Erindi vegna Kolbeins barst til fagráðs Vinstri grænna í lok mars

Mál þingmannsins Kolbeins Óttarssonar Proppé er það fyrsta sem komið hefur inn á borð fagráðs Vinstri grænna gegn kynbundnu ofbeldi og einelti frá því fagráðið tók til starfa. Málið var komið í ferli áður en forval í Suðurkjördæmi fór fram.

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna.
Auglýsing

Erindi vegna „ámæl­is­verðrar hegð­un­ar“ Kol­beins Ótt­ars­sonar Proppé þing­manns Vinstri grænna barst fagráði gegn kyn­bundnu ofbeldi og ein­elti innan hreyf­ing­ar­innar í lok mars­mán­að­ar, sam­kvæmt svörum flokks­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þetta er fyrsta málið sem kemur inn á borð fagráðs­ins, sem tók til starfa árið 2019. Áður hafði verið starf­rækt trún­að­ar­ráð hjá flokknum og til þess bár­ust í heild­ina tvö mál, sam­kvæmt svörum frá flokkn­um. Hvor­ugt þeirra varð­aði Kol­bein.

„Við með­ferð máls­ins var farið eftir verk­lags­reglum sem til­greindar eru í aðgerða­á­ætlun VG gegn ein­elti og kyn­ferð­is­legri og kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi. Í verk­lags­reglum er gert ráð fyrir að ef grunur sé um refsi­vert athæfi sé máli vísað til lög­reglu, sem ekki átti við í þessu máli,“ segir í svari flokks­ins, sem barst frá fram­kvæmda­stjór­anum Björgu Evu Erlends­dótt­ur.

Kol­beinn til­kynnti í gær­kvöldi að hann ætl­aði að draga fram­boð sitt í for­vali flokks­ins í Reykja­vík til baka vegna máls­ins, en hann hafði sóst eftir að vera í öðru sæti á lista í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu.

Yfir­lýs­ing Kol­beins um þetta fór inn á Face­book örskömmu áður en fyrsti opni kynn­ing­ar­fundur fram­bjóð­enda í Reykja­vík fór fram í gegnum Zoom.

Málið var komið í ferli fyrir for­valið í Suð­ur­kjör­dæmi

Áður en Kol­beinn boð­aði fram­boð í Reykja­vík hafði hann sóst eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi en náði ekki þeim árangri sem hann sótt­ist eftir þar, heldur end­aði í fjórða sæti í for­val­inu á eftir þremur kon­um.

Það for­val fór fram helg­ina 10.-12. apr­íl, eða um tveimur vikum eftir að erindi barst til fagráðs­ins, en ráðið á að kalla saman innan sjö daga frá því að erindi er mót­tekið og fundar fyrst með þeim sem sendi erindið inn, en síðan flokks­fé­lag­anum sjálfum sem erindið til fagráðs­ins laut að.

Ekki liggur fyrir hvort Kol­beinn var búinn að heyra frá fagráð­inu áður en það for­val fór fram, en þing­mað­ur­inn sagði þó í yfir­lýs­ingu sinni í gær að hann hefði vitað af erind­inu barst fagráð­inu hans vegna áður en hann tók ákvörðun um að bjóða sig fram í for­vali flokks­ins í Reykja­vík. Það fram­boð til­kynnti hann um 24. apr­íl.

Auglýsing

„Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík,“ skrif­aði Kol­beinn og bætti við að umræða und­an­far­inna daga, þar sem hund­ruð kvenna hafa vakið máls á kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi sem við­gengst í sam­fé­lag­inu, hefði haft áhrif á ákvörðun hans um að hætta við fram­boð.

„Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un,“ skrif­aði Kol­beinn.

Hvernig starfar þetta fagráð?

Fagráðið gegn kyn­bundnu og ein­elti innan VG hefur það hlut­verk að taka við umkvört­unum um ótil­hlýði­lega hátt­semi félaga í VG. Því er ætlað að setja kvart­anir í form­legan far­veg og veita við­eig­andi stuðn­ing við úrvinnslu mála í sam­ráði við þann sem til­kynnir málið inn. Fagráðið hefur heim­ild til að leita sér fræðslu og fag­legrar ráð­gjafar við úrvinnslu mála á hvaða stigi sem er og skal VG fjár­magna hana. Fagráðið er bundið trún­aði gagn­vart máls­að­il­um.

Stjórn flokks­ins skipar þrjá félags­menn í fagráð til tveggja ára á fyrsta stjórn­ar­fundi eftir lands­fund eða flokks­ráðs­fund. Tekið fram í aðgerða­á­ætlun flokks­ins gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legri og kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi að stjórn­ar­menn VG og starfs­fólk VG skulu ekki sitja í fagráði. Núver­andi fagráð gegn kyn­bundnu ofbeldi og ein­elti innan VG skipa þau Guð­rún Ágústs­dótt­ir, Guð­rún Ágústa Guð­munds­dóttir og Bjarki Þór Grön­feldt.

Verk­lag fagráðs­ins er með þeim hætti að það skal kallað saman innan sjö daga frá því að erindi er mót­tek­ið. Ef grunur leikur á að um refsi­vert athæfi sé að ræða þá leið­beinir fagráðið máls­hefj­anda um kæru til lög­reglu og ef málið fer í þann far­veg, á fagráðið að halda að sér höndum þar til skýrslu­tökum er lok­ið.

Ákveði máls­hefj­andi hins vegar að kæra ekki til lög­reglu en óskar eftir umfjöllun fagráðs skal það gert án taf­ar. Þá er fagráðið kallað saman með máls­hefj­anda og síðan fundar það með meintum ger­anda. Fagráð tekur síðan ákvörðun um far­veg erindis að teknu til­liti til máls­hefj­anda.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar sagði að ekk­ert mál hefði borist til trún­að­ar­ráðs VG, sem starf­aði áður en fagráð gegn kyn­bundnu ofbeldi og ein­elti tók til starfa árið 2019. Hið rétta er að slík mál voru tvö tals­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent