Áramótaheitið var að læra söng – safnar fyrir tónleikum

Berta Dröfn setti sér áramótaheit fyrir sex árum um að læra söng af fullum krafti. Nú er hún útskrifuð með hæstu einkunn úr meistarnámi á Ítalíu, og safnar fyrir einsöngstónleikum á Karolina fund.

Berta Dröfn
Auglýsing

Berta Dröfn er klass­ísk söng­kona, nýút­skrifuð frá tón­list­ar­há­skóla á Ítal­íu. Hún útskrif­að­ist með hæstu ein­kunn eftir tveggja ára masters­nám í ljóða- og órator­íu­söng frá Conservatorio Monteverdi í Bolza­no. Til að halda uppá góðan náms­ár­angur mun Berta standa fyrir ein­söngs­tón­leikum í Salnum í Kópa­vogi, 5. jan­ú­ar. Með henni á tón­leik­unum er Sig­urður Helgi Odds­son píanó­leik­ari og Nandll­ely Aguilar Peña fiðlu­leik­ari.

Hvenær byrj­aðir þú að syngja?

Ég er ein af þeim sem var og er alltaf syngj­andi. Raula þegar ég er utan við mig, syng hástöfum þegar ég er ein í bílnum og get gleymt mér sönglandi innan um fólk. Ég var 6 ára þegar ég byrj­aði að syngja í barna­kórnum í Grinda­vík og hef verið óstöðv­andi síð­an. Var virk í félags­líf­inu bæði í grunn­skóla og mennta­skóla: tók þátt í nem­enda­sýn­ingum og söngvakeppn­um. Svo hóf ég nám við Söng­skól­ann í Reykja­vík þegar ég var 16 ára og hef verið þar meira og minna síð­an, fyrst sem nem­andi og svo sem starfs­mað­ur.   

Hvenær ákvaðstu að leggja fyrir þig söng?

Um ára­mótin 2010/2011 setti ég mér það ára­móta­heit að læra söng af fullum krafti. Áður var söng­ur­inn bara áhuga­mál en ára­móta­heitið hljóm­aði þannig að ég ætl­aði að gefa allt í að verða söng­kona. Ég fann þörf fyrir að syngja, þar af leið­andi var þetta ekki lengur bara áhuga­mál heldur ástríða. Þetta er eitt af fáum ára­móta­heitum sem ég hef staðið við og sé sko ekki eftir því: að lifa og hrær­ast innan þess­ara mögn­uðu list­greinar eru for­rétt­indi sem ég nýt í botn.

Auglýsing

Af hverju varð Ítalía fyrir val­inu og hvaða reynslu færði það þér að læra söng erlend­is?

Árið 2005, flutti ég til Flór­ens á Ítal­íu, til að læra fata­hönn­un. Þar varð ég hrein­lega ást­fangin af landi og þjóð. Ég er mik­ill nautna­seggur - mat­ur, list­ir, lif­andi tón­list og fal­leg nátt­úra er það sem ég sæk­ist mikið í. Þar af leið­andi er skilj­an­legt að ég hafi fallið fyrir Ítal­íu. Þegar kom svo að því að finna stað fyrir áfram­hald­andi nám eftir Burt­far­ar­prófið í söng hérna heima fór ég í könn­un­ar­leið­angur um Ítal­íu. Bolzano varð fyrir val­inu eftir ferð­ina en þar hitti ég söng­kennar­ann minn, Sabinu von Walther, sem er þekkt ljóða­söng­kona.

Það er mikil reynsla að fara í gegnum nám erlend­is. Ég fékk líka mörg tæki­færi til að koma fram, til dæm­is: tók ég þátt í keppni í Scala óper­unni; söng á tón­leikum í höll í Montepulci­ano í Toscana­hér­að­inu; hélt ein­söngs­tón­leika í gömlum kast­ala uppí ítölsku ölp­un­um; tók þátt í óperu-­upp­færslu með sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Bolza­no; söng ein­söng í glæsi­legum kirkjum í Bolza­no, Merano og Rover­eto. Einnig tók ég virkan þátt í nýlista­hópnum innan skól­ans og kom víða fram með þeim sem ein­söngv­ari.  

Hvað er á döf­inni hjá þér í tón­list­inni?

Yfir jólin tók ég virkan þátt í kirkj­unni hjá mömmu, en hún er sókn­ar­prest­ur­inn á Fáskrúðs­firði. Á nýju ári held ég sjálf­stæða tón­leika í Salnum í Kópa­vogi, til að fagna góðu gengi úr nýloknu námi. Tón­leik­arnir verða 5. jan­úar og þeir sem vilja styrkja mig til tón­leika­halds eða nálg­ast miða er bent á söfn­un­ar­síð­una á Karol­ina fund.

Í lok jan­úar fer ég aftur til Bolza­no, til að syngja í messu eftir Moz­art. Eftir það bíða mín fleiri ævin­týri á Ítal­íu, í Barcelona og í New York.

Ég er nýút­skrifuð og er enn að móta minn söng­feril - en þetta byrjar vel og ég er hrika­lega spennt fyrir fram­hald­inu. Á þessum tíma­mótum í mínu lífi er ég fyrst og fremst stolt yfir því að hafa fylgt hjart­anu. Ég hef farið „óhefð­bundna“ leið og þar af leið­andi átt hrika­lega skemmti­legt líf - og það er rétt að byrja!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None