Á eftir íslenskri fótboltaveislu var það íslenskt jólaboð

nýtt louis
Auglýsing

Frakkar eru algjör­lega ást­fangnir af Íslandi. Fjöl­margar aug­lýs­ingar í sjón­varpi eru gerðar í ótrú­legu íslensku lands­lagi. Hvort sem um er að ræði bíla eða far­síma og fleira mætti finna. Tísku­hús Louis Vuitton notar meira að segja lunda í þema jóla­skreyt­inga sinna í sýn­ing­ar­gluggum fyrir þessi jól. Reyndar er Ísland svo vin­sælt að hér sjást greinar í blöðum um hvort það sé að verða fórn­ar­lamb vel­gengni sinnar í ferða­mennsku. Nú síð­ast í dag­blað­inu Le Fig­aro í síð­ustu viku. En Ísland átti ekki síður sitt ár hér í Frakk­landi með þátt­töku sinni í Evr­ópu­meist­ara­keppn­inni í fót­bolta, lands­menn féllu gjör­sam­lega fyrir þessu fót­boltaliði frá eyj­unni litlu hátt uppi á landa­kort­inu.

Ekki var ákaf­inn minni hér í Nice þar sem nokkrir leikir á mót­inu fóru fram og ekki síst sá allra merki­leg­asti fyrir Íslend­inga, þegar Eng­land var slegið út úr í keppn­inni. Borgin var bók­staf­lega blá af stuðn­ings­mönnum lands­liðs­ins, í bol­um, með trefla, and­lits­máln­ingu og horn á höfði. Ekki nóg með það heldur voru tveir for­setar mætt­ir, sá nýkjörni og hinn frá­far­andi. Nice-­búar voru heill­aðir af fram­komu Íslend­inga sem voru eins og englar, bornir saman við Pól­verja, Eng­lend­inga og Rússa sem alls staðar voru til ama. Ítalskur veit­inga­maður á vin­sælum veit­inga­stað í mið­borg­inni, Por­tovenere, sagð­ist orð­laus eftir að hafa séð átta­tíu Íslend­inga klukkan tvö að nóttu fyrir utan kebabstað eftir sig­ur­inn á Eng­lend­ingum án þess að nokkur yrði þeirra var.

Systurnar Marion og Anne-Lise Herrera, Marion til vinstri hörpuleikari, Anne-Lise á selló.Margir Íslend­ingar upp­götv­uðu sömu­leiðis Nice í sumar þar sem í fyrsta skipti var hægt að fljúga beint frá Kefla­vík til Nice með WOW-air frá júní til sept­em­ber­loka. Það var því ekki óal­gengt að heyra tal­aða íslensku í mið­borg­inni í sum­ar, nokkuð sem er alveg nýtt hér. En þá eru ekki allar óvæntar upp­á­komur taldar hvað varðar Ísland. 

Auglýsing

Milli jóla og nýars var nefni­lega boðið í íslenskt síð­deg­is­sam­kvæmi fyrir lítil og „stærri“ börn í mesta „tren­dý“ hverfi Nice sem kennt er við Bonap­ar­te-­götu. Það var veit­inga­stað­ur­inn Bel œil (Fag­urt auga), ein­stak­lega skemmti­lega inn­rétt­aður staður á Emmanuel Phili­bert­i-­götu, sem í sam­vinnu við konu frá Nice, Marion Her­rera, sem hefur búið í tutt­ugu ár á Íslandi, buðu til þess­arar sam­veru­stund­ar. Það verður að segj­ast eins og er að það er nokkuð sér­stakt hér í borg, þar sem hægt er að telja Íslend­inga á fingrum ann­arrar hand­ar, að fara í eins konar íslenskt jóla­boð og bragða á hangi­kjöti og laufa­brauði. Marion spil­aði á hörpu og systir hennar Ann­e-Lise Her­rera á selló. Þær systur eru sömu­leiðis stofn­endur vina­fé­lags­ins Ísland-Kor­síka og spil­uðu þar síð­asta sumar ásamt Ásgerði Jún­í­us­dóttur mezzó­sópr­an. Marion sem var flug­maður í tíu ár, meðal ann­ars hjá Icelanda­ir, er nú að reyna fyrir sér að nýju að tón­list­inni. Þegar þær systur hófu dag­skrána með Heyr himna­smiður var ekki laust við að íslensk augu hafi vöknað örlít­ið. Svo tóku við sögur af Grýlu og Jóla­k­ett­inum með til­heyr­andi lögum á milli eins og Það á að gefa börnum brauð og Jóla­köttur Ingi­bjargar Þor­bergs. Þar á eftir voru hin­ir  íslensku jóla­sveinar kynntir og er óhætt að segja að þeir séu ólíkir þeim franska. Emmanu­el, sonur Marion, söng um jóla­sveina sem ganga um gólf og svo fengu allir hangi­kjöt. Ekki frítt við smá heim­þrá hjá Íslend­ingn­um.

Greinin birt­ist einnig á síðu höf­undar hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiFólk
None