Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra

Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.

1. maí 2019 - Kröfuganga
Auglýsing

Almennt atvinnu­leysi minnk­aði um 0,6 pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði og mælist nú 10,4 pró­sent. Sam­kvæmt því þá voru 20.003 ein­stak­lingar atvinnu­lausir að öllu leyti í lok apríl og þeim fækk­aði um 1.016 milli mán­aða. Til við­bótar voru 4.268 á hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu og því alls 24.271 atvinnu­lausir að öllu leyti eða hluta í lok apr­íl, eða 11,5 pró­sent vinnu­aflsins. Heild­ar­at­vinnu­leysi hefur ekki mælst minna frá því í októ­ber í fyrra en það mæld­ist 12,8 pró­sent í jan­ú­ar.

Ástæða þess að sam­dráttur er nú í atvinnu­leysi er rak­inn til sér­stakra atvinnu­á­taka stjórn­valda, þar sem rík­is­sjóður borgar hluta launa þeirra sem eru ráðnir í störf, og hefð­bund­inna árs­tíða­sveiflna, en störfum fjölgar iðu­lega í aðdrag­anda sum­ars. Til marks um þetta voru gerðir 650 ráðn­ing­ar­samn­ingar í apríl í átak­inu „Hefjum störf“, sem stjórn­völd kynntu til leiks í mar­s. 

Vinnu­mála­stofnun spáir því að almenna atvinnu­leysið fari undir tveggja stafa tölu nú í mái og verði á bil­inu 9,2 til 9,8 pró­sent. 

Þetta má lesa út úr skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi í apríl sem birt var í síð­ustu viku.

Koma í veg fyrir að lang­tíma­at­vinnu­leysi verði böl

Rík­­is­­stjórnin setti í mars af stað sér­­stakt atvinn­u­á­­tak undir yfir­­­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­­arðar króna. Í átak­inu felst að hið opin­bera greiðir hluta af launum starfs­fólks sem fyr­ir­tæki ráða til sín. 

Með aðgerð­unum voru svo­kall­aðir ráðn­ing­ar­styrkir víkk­aðir út þannig að lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, geta nú sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Þannig mynd­ast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Auglýsing
Hverjum nýjum starfs­­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við kynn­ingu á átak­inu að aðgerð­irnar væru ætl­aðar til að koma í veg fyrir að lang­tíma­at­vinnu­leysi verði böl í sam­fé­lag­inu. „„Þarna erum við að horfa sér­stak­lega á þau sem hafa verið lengi á atvinnu­leys­is­skrá, að það sé stuðlað að því með þessum skýru aðgerðum að þau kom­ist aftur út á vinnu­markað og verði hluti af þeirri nauð­syn­legu við­spyrnu sem þarf að verða í íslensku sam­fé­lag­i.“

Alls 6.495 atvinnu­lausir í meira en ár

Þótt aðgerð­unum sé sér­stak­lega beint að því að reyna að koma lang­tíma­at­vinnu­lausum í vinnu þá hefur þeim sem hafa atvinnu­lausir í að minnsta kosti eitt ár haldið áfram að fjölga eftir að þær tóku gild­i.  

Alls höfðu 6.495 almennir atvinnu­leit­endur verið án atvinnu að öllu leyti í meira en 12 mán­uði í lok apr­íl, en voru 6.207 í mars­lok 2021. Þeim fjölg­aði því um 288 í síð­asta mán­uði. Frá lokum febr­ú­ar­mán­aðar hefur þeim fjölgað um 1.776 og frá apríl í fyrra um 4.102.

Það bætt­ist líka lít­il­lega við hóp­inn sem hefur verið atvinnu­laus í sex mán­uði eða leng­ur. Hann taldi 13.656 um síð­ustu mán­aða­mót, sem eru níu fleiri ein­stak­lingar en til­heyrðu honum í lok mars.

Sam­fylk­ingin kynnti á mið­viku­dagtil­lögur um að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur, gera ráðn­ing­ar­styrki mark­viss­ari og bjóða upp á sér­staka styrki til lista­fólks til að halda við­burði um allt land til að sporna við atvinnu­leysi. Þar að auki vill flokk­ur­inn veita þeim sem hafa verið atvinnu­lausir tvö­faldan per­sónu­af­slátt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent