„Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja“

Varaþingmaður Pírata segir að spyrja ætti á af hverju „þessir góðu gerendur“ hætti ekki að áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin. Skömmin sé ekki þolenda.

Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
Auglýsing

„Enn og aftur er spurt: Af hverju kæra þessar konur ekki? Spurningin ætti hins vegar að vera: Af hverju treystum við okkur ekki til að kæra?“ Þannig hóf Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata, mál sitt undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag en þingmenn VG og Sjálfstæðisflokksins lögðu líka orð í belg vegna þeirrar metoo-bylgju sem nú herjar á landann.

Gaf Olga Margrét nokkrar ástæður sem gott væri að hafa í huga. „Endalausar sögur af lögreglufólki sem hlær þolendur kynferðisofbeldis út af lögreglustöðinni. Dómarar sem gefa beint og óbeint í skyn að þetta hafi verið okkur að kenna því að við drukkum of mikið. Kærum er vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum þó að við hefðum gert allt rétt, þ.e. það sem réttarkerfinu finnst að við eigum að gera eftir að okkur er nauðgað; fara á neyðarmóttökuna, tala við lögreglu og lækna og fá svo ávítur fyrir að hafa ekki verið nógu skýrar. En það er bara svolítið erfitt að vera skýr þegar heilinn og líkaminn er í áfalli. Það er líka svolítið erfitt að vera skýr þegar gerendur eru okkur svo nákomnir að við hættum á að missa allt okkar bakland frá okkur ef við segjum eitthvað eða að starfsferill okkar, orðspor og fjárhagslegt bakland verði fyrir óafturkallanlegum skaða fyrir að segja frá,“ sagði hún.

„Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum við ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum.“

Auglýsing

Telur Olga Margrét að spurningin ætti enn fremur að vera: „Af hverju hætta þessir góðu gerendur ekki bara að áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin? Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neita að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti.“

Þurfum að læra og einfaldlega gera betur

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði einnig um metoo-bylgjuna sem nú ríður yfir. „Um helgina skók okkur sem samfélag ný bylgja metoo. Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða fagna þegar slíkar bylgjur koma upp á yfirborðið. Líklega hvort tveggja. Sögurnar eru hryllilegar en við þurfum þó að fagna því að þær komi upp á yfirborðið. Líklega er bylgjan komin til að vera. Hryllilegt er að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þann ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er,“ sagði hún.

Bryndís Haraldsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átak í að efla rannsóknir kynferðisbrotamála og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel. Við þurfum að gera betur. Við þurfum ávallt að veita þolendum skjól og aðstoða þá.

En hvað með gerendurna? Við heyrum sögurnar. Þær eru alls konar. Stundum um hryllilegt ofbeldi, stundum þannig að upplifun einstaklinganna virðist vera mjög ólík. Hvernig vinnum við með þessa meinsemd? Er refsivörslukerfið okkar þannig búið að það geti tekist á við verkefnið? Hvernig aðstoðum við gerendur við að hætta að beita ofbeldi?“ spurði Bryndís að lokum.

Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns

Þingmaður VG, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þakkaði þeim hugrekkið sem sett hafa reynslu sína af kynbundnu ofbeldi á samfélagsmiðla. „Það er ekki auðvelt að berskjalda sig opinberlega. Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju #metoo. Þetta er sem sagt í annað sinn á nokkrum árum sem samfélagsmiðlar ljá konum rödd og körlum sem voru líka lengi raddlausir vegna þöggunar og drusluskömmunnar, vegna viðhorfa sem hafa verið meinsemd í samfélagi okkar og ýta við okkur til að horfa framan í okkur sjálf sem samfélag, blákalt.“

Benti hún á að núna hefði skapast nokkur umræða um hvers vegna fólk stigi fram á samfélagsmiðlum, hvort réttlætanlegt væri að birta svo miklar upplýsingar að gerandi væri nánast persónugreindur án þess að málið rataði nokkurn tímann á borð lögreglu.

Bjarkey Olsen Mynd: Bára Huld Beck

„En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40 prósent kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn, 40 prósent. Til samanburðar eru 25 prósent dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðir. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins. Þó að þrjú ár séu síðan við hér í þessum sal breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum er sönnunarbyrðin í þeim málum enn þá allt of þung. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigið mannorð þegar þeir beita ofbeldinu. Við þurfum öll að líta í eigin barm, við þurfum að standa með öllum þolendum, ekki síst þeim sem standa okkur næst, og horfast í augu við gerendur sem við kunnum að þekkja og gera þeim ljóst að við tökum afstöðu gegn ofbeldi,“ sagði Bjarkey.

Þakkaði hún öllum þeim sem sýnt hafa hugrekki með því að segja sína sögu. „Ég sé ykkur. Ég trúi því að við séum öll að hlusta og nú þurfum við að takast á við þetta saman. Ég stend með ykkur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent