Erindi vegna Kolbeins barst til fagráðs Vinstri grænna í lok mars

Mál þingmannsins Kolbeins Óttarssonar Proppé er það fyrsta sem komið hefur inn á borð fagráðs Vinstri grænna gegn kynbundnu ofbeldi og einelti frá því fagráðið tók til starfa. Málið var komið í ferli áður en forval í Suðurkjördæmi fór fram.

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Erindi vegna „ámæl­is­verðrar hegð­un­ar“ Kol­beins Ótt­ars­sonar Proppé þing­manns Vinstri grænna barst fagráði gegn kyn­bundnu ofbeldi og ein­elti innan hreyf­ing­ar­innar í lok mars­mán­að­ar, sam­kvæmt svörum flokks­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þetta er fyrsta málið sem kemur inn á borð fagráðs­ins, sem tók til starfa árið 2019. Áður hafði verið starf­rækt trún­að­ar­ráð hjá flokknum og til þess bár­ust í heild­ina tvö mál, sam­kvæmt svörum frá flokkn­um. Hvor­ugt þeirra varð­aði Kol­bein.

„Við með­ferð máls­ins var farið eftir verk­lags­reglum sem til­greindar eru í aðgerða­á­ætlun VG gegn ein­elti og kyn­ferð­is­legri og kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi. Í verk­lags­reglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsi­vert athæfi sé máli vísað til lög­reglu, sem ekki átti við í þessu máli,“ segir í svari flokks­ins, sem barst frá fram­kvæmda­stjór­anum Björgu Evu Erlends­dótt­ur.

Kol­beinn til­kynnti í gær­kvöldi að hann ætl­aði að draga fram­boð sitt í for­vali flokks­ins í Reykja­vík til baka vegna máls­ins, en hann hafði sóst eftir að vera í öðru sæti á lista í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu.

Yfir­lýs­ing Kol­beins um þetta fór inn á Face­book örskömmu áður en fyrsti opni kynn­ing­ar­fundur fram­bjóð­enda í Reykja­vík fór fram í gegnum Zoom.

Málið var komið í ferli fyrir for­valið í Suð­ur­kjör­dæmi

Áður en Kol­beinn boð­aði fram­boð í Reykja­vík hafði hann sóst eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi en náði ekki þeim árangri sem hann sótt­ist eftir þar, heldur end­aði í fjórða sæti í for­val­inu á eftir þremur kon­um.

Það for­val fór fram helg­ina 10.-12. apr­íl, eða um tveimur vikum eftir að erindi barst til fagráðs­ins, en ráðið á að kalla saman innan sjö daga frá því að erindi er mót­tekið og fundar fyrst með þeim sem sendi erindið inn, en síðan flokks­fé­lag­anum sjálfum sem erindið til fagráðs­ins laut að.

Ekki liggur fyrir hvort Kol­beinn var búinn að heyra frá fagráð­inu áður en það for­val fór fram, en þing­mað­ur­inn sagði þó í yfir­lýs­ingu sinni í gær að hann hefði vitað af erind­inu barst fagráð­inu hans vegna áður en hann tók ákvörðun um að bjóða sig fram í for­vali flokks­ins í Reykja­vík. Það fram­boð til­kynnti hann um 24. apr­íl.

Auglýsing

„Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík,“ skrif­aði Kol­beinn og bætti við að umræða und­an­far­inna daga, þar sem hund­ruð kvenna hafa vakið máls á kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi sem við­gengst í sam­fé­lag­inu, hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að hætta við fram­boð.

„Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un,“ skrif­aði Kol­beinn.

Hvernig starfar þetta fagráð?

Fagráðið gegn kyn­bundnu og ein­elti innan VG hefur það hlut­verk að taka við umkvört­unum um ótil­hlýði­lega hátt­semi félaga í VG. Því er ætlað að setja kvart­anir í form­legan far­veg og veita við­eig­andi stuðn­ing við úrvinnslu mála í sam­ráði við þann sem til­kynnir málið inn. Fagráðið hefur heim­ild til að leita sér fræðslu og fag­legrar ráð­gjafar við úrvinnslu mála á hvaða stigi sem er og skal VG fjár­magna hana. Fagráðið er bundið trún­aði gagn­vart máls­að­il­um.

Stjórn flokks­ins skipar þrjá félags­menn í fagráð til tveggja ára á fyrsta stjórn­ar­fundi eftir lands­fund eða flokks­ráðs­fund. Tekið fram í aðgerða­á­ætlun flokks­ins gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legri og kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi að stjórn­ar­menn VG og starfs­fólk VG skulu ekki sitja í fagráði. Núver­andi fagráð gegn kyn­bundnu ofbeldi og ein­elti innan VG skipa þau Guð­rún Ágústs­dótt­ir, Guð­rún Ágústa Guð­munds­dóttir og Bjarki Þór Grön­feldt.

Verk­lag fagráðs­ins er með þeim hætti að það skal kallað saman innan sjö daga frá því að erindi er mót­tek­ið. Ef grunur leikur á að um refsi­vert athæfi sé að ræða þá leið­beinir fagráðið máls­hefj­anda um kæru til lög­reglu og ef málið fer í þann far­veg, á fagráðið að halda að sér höndum þar til skýrslu­tökum er lok­ið.

Ákveði máls­hefj­andi hins vegar að kæra ekki til lög­reglu en óskar eftir umfjöllun fagráðs skal það gert án taf­ar. Þá er fagráðið kallað saman með máls­hefj­anda og síðan fundar það með meintum ger­anda. Fagráð tekur síðan ákvörðun um far­veg erindis að teknu til­liti til máls­hefj­anda.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar sagði að ekk­ert mál hefði borist til trún­að­ar­ráðs VG, sem starf­aði áður en fagráð gegn kyn­bundnu ofbeldi og ein­elti tók til starfa árið 2019. Hið rétta er að slík mál voru tvö tals­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent