Bjarni „myndi vilja sjá minni kjördæmi út um landið“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að fyrir sitt leyti komi til greina að tvöfalda fjölda kjördæma á landsbyggðinni, til þess að færa þingmennina nær fólkinu. Hann telur þörf á grundvallarendurskoðun á kosningalöggjöfinni.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til greina að fjölga kjördæmum í landinu.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til greina að fjölga kjördæmum í landinu.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra segir að kom­inn sé tími til þess að end­ur­skoða kjör­dæma­skipan og kosn­inga­lög­gjöf í land­inu. Í við­tali við Vísi eftir fund rík­is­stjórn­ar­innar í dag sagði hann fyrir sitt leyti kæmi til greina að fjölga kjör­dæmum í lands­byggð­un­um.

„Ég finn til dæmis fyrir því þegar ég fer um landið að fólki finnst kjör­dæmin of stór og ef ég nefni þar að skera lands­byggð­ar­kjör­dæmin upp í tvennt, að tvö­falda fjölda þeirra, þá fellur það mönnum mjög vel í geð. Menn fengju þannig meiri nálægð við sína full­trúa á þingi og það fynd­ist mér alveg koma til greina,“ sagði Bjarni og bætti því við að það mætti spyrja sig hvaða vit væri í því að hafa Reykja­vík í tveimur kjör­dæm­um.

Frétta­maður Vísis spurði Bjarna út í þau sjón­ar­mið sem sett hafa verið fram um að fjöldi jöfn­un­ar­þing­sæta verði end­ur­skoð­aður til þess að jafna atkvæða­vægi í land­inu á milli flokka.

Ólafur Þ. Harð­ar­son pró­fessor í stjórn­mála­fræði hefur bent á að misvægi atkvæða á milli flokka, sem hefur verið til staðar allt frá 2009, megi leið­rétta með því að fjölga jöfn­un­ar­sætum með breyt­ingum á kosn­inga­lög­um. Hefur pró­fess­or­inn sagt það „Al­þingi til skammar að hafa ekki brugð­ist við og fjölgað jöfn­un­ar­sætum strax eftir kosn­ing­arnar 2013“ og höf­uðið verði bitið af skömminni ef Alþingi sam­þykki ekki að ráð­ast í slíkar breyt­ingar fyrir kosn­ingar hausts­ins.

Sagði þessu mál lítið hafa verið rædd

Bjarni sagði í við­tal­inu við Vísi að lítil umræða hefði verið um þessi mál inni á þingi og þau ekki verið til skoð­un­ar, en þó er það reyndar svo að bæði þing­flokkar Við­reisnar og Pírata hafa lagt fram frum­vörp á yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þingi sem hafa það að mark­miði að jafna vægi atkvæða, ýmist á milli flokka eða lands­hluta.

Auglýsing

Bjarni sagði að misvægi atkvæða væri „óheppi­legt“ en hann sagði þó að það væri „engin trygg­ing“ fyrir því að breyt­ingar sem yrðu gerðar núna á fjölda jöfn­un­ar­manna myndu leysa þetta misvægi á milli flokka, margar kosn­ingar fram í tím­ann. Enda væri engin vissa um hve margir flokkar yrðu á þingi eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Þing­menn nær fólk­inu

Einnig sagð­ist hann sjálfur sjá fyrir sér tölu­verðar breyt­ingar á kjör­dæma­fyr­ir­komu­lag­inu og þá í þá átt að kjör­dæmin á lands­byggð­inni yrðu fleiri og minni.

„Ég er búinn að mynda mér þá skoðun eftir mörg ár á þingi að þetta kjör­dæma­fyr­ir­komu­lag sem við erum með í dag sé ekk­ert svaka­lega heppi­legt. Það var ágætis breyt­ing á sínum tíma en mér finnst komin tími til að taka það upp til end­ur­skoð­unar og ég myndi vilja sjá minni kjör­dæmi út um land­ið. Það þýðir ekk­ert endi­lega fleiri þing­menn, og kannski einmitt ekki, sér­stak­lega ekki ef við förum að hreyfa við atkvæða­væg­inu. En það myndi færa þing­menn­ina nær fólk­inu og yrði til góðs að mínu álit­i,“ sagði Bjarni við Vísi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent