Lofthrædda fjallageitin

Safnað fyrir útgáfu bókar á Karolina fund sem er innblásin af kvíða og fjallar um lofthrædda geit.

lofthrædda geitin
Auglýsing

Jóhanna Gunn­þóra er höf­undur barna­bók­ar­inn­ar Loft­hrædda fjalla­geitin. Hún útskrif­að­ist með B.A. úr heim­speki og við­skipta­fræði vorið 2017. Á tíma­bili glímdi Jóhanna við kvíða og er Loft­hrædda fjalla­geitin inn­blásin af þeirri til­finn­ingu. Hún hefur ástríðu fyrir mál­efnum tengdum til­finn­ingum og telur mik­il­vægt að tala opin­skátt um þær til þess að upp­ræta skömm­ina sem þeim getur fylg­t. Jó­hanna fékk Guð­nýju Söru Birg­is­dóttur til liðs með sér til þess að teikna myndir í kringum sögu­þráð­inn en þær hafa verið bestu vin­konur í 17 ár. Guðný er að klára B.A. gráðu í mynd­list við Lista­há­skóla Íslands og notar vatns­lita­tækni við gerð mynd­anna. 

Hvernig varð sagan um Loft­hræddu fjalla­geit­ina til?

„Sagan hefur verið í nokkurn tíma að taka á sig end­an­lega mynd. Ég hef lengi haft áhuga á því að skrifa og langað að elta þann draum. Ég hef leikið mér með alls konar stíla en mér hefur alltaf fund­ist barna­bækur heill­andi, enda kviknar lestr­ar­á­hug­inn oft þar. Sagan varð í raun til með einni skond­inni setn­ingu sem mér hafði dottið í hug: „Fjalla­geitin sem þjáð­ist af loft­hræðslu”. Tit­ill bók­ar­innar breytt­ist svo í „Loft­hræddu fjalla­geit­ina”. Síðan hefur sagan þró­ast í miklu bita­stæð­ari sögu­þráð sem er inn­blás­inn af minni eigin reynslu af van­líð­an, þá aðal­lega kvíða. Það ger­ist reyndar ekki fyrr en miklu seinna að þessi ein­falda setn­ing þró­ast yfir í barna­bók með mik­il­væg skila­boð.“

Auglýsing

Hvaðan kom inn­blást­ur­inn fyrir sög­unni?

„Inn­blást­ur­inn fékk ég, eins og ég sagði hér að ofan, frá mér sjálfri. Til­finn­ingar geta verið flóknar og erf­iðar og ég átti um tíma erfitt með að tækla þær, ég höndl­aði ekki þegar erf­iðar til­finn­ingar komu upp heldur fór að spíra­l­ast með þeim. Þannig var ég farin ég að leyfa til­finn­ing­unum mínum að ráða ferð­inni, sem olli meiri kvíða. Nú hef ég unnið mikið í því að taka til­finn­ingum ekki svona alvar­lega. Ég tek eftir þeim þegar þær koma en reyni að ganga ekki inn í þær eða breyta af hvat­vísi út frá þeim. Það er alveg hægt að stoppa og anda. Bókin er innblásin af glímu höfundar við kvíða.Mér finnst þetta hafa verið gríð­ar­lega frelsandi upp­götvun og mig lang­aði til að miðla þessu ein­hvern veg­inn áfram. 

Setn­ing­una um loft­hræddu fjalla­geit­ina hafði ég skrifað niður hjá mér ein­hvern tíma og datt í hug að þetta gæti verið frá­bært tæki­færi til að skrifa barna­bók sem fjall­aði um þessa tog­streitu sem býr í mörg­um. Það felst mót­sögn í þeirri setn­ingu að vera loft­hrædd fjalla­geit, það er skjön við það sem ætl­ast er til af henni úti í nátt­úr­unni. Eins leið mér með minn kvíða, ég var í tog­streitu við mig sjálfa því mér leið illa en fannst ég jafn­framt hafa allt til alls – góða vini og fjöl­skyldu, gekk vel í nám­inu og var (lík­am­lega) heil­brigð. Mér fannst ég ein­fald­lega ekki hafa rétt á því að líða illa. En við þurfum að læra að við stjórnum ekki öllu, síst til­finn­ingum okk­ar, og við getum lært að lifa með þeim og skilja þær betur án þess að þurfa að hrista þær af okkur eða bæla þær. Ég er sjálf mikil til­finn­inga­vera og hef verið frá því ég man eftir mér. Mér hefur liðið á skjön við þau sam­fé­lags­legu við­horf sem segja það eðli­legt að taka allt á hnef­anum sama hvað bjátar á, hvort sem það eru áföll eða almenn van­líð­an. Það hefur verið ótrú­lega upp­lífg­andi að sætt­ast við mig sem til­finn­inga­veru og hætta að sjá það sem galla. Það er mitt sér­kenni og ég er mjög stolt af því og fyrir vikið hef ég eitt­hvað fram á að færa í and­legum mál­efn­um. Um það snýst Loft­hrædda fjalla­geitin meðal ann­ars, að  fagna fjöl­breyti­leik­an­um.  

Með því byrja nógu snemma að tala opin­skátt um til­finn­ingar tel ég að við getum spornað við því að margir lifi í tog­streitu við þær seinna meir. Þess vegna valdi ég að skrifa um þetta mál­efni í formi barna­bók­ar. Þar sem sagan er ætluð börnum er þetta auð­vitað skrifað út frá því, bókin er spenn­andi og skemmti­leg og fal­lega mynd­skreytt. Boð­skap­ur­inn leyn­ist svo þarna und­ir.“

Hver er boð­skap­ur­inn?

„Að við ættum að læra á til­finn­ingar okkar í stað þess að skamm­ast okkar fyrir þær eða finn­ast við þurfa að bæla þær. Jafn­framt vildi ég benda á kosti fjöl­breyti­leik­ans. við ættum að vera stolt af okkar sér­kennum því það er það sem gerir okkur frá­brugðin öðr­um. Það þýðir líka að við höfum eitt­hvað fram á að færa sem aðrir hafa ekki og í því fel­ast mikil verð­mæti. Meg­in­skila­boð sög­unnar eru þau að van­líðan er til­finn­ing sem hægt er að yfir­stíga, hún varir ekki að eilífu. En til þess krefst hug­rekkis, að horfast í augu við vand­ann í stað þess að hlaupa frá hon­um.“

Hvers vegna völduð þið fjalla­geit fyrir aðal­per­sónu?

„Það er í raun ekki flókn­ara en svo að ég var að horfa á nátt­úru­lífs­þátt um fjalla­geit­ur. Fannst þetta alveg mögnuð dýr sem hoppa á milli hrika­legra brattra kletta­garða án þess að blása úr nös. Ég hugs­aði með mér hvernig það væri að vera loft­hrædd fjalla­geit, það hlyti að vera martröð!“

Hægt er að skoða verk­efnið nánar hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk