Auglýsing

Ísland er „best í heimi“ þegar kemur að jafn­rétti. Greint var frá því í fréttum á síð­asta ári að Ís­land væri efst á lista í skýrslu Al­­þjóða­efna­hags­ráðs­ins (e. World Economic For­um) um kynja­­jafn­­rétti í heim­inum tólfta árið í röð. Já, tólfta árið í röð.

Á eftir Ís­landi komu Finn­land, Nor­eg­ur, Nýja-­Sjá­land og Sví­­þjóð. Í neðstu fimm sæt­unum sátu Sýr­land, Pakistan, Írak, Jemen og í Afgan­istan mæld­ist mis­­rétti mest.

Auð­vitað eru þetta gleði­fréttir – því er ekki að neita. For­sæt­is­ráð­herra gladd­ist yfir tíð­ind­unum en í sam­tali við Frétta­blaðið sagði hún að nið­ur­staðan end­ur­spegl­aði ekki end­i­­lega að kynja­­jafn­­rétti væri náð. „En hins vegar þá leggur það okkur á­kveðna á­byrgð á herð­ar, það er horft til okkar sem for­yst­u­­ríkis og það leggur okkur þá skyldu á herðar að gera enn betur og sýna gott for­­dæmi,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Svo bar­áttan til að ná jafn­rétti hér á landi heldur áfram. Hún end­ur­spegl­ast jafn­framt í þeirri metoo-­bylgju sem reið yfir á síð­asta ári en hún sýndi meðal ann­ars að þrátt fyrir mikla vit­und­ar­vakn­ingu síðan árið 2017 værum við ekki komin á leið­ar­enda í þeim mál­um.

Mikið verk er enn óunnið á mörgum sviðum sam­fé­lags­ins, til að mynda innan dóms­kerf­is­ins og varð­andi við­horf til þessa mála­flokks.

Gleymdu kon­urnar

Síð­asta ár markar þó – þrátt fyrir þessa opin­berun – tíma­mót sem lýsir sér í ábyrgð eða rétt­ara sagt hvernig sam­fé­lag vill að ábyrgðin liggi í þessum mál­um. Hún liggur ekki ein­ungis hjá meintum ger­endum heldur hjá okkur öll­um. Að við tökum afstöðu, að þessi mál séu skoðuð af alvöru og fólk sé látið bera ábyrgð með þeim leiðum sem þykja eðli­legar í sam­ræmi við brot­ið.

Við getum því staldrað aðeins við og fagnað þeim góða árangri sem þó hefur náðst í íslensku sam­fé­lagi varð­andi kyn­bundið áreiti og ofbeldi – í við­horfs­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu og stöðu kvenna hér á landi. En verum ekki of fljót að fagna.

Því enn er hópur innan okkar raða sem fær aldrei rétt­læti. Í þessum hóp eru konur sem leitað hafa til okkar og við vísað á dyr. Þetta eru konur sem eru ekki íslenskar og hafa flúið ömur­legar aðstæður – ekki ein­ungis í heima­land­inu – heldur í því landi sem þær hafa fengið alþjóð­lega vernd.

Þetta eru konur sem hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­of­beldi, kyn­færalim­lest­ingum og gríð­ar­legum for­dóm­um. Þær bera þess lík­lega aldrei bætur og vegna póli­tískra ákvarð­ana fá þær hvorki áheyrn né tæki­færi til að vinna úr sínum málum hér í jafn­réttisparadís­inni á Íslandi.

Bíða örlaga sinna

Kjarn­inn hitti þrjár konur með slíka reynslu í lok síð­asta árs en þær bíða nú allar eftir því að vera sendar í burtu af íslenskum yfir­völd­um. Tvær þeirra eiga börn og dvelur dóttir ann­arrar þeirra með henni hér á landi.

Tvær þess­ara kvenna eru sómalskar en þær eru báðar þolendur grimmi­legs ofbeldis og þarfn­ast sár­lega aðstoðar fag­fólks til að vinna í sínum mál­um. Þær hafa báðar orðið fyrir kyn­færalim­lest­ingum með til­heyr­andi afleið­ing­um.

Þær eru báðar með við­ur­kennda stöðu sem flótta­menn í Grikk­landi – og því fengið alþjóð­lega vernd þar – og verða senda þangað um leið og færi gefst. Þær fengu ekki efn­is­lega með­ferð hér á landi og var það vegna svo­kall­aðrar Dyfl­in­­ar­­reglu­­gerðar sem byggir á því að senda fólk til baka til þess lands sem það hefur fengið vernd.

Önnur konan greindi frá því að dvölin í Grikk­landi hefði verið gríð­­ar­­lega erf­ið. „Ég gekk í gegnum erf­iða hluti þar, ég fékk engin tæki­­færi. Ég gat ekki fengið vinnu og mér var neitað um það að fá börnin mín til mín. Mér var sagt að það væri ekki mög­u­­leiki. Það var mjög erfitt. Ég þekkti engan á þessum slóðum sem gæti hjálpað mér,“ sagði hún.

„Þegar ég kom fyrst til Grikk­lands var ég færð í flótta­­manna­­búðir í tjald með 10 öðr­­um. Þegar þú sefur í þannig aðstæðum þá getur þú ekki einu sinni snúið þér við, það er svo þröngt. Það er ekki mög­u­­legt að fara á kló­­settið á nótt­unni af ótta við að vera rænt. Það kom einu sinni fyrir mig en ég fékk óvænta hjálp svo mér tókst að sleppa.“

Varð fyrir miklum for­­dómum á götum úti

Þegar konan fékk vernd í Grikk­landi og leyfi til að vera þar þá sagði hún að hún hefði misst öll rétt­indi, til dæmis bæði tjaldið og alla fram­­færslu eða aðstoð. „Þetta var hræð­i­­legt reynsla,“ sagði hún og útskýrði að hún hefði orðið fyrir miklum for­­dómum á götum úti.

Henni var til að mynda neitað að koma inn í sumar versl­an­­ir. „Eig­and­inn bann­aði mér þá að koma inn um dyrnar ef ég ætl­­aði að versla eitt­hvað. Ég lenti líka í því að krakkar hentu steinum í mig á götum úti og grísk mann­eskja neit­aði að standa við hlið­ina á mér. Það þurfti alltaf að vera ákveðið bil á milli okk­­ar. Þegar ég tal­aði við emb­ætt­is­­menn þá hleyptu þeir mér ekki inn heldur heimt­uðu að ég stæði fyrir utan dyrnar og að við myndum tala þannig sam­­an.“

Þannig fékk hún sem hæl­­is­­leit­andi eilítið skjól og mat en eftir að hún fékk vernd þá fékk hún hvor­ugt. Þannig verða aðstæður kon­unnar þegar hún verður send til baka af íslenskum stjórn­­völd­­um.

Boð­inn pen­ingur fyrir „kyn­líf“

Hin konan frá Sómalíu sagði farir sínar heldur ekki sléttar í sam­tali við Kjarn­ann. Í úrskurði kæru­­nefndar útlend­inga­mála kom fram að eftir að Sahra fékk alþjóð­­lega vernd hefði henni verið hent út úr búð­un­um, hún hefði misst fram­­færslu sína og eftir það haf­ist við á göt­unni við afar erf­iðar aðstæð­­ur. Henni hefði verið boð­inn pen­ingur eða aðstoð í skiptum fyrir „kyn­líf“. Þá hefði hún ítrekað óskað eftir aðstoð grískra stjórn­­­valda en ávallt verið synj­að. Hún hefði reynt að finna atvinnu og verða sér úti um nauð­­syn­­legar skrán­ingar í Grikk­landi en án árang­­urs. Hún hefði þurft að greiða fyrir skatt­­númer og kenn­i­­tölu auk þess sem hún hefði engar upp­­lýs­ingar eða leið­bein­ingar fengið frá grískum stjórn­­völd­­um.

Þá kom enn fremur fram að hún hefði ekki fengið nauð­­syn­­lega heil­brigð­is­­þjón­­ustu í Grikk­landi og að hún hefði sjálf þurft að draga úr sér tönn. Þá hefði hún upp­­lifað mikla for­­dóma í Grikk­landi frá almenn­ingi og lög­­reglan hefði ekki veitt henni aðstoð.

Þá er ótalið kyn­ferð­is­of­beldi, nauðg­anir og gróft and­legt og lík­am­legt ofbeldi sem hún varð fyrir að hendi manns þar í landi.

Frá­sögn þeirra ekki dregin í efa

Konan sagði við Kjarn­ann að hún hefði engan stuðn­­ing fengið eftir að hún fékk vernd­ina þar í landi. „Yf­ir­­völd sögðu mér að ég væri á eigin vegum og þyrfti að finna út úr hlut­unum sjálf. Ég vissi aldrei hvert ég ætti að leita og ég svaf oft á göt­unni með öðru heim­il­is­­lausu fólki. Suma daga gat ég fundið eitt­hvað að borða, aðra ekki. Svo nei, ég fékk engan stuðn­­ing frá grískum yfir­­völd­­um.“

Þær lýstu báðar yfir miklum vilja til að vera á Íslandi. Hér gætu þær fengið þá aðstoð sem þær þyrftu á að halda og eygðu þær báðar von um að öðl­ast betra líf – að fá börnin til sín, finna vinnu og byggja sig upp.

Frá­sögn þeirra beggja var ekki dregin í efa af kæru­nefnd­inni. En vegna þess að þær eru nú þegar með alþjóð­lega vernd í Grikk­landi þá var umsókn þeirra hér á landi ekki tekin efn­is­lega fyr­ir.

Lög­­­maður þeirra, Claudia Ashanie Wil­­son, óskaði eftir frestun rétt­­ar­á­hrifa og end­­ur­­upp­­­töku á máli þeirra en báðar áttu þær tíma hjá þvag­­færa­­skurð­læknum vegna alvar­­legra fylg­i­kvilla lim­­lest­inga á kyn­­færum sem þær hafa orðið fyr­ir. Nýj­ustu vend­ingar í mál­inu eru þær að þeim hefur verið neitað – aft­ur. Svo nú tekur við ferli þar sem lög­maður þeirra mun vísa mál­unum til dóm­stóla. Á meðan bíða þær brott­flutn­ings.

„Ég vil ekki deyja“

Þriðja konan er frá landi í vest­­ur­hluta Afr­íku. Hún er þol­andi heim­il­is­of­beld­is, mansals og kyn­færalim­lest­inga og bíður hún þess einnig að íslensk stjórn­völd sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands árið 2021 og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir kom­una hingað til lands. Konan þráir ekk­ert heitar en að fá að byggja upp nýtt líf á Íslandi.

Þegar konan tók þá ákvörðun að fara til Íslands þá sleit hún á öll tengsl við vini og sam­­starfs­­fé­laga – alla sem hún þekkti. Ástæðan var ofbeld­is­fullur fyrr­ver­andi eig­in­mað­ur. Hún sagð­ist í sam­tali við Kjarn­ann alltaf vera hrædd, hvar sem hún er. „Ég vil ekki deyja. Ég fór frá heima­hög­unum þegar ég var mjög ung og ég hef gengið í gegnum svo mik­ið. Ég vil ekki deyja.“

Hún sagði að Ísland hefði orðið fyrir val­inu vegna þess að hún taldi að hér gæti hún fengið frið. Hún sagð­ist vilja byggja upp líf hér á Íslandi, ekki síst fyrir dóttur sína. „Mig langar að vinna og mig langar að læra meira. Ég hef alltaf haft það í huga að klára menntun mína en ég þurfti eins og ég sagði áðan að flýja í skynd­ingu frá heima­land­inu og hætta í námi.“

Auglýsing

Hún sagði jafn­framt að hún hefði ekki gert sér almenn­i­­lega grein fyrir því að stöð­ug­­leik­inn sem dóttir hennar hefur upp­­lifað á þessu ári á Íslandi hefði haft svona góð áhrif á hana. „Sann­­leik­­ur­inn er sá að ég hef verið mjög róleg síðan ég kom hingað þangað til ég fékk synjun frá stjórn­­völd­­um. Eftir þá ákvörðun hef ég verið mjög óró­­leg og mér líður ekki vel nún­­a.“

Kon­una langar að vera frjáls undan ofsóknum fyrr­ver­andi eig­in­­manns­ins. „Mig langar að geta vaknað á morgn­ana án þess að vera ein tauga­hrúga yfir því hvað muni ger­­ast fyrir mig og dóttur mína. Ég vil hætta að lifa í ótta.“

Þær mæðgur bíða enn eftir að vera fluttar af landi brott til þess Evr­ópu­lands þar sem konan er með alþjóð­lega vernd og fyrrum eig­in­maður hennar býr.

Ákvörð­unin er ekki nátt­úru­lög­mál – heldur póli­tík

Fram­tíð þess­ara þriggja kvenna er óljós en næsta víst er að þegar þær fara til baka mun ekk­ert gott bíða þeirra. Þær lýsa því best sjálf­ar.

Afstaða íslenskra stjórn­valda er skýr. Því þrátt fyrir svig­rúm í lögum til að taka mál þeirra efn­is­lega fyrir þá er það ekki gert. Það er nefni­lega ekki nátt­úru­lög­mál að vísa þessum konum í burtu. Það er póli­tísk ákvörð­un. Það er póli­tísk ákvörðun að taka ekki til­lit til aðstæðna kvenna sem hingað flýja baga­legar aðstæð­ur. Og ég leyfi mér að full­yrða að eng­inn sem flýr heima­landið gerir það að gamni sínu.

Stefna íslenskra stjórn­valda í mál­efnum fólks á flótta er hörð stefna og ómann­úð­leg. En þar sem póli­tískar stefnur eru mann­anna verk þá er hægt að breyta þeim – ef vilji er til. Við getum tekið þá ákvörðun að taka á móti þessum konum sem upp­lifað hafa hræði­legt ofbeldi, nauðg­anir og for­dóma – og þá fyrst getum við stolt talað um Ísland sem jafn­rétt­is­sam­fé­lag fyrir kon­ur. Þar til við gerum það þá er tal um kynja­jafn­rétti á Íslandi ein­tóm hræsni því þá sýnum við það og sönnum að sumar konur séu merki­legri en aðr­ar.

Gott er einnig að minna sig á þegar við Íslend­ingar hugsum um fólk í leit að vernd eða af erlendum upp­runa að það er ekki baggi á sam­fé­lag­inu okk­ar. Það er það ekki. Það gefur okkur þvert á móti tæki­færi til að þroskast sem sam­fé­lag – læra og aðlag­ast. Þvert á heim­ótt­ar­skap okkar verðum við að muna að við erum ríkt sam­fé­lag og getum hjálpað bæði Íslend­ingum og þeim sem leita til okkar eftir hjálp – og sýnt „gott for­dæmi“ eins og for­sæt­is­ráð­herr­ann orð­aði það svo vel. Við getum það ef vilj­inn er fyrir hendi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari