Lofthrædda fjallageitin

Safnað fyrir útgáfu bókar á Karolina fund sem er innblásin af kvíða og fjallar um lofthrædda geit.

lofthrædda geitin
Auglýsing

Jóhanna Gunnþóra er höfundur barnabókarinnar Lofthrædda fjallageitin. Hún útskrifaðist með B.A. úr heimspeki og viðskiptafræði vorið 2017. Á tímabili glímdi Jóhanna við kvíða og er Lofthrædda fjallageitin innblásin af þeirri tilfinningu. Hún hefur ástríðu fyrir málefnum tengdum tilfinningum og telur mikilvægt að tala opinskátt um þær til þess að uppræta skömmina sem þeim getur fylgt. Jóhanna fékk Guðnýju Söru Birgisdóttur til liðs með sér til þess að teikna myndir í kringum söguþráðinn en þær hafa verið bestu vinkonur í 17 ár. Guðný er að klára B.A. gráðu í myndlist við Listaháskóla Íslands og notar vatnslitatækni við gerð myndanna. 

Hvernig varð sagan um Lofthræddu fjallageitina til?

„Sagan hefur verið í nokkurn tíma að taka á sig endanlega mynd. Ég hef lengi haft áhuga á því að skrifa og langað að elta þann draum. Ég hef leikið mér með alls konar stíla en mér hefur alltaf fundist barnabækur heillandi, enda kviknar lestraráhuginn oft þar. Sagan varð í raun til með einni skondinni setningu sem mér hafði dottið í hug: „Fjallageitin sem þjáðist af lofthræðslu”. Titill bókarinnar breyttist svo í „Lofthræddu fjallageitina”. Síðan hefur sagan þróast í miklu bitastæðari söguþráð sem er innblásinn af minni eigin reynslu af vanlíðan, þá aðallega kvíða. Það gerist reyndar ekki fyrr en miklu seinna að þessi einfalda setning þróast yfir í barnabók með mikilvæg skilaboð.“

Auglýsing

Hvaðan kom innblásturinn fyrir sögunni?

„Innblásturinn fékk ég, eins og ég sagði hér að ofan, frá mér sjálfri. Tilfinningar geta verið flóknar og erfiðar og ég átti um tíma erfitt með að tækla þær, ég höndlaði ekki þegar erfiðar tilfinningar komu upp heldur fór að spíralast með þeim. Þannig var ég farin ég að leyfa tilfinningunum mínum að ráða ferðinni, sem olli meiri kvíða. Nú hef ég unnið mikið í því að taka tilfinningum ekki svona alvarlega. Ég tek eftir þeim þegar þær koma en reyni að ganga ekki inn í þær eða breyta af hvatvísi út frá þeim. Það er alveg hægt að stoppa og anda. Bókin er innblásin af glímu höfundar við kvíða.Mér finnst þetta hafa verið gríðarlega frelsandi uppgötvun og mig langaði til að miðla þessu einhvern veginn áfram. 

Setninguna um lofthræddu fjallageitina hafði ég skrifað niður hjá mér einhvern tíma og datt í hug að þetta gæti verið frábært tækifæri til að skrifa barnabók sem fjallaði um þessa togstreitu sem býr í mörgum. Það felst mótsögn í þeirri setningu að vera lofthrædd fjallageit, það er skjön við það sem ætlast er til af henni úti í náttúrunni. Eins leið mér með minn kvíða, ég var í togstreitu við mig sjálfa því mér leið illa en fannst ég jafnframt hafa allt til alls – góða vini og fjölskyldu, gekk vel í náminu og var (líkamlega) heilbrigð. Mér fannst ég einfaldlega ekki hafa rétt á því að líða illa. En við þurfum að læra að við stjórnum ekki öllu, síst tilfinningum okkar, og við getum lært að lifa með þeim og skilja þær betur án þess að þurfa að hrista þær af okkur eða bæla þær. Ég er sjálf mikil tilfinningavera og hef verið frá því ég man eftir mér. Mér hefur liðið á skjön við þau samfélagslegu viðhorf sem segja það eðlilegt að taka allt á hnefanum sama hvað bjátar á, hvort sem það eru áföll eða almenn vanlíðan. Það hefur verið ótrúlega upplífgandi að sættast við mig sem tilfinningaveru og hætta að sjá það sem galla. Það er mitt sérkenni og ég er mjög stolt af því og fyrir vikið hef ég eitthvað fram á að færa í andlegum málefnum. Um það snýst Lofthrædda fjallageitin meðal annars, að  fagna fjölbreytileikanum.  

Með því byrja nógu snemma að tala opinskátt um tilfinningar tel ég að við getum spornað við því að margir lifi í togstreitu við þær seinna meir. Þess vegna valdi ég að skrifa um þetta málefni í formi barnabókar. Þar sem sagan er ætluð börnum er þetta auðvitað skrifað út frá því, bókin er spennandi og skemmtileg og fallega myndskreytt. Boðskapurinn leynist svo þarna undir.“

Hver er boðskapurinn?

„Að við ættum að læra á tilfinningar okkar í stað þess að skammast okkar fyrir þær eða finnast við þurfa að bæla þær. Jafnframt vildi ég benda á kosti fjölbreytileikans. við ættum að vera stolt af okkar sérkennum því það er það sem gerir okkur frábrugðin öðrum. Það þýðir líka að við höfum eitthvað fram á að færa sem aðrir hafa ekki og í því felast mikil verðmæti. Meginskilaboð sögunnar eru þau að vanlíðan er tilfinning sem hægt er að yfirstíga, hún varir ekki að eilífu. En til þess krefst hugrekkis, að horfast í augu við vandann í stað þess að hlaupa frá honum.“

Hvers vegna völduð þið fjallageit fyrir aðalpersónu?

„Það er í raun ekki flóknara en svo að ég var að horfa á náttúrulífsþátt um fjallageitur. Fannst þetta alveg mögnuð dýr sem hoppa á milli hrikalegra brattra klettagarða án þess að blása úr nös. Ég hugsaði með mér hvernig það væri að vera lofthrædd fjallageit, það hlyti að vera martröð!“

Hægt er að skoða verkefnið nánar hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk