Blikur á lofti vegna indverska afbrigðis veirunnar

Indverskt afbrigði veirunnar sem er drifkrafturinn í þeirri skæðu bylgju sem gengur yfir landið, hefur greinst í yfir fjörutíu löndum. Vísbendingar eru um að það sé meira smitandi en önnur og geti valdið alvarlegri veikindum. Margt er þó enn á huldu.

COVID-veikur maður fær súrefni á sjúkrahúsi í Delí. Súrefni er af mjög skornum skammti sem hefur valdið mörgum dauðsföllum.
COVID-veikur maður fær súrefni á sjúkrahúsi í Delí. Súrefni er af mjög skornum skammti sem hefur valdið mörgum dauðsföllum.
Auglýsing

Vísbendingar eru um að eitt afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst uppgötvaðist á Indlandi sé meira smitandi og hafi betri hæfni til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en önnur. Rannsóknir á dýrum benda einnig til að það gæti valdið alvarlegri veikindum en afbrigði sem hingað til hafa þekkst. Fleiri viðvörunarbjöllur hafa kviknað varðandi aðra þætti. Vísindamenn leita nú svara við því hvort þetta afbrigði sé drifkraftur hinnar gríðarstóru annarrar bylgju faraldursins á Indlandi og hvaða hætta stafi þá mögulega af því á alheimsvísu.

Fleiri afbrigði veirunnar á Indlandi hafa einnig vakið athygli vísindamanna en eitt þeirra virðist nú hafa langmesta útbreiðslu.

Auglýsing

Sú bylgja faraldursins sem nú gengur yfir Indland er sérlega skæð. Daglega eru að greinast hundruð þúsunda nýrra smita, 400 þúsund á mánudag svo dæmi sé tekið, og í heild eru staðfest smit yfir 23 milljónir. Þetta hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar utan landamæra Indlands, m.a. í nágrannaríkinu Nepal og nú í Bangladess, einu fátækasta ríki veraldar.

Hið nýja afbrigði sem vísindamenn hafa augun sérstaklega á hefur fengið skammstöfunina B.1.617 og hefur þegar dreifst til um það bil fjörutíu landa, m.a. nágrannaríkjanna fyrrnefndu Bretlands og Singapúr. Það greindist fyrst um helgina í Bangladess. Upplýsingar um faraldurinn þaðan eru hins vegar af mjög skornum skammti. Bólusetning er stutt á veg komin og í lægð sem virðist vera í faraldrinum í mars og apríl gekk tækifærið til að bólusetja marga stjórnvöldum úr greipum því það stólar á bóluefni frá Indlandi. Indverjar bönnuðu hins vegar útflutning á því tímabundið á meðan þeir eru sjálfir að glíma við hina risavöxnu öldu smita sem þar gengur nú yfir.

Í Bangladess búa um 160 milljónir manna og oft í miklu nábýli. Stjórnvöld eru sögð vera að reyna að finna aðrar leiðir til að afla bóluefnis, því þau eiga ekki von á neinu frá Indlandi að minnsta kosti út júnímánuð. Helst hafa þau horft til Kína og Rússlands í þeim efnum. Landamærin milli Bangladess og Indlands eru lokuð fyrir ferðalögum fólks. Hins vegar fara um þau daglega miklir vöruflutningar og þannig hefur veiran átt greiða leið yfir þau. Útivistar- og ferðabönn eru í gildi en nú þegar ein stærsta trúarhátíð múslima, Eid al-Fitr er að hefjast mun fólk streyma úr borgunum, m.a. höfuðborginni Dakka, til smáþorpa um allt land. Mikil bylgja COVID-19 gæti því auðveldlega verið í uppsiglingu.

Heilbrigðisstarfsmenn í varnarbúnaði koma út af deild  þar sem COVID-sjúkir liggja á sjúkrahúsi í Delí. Mynd: EPA

Fyrir hálfum mánuði voru mörg afbrigði kórónuveirunnar að greinast á Indlandi, m.a. hið breska afbrigði, B.1.1.7. Það var á þessum tíma hvað útbreiddast í Delí á meðan önnur og ný afbrigði voru að breiðast út í öðrum hlutum landsins. Nú er staðan orðin allt önnur á ekki lengri tíma og B.1.617 hefur farið eins og flóðbylgja um nær allt landið og hlutfallslega að valda flestum smitum. Þetta gæti, að mati faraldsfræðinga, þýtt að það sé mun meira smitandi en önnur.

Í byrjun vikunnar ákvað Alþjóða heilbrigðismálastofnunin svo að setja afbrigðið B.1.617 á lista yfir þau sem fylgjast þurfi sérstaklega með. Það er aðeins gert þegar grunsemdir hafa vaknað um að þau hagi sér öðruvísi en önnur, m.a. séu meira smitandi, valdi alvarlegri veikindum og hafi aukna hæfni til að komast í gegnum ónæmisvarnir líkamans.

Kórónuveiran er stöðugt að stökkbreytast. Hún breytist í hvert skipti sem hún fjölgar sér og í hvert skipti sem hún fer úr einum líkama yfir í annan. Þannig eru þegar komin fram afbrigði sem eru undirafbrigði þess indverska – afbrigði sem hafa fengið skammstöfun á borð við B.1.617.2. Slíkt afbrigði er einmitt komið á varúðarlista í Bretlandi þar sem smitum af völdum þess fjölgaði um meira en 100 prósent á einni viku.

Í grein Nature um þau afbrigði sem helst vekja áhyggjur er einnig minnt á hið suðurafríska sem uppgötvaðist á síðasta ári. Vísbendingar eru t.d. uppi um að bóluefni AstraZeneca veiti minni vörn gegn því en öðrum afbrigðum. Sú rannsókn varð til þess að stjórnvöld í Suður-Afríku ákváðu að hætta að nota það bóluefni, að minnsta kosti tímabundið. Annað þekkt afbrigði sem sérstaklega er fylgst með er P.1 en það uppgötvaðist fyrst í Brasilíu og er það sem greindist helst í annarri bylgju faraldursins þar sem hófst í byrjun árs og sér ekki enn fyrir endann á.

Svo skammt er síðan indverska afbrigðið (B.1.1617) fór að dreifa sér að rannsóknir á því eru enn skammt á veg komnar. Hins vegar þykja sterkar vísbendingar um, miðað við hversu hratt það hefur breiðst út og hversu hratt það hefur náð að ýta öðrum afbrigðum úr vegi, að það sé meira smitandi en önnur.

Afbrigðið uppgötvaðist þegar í október á síðasta ári en í aðeins örfáum sýnum. Í janúar var farið að bera meira á því og í febrúar var það orðið ríkjandi í sýnum sem tekin voru í stærstu héruðum Indlands. Þróunin varð hröð í framhaldinu. Við frekari rannsóknir á veiruafbrigðinu hefur svo komið í ljós að það hafi átta stökkbreytingar í gaddapróteini sínu sem geri veirurnar hæfari til þess að komast inn í frumur mannslíkamans. Þá hafa nýjustu rannsóknir, sem framkvæmdar voru á rannsóknarstofu í Þýskalandi sýnt að afbrigðið á auðveldara með en önnur að komast inn í líffæri fólks sem og lungnafrumur.

Líkbrennsla á Indlandi. Líkhús eru yfirfull vegna hinnar skæðu bylgju faraldursins. Mynd: EPA

En óvissan er þó enn mikil þar sem þýsku rannsóknirnar eru framkvæmdar á frumum á rannsóknarstofu en ekki í raunheimum. Það verður að sögn vísindamannanna sem framkvæmdu rannsóknina að taka til greina þegar dregnar eru ályktanir. Við rannsóknir á öðrum dýrum en mannskepnunni hafa einnig komið fram vísbendingar um að indverska afbrigðið kunni að valda alvarlegri veikindum en önnur. Enn og aftur setja vísindamenn fyrirvara á að draga of miklar ályktanir út frá þeim niðurstöðum á þessu stigi málsins. Í fjórða lagi er svo mögulegt að mótefni virki lítið eitt verr á þetta afbrigði. Við þá rannsókn, sem var smá í sniðum, var blóð úr níu manns sem fengið höfðu fyrri bólusetningu af Pfizer-bóluefninu sýkt með hættulausri veiru sem hafði þó að geyma hin stökkbreyttu gaddaprótein indverska afbrigðisins. Niðurstaðan var sú að mótefnin, sem líkaminn framleiðir við bólusetningu, veittu 80 prósent minni vörn gegn nokkrum þeirra undirafbrigða af indverska afbrigðinu sem greinst hafa. Í annarri rannsókn sömu vísindamanna kom í ljós að nokkrir heilbrigðisstarfsmenn sem fengið höfðu bóluefnið Covishield (indversku útgáfuna af AstraZeneca) sýktust af COVID-19, flestir með indverska afbrigðinu. Dæmi eru svo einnig um að fólk sem hafði fengið COVID-19 áður og myndað mótefni sýktist aftur og þá af þessu tiltekna afbrigði.

Auglýsing

Síðustu daga hafa um og yfir 4.000 dauðsföll vegna COVID-19 verið staðfest daglega á Indlandi. Stjórnvöld hafa ekki viljað boða allsherjar lokun með tilheyrandi útgöngubanni og ferðabanni líkt og gert var í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor. Heilbrigðiskerfið er komið langt yfir öll þolmörk og ljóst að mörg dauðsfallanna megi rekja til þess. Súrefnisskortur er enn ríkjandi og heilbrigðisstarfsfólk bugað af álagi.

Nokkur ríki landsins hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um lokanir. Á landsvísu er slíkt þó ekki í gildi. Sérfræðingar telja að til að allsherjar lokun bíti þurfi hún að vara í að minnsta kosti 10-15 daga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar