­un­ications þar sem 30 löndum er raðað upp eftir því hve mik­ið ­mjúkt vald þau hafa lenti Bret­land í fyrsta sæti, Þýska­land í öðru, Banda­rík­in í þriðja – en Kína hafn­aði í neðsta sæt­inu. Almennt séð virð­ast við­horf al­menn­ings í N-Am­er­íku, Evr­ópu, Japan og á Ind­landi fremur nei­kvæð til Kína. Við­horfin eru eitt­hvað jákvæð­ari í Afr­íku og S-Am­er­íku.

Nye hefur sagt að það sé einkum tvennt sem útskýrir slaka frammi­stöðu Kína hvað þetta varð­ar. Ann­ars vegar sé það sá und­ir­tónn þjóð­ern­is­hyggju sem stjórn­völd ali á (í bland við fyr­ir­heit um hag­vöxt) til að tryggja frið inn­an­lands. Remb­ing­ur­inn ýti undir óþarfa yfir­gang á S-Kína­hafi og kalli fram beina andúð almenn­ings í löndum eins og Jap­an, Fil­ipps­eyjum og Víetnam. Hitt atrið­ið, sem dregur úr ­mjúku valdi Kína, er hve mjög hefur verið þrengt að borg­ara­legu sam­fé­lagi í land­in­u. ­Flokk­ur­inn er upp­haf og endir alls. Frjáls félaga­sam­tök eiga afar erfitt ­upp­drátt­ar. Mál­frelsi er stór­lega heft. Ímynd lands­ins út á við hefur þann­nig til­hn­eyg­ingu til að vera ein­tóna og óáhuga­verð. Það sem fleytir Bret­landi í efsta ­sæti á lista Portland er einmitt hin seið­magn­aða mósaík iðandi mann­lífs sem stórt, opið og frjáls­lynt sam­fé­lag getur af sér. Er ann­ars ekki eitt­hvað öfug­snú­ið við það að á meðan „heims­veldið sem var“ getur boðið okkur upp á BBC, Oxfor­d, L­SE, Amnesty International, Oxfam, Save the Children, Brit­ish Airwa­ys, Rolls Royce, Ric­hard Bran­son, Jamie Oli­ver, Bítl­ana, Adele, enska boltan ... þá hef­ur það sem sumir kalla „heims­veldi 21. ald­ar­inn­ar“ ekki upp á mikið meira að bjóða en Frétta­stofu Nýja-Kína, CCTV og Kon­fús­íus gamla?

Þetta er hitt sviðið þar sem afþreyj­ing­ar­iðn­aður getur aug­ljós­lega ráðið miklu um fram­tíð Kína. Hann er ekki bara iðn­aður sem er fær um að knýja hag­vöxt og ­leggja grund­völl að nýjum sátt­mála milli ríkis og almenn­ings. Hann er ein meg­in­upp­spretta ­mjúks valds á alþjóða­vísu sem rísandi stór­veldi hefur ekki efni á að van­rækja. Þeirri ­spurn­ingu er hins vegar ósvarað hvort borg­ara­legt sam­fé­lag í Kína muni fá nóg­u ­mikið svig­rúm til að þessi iðn­aður nái flugi og vinni sigra í öðrum lönd­um. Væri það yfir höfuð mögu­legt án þess að hrófla um leið við valda­stöðu Flokks­ins? Verður næsti áfangi í ferða­lagi Kína inn í nútím­ann um leið svana­söng­ur ­Flokks­ins? Eða markar hann end­ur­nýjun hans og end­an­legan sigur bylt­ing­ar­inn­ar 1949? Verður Epis­ode X í boð­i Komm­ún­ista­flokks Kína?

Cogito ergo sum

Ég er staddur inni á skrif­stofu Xi Jin­p­ing for­seta Kína. Kloss­aðar við­ar­inn­rétt­ingar hverf­ast um ol­íu­mál­verk af Kína­m­úr­n­um. Undir því veg­legt skrif­borð sem for­set­inn hallar sér­ fram á til að leggja áherslu á orð sín. Ég veit ekki til þess að Xi veiti inn­lend­u ­press­unni nokkurn tíma við­töl. Hef bara séð hann flytja ávörp. Kannski er þetta „stúd­íó“ sem hann situr inni í til­raun til að setja fram með mynd­rænum hætt­i eitt og annað sem ekki rúm­ast innan þess forms tján­ing­ar: Mann­lega þátt­inn, á­huga­mál­in, lífsmottó­in. Ég verð því að við­ur­kenna að ég varð fyrir nokkru áfall­i að koma ekki auga á neitt fót­bolta­dót þarna. Ekki einu sinni hina skemmti­legu „sel­fie“ er Sergio Agu­ero tók af sér David Cameron og Xi saman á Eti­had nú í haust. Hef ég verið að ofmeta bolt­ann sem umbreyt­ing­ar­afl í Kína? Boð­bera frjáls­lyndis og ­fjöl­breyti­leika? Síðar las ég um það í blöð­unum að nokkrum Xi-að­dá­end­um, er legið höfðu yfir upp­tök­unni af nýársávarpi hans, tók­st að greina merkan grip í einni bóka­hill­unni inni í stúd­íó­inu: Rúm­fræði Rene Descartes frá 1637. Þó þetta verk flokk­ist kannski ekki und­ir­ hvers­dags­bók­menntir eða popp-kúltúr þá er mér þó huggun að vita að einn af frum­kvöðlum nútíma­hugs­unar á Vest­ur­löndum eigi pláss í hug­ar­fylgsnum leið­tog­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None