Í þá tíð… Jesú kristur og upprisan

Var Jesú til í raun og veru og áttu síðustu dagar hans sér stað um páskana?

Jesu_íþátíð.jpg
Auglýsing

Um þetta leyti fyrir rétt­um, tjah, eigum við að segja 1984 árum, lögðu nokkrar konur leið sína að gröf Jesús frá Nasaret sem hafði tveimur dögum fyrr verið líf­lát­inn á krossi fyrir guð­last. Rak þær í rogastans þegar þær sáu að gröfin hafði verið opnuð og var tóm, en eng­ill birt­ist þeim þar og tjáði þeim að allt væri í sóma og vel það, því að Jesú væri upp­ris­inn. Frá þessu segir alltjent í guð­spjöll­un­um, for­sög­una og fram­haldið kann­ast flestir við.

Sög­urnar af ævi Jesús, afrekum hans, dauða og upp­risu eru að sjálf­sögðu trú­ar­kenn­ingar fremur en sann­an­legar sagn­fræði­legar heim­ild­ir, en hversu mikið af því sem sagt er að hafi gerst síð­ustu daga Jesús má gefa sér að sé stað­reynd?

Auglýsing

Var Jesú til?

Stutta svarið er: Að öllum lík­ind­um.

Fyrir utan guð­spjöll bibl­í­unn­ar, sem voru skrifuð nokkru eftir að hann átti að hafa lát­ist, er minnst á Jesú í að minnsta kosti tveimur sagn­fræði­rit­um.

Sagnaritarinn Flavíus Jósefus minn­ist á Jesú á tveimur stöðum í riti sínu um sögu gyð­ing­dóms, sem ritað var um árið 93 e.kr. sam­kvæmt gild­andi tíma­tali (það er svo önnur pæl­ing, hvort ártals­kerfið rími full­kom­lega við tíma­setn­ingu fæð­ingar Jesús). Þar er ann­ars vegar minnst á dauða og upp­risu Jesús og hins vegar talað um Jak­ob, „bróður Jesús, hins svo­kall­aða Krists“. Margir hafa viljað meina að fyrr­nefndi kafl­inn sé seinni tíma við­bót þar sem afrit­ari hafi brugðið jákvæð­ara ljósi á Jesú en var að finna í upp­runa­legu útgáfu Jósefus­ar.

Þá er Jesús einnig getið í ann­álum róm­verska sagna­rit­ar­ans Tacítus­ar. Hann getur þess að Jesú hafi verið tek­inn af lífi á valda­tíð Pontí­usar Pílatusar í Palest­ínu, en hún er talin hafa staðið frá 26-36 e.kr. og passar það vel við það sem kemur fram í guð­spjöll­un­um.

Þar að auki má nefna rit Plín­í­usar yngri, sem var land­stjóri Rómar þar sem Tyrk­land er í dag. Í bréfi hans til Tra­j­anusar keis­ara, sem ritað er um 112 e.kr. minn­ist hann á kristna menn á umsjón­ar­svæði sínu og spyr hvernig eigi að refsa þeim fyrir ein­hverja ótil­greinda glæpi. Þó ekki sé minnst á Jesú beint, er þetta heim­ild um að fylgj­endur hans hafi verið farnir að láta til sín taka á þessum tíma.

Þannig má telj­ast lík­legra en ekki að maður að nafni Jesú hafi verið til í Palest­ínu, nokkurn veg­inn á þeim tíma sem um er rætt, þótt engar beinar sann­anir liggi fyrir því.

Átti dauði hans og upp­risa sér stað um páska?

Stutta svarið er: Já.

Þrátt fyrir að upp­risan, líkt og önnur yfir­nátt­úru­leg afrek Jesús, sé háð því að fólk trúi á kenni­setn­ingar kristni, er dauða hans getið í ofan­greindum heim­ild­um.

Sög­urnar í bibl­í­unni ganga út frá því að dauða Jesús hafi borið upp á páska­há­tíð­inni, sem er forn hátíð sem Hebr­ear tengdu sauð­burði, og gyð­ingar síðar flótt­anum frá Egypta­landi.

Jesú reið, sam­kvæmt bibl­í­unni, inn í Jer­úsalem á pálma­sunnu­dag og allt sem frá segir eftir það á að hafa gerst innan páska­há­tíðar gyð­inga.

Hvað sem svo gerð­ist nákvæm­lega þessa daga er ómögu­legt að segja til um. Hins vegar ómar enn af þeim til dags­ins í dag, og jafn­vel þótt ver­ald­legur þanka­gangur og efa­hyggja hafi breytt eðli páskanna halda menn, konur og börn áfram að halda þá hátíð­lega, sama hvað spurn­ing­unum hér að ofan líð­ur.

Hér var meðal ann­ars stuðst við:

Sverrir Jak­obs­son. „Er hægt að sanna það sagn­fræði­lega að Jesús Kristur hafi verið til?“ Vís­inda­vef­ur­inn, 12. des­em­ber 2000. Sótt 15. apríl 2017.

Hjalti Huga­son. „Hvers vegna heita páskar Gyð­inga og páskar krist­inna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburð­u­m?“ Vís­inda­vef­ur­inn, 9. apríl 2001. Sótt 15. apríl 2017.

„What is the histor­ical evidence that Jesus Christ lived and died?“ The Guar­di­an, 14. apríl 2017. Sótt 15. apríl 2017.

Markverðir atburðir 16. apríl:

1912 Harriet Quimby flýgur yfir Erma­sund, fyrst kvenna.

1917 Lenín snýr aftur til Rúss­lands úr útlegð í Sviss.

1943 Efna­fræð­ing­ur­inn Albert Hoff­mann tekur óvart inn lyf sem hann var að þróa. Finnur fyrir miklum ofskynj­un­um. Efnið er síðar kallað LSD.

1945 Rauði her­inn hefur loka­á­hlaupið á Berlín.

1945 Um sjö þús­und þýskir flótta­menn far­ast með flutn­inga­skip­inu Goya sem er sökkt af sov­éskum kaf­báti á Eystra­salti.

1947 Hug­takið „Kalt stríð“ fyrst notað um deil­urnar milli Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna, í ræðu Banda­ríkja­manns­ins Bern­ards Bar­uch.

1961 Fidel Castro seg­ist vera Marx­isti og lýsir því yfir að land­inu muni nú verða stjórnað eftir kenni­setn­ingum komm­ún­isma.

1990 Dr. Jack Kevorkian aðstoðar sjúk­ling við sjálfs­morð í fyrsta sinn.

2007 Seung-Hui Cho drepur 32 sam­nem­endur sína í Virg­inia Tech háskól­anum áður en hann tekur sitt eigið líf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira eftir höfundinnÞorgils Jónsson
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...
None