Fjöldi farsímaáskrifta dróst saman á Íslandi í fyrsta sinn frá 1994

Síminn er með mesta markaðshlutdeild á íslenskum farsímamarkaði en Nova var eina fjarskiptafyrirtækið á meðal þeirra þriggja stóru sem fjölgaði áskrifendum milli ára. Litíl fyrirtæki á markaðnum, sem deila fjögur prósent hlutdeild, hafa aukið umsvif sín.

sími
Auglýsing

Alls voru 475.842 farsímaáskriftir skráðar hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum í lok síðasta árs. Það er 303 áskriftum færri en voru skráðar ári áður. Í fyrsta sinn frá því að GSM-síminn hóf mælanlega innreið sína inn á íslenskan fjarskiptamarkað árið 1994 fækkaði því farsímaáskriftum milli ára. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri tölfræði skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um fjarskiptamarkaðinn sem sýnir stöðuna í lok árs 2020.

Að sama skapi tvöfaldaðist fjöldi svokallaðra tæki í tæki áskrifta (e. M2M). Þær voru um 54 þúsund í lok árs 2019 en 112 þúsund um síðustu áramót. 

Minnstu fyrirtækin að bæta mestu við sig

Á Íslandi eru þrjú fjarskiptafyrirtæki; Síminn, Nova og Vodafone (sem tilheyrir Sýn-samstæðunni) sem eru samanlagt með 96,1 prósent markaðshlutdeild á farsímamarkaði. 

Einungis eitt þeirra, Nova, fjölgaði viðskiptavinum sínum á markaðnum á árinu 2020, ein þeim fjölgaði þó einungis um átta. Markaðshlutdeild Nova stóð því nánast í stað en hún var 32,9 prósent í lok síðasta árs. 

Auglýsing
Síminn, stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, tapaði 2.207 áskriftum milli ára og eru nú 173.788 talsins. Markaðshlutdeild Símans er nú 36,5 prósent og dróst saman um 0,5 prósentustig milli ára. 

Vodafone tapaði sömuleiðis nokkrum fjölda áskrifta og markaðshlutdeilt fyrirtækisins dróst saman um 0,5 prósentustig. Hún var 26,7 prósent um síðustu áramót. 

Þegar horft er lengra aftur í tímann, til loka árs 2018, getur Síminn vel við unað. Hann er eina stóra fjarskiptafyrirtækið sem hefur bætt við sig áskriftum frá þeim tíma, eða 3.467 talsins. Á sama tíma hefur áskriftum hjá Nova fækkað um 2.089 og hjá Voddafone um 7.150.

Aðrir aðilar á markaði, þeir sem skipta nú á milli sín tæplega fjögur prósent markaðshlutdeild, hafa þó bætt mestu við sig á síðustu tveimur árum. Fjöldi áskrifta sem eru ekki hjá stóru þremur hefur farið úr 11.420 í 18.371. Það er aukning upp á 60 prósent á tveggja ára tímabili. Í því mengi er fjarskiptafyrirtækið Hringdu fyrirferðarmest. 

Úr rúmlega tvö þúsund í tæpa hálfa milljón

Fyrsta aðgengilega tölfræðiskýrsla Póst- og fjarskiptastofnunar um fjarskiptamarkaðinn kom út árið 2005. Þar voru birtar tölur um fjölda skráðra GSM-áskrifta aftur til ársins 1994, þegar þær voru 2.119 talsins. Næstu árin fjölgaði þeim jafnt og þétt og voru orðnar 284.521 árið 2005. 

Með snjallsímabyltingunni, sem kom til eftir að fyrsti iPhone-inn var kynntur til leiks sumarið 2007, breytist hlutverk símans umtalsvert og hann fór að nýtast í mun fleiri hluti en áður. Nú til dags er þessi litla tölva í vasa okkar flestra helsta tækið sem notað er til að nálgast afþreyingu, samfélagsmiðla og fréttir. Hún er auk þess myndavél, hallamál, veðurfræðingur, næringarráðgjafi og ýmislegt annað. 

Árið 2007 var heildarfjöldi GSM-áskrifta kominn í tæplega 312 þúsund hérlendis. Árið 2010 var fjöldinn kominn í 375 þúsund og 2014 fór hann yfir 400 þúsund. 

Fjöldinn náði því að vera tæplega 476 þúsund árið 2019 en, líkt og áður sagði, skrapp hann saman í fyrra í fyrsta sinn frá því að farið var að halda utan um þessar tölur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent