Í þá tíð… Sádi-Arabía og Wahhabíismi

Krónprins Sádi-Arabíu vakti mikla athygli á dögunum þegar hann talaði fyrir því að snúa landi sínu til meiri hófsemi í trúarmálum. En sagan er merkileg og önnur en margir gera sér grein fyrir.

Sádí291017
Auglýsing

Krón­prins Sádi-­Ar­abíu vakti mikla athygli á dög­unum þegar hann tal­aði fyrir því að snúa landi sínu til meiri hóf­semi í trú­ar­mál­um. Bók­stafs­trú hefur verið rík í Sádi-­Ar­abíu allt frá stofnun rík­is­ins, en í tæp 40 ár hafa þar­lendir tals­menn Wahhabí­isma verið sér­lega ötulir við að breiða út sína íhalds­sömu sýn á íslam víða um heim með ráðum og dáð.

Það er ekki ofsögum sagt að krón­prins Sádi-­Ar­abíu Mohammed bin Salman hafi vakið tölu­verða athygli í síð­ustu viku þegar hann lét hafa eftir sé að hann stefndi að því að útrýma öfga­öflum innan lands­ins og að því yrði snúið á braut umburð­ar­lynd­is, sem lang­flestir múslimar segja hina raun­veru­legu und­ir­stöðu íslam.

Ibn Saud er faðir nútímaríkis Sádi Arabíu. Hann fór með lítinn hóp manna til Ríad árið 1902 og festi völd ættarinnar varanlega í sessi.

Það er nokkuð frá­hvarf frá stefnu síð­ustu ára­tuga þar sem harð­línu­öfl bók­stafs­trú­ar­manna hafa ráðið ríkjum og haldið aftur af marg­vís­legum trú­ar­legum og félags­legum umbót­um. Vissu­lega má segja að eitt og annað hafi áunn­ist síð­ustu ár; til dæmis var gefin út kon­ung­leg til­skipun í síð­asta mán­uði að frá og með næsta sumri verði konum leyft að aka bíl í Sádi-­Ar­abíu og að und­ir­bún­ingur sé haf­inn að stofnun nýrrar borg­ar, eins konar frí­ríkis innan lands­ins, á strönd Rauða hafs­ins, þar sem færri trú­ar­legar hömlur munu ráða lífi fólks.

En hvar liggja rætur bók­stafs­trúar Wahhabí­isma saman við til­vist rík­is­ins Sádi-­Ar­ab­íu?

Gagn­kvæmur ábati

Raunar hefur Sádi-­Ar­abía alltaf verið sam­ofin bók­stafs­trú. Klerkur einn, Muhammed ibn Abd Al-Wa­hhab að nafni, hafði á fyrri hluta átj­ándu aldar valdið nokkru umróti fyrir kenn­ingar sínar þar sem hann kall­aði eftir aft­ur­hvarfi í iðkun íslam aftur til upp­runa­legu orða Múhameðs spá­manns. Al-Wa­hhab var frá bænum Uya­ynah, ekki langt frá núver­andi höf­uð­borg Sádí-­Ar­abíu og hafði meðal ann­ars stundað nám í hinni helgu borg Med­ina og svo kennslu á því svæði sem í dag eru Íran og Írak.

Eftir að hann sneri aftur heim á Arab­íu­skaga skar hann upp herör gegn hinum ýmsu ósiðum sem honum fannst hafa mengað íslam. Jarð­vegur er almennt ekki mjög frjó­samur í þessum heims­hluta, og að sama skapi var jarð­vegur fyrir orð hans og kenn­ingar ekki frjó­sam­ur. Fór svo að hann var gerður brott­rækur frá heimabæ sínum árið 1744.

Auglýsing

Hann leit­aði ásjár hjá ætt­ar­höfð­ingja að nafni Mohammad bin Saud, sem átti þá í bar­áttu við aðra ætt­bálka um yfir­ráð yfir hásléttum Arab­íu­skaga, og tókst með þeim banda­lag þar sem hvor um sig fékk það sem þeir leit­uðu að. Al-Wa­hhab fékk vernd í skiptum fyrir stuðn­ing sem veitti bin Saud ákveðið lög­mæti sem og trú­ar­legan og hug­mynda­fræði­legan grund­völl.

Samstarfið gekk vonum framar og á næstu árum og ára­tugum náði Saud ættin undir sig mest­öllum Arab­íu­skaga, þar á meðal hinum helgu borgum Mekka og Med­ina. Wahhabí­ism­inn sem réði þar ríkjum var þá þegar mjög frá­brugð­inn því sem gerð­ist í ann­ars­staðar í hinum íslamska heimi. Útfærslan þar hefur verið kennd við nátt­úru­legar aðstæð­ur, eyði­mörkin og ætt­bálka­menn­ingin fóstr­aði mun harð­ara og ein­angr­aðra íslam, en við­gekkst í fjöl­menn­ing­ar­legum borgum Mið-Aust­ur­landa, t.d. Kaíró og Bagdad.

Ottómana­veldið tyrk­neska brást við uppi­vöðslu­semi Sauda með því að senda egyp­skar her­deildir niður á skag­ann í byrjun nítj­ándu ald­ar, þegar Al-Wa­hhab var lát­inn, og upp­hófust þar mikil átök. Þeim lauk end­an­lega árið 1818 þegar Abd Allah ibn Saud, son­ar­son­ar­sonur og arf­taki Muhammads bin Saud, var tek­inn höndum og færður til Ist­an­búl þar sem hann var afhöfð­að­ur. Fjöldi Wahhabi-­leið­toga voru líka teknir af lífi og Egyptar tóku að festa sig í sessi, en kenn­ingar Wahhabs lifðu enn í þorpum og meðal flökku­hópa þrátt fyrir það.

Annað ríki Saud ætt­ar­innar var stofnað fimm árum síðar þegar Tur­ki, son­ar­sonur Muhammads bin Saud, rak Egypta burt úr innri hér­uð­un­um, meðal ann­ars höf­uð­borg­inni Ríad. Hann gætti þess þó að styggja ekki Ottómana og var í raun eins konar léns­herra þeirra. Eftir nokkrar inn­an­húss­erjur í Saud-­fjöl­skyld­unni, þar sem Turki var meðal ann­ars myrt­ur, tók Faisal, sonur Tur­kis við völdum og hélt þeim til dauða­dags árið 1865. Eftir það tók aftur við mik­ill upp­lausn­ar­tími þar sem valda­stóll­inn gekk manna á milli, sem end­aði með því að Ottómanar og umboða­menn þeirra tóku völdin og áhrif Sauda og Wahhabía dvín­uðu.

Konur munu fá leyfi til að keyra bíl í Sádi-Arabíu á næsta ári. Enn eru réttindi kvenna þó fótum troðin í landinu.

Saudar hörf­uðu til Kuwait þar sem þeir biðu fær­is, og það gafst einmitt í upp­hafi tutt­ug­ustu ald­ar­innar þegar hinn ungi Ibn Saud hélt með fámennan hóp fylg­is­manna til Ríad og velti ríkj­andi vald­hafa af stóli og tók völdin til ætt­ar­innar enn á ný.

Ibn Saud breiddi smám saman út áhrifa­svæði sitt á Arab­íu­skaga, en gætti þess að styggja Ottómana ekki um of, auk þess sem hann leit­að­ist eftir sam­vinnu við Breta. Á árunum í kringum fyrri heims­styrj­öld börð­ust fjöl­margar ættir og hópar um yfir­ráð í Arabíu og mið­aust­ur­löndum en miklu skipti að Ibn Saud náði Mekka og Med­ina enn og aftur undir ætt sína.

Hann herti sífellt á tökum og stækk­aði áhrifa­svæði ætt­ar­inn­ar. Þrátt fyrir að hann legði áherslu á yfir­vald íslam, var bók­stafs­hyggja Wahhabía ekki eins áber­andi og á fyrri valda­skeið­um, þar sem meðal ann­ars var litið fram hjá banni við tón­list, og í hópi nán­ustu ráð­gjafa hans voru margir „út­lend­ing­ar“.

Það var svo árið 1932 að völd Ibn Saud yfir Arab­íu­skaga voru stað­fest með stofnun kon­ungs­ríkis Sádi- Arab­íu, en sex árum seinna voru völd ætt­ar­innar meit­luð í stein eftir að olíu­fyr­ir­tæki upp­götv­uðu stærstu olíu­lindir heims í Sádi-­Ar­ab­íu. Þar með var efna­hags­leg og stjórn­mála­leg fram­tíð rík­is­ins tryggð, og ekki síður frelsi þess til að haga trú­ar­málum eftir eigin höfði og mögu­leikar á að breiða út „fagn­að­ar­er­indi“ Wahhabí­isma.

Saud-ættin víkkaði út áhrifasvæði sitt á árunum 1744 til 1816. Valdasvæði hennar óx og minnkaði í gegnum áratugina en á tuttugustu öld festi hún sig í sessi sem drottnari á meginhluta Arabíuskaga.

Það var einmitt það sem Faisal, sonur Ibn Sauds, ein­setti sér þegar hann tók við völdum árið 1964, að breiða út íslam í krafti olíu­auðs­ins. Kenn­ingar Wahhabíia nutu þar góðs af því að koma frá Sádi-­Ar­ab­íu, sem var heima­land borg­anna helgu, Mekka og Med­ina. Innan rík­is­ins örl­aði þó enn á hóf­semd­ar­á­herslum og fjöl­breytni, en árið 1979 breytt­ist allt.

Þre­föld straum­hvörf 1979

Árið 1979 var mikið örlagaár í Mið-Aust­ur­lönd­um, sem og öllum hinum íslamska heimi.

Fyrst má nefna bylt­ing­una í Íran þar sem sjítar veltu ver­ald­legum keis­ara úr sessi og lýstu yfir stofnun íslamska lýð­veld­is­ins. Með því var kom­inn beinn keppi­nautur við Sádi-­Ar­abíu og súnníta um ver­ald­leg og trú­ar­leg áhrif í heims­hlut­an­um.

Þessi nýja staða varð til þess að herða á við­leitni Sáda til að boða Wahhabí­isma.

Annar afdrifa­ríkur atburður varð svo þegar öfga­menn tóku Stóru Mosk­una í Mekka í her­kví í tvær vikur og deildu á for­víg­is­menn Sádi-­Ar­abíu fyrir fylgi­spekt við Vest­ur­lönd og svik við íslam.

Þó að öfga­menn­irnir hafi verið reknir á braut, var það ein­ungis eftir að stjórn­völd sam­þykktu kröfur trú­ar­leið­toga um að styðja átak gegn frjáls­lyndi og fyrir ennþá ágeng­ari trú­boði Wahhabía um heim all­an. Hund­ruð moska, skóla og trú­ar­mið­stöðva hafa verið stofn­aðar um heim allan síð­ustu ára­tugi með fjár­stuðn­ingi frá Sádi-­Ar­ab­íu.

Loks var það undir lok árs 1979 að Sov­ét­ríkin gerðu inn­rás í Afganistan og stilltu þar upp komm­ún­ískri lepp­stjórn. Fljót­lega braust þar út upp­reisn Muja­hedeen – heil­agra stríðs­manna íslams – sem voru aðal­lega styrktir af Banda­ríkj­unum og Sádi-­Ar­ab­íu. Stríðið í Afganistan varð umfram allt til þess að skapa róm­an­tíska mynd af hern­aði fyrir íslam þar sem ungir menn víða að úr heim­inum lögðu land undir fót til að fórna sér fyrir mál­stað­inn gegn villu­trú.

Flókin staða eftir 11. sept­em­ber

Hið nána efna­hags­lega og póli­tíska sam­band milli Sádi-­Ar­abíu og Vest­ur­landa, sér­stak­lega Banda­ríkj­anna komst í full­komið upp­nám eftir árás­irnar 11. sept­em­ber 2001. Hvernig stóð á því að þessi banda­lags­þjóð hafði alið af sér ekki færri en fimmtán af nítján hryðju­verka­mönn­unum sem rændu far­þega­vél­unum fjórum þennan örlaga­ríka dag (og raunar höf­uð­paur­inn sjálfan, Osama bin Laden, en það er kafli út af fyrir sig)?

Allt frá því, hefur umræðan um stuðn­ing Sádi-­Ar­abíu við hryðju­verka­hópa verið hávær, en um leið er ljóst að yfir­völd í Ríad hafa sann­ar­lega barist gegn öfga­öflum og hryðju­verka­sam­tökum á ýmsan hátt.

Á aðra hönd­ina hafa hryðju­verka­menn og öfga­hópar, til dæmis ISIS, til­einkað sér óbil­girni og aft­ur­hald sem felst í kenn­ingum Wahhabí­isma og jafn­vel notað náms­bækur frá Sádi-­Ar­abíu þar sem farið er hörðum orðum um gyð­inga, kristna og þá sem snúa baki við íslam. Þá gengu um 2.500 Sádi-­Ara­bar til liðs við ISIS og börð­ust með þeim.

Hins vegar hafa Sádi-­Ara­bar, sér­stak­lega í ljósi árása öfga­manna á skot­mörk þar í landi, brugð­ist hart við þeim trú­ar­leitogum sem hafa hvatt til ofbeldis með beinum hætti, skipst á upp­lýs­ingum við vest­rænar leyni­þjón­ustur til að koma í veg fyrir hryðju­verk og þús­undir imama hafa verið reknir eða sendir í end­ur­menntun (sem að vísu er ekki beint vottuð sem umburð­ar­lynd­is­með­ferð) fyrir að neita að afneita öfga­hyggju.

William McCants, sér­fræð­ingur á sviði hryðju­verka, stjórn­mála og íslams, orð­aði það ansi vel í grein New York Times, sem höf­undur þess­arar greinar hefur stuðst við. Þegar kemur að harð­lín­u-íslam eru Sádar „bæði brennu­varg­arnir og slökkvi­lið­ið. […] Bæði tala þeir fyrir skað­legu afbrigði af íslam þar sem skarpar línur eru dregnar milli hóps hinna sann­trú­uðu og alla ann­arra, hvort sem um er að ræða múslima eða aðra trú­ar­hópa,“ sem virkar sem olía á eld ofstækis og ofbeld­is, en um leið eru þeir „banda­menn í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um.“

Það er ef til vill full­mikil ein­földun að skrifa alla þá sem segj­ast fremja hryðju­verk í nafni íslam, á reikn­ing Sáda og Wahhabí­isma. Þar er margt annað sem kemur til, til dæmis íhlutun Banda­ríkj­anna og ann­arra Vest­ur­velda í mál­efni Mið-Aust­ur­landa. Wahhabí­ismi hefur hins vegar boðið upp á og styrkt hug­mynda­fræði­legan grund­völl fyrir óbil­girni og hatur í garð þeirra sem ekki hlíta ströng­ustu trú­ar­kenn­ingum íslams og rétt­lætt ofbeldi.

Það hillir kannski undir breyt­ingar í Sádi-­Ar­ab­íu, þar sem Salman krón­prins hefur leit­ast við að tryggja völd sín. Hingað til hefur rík­inu verið stýrt af gömlum mönn­um, en Salman er aðeins 32ja ára gam­all og hefur skiln­ing á að landið verður að bregð­ast við breyttum aðstæðum á alþjóða­vett­vangi, og ekki síst renna fleiri stoðum undir efna­hags­lífið þar sem olía hefur verið upp­haf og endir alls allt frá fyrstu árum rík­is­ins. Kyn­slóðin sem nú er að kom­ast á legg verður að fá tæki­færi til atvinnu, sem ekki eru til staðar núna.

Hins vegar er enn langt í land, þar sem í Sádi-­Ar­abíu ríkir kúg­un­ar­stjórn. Frelsi ein­stak­linga og hópa, ekki síst kvenna, er fótum troðið dag hvern og villi­manns­legum refs­ingum og aftökum er beitt fyrir litlar sak­ir. Þá stendur Sádi-­Ar­abía í hern­aði í nágranna­land­inu Jemen þar sem manns­líf virð­ast engu máli skipta og millj­ónir barna eru á ver­gangi vegna átak­anna.

Hund­ruð millj­óna múslima um allan heim lifa lífi sínu í sátt við guð sinn og annað fólk. Fróð­legt verður að sjá hvort víta­hringur valda, aft­ur­halds og ofstækis í Sádi-­Ar­abíu muni líða undir lok á næstu árum.

Helstu heim­ild­ir:

Klofningur Íslams

Íslam skipt­ist í tvo meg­in­greinar Súnníta og Sjíta . Súnnítar eru fjöl­menn­ari og útbreidd­ari, en Sjítar eru í meiri­hluta í Íran, Írak, Aserbaídjan og Bahrein.

Klofn­ing­ur­inn varð strax á sjö­undu öld eftir dauða Múhameðs spá­manns. Súnnít­ar, þar á meðal Wahhabí­ar, líta svo á að Kór­an­inn sé hin eina rétta kenn­ing, en sjítar sækja ýmis­legt í sinni trú út fyrir það sem stendur beint í Kór­an­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...