Á eftir íslenskri fótboltaveislu var það íslenskt jólaboð

nýtt louis
Auglýsing

Frakkar eru algjör­lega ást­fangnir af Íslandi. Fjöl­margar aug­lýs­ingar í sjón­varpi eru gerðar í ótrú­legu íslensku lands­lagi. Hvort sem um er að ræði bíla eða far­síma og fleira mætti finna. Tísku­hús Louis Vuitton notar meira að segja lunda í þema jóla­skreyt­inga sinna í sýn­ing­ar­gluggum fyrir þessi jól. Reyndar er Ísland svo vin­sælt að hér sjást greinar í blöðum um hvort það sé að verða fórn­ar­lamb vel­gengni sinnar í ferða­mennsku. Nú síð­ast í dag­blað­inu Le Fig­aro í síð­ustu viku. En Ísland átti ekki síður sitt ár hér í Frakk­landi með þátt­töku sinni í Evr­ópu­meist­ara­keppn­inni í fót­bolta, lands­menn féllu gjör­sam­lega fyrir þessu fót­boltaliði frá eyj­unni litlu hátt uppi á landa­kort­inu.

Ekki var ákaf­inn minni hér í Nice þar sem nokkrir leikir á mót­inu fóru fram og ekki síst sá allra merki­leg­asti fyrir Íslend­inga, þegar Eng­land var slegið út úr í keppn­inni. Borgin var bók­staf­lega blá af stuðn­ings­mönnum lands­liðs­ins, í bol­um, með trefla, and­lits­máln­ingu og horn á höfði. Ekki nóg með það heldur voru tveir for­setar mætt­ir, sá nýkjörni og hinn frá­far­andi. Nice-­búar voru heill­aðir af fram­komu Íslend­inga sem voru eins og englar, bornir saman við Pól­verja, Eng­lend­inga og Rússa sem alls staðar voru til ama. Ítalskur veit­inga­maður á vin­sælum veit­inga­stað í mið­borg­inni, Por­tovenere, sagð­ist orð­laus eftir að hafa séð átta­tíu Íslend­inga klukkan tvö að nóttu fyrir utan kebabstað eftir sig­ur­inn á Eng­lend­ingum án þess að nokkur yrði þeirra var.

Systurnar Marion og Anne-Lise Herrera, Marion til vinstri hörpuleikari, Anne-Lise á selló.Margir Íslend­ingar upp­götv­uðu sömu­leiðis Nice í sumar þar sem í fyrsta skipti var hægt að fljúga beint frá Kefla­vík til Nice með WOW-air frá júní til sept­em­ber­loka. Það var því ekki óal­gengt að heyra tal­aða íslensku í mið­borg­inni í sum­ar, nokkuð sem er alveg nýtt hér. En þá eru ekki allar óvæntar upp­á­komur taldar hvað varðar Ísland. 

Auglýsing

Milli jóla og nýars var nefni­lega boðið í íslenskt síð­deg­is­sam­kvæmi fyrir lítil og „stærri“ börn í mesta „tren­dý“ hverfi Nice sem kennt er við Bonap­ar­te-­götu. Það var veit­inga­stað­ur­inn Bel œil (Fag­urt auga), ein­stak­lega skemmti­lega inn­rétt­aður staður á Emmanuel Phili­bert­i-­götu, sem í sam­vinnu við konu frá Nice, Marion Her­rera, sem hefur búið í tutt­ugu ár á Íslandi, buðu til þess­arar sam­veru­stund­ar. Það verður að segj­ast eins og er að það er nokkuð sér­stakt hér í borg, þar sem hægt er að telja Íslend­inga á fingrum ann­arrar hand­ar, að fara í eins konar íslenskt jóla­boð og bragða á hangi­kjöti og laufa­brauði. Marion spil­aði á hörpu og systir hennar Ann­e-Lise Her­rera á selló. Þær systur eru sömu­leiðis stofn­endur vina­fé­lags­ins Ísland-Kor­síka og spil­uðu þar síð­asta sumar ásamt Ásgerði Jún­í­us­dóttur mezzó­sópr­an. Marion sem var flug­maður í tíu ár, meðal ann­ars hjá Icelanda­ir, er nú að reyna fyrir sér að nýju að tón­list­inni. Þegar þær systur hófu dag­skrána með Heyr himna­smiður var ekki laust við að íslensk augu hafi vöknað örlít­ið. Svo tóku við sögur af Grýlu og Jóla­k­ett­inum með til­heyr­andi lögum á milli eins og Það á að gefa börnum brauð og Jóla­köttur Ingi­bjargar Þor­bergs. Þar á eftir voru hin­ir  íslensku jóla­sveinar kynntir og er óhætt að segja að þeir séu ólíkir þeim franska. Emmanu­el, sonur Marion, söng um jóla­sveina sem ganga um gólf og svo fengu allir hangi­kjöt. Ekki frítt við smá heim­þrá hjá Íslend­ingn­um.

Greinin birt­ist einnig á síðu höf­undar hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiFólk
None