Kolbeinn dregur framboð sitt til baka – Leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans

Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að umræða síðustu daga, þar sem hundruð þolenda kynferðisofbeldi hafa rofið þögnina enn á ný, hafi leitt til þess að hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram. Hann segir VG ekki eiga að þurfa að svara fyrir hans hegðun.

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, hefur dregið fram­boð sitt í for­vali flokks­ins í Reykja­vík til baka. Þar sótt­ist hann eftir að vera í öðru sæti á lista flokks­ins í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in­u. Áður hafði Kol­beinn sóst eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suð­ur­kjör­dæmi en náði ekki þeim árangri sem hann sótt­ist eftir þar.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Kol­beinn að hann hafi sína djöfla að draga og að ýmis­legt sé óupp­gerð úr for­tíð hans. „Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mik­illi van­líðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upp­lifa sem óeðli­lega. Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdá­un­ar­vert að þær geri það og ég vona inni­lega að gott komi út úr því. Á dög­unum var leitað til fagráðs VG með kvart­anir vegna hegð­unar minn­ar. Það ferli sem þá fór af stað opn­aði augu mín fyrir því að ýmis­legt hefur verið ábóta­vant í minni hegð­un.“

Ekki kemur fram í stöðu­upp­færsl­unni hvað fólst í þeirri hegðun sem Kol­beinn sýndi af sér.

Auglýsing
Hann hafi samt sem áður ákveðið að gefa kost á sér í for­val­inu en umræða und­an­far­inna daga, þar sem sögur um kyn­ferð­is­of­beldi gagn­vart konum hafa komið fram í umfangs­mik­illi bylgju, hafi gert það að verkum að Kol­beinn hefur end­ur­skoðað þá ákvörð­un. „Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un.“

Kol­beinn seg­ist einn bera ábyrgð á sinni hegð­un, honum þyki leitt hvernig hann hafi hagað sér og biðst afsök­unar á því. „Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við sam­skipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brott­för mína úr hinu opin­bera rými í haust. Ég dreg fram­boð mitt í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík til baka og verð því ekki í fram­boði í kosn­ing­un­um. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því von­brigð­u­m.“

Stöðu­upp­færsla Kol­beins í heild sinn­i: 

„Ég hef í all nokkur ár átt í erf­ið­leikum með að mynda náin tengsl. Kemur þar ýmis­legt til, en í grunn­inn held ég að undir búi varn­ar­mek­an­ismi. Með­vitað og ómeð­vitað er ég svo log­andi hræddur við að verða særður að sú til­finn­ing tekur yfir. Á sama tíma er ég hrif­næmur og þegar við bæt­ist löngun og von til að verða ekki einn, hafa ný sam­bönd við hitt kynið stundum farið af stað eins og flug­eld­ar. Allt er gott og ég sann­færður um að nú sé ég kom­inn á þann stað að geta myndað ný og var­an­leg tengsl.

En svo hef ég rek­ist á vegg. Það getur verið ein­hver ákveð­inn við­burður sem það kveikir eða bara að eitt­hvað rennur upp innra með mér. Ég dreg tjöldin fyr­ir, verð kaldur og fjar­lægur og reyni að koma mér í burtu.

Með þessu hef ég komið illa fram við kon­ur. Ég hef gefið til kynna lang­tíma­sam­band, byggt á heitum og djúpum til­finn­ing­um. Og þær hafa verið það. En svo hleyp ég í fel­ur, brest und­an. Hugsa meira um að verja mig mögu­legum skaða en það hvernig ég kem fram. Geri það því illa, kem illa fram. Læt kon­unum líða eins og þær hafi ekki skipt mig máli, sem er kol­rangt. Að þær geri það ekki leng­ur, sem er líka kol­rangt. Skríð inn fyrir skel­ina mína og í öryggið og ein­mana­leik­ann þar.

Á sama tíma hef ég oft og tíðum verið svo ein­mana að sú til­finn­ing hefur á stundum hel­tekið mig að ég verði alltaf einn. Minn mesti ótti er að ég sé dæmdur til að vera einn af því að ég geti ekki gefið það af mér sem þarf til að koma í veg fyrir einmitt það.

Ég hef mína djöfla að draga og ýmis­legt óupp­gert úr for­tíð­inni. Und­an­farna mán­uði hef ég fundið að eitt­hvað sé að breyt­ast innra með mér, ég er að verða opn­ari og óhrædd­ari, í minni vörn. Þegar mér svo barst til eyrna að hegðun mín hefði valdið konu mik­illi van­líðan varð ég fús til að leita mér aðstoðar vegna þessa. Ég vil ekki koma þannig fram að öðru fólki líði illa. Ég vil ekki sýna af mér hegðun sem konur upp­lifa sem óeðli­lega.

Nú er mikil og þörf bylgja í gangi þar sem konur segja frá. Það er aðdá­un­ar­vert að þær geri það og ég vona inni­lega að gott komi út úr því. Á dög­unum var leitað til fagráðs VG með kvart­anir vegna hegð­unar minn­ar. Það ferli sem þá fór af stað opn­aði augu mín fyrir því að ýmis­legt hefur verið ábóta­vant í minni hegð­un. Ég ákvað engu að síður að gefa kost á mér í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík. Umræða und­an­far­inna daga hefur hins vegar gert það að verkum að ég hef end­ur­skoðað þá ákvörð­un.

Ég er hluti af valda­kerf­inu og ég er hluti af fem­inískum flokki sem á alltaf að standa með kon­um. Ég held að ég geti ekki staðið bæði með mér og kon­unum sem líður illa mín vegna á meðan ég er í fram­boði fyrir VG. Og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, eða nokkur þar innan borðs, á ekki að þurfa að svara fyrir mína hegð­un.

Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsök­unar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við sam­skipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brott­för mína úr hinu opin­bera rými í haust. Ég dreg fram­boð mitt í for­vali Vinstri grænna í Reykja­vík til baka og verð því ekki í fram­boði í kosn­ing­un­um. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því von­brigð­um.

Ég hef ýmis­legt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til ein­hvers góðs.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent