Segja frumvarp sem heimilar farveitur „gera út af við“ leigubifreiðaakstur hérlendis

Leigubifreiðastjórar segja drög að nýju frumvarpi til laga um leigubifreiðaakstur vera „feigðarflan“. Tvö fagfélög leigubílstjóra leggjast alfarið gegn frumvarpinu sem þau segja sniðið eftir tillögum Viðskiptaráðs og Samkeppniseftirlitsins.

Leigubíll - Taxi - Leigubifreið
Auglýsing

Nýtt frum­varp um leigu­bif­reiða­akstur mun heim­ila rekstr­ar­form sem býður heim ójafnri sam­keppni og hrein­lega „gera útaf við leigu­bif­reiða­akstur hér­lend­is“ að mati leigu­bíl­stjóra. „Í frum­varp­inu er enn fremur opnað fyrir los­ara­brag í atvinnu­grein­inni með afnámi vinnu­skyldu og tak­mörk­un­ar­svæða,“ segir í umsögn Bif­reiða­stjóra­fé­lags­ins Frama og Banda­lags íslenskra leigu­bif­reiða­stjóra (B.Í.L.S) um frum­varp til laga um leigu­bif­reiða­akstur sem nú er í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Drög að frum­varp­inu sem um ræðir var birt í sam­ráðs­gátt í júlí. Vonir standa til að frum­varpið muni, verði það sam­þykkt, gera far­veitum á borð við Uber og Lyft kleift að bjóða upp á þjón­ustu sína hér á landi. Til stendur að leggja frum­varpið fram á næsta þing­vetri en það hefur þrisvar sinnum áður verið lagt fram.

Auglýsing

Þær breyt­ingar á lögum um leigu­bif­reiða­akstur sem finna má í frum­varp­inu eru til þess ætl­aðar að opna mark­að­inn fyrir far­veit­um. Til að mynda er lagt til að ekki þurfi starfs­stöð að vera fyrir hendi hér á landi til að geta fengið útgefið rekstr­ar­leyfi eða starfs­leyfi leigu­bif­reiða­stöðv­ar. Nú geta ein­stak­lingar einir fengið útgefið rekstr­ar­leyfi en í drögum frum­varps­ins er lagt til að einnig verði hægt að veita lög­að­ilum rekstr­ar­leyfi. Þá er einnig sér­stak­lega fjallað um gjald­töku fyrir ferð­ir, í drög­unum er lagt til að gjald megi vera ýmist áætlað eða end­an­legt þegar samið er fyrir fram um gjald fyrir ekna ferð.

Frum­varpið sé sniðið eftir til­lögum VÍ og SKE

Leigu­bíl­stjórar eru mjög ósáttir við efni frum­varps­ins, eins og kemur fram í umsögn­inni. Þar segir að ekki hafi verið tekið til­lit til „marg­hátt­aðra athuga­semda leigu­bif­reiða­stjóra“ við fyrri frum­vörp, stétt­ar­innar sem hafi „mesta þekk­ingu og reynslu í við­kom­andi atvinnu­grein.“ Ekki hafi verið horft til „þeirra hörmu­legu afleið­inga sem afreglu­væð­ing leigu­bif­reiða­akst­urs hefur haft á hinum Norð­ur­lönd­un­um,“ segir þar enn frem­ur.

Í umsögn­inni er því haldið fram að ábend­ingar leigu­bíl­stjóra hafi verið hunds­að­ar. „Aftur á móti er frum­varpið sniðið eftir til­lögum Við­skipta­ráðs Íslands og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og lagt til að fyr­ir­tæki megi starf­rækja leigu­bif­reiðar og að engin bönd verði á fjölda bif­reiða. Það vekur upp áleitnar spurn­ingar hvers vegna sjón­ar­miðum sam­taka atvinnu­rek­enda er fylgt til hlítar en rök­semdir og ábend­ingar stéttar leigu­bif­reiða­stjóra og Alþýðu­sam­bands Íslands hunds­að­ar.“

Tryggi það að reglu­verkið sam­ræm­ist EES-­samn­ingum

Í frum­varps­drög­unum segir að starfs­hópur sem vann að til­lögum um heild­ar­end­ur­skoðun á reglu­verki um leigu­bif­reiðar hafi haft það að mark­miði að gera til­lögur til ráðu­neyt­is­ins að nauð­syn­legum breyt­ingum til að tryggja að íslenskt reglu­verk væri í fyllsta sam­ræmi við skuld­bind­ingar íslenska rík­is­ins sam­kvæmt EES-­samn­ingnum og að í því væru engar aðgangs­hindr­anir nem þær sem rétt­læt­an­legar væru vegna almanna­hags­muna.

Það hafi verið nauð­syn­legt vegna þess að: „Ráða mátti af sam­skiptum við ESA að stofn­unin teldi líkur á því að íslensk lög­gjöf um leigu­bif­reiðar fæli í sér aðgangs­hindr­anir sem ekki sam­ræmd­ust skyldum íslenska rík­is­ins að EES-rétt­i,“ segir í þeim kafla grein­ar­gerðar frum­varps­drag­anna sem fjallar um til­efni og nauð­syn laga­setn­ing­ar.

Segja nið­ur­stöður starfs­hóps­ins ómark­tækar

Að mati Frama og B.Í.L.S. er aftur á móti ekki nauð­syn­legt að ráð­ast í þær breyt­ingar sem sam­þykkt frum­varp fæli í sér. „Ís­lenskum stjórn­völdum var í lófa lagið að leita und­an­þága sem þau gerðu ekki. Þau þurfa að svara fyrir eigin mis­tök í því efni og fá þau leið­rétt - ekki er hægt að leggja ábyrgð­ina á þeirri yfir­sjón á herðar stéttar leigu­bif­reiða­stjóra og not­enda þeirrar þjón­ustu er þeir veita,“ segir í umsögn­inni.

Frami og B.Í.L.S. segja enn fremur að starfs­hópur ráðu­neyt­is­ins hafi ekki tekið mið af svartri atvinnu­starf­semi sem skekki mark­að­inn og því séu nið­ur­stöður starfs­hóps­ins ómark­tæk­ar. Það sama megi segja um grein­ar­gerð frum­varps­ins, „þar er talað í álykt­unum og lík­ind­um, í stað þess að taka til skoð­unar þær afleið­ingar sem nú liggja fyrir af nýlegum laga­breyt­ingum á hinum Norð­ur­löndum sama efn­is.“

Sam­þykkt frum­varps­ins yrði því „feigð­ar­flan“ að mati Frama og B.Í.L.S. sem leggj­ast alfarið gegn því.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent