Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka

Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.

Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Auglýsing

Frakkar glíma nú við mestu þurrka í sögu lands­ins og hefur sér­stakur við­bragðs­hópur verið settur á lagg­irnar vegna ástands­ins. Nú þegar er vatn skammtað í rúm­lega 100 sveit­ar­fé­lögum í land­inu og tank­bílar flytja vatn til þeirra svæða þar sem bók­staf­lega ekk­ert er eftir í krön­un­um.

Ótt­ast er að ástandið muni hafa veru­leg áhrif á upp­skeru í land­bún­að­ar­hér­uðum lands­ins sem mun auka á vand­ann í fram­boði mat­væla á heims­vísu sem hefur verið við­var­andi eftir inn­rás Rússa í Úkra­ínu, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Áætl­anir gera ráð fyrir að korn­upp­skera í land­inu, sem að mestu er nýtt til fóðr­unar búpen­ings, verði 18,5 pró­sentum minni í ár en í fyrra, sam­kvæmt franska land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu. Talið er að þurrk­arnir muni vara í það minnsta tvær vikur í við­bót.

Í yfir­lýs­ingu frá Élis­at­beth Borne, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, segir að þurrk­arnir séu þeir verstu í sögu lands­ins. Úrkoma hefur verið með minnsta móti í land­inu og hita­bylgjur sem gengið hafa yfir landið á síð­ustu vikum hafa auk þess aukið vatns­notkun umtals­vert. Þar af leið­andi hafa vatns­birgðir í land­inu þrot­ið. Í yfir­lýs­ingu sinni hvatti Borne Frakka til þess að aðgætna í notkun sinni á vatni.

Auglýsing

Hefur áhrif á orku­fram­leiðslu í land­inu

Hita­bylgj­urnar hafa einnig áhrif á orku­fram­leiðslu í land­inu. Orku­fyr­ir­tækið EDF sem rekið er af hinu opin­bera hefur þurft að draga úr orku­fram­leiðslu í nokkrum af kjarn­orku­verum sínum vegna þess að vatn sem fengið er úr ám og notað er til kæl­ingar í orku­ver­unum hefur verið of heitt til þess að það nýt­ist sem skyldi.

Greint er frá því í umfjöllun New York Times að neyð­ar­á­stand ríki í meira en helm­ingi af hér­uðum Frakk­lands og að fólki hafi verið meinað að vökva garða og þvo bíla sína sökum vatns­skorts­ins. Þá hafa bændur ekki geta vökvað hluta af rækt­ar­löndum sín­um. Síð­ast­lið­inn júlí var sá úrkomuminnsti júlí­mán­uður í land­inu í rúm­lega 60 ár en í mán­uð­inum mæld­ist 9,7 milli­metra úrkoma. Til sam­an­burðar var með­al­úr­koma í Reykja­vík á árunum 1991 til 2020 rétt rúm­lega 50 milli­metr­ar.

Haft er eftir Christophe Céchu, ráð­herra orku­skipta í Frakk­landi, að þurrk­arnir sem nú ganga yfir væru af óþekktri stærð­argráðu. „Vegna lofts­lags­breyt­inga þurfum við að venj­ast atburðum sem þessum,“ sagði Céchu.

Veð­ur­far einnig haft áhrif víðar í álf­unni

Víðar í Evr­ópu hafa miklir hitar haft áhrif á vatns­bú­skap. Júlí­mán­uður hefur ekki verið eins þurr á Englandi síðan árið 1935 og hefur íbúum þar verið bannað að nota garðslöngur og þeir því ekki getað þvegið bíla sína eða vökvað garða.. Sömu sögu er að segja frá Spáni en vatns­notkun hefur til dæmis verið tak­mörkuð í syðsta hér­aði lands­ins, Andalús­íu.

Árið í ár er eitt það þurrasta í sögu Ítalíu og lík­legt er talið að það verði einnig það heitasta í sög­unni. Sökum þurrkanna hefur saltur sjór úr Adría­hafi flætt upp ánna Pó sem ógnar upp­skeru í land­bún­að­ar­hér­uðum Pódals­ins sem stað­sett eru næst hafi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent