Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra

Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.

1. maí 2019 - Kröfuganga
Auglýsing

Almennt atvinnu­leysi minnk­aði um 0,6 pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði og mælist nú 10,4 pró­sent. Sam­kvæmt því þá voru 20.003 ein­stak­lingar atvinnu­lausir að öllu leyti í lok apríl og þeim fækk­aði um 1.016 milli mán­aða. Til við­bótar voru 4.268 á hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu og því alls 24.271 atvinnu­lausir að öllu leyti eða hluta í lok apr­íl, eða 11,5 pró­sent vinnu­aflsins. Heild­ar­at­vinnu­leysi hefur ekki mælst minna frá því í októ­ber í fyrra en það mæld­ist 12,8 pró­sent í jan­ú­ar.

Ástæða þess að sam­dráttur er nú í atvinnu­leysi er rak­inn til sér­stakra atvinnu­á­taka stjórn­valda, þar sem rík­is­sjóður borgar hluta launa þeirra sem eru ráðnir í störf, og hefð­bund­inna árs­tíða­sveiflna, en störfum fjölgar iðu­lega í aðdrag­anda sum­ars. Til marks um þetta voru gerðir 650 ráðn­ing­ar­samn­ingar í apríl í átak­inu „Hefjum störf“, sem stjórn­völd kynntu til leiks í mar­s. 

Vinnu­mála­stofnun spáir því að almenna atvinnu­leysið fari undir tveggja stafa tölu nú í mái og verði á bil­inu 9,2 til 9,8 pró­sent. 

Þetta má lesa út úr skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi í apríl sem birt var í síð­ustu viku.

Koma í veg fyrir að lang­tíma­at­vinnu­leysi verði böl

Rík­­is­­stjórnin setti í mars af stað sér­­stakt atvinn­u­á­­tak undir yfir­­­skrift­inni „Hefjum störf“. Mark­miðið var að skapa allt að 7.000 tíma­bundin störf hjá einka­­fyr­ir­tækj­um, félaga­­sam­­tökum og hinu opin­bera. Áætl­­aður kostn­aður við þessar aðgerðir eru 4,5-5 millj­­arðar króna. Í átak­inu felst að hið opin­bera greiðir hluta af launum starfs­fólks sem fyr­ir­tæki ráða til sín. 

Með aðgerð­unum voru svo­kall­aðir ráðn­ing­ar­styrkir víkk­aðir út þannig að lítil og með­­al­­stór fyr­ir­tæki, með undir 70 starfs­­menn, geta nú sótt um ráðn­­ing­­ar­­styrki til þess að ráða starfs­­menn sem hafa verið atvinn­u­­lausir í meira en eitt ár. Þannig mynd­ast hvati fyrir fyr­ir­tæki til þess að ráða fólk til starfa sem hefur verið lengi án vinnu.

Auglýsing
Hverjum nýjum starfs­­manni fylgir allt að 472 þús­und króna stuðn­­ingur á mán­uði, auk 11,5 pró­sent fram­lags í líf­eyr­is­­sjóð, í allt að sex mán­uði og getur fyr­ir­tækið ráðið eins marga starfs­­menn og það þarf þangað til heildar starfs­­manna­­fjöldi hefur náð 70. Ráðn­­ing­­ar­­tíma­bilið er sex mán­uðir á tíma­bil­inu frá apríl til des­em­ber 2021.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við kynn­ingu á átak­inu að aðgerð­irnar væru ætl­aðar til að koma í veg fyrir að lang­tíma­at­vinnu­leysi verði böl í sam­fé­lag­inu. „„Þarna erum við að horfa sér­stak­lega á þau sem hafa verið lengi á atvinnu­leys­is­skrá, að það sé stuðlað að því með þessum skýru aðgerðum að þau kom­ist aftur út á vinnu­markað og verði hluti af þeirri nauð­syn­legu við­spyrnu sem þarf að verða í íslensku sam­fé­lag­i.“

Alls 6.495 atvinnu­lausir í meira en ár

Þótt aðgerð­unum sé sér­stak­lega beint að því að reyna að koma lang­tíma­at­vinnu­lausum í vinnu þá hefur þeim sem hafa atvinnu­lausir í að minnsta kosti eitt ár haldið áfram að fjölga eftir að þær tóku gild­i.  

Alls höfðu 6.495 almennir atvinnu­leit­endur verið án atvinnu að öllu leyti í meira en 12 mán­uði í lok apr­íl, en voru 6.207 í mars­lok 2021. Þeim fjölg­aði því um 288 í síð­asta mán­uði. Frá lokum febr­ú­ar­mán­aðar hefur þeim fjölgað um 1.776 og frá apríl í fyrra um 4.102.

Það bætt­ist líka lít­il­lega við hóp­inn sem hefur verið atvinnu­laus í sex mán­uði eða leng­ur. Hann taldi 13.656 um síð­ustu mán­aða­mót, sem eru níu fleiri ein­stak­lingar en til­heyrðu honum í lok mars.

Sam­fylk­ingin kynnti á mið­viku­dagtil­lögur um að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur, gera ráðn­ing­ar­styrki mark­viss­ari og bjóða upp á sér­staka styrki til lista­fólks til að halda við­burði um allt land til að sporna við atvinnu­leysi. Þar að auki vill flokk­ur­inn veita þeim sem hafa verið atvinnu­lausir tvö­faldan per­sónu­af­slátt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent