Jón Baldvin heldur því fram að atvik hafi verið sviðsett

Jón Baldvin Hannibalsson hafnaði öllum ásökunum sem nýlega hafa verið settar fram á hendur hon­um um kynferðisbrot í Silfrinu í dag. Hann tilkynnti jafnframt að hann ætli að gefa út bók um málið.

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Auglýsing

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. Þetta var fyrsta viðtalið sem hann veitir frá því að konur stigu fram í Stundinni í janúar og sökuðu hann um kynferðislega áreitni. 

Segist hafa verið dæmdur án dóms og laga

Jón Baldvin byrjaði viðtalið á því að segja ef hann ætti að lýsa líðan sinni þá liði honum eins og hann væri þar á sakamannabekk. Hann sagðist í raun hafa verið „dæmdur, fordæmdur án dóms og laga“  og ástæðan sé meðal annars sú að fáir trúi því að svo margar sögur geti komið fram án þess að fótur sé fyrir þeim. Hann segir hins vegar að aðeins ein af ásökunum sem bornar hafi verið upp á hann hafi orðið að ákæru. „Hún fór sinn gang í gegnum réttarkerfið. Þetta var ásökun um kynferðislega áreitni við unga stúlku en var síðan breytt í að særa blygðunarkennd. Ég var yfirheyrður, það voru leidd fram gögn og vitnaleiðslur og niðurstaðan var að kærum var vísað frá. Þetta mál hefur síðan verið notað til að halda því fram að ég sé barnaníðingur.“

Jón Baldvin vísar þar í bréf sín til Guðrúnar Harðardóttur, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns Baldvins. Guðrún steig fram í viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún greindi frá klámfengnum bréfum fyrrum ráðherrans til sín þegar hún var aðeins 16 og 17 ára gömul. Guðrún stofnaði  einnig Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson eftir að konurnar stigu fram í janúar en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru hátt í 700 manns.

Auglýsing

Spurður hvort hann teldi að bréfasendingarnar hefðu „ekki verið alvarlegar“ svaraði Jón Baldvin: „Þessi spurning er óþörf. Vegna þess að um leið og ég áttaði mig á þessum dómgreindarbresti um leið, ég var ekkert að fela neitt eða færast undan. Ég hef beðist afsökunar, ég hef beðist fyrirgefningar. Ég skrifaði þegar í stað afsökunarbréf til Guðrúnar. Í því bréfi kemur reyndar fram staðreynd málsins, nefnilega ég segi, ég held að ég muni þetta orðrétt, ég veit að þú veist að ég  hef aldrei snert þig, þvingað þig til neinnar kynferðislegra afnota,“ sagði Jón Baldvin. 

Hann sagðist ítrekað hafa beðist afsökunar og reynt að gera yfirbót fyrir þessi „ósæmilegu“ skrif, án þess að hafa fengið viðbrögð. Fanney Birna Jónsdóttir, þáttastjórnandi Silfursins, benti honum þá á að þrátt fyrir afsökunarbeiðni skuldaði Guðrún honum ekki fyrirgefningu.„Ég á enga kröfu á fyrirgefningu en ég leitaði eftir fyrirgefningu á grundvelli afsökunar og iðrunar,“ sagði Jón Baldvin og bætti við að hann gæti engum öðrum kennt um nema sjálfum sér. Hann hafði ollið því að stórfjölskyldan klofnaði í tvennt vegna málsins. 

Segir atvikið á Spáni sviðsett

Í viðtalinu er Jón Baldvin einnig spurður út frásagnir þeirra fjögra kvenna sem stigu fram í Stundinni þann 11. janúar og sögðu að Jón Baldvin hefði áreitt þær kynferðislega. Tvær þeirra voru nemendur hans í Hagaskóla en hinar tvær tengjast honum fjölskyldu- eða vinaböndum. Tvær aðrar konur úr fjölskyldunni hafa einnig stigið fram. Frásagnirnar spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni síðasta sumar. Þar segir Carmen Jóhannsdóttir frá því að Jón Baldvin hafi áreitt hana kynferðislega á heimili hans og Bryndísar Scharm á spáni. 

„Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn.“ segir Carmen í viðtali við Stundina. Hún segist hafa frosið, horft á hinar konurnar við borðið og reynt að átta sig á hvað væri að gerast. „Ég fékk svo mikið áfall að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta.“ Hún settist niður hjá móður sinni og vissi ekki hvað hún átti að segja. Laufey, móðir hennar, staðfestir í samtali við Stundina að hún hafi séð Jón Baldvin káfa á Carmen. „Ég horfði á þetta gerast,“ segir Laufey. „Ég sagði honum við borðið að ég hefði séð hann gera þetta og að það minnsta sem hann gæti gert væri að biðja hana afsökunar fyrir framan okkur. Hann hélt nú ekki.“ 

Jón Baldvin rifjaði upp þessa heimsókn þeirra mæðgna í Silfrinu og fullyrðti að atvikið hafi verið sviðsett. „Við erum varla fyrr sest þegar að móðir Carmenar - það var hún sem hrópar þetta upp: „Jón Baldvin, þú ert að káfa á henni, ég sá það“.  Þetta voru hennar orð,“ sagði Jón Baldvin. „Það getur ekkert verið annað að baki þessari heimsókn heldur en að reyna að setja þetta á svið vegna þess að þetta er ósatt. Það var engin snerting, ekki neitt,“ staðhæfði hann. Hann segir að engin önnur skýring geti verið að  baki þess að Carmen og móður hennar hafi komið í heimsókn til þeirra á Spáni heldur að hún verið til þess gerð að koma höggi á hann. Fanney Birna spyr þá hvort hann haldi að móðurinn hafi sigað dóttur sinni á hann til þess eins að geta sakað hann um kynferðisofbeldi. Þá segir Jón að þær mæðgurnar séu tengdar Aldísi dóttur hans.

Fanney Birna spurði þá hvers konar „mastermind“ dóttir hans sé, fyrst að hún geti, eins og Jón lýsir henni veik á geði, vélað til sín allar þessar konur, fengið þær til brjóta lög með því bera upp á hann þessar sakir. Jón Baldvin svarar því með að benda á að dóttir hans hefði verið greind með geðhvarfasýki árið 1992. Hann segir fólk með þann sjúkdóm sé margt afburðagreint og það gildi einnig um hana. 

Segist vera óvenju háttvís í samskiptum við konur

Fanney Birna spurði Jón Baldvin hvort hann hefði íhugað hvort að hugmyndir hans um hvar mörk liggja gætu verið aðrar en kvennanna sjálfra. Sagði hann það ekki hans að dæma en lýsti hegðun sinni í garð kvenna á eftirfarandi hátt: „Ég beri virðingu fyrir konum, sé óvenjuháttvís í samskiptum við konur og tillitssamur,“ sagði Jón Baldvin.

Jón fullyrðir síðan að tilefni þess að ásakanirnar á hendur honum hafi skotið upp kollinum aftur nú  hafi verið það að stöðva útgáfu bókar sem stóð til gefa út á áttræðisafmæli Jón Baldvins með ræðum hans, ritum og greinum. Útgáfunni hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma. Jón segir að því leyti hafi „herferð“ kvennanna tekist. 

Að lokum boðaði hann útgáfu nýrrar bókar um ásakanirnar gegn honum og uppruna þeirra. Hann segir að titill bókarinnar sé „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“ og sagðist hér með óska eftir útgefanda að henni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent