„Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja“

Varaþingmaður Pírata segir að spyrja ætti á af hverju „þessir góðu gerendur“ hætti ekki að áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin. Skömmin sé ekki þolenda.

Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

„Enn og aftur er spurt: Af hverju kæra þessar konur ekki? Spurn­ingin ætti hins vegar að vera: Af hverju treystum við okkur ekki til að kæra?“ Þannig hóf Olga Mar­grét Cilia, vara­þing­maður Pírata, mál sitt undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag en þing­menn VG og Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu líka orð í belg vegna þeirrar metoo-­bylgju sem nú herjar á land­ann.

Gaf Olga Mar­grét nokkrar ástæður sem gott væri að hafa í huga. „Enda­lausar sögur af lög­reglu­fólki sem hlær þolendur kyn­ferð­is­of­beldis út af lög­reglu­stöð­inni. Dóm­arar sem gefa beint og óbeint í skyn að þetta hafi verið okkur að kenna því að við drukkum of mik­ið. Kærum er vísað frá vegna skorts á sönn­un­ar­gögnum þó að við hefðum gert allt rétt, þ.e. það sem rétt­ar­kerf­inu finnst að við eigum að gera eftir að okkur er nauðg­að; fara á neyð­ar­mót­tök­una, tala við lög­reglu og lækna og fá svo ávítur fyrir að hafa ekki verið nógu skýr­ar. En það er bara svo­lítið erfitt að vera skýr þegar heil­inn og lík­am­inn er í áfalli. Það er líka svo­lítið erfitt að vera skýr þegar ger­endur eru okkur svo nákomnir að við hættum á að missa allt okkar bak­land frá okkur ef við segjum eitt­hvað eða að starfs­fer­ill okk­ar, orð­spor og fjár­hags­legt bak­land verði fyrir óaft­ur­kall­an­legum skaða fyrir að segja frá,“ sagði hún.

„Við kærum ekki því að rétt­ar­kerfið segir okkur að þegja. Við kærum við ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í sam­fé­lag­inu. Ef við segjum frá erum við útskúf­aðar frá fjöl­skyldum og vin­um.“

Auglýsing

Telur Olga Mar­grét að spurn­ingin ætti enn fremur að vera: „Af hverju hætta þessir góðu ger­endur ekki bara að áreita, nauð­ga, lít­il­lækka og valda óaft­ur­kall­an­legum skaða á lífi kvenna og kynseg­in? Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er ger­enda og rétt­ar­kerfis sem hefur gjör­sam­lega brugð­ist þolendum kyn­ferð­is­of­beldis og neita að taka ábyrgð á þeim var­an­legum skaða sem það hefur valdið á kyn­slóðum kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerf­inu til að ná fram rétt­læt­i.“

Þurfum að læra og ein­fald­lega gera betur

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fjall­aði einnig um metoo-­bylgj­una sem nú ríður yfir. „Um helg­ina skók okkur sem sam­fé­lag ný bylgja metoo. Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða fagna þegar slíkar bylgjur koma upp á yfir­borð­ið. Lík­lega hvort tveggja. Sög­urnar eru hrylli­legar en við þurfum þó að fagna því að þær komi upp á yfir­borð­ið. Lík­lega er bylgjan komin til að vera. Hrylli­legt er að vita til þess að okkar ann­ars góða sam­fé­lag sé með þann ljóta blett sem kyn­ferð­is­legt ofbeldi og áreiti er,“ sagði hún.

Bryndís Haraldsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Við þurfum að hlusta á þessar sög­ur. Við þurfum að læra og við þurfum ein­fald­lega að gera bet­ur. Þrátt fyrir átak í að efla rann­sóknir kyn­ferð­is­brota­mála og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel. Við þurfum að gera bet­ur. Við þurfum ávallt að veita þolendum skjól og aðstoða þá.

En hvað með ger­end­urna? Við heyrum sög­urn­ar. Þær eru alls kon­ar. Stundum um hrylli­legt ofbeldi, stundum þannig að upp­lifun ein­stak­ling­anna virð­ist vera mjög ólík. Hvernig vinnum við með þessa mein­semd? Er refsi­vörslu­kerfið okkar þannig búið að það geti tek­ist á við verk­efn­ið? Hvernig aðstoðum við ger­endur við að hætta að beita ofbeld­i?“ spurði Bryn­dís að lok­um.

Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns

Þing­maður VG, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þakk­aði þeim hug­rekkið sem sett hafa reynslu sína af kyn­bundnu ofbeldi á sam­fé­lags­miðla. „Það er ekki auð­velt að ber­skjalda sig opin­ber­lega. Það er ekki auð­velt að vinda ofan af nauðg­un­ar­menn­ingu. Við erum í annarri bylgju #metoo. Þetta er sem sagt í annað sinn á nokkrum árum sem sam­fé­lags­miðlar ljá konum rödd og körlum sem voru líka lengi radd­lausir vegna þögg­unar og druslu­skömm­unn­ar, vegna við­horfa sem hafa verið mein­semd í sam­fé­lagi okkar og ýta við okkur til að horfa framan í okkur sjálf sem sam­fé­lag, blákalt.“

Benti hún á að núna hefði skap­ast nokkur umræða um hvers vegna fólk stigi fram á sam­fé­lags­miðl­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að birta svo miklar upp­lýs­ingar að ger­andi væri nán­ast per­sónu­greindur án þess að málið rataði nokkurn tím­ann á borð lög­reglu.

Bjarkey Olsen Mynd: Bára Huld Beck

„En á sama tíma fáum við upp­lýs­ingar um að Lands­réttur mildi dóma í 40 pró­sent kyn­ferð­is­brota­mála sem fara fyrir dóminn, 40 pró­sent. Til sam­an­burðar eru 25 pró­sent dóma í ofbeld­is- og fíkni­efna­brotum mild­að­ir. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðj­urnar frá dóm­stólum lands­ins. Þó að þrjú ár séu síðan við hér í þessum sal breyttum almennum hegn­ing­ar­lögum á þá vegu að sam­þykki væri sett í for­grunn í kyn­ferð­is­brota­málum er sönn­un­ar­byrðin í þeim málum enn þá allt of þung. Í ofaná­lag eru þolendur sem stíga fram sak­aðir um að sverta mann­orð ger­enda sinna. Það er umræða sem við þurfum að upp­ræta strax. Það eru ger­endur sem sverta sitt eigið mann­orð þegar þeir beita ofbeld­inu. Við þurfum öll að líta í eigin barm, við þurfum að standa með öllum þolend­um, ekki síst þeim sem standa okkur næst, og horfast í augu við ger­endur sem við kunnum að þekkja og gera þeim ljóst að við tökum afstöðu gegn ofbeld­i,“ sagði Bjarkey.

Þakk­aði hún öllum þeim sem sýnt hafa hug­rekki með því að segja sína sögu. „Ég sé ykk­ur. Ég trúi því að við séum öll að hlusta og nú þurfum við að takast á við þetta sam­an. Ég stend með ykk­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent