Nýtt líffæri skilgreint

spítali
Auglýsing

Á hverju einasta ári koma fram nýjar upplýsingar í vísindaheiminum sem breyta sýn okkar á umhverfið og lífið. Þó nú sér árið 2017 gengið í garð er þó langt í það að við vitum allt, það er gríðarlegt verk fyrir höndum áður en við t.d. skiljum allt sem viðkemur mannslíkamanum. Það sést kannski best á greinum eins og þeirri sem birt var í The Lancet í lok ársins 2016.

Í rannsókninni rökstyður írskur rannsóknarhópur af hverju sá partur líkama okkar sem kallast garnahengi eða mesentery ætti að flokkast sem líffæri. Hingað til hefur garnahengið ekki fengið þann titil að vera líffæri heldur er frekar litið á það sem margar flóknar og ótengdar einingar sem festa garnirnar við líkamann, eiginlega hengja garnirnar upp inní kviðarholinu.

Þegar garnahengið var skoðað til hlítar kom í ljós að ekki er um margar sjálfstæðar einingar að ræða heldur er þetta líffæri ein heild. Þessi heild er líka ekki eins flókin og áður virtist en hefur þó sitt eigið hlutverk sem rannsóknarhópurinn vinnur nú að, að skilgreina nánar.

Auglýsing

Stundum er það sem þarf til að finna svörin við t.d. sjúkdómum, ný viðhorf. Nú þegar garnahengið er skilgreint sem líffæri en ekki bara tengi-einingar eykst skilningurinn á því hvernig það virkar og hvernig það á ekki að virka. Þetta er svo hægt að nýta til að meðhöndla sjúkdóma í kviðarholi.

Það má því segja að þó garnahengið hafi alltaf verið til staðar þá erum við öll, allt í einu með glænýtt líffæri í kviðarholinu. Það verður áhugavert að fá að vita hvað þetta nýtilkomna líffæri gerir.

Fréttin birtist upprunalega á Hvatanum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None