Segja frumvarp sem heimilar farveitur „gera út af við“ leigubifreiðaakstur hérlendis

Leigubifreiðastjórar segja drög að nýju frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur vera „feigðarflan“. Tvö fagfélög leigubílstjóra leggjast alfarið gegn frumvarpinu sem þau segja sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs og Samkeppniseftirlitsins.

Leigubíll - Taxi - Leigubifreið
Auglýsing

Nýtt frum­varp um leigu­bif­reiða­akstur mun heim­ila rekstr­ar­form sem býður heim ójafnri sam­keppni og hrein­lega „gera útaf við leigu­bif­reiða­akstur hér­lend­is“ að mati leigu­bíl­stjóra. „Í frum­varp­inu er enn fremur opnað fyrir los­ara­brag í atvinnu­grein­inni með afnámi vinnu­skyldu og tak­mörk­un­ar­svæða,“ segir í umsögn Bif­reiða­stjóra­fé­lags­ins Frama og Banda­lags íslenskra leigu­bif­reiða­stjóra (B.Í.L.S) um frum­varp til laga um leigu­bif­reiða­akstur sem nú er í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Drög að frum­varp­inu sem um ræðir var birt í sam­ráðs­gátt í júlí. Vonir standa til að frum­varpið muni, verði það sam­þykkt, gera far­veitum á borð við Uber og Lyft kleift að bjóða upp á þjón­ustu sína hér á landi. Til stendur að leggja frum­varpið fram á næsta þing­vetri en það hefur þrisvar sinnum áður verið lagt fram.

Auglýsing

Þær breyt­ingar á lögum um leigu­bif­reiða­akstur sem finna má í frum­varp­inu eru til þess ætl­aðar að opna mark­að­inn fyrir far­veit­um. Til að mynda er lagt til að ekki þurfi starfs­stöð að vera fyrir hendi hér á landi til að geta fengið útgefið rekstr­ar­leyfi eða starfs­leyfi leigu­bif­reiða­stöðv­ar. Nú geta ein­stak­lingar einir fengið útgefið rekstr­ar­leyfi en í drögum frum­varps­ins er lagt til að einnig verði hægt að veita lög­að­ilum rekstr­ar­leyfi. Þá er einnig sér­stak­lega fjallað um gjald­töku fyrir ferð­ir, í drög­unum er lagt til að gjald megi vera ýmist áætlað eða end­an­legt þegar samið er fyrir fram um gjald fyrir ekna ferð.

Frum­varpið sé sniðið eftir til­lögum VÍ og SKE

Leigu­bíl­stjórar eru mjög ósáttir við efni frum­varps­ins, eins og kemur fram í umsögn­inni. Þar segir að ekki hafi verið tekið til­lit til „marg­hátt­aðra athuga­semda leigu­bif­reiða­stjóra“ við fyrri frum­vörp, stétt­ar­innar sem hafi „mesta þekk­ingu og reynslu í við­kom­andi atvinnu­grein.“ Ekki hafi verið horft til „þeirra hörmu­legu afleið­inga sem afreglu­væð­ing leigu­bif­reiða­akst­urs hefur haft á hinum Norð­ur­lönd­un­um,“ segir þar enn frem­ur.

Í umsögn­inni er því haldið fram að ábend­ingar leigu­bíl­stjóra hafi verið hunds­að­ar. „Aftur á móti er frum­varpið sniðið eftir til­lögum Við­skipta­ráðs Íslands og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og lagt til að fyr­ir­tæki megi starf­rækja leigu­bif­reiðar og að engin bönd verði á fjölda bif­reiða. Það vekur upp áleitnar spurn­ingar hvers vegna sjón­ar­miðum sam­taka atvinnu­rek­enda er fylgt til hlítar en rök­semdir og ábend­ingar stéttar leigu­bif­reiða­stjóra og Alþýðu­sam­bands Íslands hunds­að­ar.“

Tryggi það að reglu­verkið sam­ræm­ist EES-­samn­ingum

Í frum­varps­drög­unum segir að starfs­hópur sem vann að til­lögum um heild­ar­end­ur­skoðun á reglu­verki um leigu­bif­reiðar hafi haft það að mark­miði að gera til­lögur til ráðu­neyt­is­ins að nauð­syn­legum breyt­ingum til að tryggja að íslenskt reglu­verk væri í fyllsta sam­ræmi við skuld­bind­ingar íslenska rík­is­ins sam­kvæmt EES-­samn­ingnum og að í því væru engar aðgangs­hindr­anir nem þær sem rétt­læt­an­legar væru vegna almanna­hags­muna.

Það hafi verið nauð­syn­legt vegna þess að: „Ráða mátti af sam­skiptum við ESA að stofn­unin teldi líkur á því að íslensk lög­gjöf um leigu­bif­reiðar fæli í sér aðgangs­hindr­anir sem ekki sam­ræmd­ust skyldum íslenska rík­is­ins að EES-rétt­i,“ segir í þeim kafla grein­ar­gerðar frum­varps­drag­anna sem fjallar um til­efni og nauð­syn laga­setn­ing­ar.

Segja nið­ur­stöður starfs­hóps­ins ómark­tækar

Að mati Frama og B.Í.L.S. er aftur á móti ekki nauð­syn­legt að ráð­ast í þær breyt­ingar sem sam­þykkt frum­varp fæli í sér. „Ís­lenskum stjórn­völdum var í lófa lagið að leita und­an­þága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mis­tök í því efni og fá þau leið­rétt - ekki er hægt að leggja ábyrgð­ina á þeirri yfir­sjón á herðar stéttar leigu­bif­reiða­stjóra og not­enda þeirrar þjón­ustu er þeir veita,“ segir í umsögn­inni.

Frami og B.Í.L.S. segja enn fremur að starfs­hópur ráðu­neyt­is­ins hafi ekki tekið mið af svartri atvinnu­starf­semi sem skekki mark­að­inn og því séu nið­ur­stöður starfs­hóps­ins ómark­tæk­ar. Það sama megi segja um grein­ar­gerð frum­varps­ins, „þar er talað í álykt­unum og lík­ind­um, í stað þess að taka til skoð­unar þær afleið­ingar sem nú liggja fyrir af nýlegum laga­breyt­ingum á hinum Norð­ur­löndum sama efn­is.“

Sam­þykkt frum­varps­ins yrði því „feigð­ar­flan“ að mati Frama og B.Í.L.S. sem leggj­ast alfarið gegn því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent