Íslendingar notuðu 50 prósent meira gagnamagn í fyrra en árið áður

Íslenskir notendur notuðu 337 sinnum meira gagnamagn á árinu 2020 á farsímaneti en þeir gerðu 2009 þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi skroppið verulega saman. Kórónuveirufaraldurinn jók því notkun landsmanna á snjalltækjum sínum umtalsvert.

Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Auglýsing

Fyrir rúmum ára­tug, nánar til­tekið 2009, voru ekki margir sem not­uðu snjall­tæki tengt við far­síma­net sem helstu leið sína til að nálg­ast afþr­ey­ingu og frétt­ir. Það ár not­uðu íslenskir far­síma­not­endur alls 243 þús­und gíga­bæti af gagna­magni á far­síma­netum fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. 

Á þessum tíma var snjall­síma­væð­ingin enn stutt á veg komin – fyrsta iPho­ne-inn var kynntur til leiks sum­arið 2007 – og enn tvö ár í að spjald­tölvur voru útnefndar sem jóla­gjöf árs­ins af Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar. 

Síðan þá hefur gagna­magns­notk­unin hins vegar auk­ist skarpt. Raunar er það svo að á ell­efu árum hefur hún 337fald­ast.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2020 sem birt var nýver­ið. 

Nova með mesta mark­aðs­hlut­deild

Þar segir að íslenskir far­síma­not­endur hafi notað alls 81,9 milljón gíga­bæti á far­síma­neti fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna í fyrra. Á milli áranna 2019 og 2020 nam aukn­ingin 49,4 pró­sent­um. Sú aukn­ing varð þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferða­manna sem heim­sótti Ísland hafi fallið úr um tveimur millj­ónum árið 2019 í undir hálfa milljón í fyrra, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Auglýsing
Mest var notk­unin á meðal við­skipta­vina Nova, sem not­uðu alls 51,4 milljón gíga­bæti í fyrra. Fyr­ir­tækið var með 62,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á gagna­magns­mark­aði á far­síma­neti á árinu 2020. Við­skipta­vinir Sím­ans not­uðu 23,7 pró­sent af gagna­magn­ingu og þeir sem eru með í við­skiptum við Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni, nýttu 11,1 pró­sent. Aðrir minni leik­endur voru svo með 2,5 pró­sent af mark­aðnum sam­tals. 

Helsta breyt­ingin sem orðið hefur á und­an­förnum árum er að Nova hefur bætti við sig mark­aðs­hlut­deild á kostnað hinna tveggja. 

Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinnu­stað hans. Sím­inn er það fyr­ir­tæki sem er með flesta við­skipta­vini þegar kemur að hefð­bundnum inter­netteng­ing­um.

5G-væð­ingin rétt að byrja

Um liðin ára­mót voru 85 pró­sent allra virkra síma­korta á far­síma­neti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 pró­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G teng­ingar innan far­síma­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar. 

Fyrsti 5G sendir­inn var svo tek­inn í gagnið hér­lendis árið 2019 og í kjöl­farið hófust próf­anir á slíkri þjón­ustum en með 5G fá not­endur að með­al­tali tíu sinnum meiri hraða en með 4G. 

Stefnt var að því að notkun á 5G kortum yrði nokkuð almenn á síð­asta ári en af því varð ekki. Í árs­lok var fjöldi virkra 5G-korta hér­lendis ein­ungis 119 tals­ins. 

Búast má við því að breyt­ist í nán­ustu fram­tíð þar sem öll stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækin á Íslandi ætla sér í öfl­uga upp­bygg­ingu á 5G-­þjón­ustu á næstu árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent