Blikur á lofti vegna indverska afbrigðis veirunnar

Indverskt afbrigði veirunnar sem er drifkrafturinn í þeirri skæðu bylgju sem gengur yfir landið, hefur greinst í yfir fjörutíu löndum. Vísbendingar eru um að það sé meira smitandi en önnur og geti valdið alvarlegri veikindum. Margt er þó enn á huldu.

COVID-veikur maður fær súrefni á sjúkrahúsi í Delí. Súrefni er af mjög skornum skammti sem hefur valdið mörgum dauðsföllum.
COVID-veikur maður fær súrefni á sjúkrahúsi í Delí. Súrefni er af mjög skornum skammti sem hefur valdið mörgum dauðsföllum.
Auglýsing

Vís­bend­ingar eru um að eitt afbrigði kór­ónu­veirunnar sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi sé meira smit­andi og hafi betri hæfni til að kom­ast hjá ónæm­is­vörnum lík­am­ans en önn­ur. Rann­sóknir á dýrum benda einnig til að það gæti valdið alvar­legri veik­indum en afbrigði sem hingað til hafa þekkst. Fleiri við­vör­un­ar­bjöllur hafa kviknað varð­andi aðra þætti. Vís­inda­menn leita nú svara við því hvort þetta afbrigði sé drif­kraftur hinnar gríð­ar­stóru ann­arrar bylgju far­ald­urs­ins á Ind­landi og hvaða hætta stafi þá mögu­lega af því á alheims­vísu.

Fleiri afbrigði veirunnar á Ind­landi hafa einnig vakið athygli vís­inda­manna en eitt þeirra virð­ist nú hafa lang­mesta útbreiðslu.

Auglýsing

Sú bylgja far­ald­urs­ins sem nú gengur yfir Ind­land er sér­lega skæð. Dag­lega eru að grein­ast hund­ruð þús­unda nýrra smita, 400 þús­und á mánu­dag svo dæmi sé tek­ið, og í heild eru stað­fest smit yfir 23 millj­ón­ir. Þetta hefur þegar haft alvar­legar afleið­ingar utan landamæra Ind­lands, m.a. í nágranna­rík­inu Nepal og nú í Bangla­dess, einu fátæk­asta ríki ver­ald­ar.

Hið nýja afbrigði sem vís­inda­menn hafa augun sér­stak­lega á hefur fengið skamm­stöf­un­ina B.1.617 og hefur þegar dreifst til um það bil fjöru­tíu landa, m.a. nágranna­ríkj­anna fyrr­nefndu Bret­lands og Singapúr. Það greind­ist fyrst um helg­ina í Bangla­dess. Upp­lýs­ingar um far­ald­ur­inn þaðan eru hins vegar af mjög skornum skammti. Bólu­setn­ing er stutt á veg komin og í lægð sem virð­ist vera í far­aldr­inum í mars og apríl gekk tæki­færið til að bólu­setja marga stjórn­völdum úr greipum því það stólar á bólu­efni frá Ind­landi. Ind­verjar bönn­uðu hins vegar útflutn­ing á því tíma­bundið á meðan þeir eru sjálfir að glíma við hina risa­vöxnu öldu smita sem þar gengur nú yfir.

Í Bangla­dess búa um 160 millj­ónir manna og oft í miklu nábýli. Stjórn­völd eru sögð vera að reyna að finna aðrar leiðir til að afla bólu­efn­is, því þau eiga ekki von á neinu frá Ind­landi að minnsta kosti út júní­mán­uð. Helst hafa þau horft til Kína og Rúss­lands í þeim efn­um. Landa­mærin milli Bangla­dess og Ind­lands eru lokuð fyrir ferða­lögum fólks. Hins vegar fara um þau dag­lega miklir vöru­flutn­ingar og þannig hefur veiran átt greiða leið yfir þau. Úti­vistar- og ferða­bönn eru í gildi en nú þegar ein stærsta trú­ar­há­tíð múslima, Eid al-Fitr er að hefj­ast mun fólk streyma úr borg­un­um, m.a. höf­uð­borg­inni Dakka, til smá­þorpa um allt land. Mikil bylgja COVID-19 gæti því auð­veld­lega verið í upp­sigl­ingu.

Heilbrigðisstarfsmenn í varnarbúnaði koma út af deild  þar sem COVID-sjúkir liggja á sjúkrahúsi í Delí. Mynd: EPA

Fyrir hálfum mán­uði voru mörg afbrigði kór­ónu­veirunnar að grein­ast á Ind­landi, m.a. hið breska afbrigði, B.1.1.7. Það var á þessum tíma hvað útbreidd­ast í Delí á meðan önnur og ný afbrigði voru að breið­ast út í öðrum hlutum lands­ins. Nú er staðan orðin allt önnur á ekki lengri tíma og B.1.617 hefur farið eins og flóð­bylgja um nær allt landið og hlut­falls­lega að valda flestum smit­um. Þetta gæti, að mati far­alds­fræð­inga, þýtt að það sé mun meira smit­andi en önn­ur.

Í byrjun vik­unnar ákvað Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin svo að setja afbrigðið B.1.617 á lista yfir þau sem fylgj­ast þurfi sér­stak­lega með. Það er aðeins gert þegar grun­semdir hafa vaknað um að þau hagi sér öðru­vísi en önn­ur, m.a. séu meira smit­andi, valdi alvar­legri veik­indum og hafi aukna hæfni til að kom­ast í gegnum ónæm­is­varnir lík­am­ans.

Kór­ónu­veiran er stöðugt að stökk­breyt­ast. Hún breyt­ist í hvert skipti sem hún fjölgar sér og í hvert skipti sem hún fer úr einum lík­ama yfir í ann­an. Þannig eru þegar komin fram afbrigði sem eru und­ir­af­brigði þess ind­verska – afbrigði sem hafa fengið skamm­stöfun á borð við B.1.617.2. Slíkt afbrigði er einmitt komið á var­úð­ar­lista í Bret­landi þar sem smitum af völdum þess fjölg­aði um meira en 100 pró­sent á einni viku.

Í grein Nat­ure um þau afbrigði sem helst vekja áhyggjur er einnig minnt á hið suð­ur­a­fríska sem upp­götv­að­ist á síð­asta ári. Vís­bend­ingar eru t.d. uppi um að bólu­efni Astr­aZeneca veiti minni vörn gegn því en öðrum afbrigð­um. Sú rann­sókn varð til þess að stjórn­völd í Suð­ur­-Afr­íku ákváðu að hætta að nota það bólu­efni, að minnsta kosti tíma­bund­ið. Annað þekkt afbrigði sem sér­stak­lega er fylgst með er P.1 en það upp­götv­að­ist fyrst í Bras­ilíu og er það sem greind­ist helst í annarri bylgju far­ald­urs­ins þar sem hófst í byrjun árs og sér ekki enn fyrir end­ann á.

Svo skammt er síðan ind­verska afbrigðið (B.1.1617) fór að dreifa sér að rann­sóknir á því eru enn skammt á veg komn­ar. Hins vegar þykja sterkar vís­bend­ingar um, miðað við hversu hratt það hefur breiðst út og hversu hratt það hefur náð að ýta öðrum afbrigðum úr vegi, að það sé meira smit­andi en önn­ur.

Afbrigðið upp­götv­að­ist þegar í októ­ber á síð­asta ári en í aðeins örfáum sýn­um. Í jan­úar var farið að bera meira á því og í febr­úar var það orðið ríkj­andi í sýnum sem tekin voru í stærstu hér­uðum Ind­lands. Þró­unin varð hröð í fram­hald­inu. Við frek­ari rann­sóknir á veiru­af­brigð­inu hefur svo komið í ljós að það hafi átta stökk­breyt­ingar í gadda­próteini sínu sem geri veir­urnar hæf­ari til þess að kom­ast inn í frumur manns­lík­am­ans. Þá hafa nýj­ustu rann­sókn­ir, sem fram­kvæmdar voru á rann­sókn­ar­stofu í Þýska­landi sýnt að afbrigðið á auð­veld­ara með en önnur að kom­ast inn í líf­færi fólks sem og lungna­frum­ur.

Líkbrennsla á Indlandi. Líkhús eru yfirfull vegna hinnar skæðu bylgju faraldursins. Mynd: EPA

En óvissan er þó enn mikil þar sem þýsku rann­sókn­irnar eru fram­kvæmdar á frumum á rann­sókn­ar­stofu en ekki í raun­heim­um. Það verður að sögn vís­inda­mann­anna sem fram­kvæmdu rann­sókn­ina að taka til greina þegar dregnar eru álykt­an­ir. Við rann­sóknir á öðrum dýrum en mann­skepn­unni hafa einnig komið fram vís­bend­ingar um að ind­verska afbrigðið kunni að valda alvar­legri veik­indum en önn­ur. Enn og aftur setja vís­inda­menn fyr­ir­vara á að draga of miklar álykt­anir út frá þeim nið­ur­stöðum á þessu stigi máls­ins. Í fjórða lagi er svo mögu­legt að mótefni virki lítið eitt verr á þetta afbrigði. Við þá rann­sókn, sem var smá í snið­um, var blóð úr níu manns sem fengið höfðu fyrri bólu­setn­ingu af Pfiz­er-­bólu­efn­inu sýkt með hættu­lausri veiru sem hafði þó að geyma hin stökk­breyttu gadda­prótein ind­verska afbrigð­is­ins. Nið­ur­staðan var sú að mótefn­in, sem lík­am­inn fram­leiðir við bólu­setn­ingu, veittu 80 pró­sent minni vörn gegn nokkrum þeirra und­ir­af­brigða af ind­verska afbrigð­inu sem greinst hafa. Í annarri rann­sókn sömu vís­inda­manna kom í ljós að nokkrir heil­brigð­is­starfs­menn sem fengið höfðu bólu­efnið Covishi­eld (ind­versku útgáf­una af Astr­aZeneca) sýkt­ust af COVID-19, flestir með ind­verska afbrigð­inu. Dæmi eru svo einnig um að fólk sem hafði fengið COVID-19 áður og myndað mótefni sýkt­ist aftur og þá af þessu til­tekna afbrigði.

Auglýsing

Síð­ustu daga hafa um og yfir 4.000 dauðs­föll vegna COVID-19 verið stað­fest dag­lega á Ind­landi. Stjórn­völd hafa ekki viljað boða alls­herjar lokun með til­heyr­andi útgöngu­banni og ferða­banni líkt og gert var í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins síð­asta vor. Heil­brigð­is­kerfið er komið langt yfir öll þol­mörk og ljóst að mörg dauðs­fall­anna megi rekja til þess. Súr­efn­is­skortur er enn ríkj­andi og heil­brigð­is­starfs­fólk bugað af álagi.

Nokkur ríki lands­ins hafa tekið sjálf­stæða ákvörðun um lok­an­ir. Á lands­vísu er slíkt þó ekki í gildi. Sér­fræð­ingar telja að til að alls­herjar lokun bíti þurfi hún að vara í að minnsta kosti 10-15 daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar