Kvennaframboð hlægileg hugmynd

Karen Kjartansdóttir almannatengill telur ekki tilefni fyrir sérstakt kvennaframboð að bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum og hafnar hugmyndum um femínískt framboð.

Þórður Snær Júlíusson, Karen Kjartansdóttir og Andrés Jónsson.
Auglýsing

„Mér finnst það svo hlægilegt, ég ætla að leyfa mér að segja það. Til höfuðs hverjum er það, Degi B. Eggertssyni? Svo vitum við ekkert hverjir eru á bak við þetta. Eins og þetta er akkurat núna þá er þetta hlægileg hugmynd,“ segir Karen Kjartansdóttir almannatengill um sérstakt kvennaframboð sem kynnt var síðastliðinn sunnudag. 

 Karen er gestur sjónvarpsþáttar Kjarnans, ásamt Andrési Jónssyni almannatengli, sem frumsýndur er á Hringbraut í kvöld klukkan 21. Hægt er að horfa á stiklu úr þætti kvöldsins í spilaranum hér að ofan. 

Andrés telur að það fari eftir því hverjir verða í framboði fyrir flokkinn og hversu sterkir frambjóðendurnir verða. Hugsanlega komi fram einstaklingar sem eiga gott með að ná athygli í umræðunni en hann bendir jafnframt á að sterk femínísk bylgja sé í samfélaginu um þessar mundir. Fólk sé hugsanlega tilbúið að kjósa einhvern sem fer fram með sterkar hugmyndir, sérstaklega ef sá aðili yrði í sama meirihluta og það myndi annars kjósa. 

Auglýsing

Karen telur aftur á móti að femínískar áherslur tengist ekki alltaf kyninu jafn sterkt. Hægt sé að hitta konur sem séu einstaklega mikið með feðraveldinu. „Ég finn oft fyrir því hjá sjálfri mér. Maður þarf að skoða hug sinn mjög mikið. Ég held að sterkasta röddin fyrir femínisma í stjórnmálum undanfarið hafi verið Þorsteinn Víglundsson,“ segir hún. Þannig hafnar hún þessum hugmyndum um femínískt framboð í borginni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent