Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra

Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.

1. maí 2019 - Kröfuganga
Auglýsing

Almennt atvinnuleysi minnkaði um 0,6 prósentustig í síðasta mánuði og mælist nú 10,4 prósent. Samkvæmt því þá voru 20.003 einstaklingar atvinnulausir að öllu leyti í lok apríl og þeim fækkaði um 1.016 milli mánaða. Til viðbótar voru 4.268 á hlutabótaleiðinni svokölluðu og því alls 24.271 atvinnulausir að öllu leyti eða hluta í lok apríl, eða 11,5 prósent vinnuaflsins. Heildaratvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því í október í fyrra en það mældist 12,8 prósent í janúar.

Ástæða þess að samdráttur er nú í atvinnuleysi er rakinn til sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda, þar sem ríkissjóður borgar hluta launa þeirra sem eru ráðnir í störf, og hefðbundinna árstíðasveiflna, en störfum fjölgar iðulega í aðdraganda sumars. Til marks um þetta voru gerðir 650 ráðningarsamningar í apríl í átakinu „Hefjum störf“, sem stjórnvöld kynntu til leiks í mars. 

Vinnumálastofnun spáir því að almenna atvinnuleysið fari undir tveggja stafa tölu nú í mái og verði á bilinu 9,2 til 9,8 prósent. 

Þetta má lesa út úr skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn á Íslandi í apríl sem birt var í síðustu viku.

Koma í veg fyrir að langtímaatvinnuleysi verði böl

Rík­is­stjórnin setti í mars af stað sér­stakt atvinnu­á­tak undir yfir­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­fyr­ir­tækj­um, félaga­sam­tökum og hinu opin­bera. Áætl­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­arðar króna. Í átakinu felst að hið opinbera greiðir hluta af launum starfsfólks sem fyrirtæki ráða til sín. 

Með aðgerðunum voru svokallaðir ráðningarstyrkir víkkaðir út þannig að lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­menn, geta nú sótt um ráðn­ing­ar­styrki til þess að ráða starfs­menn sem hafa verið atvinnu­lausir í meira en eitt ár. Þannig myndast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Auglýsing
Hverjum nýjum starfs­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­ingur á mán­uði, auk 11,5 prósent fram­lags í líf­eyr­is­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­menn og það þarf þangað til heildar starfs­manna­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­ing­ar­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við kynningu á átakinu að aðgerðirnar væru ætlaðar til að koma í veg fyrir að langtímaatvinnuleysi verði böl í samfélaginu. „„Þarna erum við að horfa sérstaklega á þau sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá, að það sé stuðlað að því með þessum skýru aðgerðum að þau komist aftur út á vinnumarkað og verði hluti af þeirri nauðsynlegu viðspyrnu sem þarf að verða í íslensku samfélagi.“

Alls 6.495 atvinnulausir í meira en ár

Þótt aðgerðunum sé sérstaklega beint að því að reyna að koma langtímaatvinnulausum í vinnu þá hefur þeim sem hafa atvinnulausir í að minnsta kosti eitt ár haldið áfram að fjölga eftir að þær tóku gildi.  

Alls höfðu 6.495 almennir atvinnuleitendur verið án atvinnu að öllu leyti í meira en 12 mánuði í lok apríl, en voru 6.207 í marslok 2021. Þeim fjölgaði því um 288 í síðasta mánuði. Frá lokum febrúarmánaðar hefur þeim fjölgað um 1.776 og frá apríl í fyrra um 4.102.

Það bættist líka lítillega við hópinn sem hefur verið atvinnulaus í sex mánuði eða lengur. Hann taldi 13.656 um síðustu mánaðamót, sem eru níu fleiri einstaklingar en tilheyrðu honum í lok mars.

Samfylkingin kynnti á miðvikudagtillögur um að hækka atvinnuleysisbætur, gera ráðningarstyrki markvissari og bjóða upp á sérstaka styrki til listafólks til að halda viðburði um allt land til að sporna við atvinnuleysi. Þar að auki vill flokkurinn veita þeim sem hafa verið atvinnulausir tvöfaldan persónuafslátt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent