Útvarpsgjaldið afnumið í Frakklandi

Franska þingið samþykkti í nótt að afnema útvarpsgjaldið, sem notað hefur verið til að fjármagna France Télévision og Radio France áratugum saman. Frakklandsforseti hafði lofað því að afnema gjaldið í kosningabaráttu sinni og hefur loforðið nú verið efnt.

Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Afnám útvarpsgjaldsins var á meðal loforða sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti fram í baráttu sinni fyrir endurkjöri í embætti fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Efri deild franska þjóð­þings­ins hefur sam­þykkt að afnema útvarps­gjaldið sem notað er til að fjár­magna rekstur franskra rík­is­fjöl­miðla, en afnám útvarps­gjalds­ins var eitt af kosn­inga­lof­orðum Emmanu­els Macron Frakk­lands­for­seta í nýlega afstöðnum for­seta­kosn­ingum í land­inu.

Þingið tók þessa ákvörðun í nótt, með 196 atkvæðum gegn 147, en umræður um málið stóðu yfir fram yfir mið­nætti og voru nokkuð heit­ar, sam­kvæmt end­ur­sögn breska blaðs­ins Guar­dian og umfjöllun vef­mið­ils­ins Dea­d­line. Áður hafði neðri deild þings­ins sam­þykkt málið fyrir rúmri viku síð­an.

Stjórn­ar­and­stæð­ingar úr röðum vinstri­manna í efri deild­inni settu fram áhyggjur af fram­tíð­ar­fjár­mögnun og sjálf­stæði almanna­sjón­varps- og útvarps í land­inu.

Auglýsing

Sumir þing­menn á hægri kant­inum voru jafn­framt gagn­rýnir á umræð­una í þing­inu, sögðu hana hafa verið laka að gæðum og að rétt væri að eiga almenni­legt sam­tal um frek­ari yfir­haln­ingu á fyr­ir­komu­lagi rík­is­fjöl­miðl­unar í Frakk­landi.

Mar­ine Le Pen, sem bauð sig fram gegn Macron í for­seta­kosn­ing­un­um, var með það á stefnu­skrá sinni ganga enn lengra og einka­væða rík­is­fjöl­miðl­ana í Frakk­landi, sem eru sjón­varps­sam­steypan France Télé­visions og útvarps­stöðvar sem reknar eru undir hatti Radio France.

Flatt 19 þús­und króna gjald á alla sem eiga sjón­varp

Franska útvarps­gjaldið hefur verið 138 evr­ur, jafn­virði rúm­lega 19 þús­und íslenskra króna, og hefur verið greitt af öllum þeim heim­ilum sem skráð eru fyrir sjón­varps­tæki í Frakk­landi. Það eru um 23 millj­ónir heim­ila um þessar mund­ir. Gjaldið var fyrst sett á árið 1933 til þess að fjár­magna almanna­út­varp og var svo útvíkkað til þess að fjár­magna sjón­varps­út­send­ingar árið 1946.

Það verður ekki inn­heimt í októ­ber næst­kom­andi eins og stóð til, og þeir sem höfðu ákveðið að greiða það snemma munu fá end­ur­greitt.

Í frétt Guar­dian kemur fram að menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Rima Abdul Malak hafi komið því á fram­færi í umræð­unum að rík­is­stjórnin myndi standa vörð um fjár­mögnun rík­is­fjöl­miðl­anna á meðan að áætl­anir lengra inn í fram­tíð­ina yrðu teikn­aðar upp.

Hún sagði að ákveðið hefði verið að láta ákveðið brot af inn­heimtum virð­is­auka­skatti renna til rekst­urs rík­is­fjöl­miðl­anna til skamms tíma, alls um 3,7 millj­arða evra, sem er svipað mikið og útvarps­gjaldið hefur skilað í rík­is­kass­ann árlega.

Gagn­rýnendur benda á að þetta sé ein­ungis tíma­bundin fjár­mögnun fram til árs­loka árið 2024. Alls óvíst sé hvernig til standi að fjár­magna rík­is­fjöl­miðla Frakk­lands að því loknu og mögu­lega verði slag­kraft­ur­inn í starf­semi þeirra háður duttl­ungum stjórn­mála­manna hverju sinni.

Fram­kvæmda­stjóri EBU seg­ist hafa áhyggjur

Noel Curran, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka evr­ópska sjón­varps­stöðva (EBU), hefur áhyggjur af stöð­unni, þar sem óljóst sé hvernig sjálf­stæði frönsku rík­is­fjöl­miðl­anna verði tryggt.

Hann segir í sam­tali við fjöl­mið­il­inn Dea­d­line að þessar breyt­ingar í Frakk­landi, og sömu­leiðis end­ur­skoðun á fjár­mögnun BBC sem nú stendur yfir í Bret­landi, geti haft áhrif í öðrum ríkj­um, þar sem Frakk­land og Bret­land státi af stærstu almanna­þjón­ustu­fjöl­miðlum álf­unn­ar.

Sam­kvæmt EBU voru heild­ar­tekjur evr­ópska rík­is­fjöl­miðla 35,5 millj­arðar evra árið 2020 og höfðu tekj­urnar dreg­ist saman um 7 pró­sent að raun­virði á fimm ára tíma­bili.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent