Útvarpsgjaldið afnumið í Frakklandi

Franska þingið samþykkti í nótt að afnema útvarpsgjaldið, sem notað hefur verið til að fjármagna France Télévision og Radio France áratugum saman. Frakklandsforseti hafði lofað því að afnema gjaldið í kosningabaráttu sinni og hefur loforðið nú verið efnt.

Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Efri deild franska þjóð­þings­ins hefur sam­þykkt að afnema útvarps­gjaldið sem notað er til að fjár­magna rekstur franskra rík­is­fjöl­miðla, en afnám útvarps­gjalds­ins var eitt af kosn­inga­lof­orðum Emmanu­els Macron Frakk­lands­for­seta í nýlega afstöðnum for­seta­kosn­ingum í land­inu.

Þingið tók þessa ákvörðun í nótt, með 196 atkvæðum gegn 147, en umræður um málið stóðu yfir fram yfir mið­nætti og voru nokkuð heit­ar, sam­kvæmt end­ur­sögn breska blaðs­ins Guar­dian og umfjöllun vef­mið­ils­ins Dea­d­line. Áður hafði neðri deild þings­ins sam­þykkt málið fyrir rúmri viku síð­an.

Stjórn­ar­and­stæð­ingar úr röðum vinstri­manna í efri deild­inni settu fram áhyggjur af fram­tíð­ar­fjár­mögnun og sjálf­stæði almanna­sjón­varps- og útvarps í land­inu.

Auglýsing

Sumir þing­menn á hægri kant­inum voru jafn­framt gagn­rýnir á umræð­una í þing­inu, sögðu hana hafa verið laka að gæðum og að rétt væri að eiga almenni­legt sam­tal um frek­ari yfir­haln­ingu á fyr­ir­komu­lagi rík­is­fjöl­miðl­unar í Frakk­landi.

Mar­ine Le Pen, sem bauð sig fram gegn Macron í for­seta­kosn­ing­un­um, var með það á stefnu­skrá sinni ganga enn lengra og einka­væða rík­is­fjöl­miðl­ana í Frakk­landi, sem eru sjón­varps­sam­steypan France Télé­visions og útvarps­stöðvar sem reknar eru undir hatti Radio France.

Flatt 19 þús­und króna gjald á alla sem eiga sjón­varp

Franska útvarps­gjaldið hefur verið 138 evr­ur, jafn­virði rúm­lega 19 þús­und íslenskra króna, og hefur verið greitt af öllum þeim heim­ilum sem skráð eru fyrir sjón­varps­tæki í Frakk­landi. Það eru um 23 millj­ónir heim­ila um þessar mund­ir. Gjaldið var fyrst sett á árið 1933 til þess að fjár­magna almanna­út­varp og var svo útvíkkað til þess að fjár­magna sjón­varps­út­send­ingar árið 1946.

Það verður ekki inn­heimt í októ­ber næst­kom­andi eins og stóð til, og þeir sem höfðu ákveðið að greiða það snemma munu fá end­ur­greitt.

Í frétt Guar­dian kemur fram að menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Rima Abdul Malak hafi komið því á fram­færi í umræð­unum að rík­is­stjórnin myndi standa vörð um fjár­mögnun rík­is­fjöl­miðl­anna á meðan að áætl­anir lengra inn í fram­tíð­ina yrðu teikn­aðar upp.

Hún sagði að ákveðið hefði verið að láta ákveðið brot af inn­heimtum virð­is­auka­skatti renna til rekst­urs rík­is­fjöl­miðl­anna til skamms tíma, alls um 3,7 millj­arða evra, sem er svipað mikið og útvarps­gjaldið hefur skilað í rík­is­kass­ann árlega.

Gagn­rýnendur benda á að þetta sé ein­ungis tíma­bundin fjár­mögnun fram til árs­loka árið 2024. Alls óvíst sé hvernig til standi að fjár­magna rík­is­fjöl­miðla Frakk­lands að því loknu og mögu­lega verði slag­kraft­ur­inn í starf­semi þeirra háður duttl­ungum stjórn­mála­manna hverju sinni.

Fram­kvæmda­stjóri EBU seg­ist hafa áhyggjur

Noel Curran, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka evr­ópska sjón­varps­stöðva (EBU), hefur áhyggjur af stöð­unni, þar sem óljóst sé hvernig sjálf­stæði frönsku rík­is­fjöl­miðl­anna verði tryggt.

Hann segir í sam­tali við fjöl­mið­il­inn Dea­d­line að þessar breyt­ingar í Frakk­landi, og sömu­leiðis end­ur­skoðun á fjár­mögnun BBC sem nú stendur yfir í Bret­landi, geti haft áhrif í öðrum ríkj­um, þar sem Frakk­land og Bret­land státi af stærstu almanna­þjón­ustu­fjöl­miðlum álf­unn­ar.

Sam­kvæmt EBU voru heild­ar­tekjur evr­ópska rík­is­fjöl­miðla 35,5 millj­arðar evra árið 2020 og höfðu tekj­urnar dreg­ist saman um 7 pró­sent að raun­virði á fimm ára tíma­bili.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent