Íslendingar notuðu 50 prósent meira gagnamagn í fyrra en árið áður

Íslenskir notendur notuðu 337 sinnum meira gagnamagn á árinu 2020 á farsímaneti en þeir gerðu 2009 þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi skroppið verulega saman. Kórónuveirufaraldurinn jók því notkun landsmanna á snjalltækjum sínum umtalsvert.

Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Auglýsing

Fyrir rúmum áratug, nánar tiltekið 2009, voru ekki margir sem notuðu snjalltæki tengt við farsímanet sem helstu leið sína til að nálgast afþreyingu og fréttir. Það ár notuðu íslenskir farsímanotendur alls 243 þúsund gígabæti af gagnamagni á farsímanetum fjarskiptafyrirtækjanna. 

Á þessum tíma var snjallsímavæðingin enn stutt á veg komin – fyrsta iPhone-inn var kynntur til leiks sumarið 2007 – og enn tvö ár í að spjaldtölvur voru útnefndar sem jólagjöf ársins af Rannsóknarsetri verslunarinnar. 

Síðan þá hefur gagnamagnsnotkunin hins vegar aukist skarpt. Raunar er það svo að á ellefu árum hefur hún 337faldast.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri tölfræði skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um fjarskiptamarkaðinn sem sýnir stöðuna í lok árs 2020 sem birt var nýverið. 

Nova með mesta markaðshlutdeild

Þar segir að íslenskir farsímanotendur hafi notað alls 81,9 milljón gígabæti á farsímaneti fjarskiptafyrirtækjanna í fyrra. Á milli áranna 2019 og 2020 nam aukningin 49,4 prósentum. Sú aukning varð þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsótti Ísland hafi fallið úr um tveimur milljónum árið 2019 í undir hálfa milljón í fyrra, vegna kórónuveirufaraldursins. 

Auglýsing
Mest var notkunin á meðal viðskiptavina Nova, sem notuðu alls 51,4 milljón gígabæti í fyrra. Fyrirtækið var með 62,7 prósent markaðshlutdeild á gagnamagnsmarkaði á farsímaneti á árinu 2020. Viðskiptavinir Símans notuðu 23,7 prósent af gagnamagningu og þeir sem eru með í viðskiptum við Vodafone, sem tilheyrir Sýn-samstæðunni, nýttu 11,1 prósent. Aðrir minni leikendur voru svo með 2,5 prósent af markaðnum samtals. 

Helsta breytingin sem orðið hefur á undanförnum árum er að Nova hefur bætti við sig markaðshlutdeild á kostnað hinna tveggja. 

Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum farsímanetið, ekki þá sem nýtt er með tengingu við beini (WiFi), en margir farsímar tengjast slíkum beini heima hjá notanda og/eða á vinnustað hans. Síminn er það fyrirtæki sem er með flesta viðskiptavini þegar kemur að hefðbundnum internettengingum.

5G-væðingin rétt að byrja

Um liðin áramót voru 85 prósent allra virkra símakorta á farsímaneti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 prósent allra símakorta þannig, en 4G-væðingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G tengingar innan farsímanetsins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G tengingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hraðari en hröðustu ADSL-tengingar. 

Fyrsti 5G sendirinn var svo tekinn í gagnið hérlendis árið 2019 og í kjölfarið hófust prófanir á slíkri þjónustum en með 5G fá notendur að meðaltali tíu sinnum meiri hraða en með 4G. 

Stefnt var að því að notkun á 5G kortum yrði nokkuð almenn á síðasta ári en af því varð ekki. Í árslok var fjöldi virkra 5G-korta hérlendis einungis 119 talsins. 

Búast má við því að breytist í nánustu framtíð þar sem öll stærstu fjarskiptafyrirtækin á Íslandi ætla sér í öfluga uppbyggingu á 5G-þjónustu á næstu árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent