Kolbeinn dregur framboð sitt til baka – Leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans

Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að umræða síðustu daga, þar sem hundruð þolenda kynferðisofbeldi hafa rofið þögnina enn á ný, hafi leitt til þess að hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram. Hann segir VG ekki eiga að þurfa að svara fyrir hans hegðun.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hefur dregið fram­boð sitt í for­vali flokks­ins í Reykja­vík til baka. Þar sótt­ist hann eftir að vera í öðru sæti á lista flokks­ins í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in­u. Áður hafði Kol­beinn sóst eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi en náði ekki þeim árangri sem hann sótt­ist eftir þar.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Kol­beinn að hann hafi sína djöfla að draga og að ýmis­legt sé óupp­gerð úr for­tíð hans. „Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mik­illi van­líðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upp­lifa sem óeðli­lega. Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdá­un­ar­vert að þær geri það og ég vona inni­lega að gott komi út úr því. Á dög­unum var leitað til fagráðs VG með kvart­anir vegna hegð­unar minn­ar. Það ferli sem þá fór af stað opn­aði augu mín fyrir því að ýmis­legt hefur verið ábóta­vant í minni hegð­un.“

Ekki kemur fram í stöðu­upp­færsl­unni hvað fólst í þeirri hegðun sem Kol­beinn sýndi af sér.

Auglýsing
Hann hafi samt sem áður ákveðið að gefa kost á sér í for­val­inu en umræða und­an­far­inna daga, þar sem sögur um kyn­ferð­is­of­beldi gagn­vart konum hafa komið fram í umfangs­mik­illi bylgju, hafi gert það að verkum að Kol­beinn hefur end­ur­skoðað þá ákvörð­un. „Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un.“

Kol­beinn seg­ist einn bera ábyrgð á sinni hegð­un, honum þyki leitt hvernig hann hafi hagað sér og biðst afsök­unar á því. „Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við sam­skipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brott­för mína úr hinu opin­bera rými í haust. Ég dreg fram­boð mitt í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík til baka og verð því ekki í fram­boði í kosn­ing­un­um. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því von­brigð­u­m.“

Stöðu­upp­færsla Kol­beins í heild sinn­i: 

„Ég hef í all nokkur ár átt í erf­ið­leikum með að mynda náin tengsl. Kemur þar ýmis­legt til, en í grunn­inn held ég að undir búi varn­ar­mek­an­ismi. Með­vitað og ómeð­vitað er ég svo log­andi hræddur við að verða særður að sú til­finn­ing tekur yfir. Á sama tíma er ég hrif­næmur og þegar við bæt­ist löngun og von til að verða ekki einn, hafa ný sam­bönd við hitt kynið stundum farið af stað eins og flug­eld­ar. Allt er gott og ég sann­færður um að nú sé ég kom­inn á þann stað að geta myndað ný og var­an­leg tengsl.

En svo hef ég rek­ist á vegg. Það getur verið ein­hver ákveð­inn við­burður sem það kveikir eða bara að eitt­hvað rennur upp innra með mér. Ég dreg tjöldin fyr­ir, verð kaldur og fjar­lægur og reyni að koma mér í burtu.

Með þessu hef ég komið illa fram við kon­ur. Ég hef gefið til kynna lang­tíma­sam­band, byggt á heitum og djúpum til­finn­ing­um. Og þær hafa verið það. En svo hleyp ég í fel­ur, brest und­an. Hugsa meira um að verja mig mögu­legum skaða en það hvernig ég kem fram. Geri það því illa, kem illa fram. Læt kon­unum líða eins og þær hafi ekki skipt mig máli, sem er kol­rangt. Að þær geri það ekki leng­ur, sem er líka kol­rangt. Skríð inn fyrir skel­ina mína og í öryggið og ein­mana­leik­ann þar.

Á sama tíma hef ég oft og tíðum verið svo ein­mana að sú til­finn­ing hefur á stundum hel­tekið mig að ég verði alltaf einn. Minn mesti ótti er að ég sé dæmdur til að vera einn af því að ég geti ekki gefið það af mér sem þarf til að koma í veg fyrir einmitt það.

Ég hef mína djöfla að draga og ýmis­legt óupp­gert úr for­tíð­inni. Und­an­farna mán­uði hef ég fundið að eitt­hvað sé að breyt­ast innra með mér, ég er að verða opn­ari og óhrædd­ari, í minni vörn. Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mik­illi van­líðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upp­lifa sem óeðli­lega.

Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdá­un­ar­vert að þær geri það og ég vona inni­lega að gott komi út úr því. Á dög­unum var leitað til fagráðs VG með kvart­anir vegna hegð­unar minn­ar. Það ferli sem þá fór af stað opn­aði augu mín fyrir því að ýmis­legt hefur verið ábóta­vant í minni hegð­un. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík. Umræða und­an­far­inna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef end­ur­skoðað þá ákvörð­un.

Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un.

Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsök­unar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við sam­skipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brott­för mína úr hinu opin­bera rými í haust. Ég dreg fram­boð mitt í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík til baka og verð því ekki í fram­boði í kosn­ing­un­um. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því von­brigð­um.

Ég hef ýmis­legt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til ein­hvers góðs.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent