Fjöldi farsímaáskrifta dróst saman á Íslandi í fyrsta sinn frá 1994

Síminn er með mesta markaðshlutdeild á íslenskum farsímamarkaði en Nova var eina fjarskiptafyrirtækið á meðal þeirra þriggja stóru sem fjölgaði áskrifendum milli ára. Litíl fyrirtæki á markaðnum, sem deila fjögur prósent hlutdeild, hafa aukið umsvif sín.

sími
Auglýsing

Alls voru 475.842 far­síma­á­skriftir skráðar hjá íslenskum fjar­skipta­fyr­ir­tækjum í lok síð­asta árs. Það er 303 áskriftum færri en voru skráðar ári áður. Í fyrsta sinn frá því að GSM-sím­inn hóf mæl­an­lega inn­reið sína inn á íslenskan fjar­skipta­markað árið 1994 fækk­aði því far­síma­á­skriftum milli ára. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2020.

Að sama skapi tvö­fald­að­ist fjöldi svo­kall­aðra tæki í tæki áskrifta (e. M2M). Þær voru um 54 þús­und í lok árs 2019 en 112 þús­und um síð­ustu ára­mót. 

Minnstu fyr­ir­tækin að bæta mestu við sig

Á Íslandi eru þrjú fjar­skipta­fyr­ir­tæki; Sím­inn, Nova og Voda­fone (sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni) sem eru sam­an­lagt með 96,1 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­að­i. 

Ein­ungis eitt þeirra, Nova, fjölg­aði við­skipta­vinum sínum á mark­aðnum á árinu 2020, ein þeim fjölg­aði þó ein­ungis um átta. Mark­aðs­hlut­deild Nova stóð því nán­ast í stað en hún var 32,9 pró­sent í lok síð­asta árs. 

Auglýsing
Síminn, stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, tap­aði 2.207 áskriftum milli ára og eru nú 173.788 tals­ins. Mark­aðs­hlut­deild Sím­ans er nú 36,5 pró­sent og dróst saman um 0,5 pró­sentu­stig milli ára. 

Voda­fone tap­aði sömu­leiðis nokkrum fjölda áskrifta og mark­aðs­hlut­deilt fyr­ir­tæk­is­ins dróst saman um 0,5 pró­sentu­stig. Hún var 26,7 pró­sent um síð­ustu ára­mót. 

Þegar horft er lengra aftur í tím­ann, til loka árs 2018, getur Sím­inn vel við unað. Hann er eina stóra fjar­skipta­fyr­ir­tækið sem hefur bætt við sig áskriftum frá þeim tíma, eða 3.467 tals­ins. Á sama tíma hefur áskriftum hjá Nova fækkað um 2.089 og hjá Vodda­fone um 7.150.

Aðrir aðilar á mark­aði, þeir sem skipta nú á milli sín tæp­lega fjögur pró­sent mark­aðs­hlut­deild, hafa þó bætt mestu við sig á síð­ustu tveimur árum. Fjöldi áskrifta sem eru ekki hjá stóru þremur hefur farið úr 11.420 í 18.371. Það er aukn­ing upp á 60 pró­sent á tveggja ára tíma­bili. Í því mengi er fjar­skipta­fyr­ir­tækið Hringdu fyr­ir­ferð­ar­mest. 

Úr rúm­lega tvö þús­und í tæpa hálfa milljón

Fyrsta aðgengi­lega töl­fræði­skýrsla Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn kom út árið 2005. Þar voru birtar tölur um fjölda skráðra GSM-á­skrifta aftur til árs­ins 1994, þegar þær voru 2.119 tals­ins. Næstu árin fjölg­aði þeim jafnt og þétt og voru orðnar 284.521 árið 2005. 

­Með snjall­síma­bylt­ing­unni, sem kom til eftir að fyrsti iPho­ne-inn var kynntur til leiks sum­arið 2007, breyt­ist hlut­verk sím­ans umtals­vert og hann fór að nýt­ast í mun fleiri hluti en áður. Nú til dags er þessi litla tölva í vasa okkar flestra helsta tækið sem notað er til að nálg­ast afþr­ey­ingu, sam­fé­lags­miðla og frétt­ir. Hún er auk þess mynda­vél, halla­mál, veð­ur­fræð­ing­ur, nær­ing­ar­ráð­gjafi og ýmis­legt ann­að. 

Árið 2007 var heild­ar­fjöldi GSM-á­skrifta kom­inn í tæp­lega 312 þús­und hér­lend­is. Árið 2010 var fjöld­inn kom­inn í 375 þús­und og 2014 fór hann yfir 400 þús­und. 

Fjöld­inn náði því að vera tæp­lega 476 þús­und árið 2019 en, líkt og áður sagði, skrapp hann saman í fyrra í fyrsta sinn frá því að farið var að halda utan um þessar töl­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent