Lyf gegn offitu

Í dag snýst lífsbarátta vestrænna þjóða að miklu leyti um að halda aftur af matarlystinni og hemja átið svo ekki hljótist af skert lífsgæði eða sjúkdómar. En er það hægt með lyfjagjöf?

Franskar kartöflur
Auglýsing

Hér á árum áður snerist lífsbaráttan um að eiga nægan mat á borðum til að koma í veg fyrir næringarskort eða jafnvel dauða. Í dag snýst lífsbarátta vestrænna þjóða að miklu leyti um að halda aftur af matarlystinni og hemja átið svo ekki hljótist af skert lífsgæði eða sjúkdómar.

Sá vandi sem blasir við vegna offitu er mjög fjölbreyttur og orsakaþættirnir eru ekki síður fjölbreyttir og flóknir. Það er því ekki að undra að lausnirnar hafa verið margar og þrátt fyrir góðan árangur er enn leitað að endurbættum leiðum til að draga úr offitu í hinum vestræna heimi.

Líkaminn stjórnar inntöku næringarefna með flókinni hormónaseytun, sem segir okkur hvenær við verðum svöng, hvenær við verðum södd og hvernig okkur líður eftir að hafa innbyrt mat. Eitt af þeim hormónum sem stjórnar seddutilfinningu heitir GLP-1 og eru áhrif þess mest að því er talið er í undirstúkunni.

Auglýsing

Lyf sem heitir semiglutide hefur mjög svipaða eiginleika og GLP-1Semiglutide er lyf sem verið er að þróa gegn sykursýki en vegna GLP-1 skyldleika þess þótti rannsóknarhópi við University of Leeds tilvalið að skoða hvort lyfið hefði áhrif á offitu.

Til að athuga áhrifin voru fengnir 28 sjálfboðaliðar með mjög háan BMI stuðul, s.s í ofþyngd. Helmingur hópsins fékk semiglutide í 12 vikur, en á sama tíma fékk hinn helmingurinn lyfleysu. Eftir 12 vikna lyfjagjöf var meðhöndluninni snúið svo lyfleysuhópurinn fékk semiglutide og öfugt, og aftur tók lyfjagjöfin 12 vikur. Sjálfboðaliðarnir vissu aldrei hvort þeim var gefin lyfleysa eða lyfið.

Í lok hvors 12 vikna tímabils voru hóparnir fengnir í rannsókn þar sem þau fengu bæði hádegis og kvöldmat. Fylgst var með vali sjálfboðaliðanna á fæðu, sem og magninu sem þau borðuðu auk þess sem þátttakendur svöruðu spurningalista.

Í ljós kom að sjálfboðaliðar sem fengu semiglutide misstu að meðaltali 5 kíló á þeim 12 vikum sem meðhöndlun stóð. Fæðuval þeirra hafði breyst svo þau völdu sér síður feitan mat auk þess sem þau borðuðu að meðaltali minna. Þegar efnaskipti sjálfboðaliðanna voru skoðuð kom ekki fram breyting á þeim, sem þýðir að þyngdartapið má að öllum líkindum eingöngu rekja til breytinga á mataræði.

Lyfjagjöfin virtist draga úr tengingu sjálfboðaliðanna milli næringarinntöku og vellíðunartilfinningunnar sem oft ýtir undir ofneyslu hjá fólki. Fáist svipaðar niðurstöður í stærri hóp sjálfboðaliða má vænta þess að hægt verði að nota semiglutide til að draga úr offitu og fylgikvillum hennar hjá stórum hópi fólks. Rétt er þó að hafa í huga að offita er flókinn vandi sem er tilkominn vegna alls kyns þátta og sömu úrræði henta alls ekki öllum.

Fréttin birtist fyrst á Hvatinn.is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk