Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka

Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.

Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Auglýsing

Frakkar glíma nú við mestu þurrka í sögu lands­ins og hefur sér­stakur við­bragðs­hópur verið settur á lagg­irnar vegna ástands­ins. Nú þegar er vatn skammtað í rúm­lega 100 sveit­ar­fé­lögum í land­inu og tank­bílar flytja vatn til þeirra svæða þar sem bók­staf­lega ekk­ert er eftir í krön­un­um.

Ótt­ast er að ástandið muni hafa veru­leg áhrif á upp­skeru í land­bún­að­ar­hér­uðum lands­ins sem mun auka á vand­ann í fram­boði mat­væla á heims­vísu sem hefur verið við­var­andi eftir inn­rás Rússa í Úkra­ínu, að því er fram kemur í umfjöllun BBC. Áætl­anir gera ráð fyrir að korn­upp­skera í land­inu, sem að mestu er nýtt til fóðr­unar búpen­ings, verði 18,5 pró­sentum minni í ár en í fyrra, sam­kvæmt franska land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu. Talið er að þurrk­arnir muni vara í það minnsta tvær vikur í við­bót.

Í yfir­lýs­ingu frá Élis­at­beth Borne, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, segir að þurrk­arnir séu þeir verstu í sögu lands­ins. Úrkoma hefur verið með minnsta móti í land­inu og hita­bylgjur sem gengið hafa yfir landið á síð­ustu vikum hafa auk þess aukið vatns­notkun umtals­vert. Þar af leið­andi hafa vatns­birgðir í land­inu þrot­ið. Í yfir­lýs­ingu sinni hvatti Borne Frakka til þess að aðgætna í notkun sinni á vatni.

Auglýsing

Hefur áhrif á orku­fram­leiðslu í land­inu

Hita­bylgj­urnar hafa einnig áhrif á orku­fram­leiðslu í land­inu. Orku­fyr­ir­tækið EDF sem rekið er af hinu opin­bera hefur þurft að draga úr orku­fram­leiðslu í nokkrum af kjarn­orku­verum sínum vegna þess að vatn sem fengið er úr ám og notað er til kæl­ingar í orku­ver­unum hefur verið of heitt til þess að það nýt­ist sem skyldi.

Greint er frá því í umfjöllun New York Times að neyð­ar­á­stand ríki í meira en helm­ingi af hér­uðum Frakk­lands og að fólki hafi verið meinað að vökva garða og þvo bíla sína sökum vatns­skorts­ins. Þá hafa bændur ekki geta vökvað hluta af rækt­ar­löndum sín­um. Síð­ast­lið­inn júlí var sá úrkomuminnsti júlí­mán­uður í land­inu í rúm­lega 60 ár en í mán­uð­inum mæld­ist 9,7 milli­metra úrkoma. Til sam­an­burðar var með­al­úr­koma í Reykja­vík á árunum 1991 til 2020 rétt rúm­lega 50 milli­metr­ar.

Haft er eftir Christophe Céchu, ráð­herra orku­skipta í Frakk­landi, að þurrk­arnir sem nú ganga yfir væru af óþekktri stærð­argráðu. „Vegna lofts­lags­breyt­inga þurfum við að venj­ast atburðum sem þessum,“ sagði Céchu.

Veð­ur­far einnig haft áhrif víðar í álf­unni

Víðar í Evr­ópu hafa miklir hitar haft áhrif á vatns­bú­skap. Júlí­mán­uður hefur ekki verið eins þurr á Englandi síðan árið 1935 og hefur íbúum þar verið bannað að nota garðslöngur og þeir því ekki getað þvegið bíla sína eða vökvað garða.. Sömu sögu er að segja frá Spáni en vatns­notkun hefur til dæmis verið tak­mörkuð í syðsta hér­aði lands­ins, Andalús­íu.

Árið í ár er eitt það þurrasta í sögu Ítalíu og lík­legt er talið að það verði einnig það heitasta í sög­unni. Sökum þurrkanna hefur saltur sjór úr Adría­hafi flætt upp ánna Pó sem ógnar upp­skeru í land­bún­að­ar­hér­uðum Pódals­ins sem stað­sett eru næst hafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent