„Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja“

Varaþingmaður Pírata segir að spyrja ætti á af hverju „þessir góðu gerendur“ hætti ekki að áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin. Skömmin sé ekki þolenda.

Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

„Enn og aftur er spurt: Af hverju kæra þessar konur ekki? Spurn­ingin ætti hins vegar að vera: Af hverju treystum við okkur ekki til að kæra?“ Þannig hóf Olga Mar­grét Cilia, vara­þing­maður Pírata, mál sitt undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag en þing­menn VG og Sjálf­stæð­is­flokks­ins lögðu líka orð í belg vegna þeirrar metoo-­bylgju sem nú herjar á land­ann.

Gaf Olga Mar­grét nokkrar ástæður sem gott væri að hafa í huga. „Enda­lausar sögur af lög­reglu­fólki sem hlær þolendur kyn­ferð­is­of­beldis út af lög­reglu­stöð­inni. Dóm­arar sem gefa beint og óbeint í skyn að þetta hafi verið okkur að kenna því að við drukkum of mik­ið. Kærum er vísað frá vegna skorts á sönn­un­ar­gögnum þó að við hefðum gert allt rétt, þ.e. það sem rétt­ar­kerf­inu finnst að við eigum að gera eftir að okkur er nauðg­að; fara á neyð­ar­mót­tök­una, tala við lög­reglu og lækna og fá svo ávítur fyrir að hafa ekki verið nógu skýr­ar. En það er bara svo­lítið erfitt að vera skýr þegar heil­inn og lík­am­inn er í áfalli. Það er líka svo­lítið erfitt að vera skýr þegar ger­endur eru okkur svo nákomnir að við hættum á að missa allt okkar bak­land frá okkur ef við segjum eitt­hvað eða að starfs­fer­ill okk­ar, orð­spor og fjár­hags­legt bak­land verði fyrir óaft­ur­kall­an­legum skaða fyrir að segja frá,“ sagði hún.

„Við kærum ekki því að rétt­ar­kerfið segir okkur að þegja. Við kærum við ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í sam­fé­lag­inu. Ef við segjum frá erum við útskúf­aðar frá fjöl­skyldum og vin­um.“

Auglýsing

Telur Olga Mar­grét að spurn­ingin ætti enn fremur að vera: „Af hverju hætta þessir góðu ger­endur ekki bara að áreita, nauð­ga, lít­il­lækka og valda óaft­ur­kall­an­legum skaða á lífi kvenna og kynseg­in? Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er ger­enda og rétt­ar­kerfis sem hefur gjör­sam­lega brugð­ist þolendum kyn­ferð­is­of­beldis og neita að taka ábyrgð á þeim var­an­legum skaða sem það hefur valdið á kyn­slóðum kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerf­inu til að ná fram rétt­læt­i.“

Þurfum að læra og ein­fald­lega gera betur

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fjall­aði einnig um metoo-­bylgj­una sem nú ríður yfir. „Um helg­ina skók okkur sem sam­fé­lag ný bylgja metoo. Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða fagna þegar slíkar bylgjur koma upp á yfir­borð­ið. Lík­lega hvort tveggja. Sög­urnar eru hrylli­legar en við þurfum þó að fagna því að þær komi upp á yfir­borð­ið. Lík­lega er bylgjan komin til að vera. Hrylli­legt er að vita til þess að okkar ann­ars góða sam­fé­lag sé með þann ljóta blett sem kyn­ferð­is­legt ofbeldi og áreiti er,“ sagði hún.

Bryndís Haraldsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Við þurfum að hlusta á þessar sög­ur. Við þurfum að læra og við þurfum ein­fald­lega að gera bet­ur. Þrátt fyrir átak í að efla rann­sóknir kyn­ferð­is­brota­mála og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel. Við þurfum að gera bet­ur. Við þurfum ávallt að veita þolendum skjól og aðstoða þá.

En hvað með ger­end­urna? Við heyrum sög­urn­ar. Þær eru alls kon­ar. Stundum um hrylli­legt ofbeldi, stundum þannig að upp­lifun ein­stak­ling­anna virð­ist vera mjög ólík. Hvernig vinnum við með þessa mein­semd? Er refsi­vörslu­kerfið okkar þannig búið að það geti tek­ist á við verk­efn­ið? Hvernig aðstoðum við ger­endur við að hætta að beita ofbeld­i?“ spurði Bryn­dís að lok­um.

Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns

Þing­maður VG, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þakk­aði þeim hug­rekkið sem sett hafa reynslu sína af kyn­bundnu ofbeldi á sam­fé­lags­miðla. „Það er ekki auð­velt að ber­skjalda sig opin­ber­lega. Það er ekki auð­velt að vinda ofan af nauðg­un­ar­menn­ingu. Við erum í annarri bylgju #metoo. Þetta er sem sagt í annað sinn á nokkrum árum sem sam­fé­lags­miðlar ljá konum rödd og körlum sem voru líka lengi radd­lausir vegna þögg­unar og druslu­skömm­unn­ar, vegna við­horfa sem hafa verið mein­semd í sam­fé­lagi okkar og ýta við okkur til að horfa framan í okkur sjálf sem sam­fé­lag, blákalt.“

Benti hún á að núna hefði skap­ast nokkur umræða um hvers vegna fólk stigi fram á sam­fé­lags­miðl­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að birta svo miklar upp­lýs­ingar að ger­andi væri nán­ast per­sónu­greindur án þess að málið rataði nokkurn tím­ann á borð lög­reglu.

Bjarkey Olsen Mynd: Bára Huld Beck

„En á sama tíma fáum við upp­lýs­ingar um að Lands­réttur mildi dóma í 40 pró­sent kyn­ferð­is­brota­mála sem fara fyrir dóminn, 40 pró­sent. Til sam­an­burðar eru 25 pró­sent dóma í ofbeld­is- og fíkni­efna­brotum mild­að­ir. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðj­urnar frá dóm­stólum lands­ins. Þó að þrjú ár séu síðan við hér í þessum sal breyttum almennum hegn­ing­ar­lögum á þá vegu að sam­þykki væri sett í for­grunn í kyn­ferð­is­brota­málum er sönn­un­ar­byrðin í þeim málum enn þá allt of þung. Í ofaná­lag eru þolendur sem stíga fram sak­aðir um að sverta mann­orð ger­enda sinna. Það er umræða sem við þurfum að upp­ræta strax. Það eru ger­endur sem sverta sitt eigið mann­orð þegar þeir beita ofbeld­inu. Við þurfum öll að líta í eigin barm, við þurfum að standa með öllum þolend­um, ekki síst þeim sem standa okkur næst, og horfast í augu við ger­endur sem við kunnum að þekkja og gera þeim ljóst að við tökum afstöðu gegn ofbeld­i,“ sagði Bjarkey.

Þakk­aði hún öllum þeim sem sýnt hafa hug­rekki með því að segja sína sögu. „Ég sé ykk­ur. Ég trúi því að við séum öll að hlusta og nú þurfum við að takast á við þetta sam­an. Ég stend með ykk­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent