Íslendingar notuðu 50 prósent meira gagnamagn í fyrra en árið áður

Íslenskir notendur notuðu 337 sinnum meira gagnamagn á árinu 2020 á farsímaneti en þeir gerðu 2009 þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi skroppið verulega saman. Kórónuveirufaraldurinn jók því notkun landsmanna á snjalltækjum sínum umtalsvert.

Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Auglýsing

Fyrir rúmum ára­tug, nánar til­tekið 2009, voru ekki margir sem not­uðu snjall­tæki tengt við far­síma­net sem helstu leið sína til að nálg­ast afþr­ey­ingu og frétt­ir. Það ár not­uðu íslenskir far­síma­not­endur alls 243 þús­und gíga­bæti af gagna­magni á far­síma­netum fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. 

Á þessum tíma var snjall­síma­væð­ingin enn stutt á veg komin – fyrsta iPho­ne-inn var kynntur til leiks sum­arið 2007 – og enn tvö ár í að spjald­tölvur voru útnefndar sem jóla­gjöf árs­ins af Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar. 

Síðan þá hefur gagna­magns­notk­unin hins vegar auk­ist skarpt. Raunar er það svo að á ell­efu árum hefur hún 337fald­ast.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2020 sem birt var nýver­ið. 

Nova með mesta mark­aðs­hlut­deild

Þar segir að íslenskir far­síma­not­endur hafi notað alls 81,9 milljón gíga­bæti á far­síma­neti fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna í fyrra. Á milli áranna 2019 og 2020 nam aukn­ingin 49,4 pró­sent­um. Sú aukn­ing varð þrátt fyrir að fjöldi erlendra ferða­manna sem heim­sótti Ísland hafi fallið úr um tveimur millj­ónum árið 2019 í undir hálfa milljón í fyrra, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. 

Auglýsing
Mest var notk­unin á meðal við­skipta­vina Nova, sem not­uðu alls 51,4 milljón gíga­bæti í fyrra. Fyr­ir­tækið var með 62,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á gagna­magns­mark­aði á far­síma­neti á árinu 2020. Við­skipta­vinir Sím­ans not­uðu 23,7 pró­sent af gagna­magn­ingu og þeir sem eru með í við­skiptum við Voda­fo­ne, sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni, nýttu 11,1 pró­sent. Aðrir minni leik­endur voru svo með 2,5 pró­sent af mark­aðnum sam­tals. 

Helsta breyt­ingin sem orðið hefur á und­an­förnum árum er að Nova hefur bætti við sig mark­aðs­hlut­deild á kostnað hinna tveggja. 

Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinnu­stað hans. Sím­inn er það fyr­ir­tæki sem er með flesta við­skipta­vini þegar kemur að hefð­bundnum inter­netteng­ing­um.

5G-væð­ingin rétt að byrja

Um liðin ára­mót voru 85 pró­sent allra virkra síma­korta á far­síma­neti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 pró­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G teng­ingar innan far­síma­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar. 

Fyrsti 5G sendir­inn var svo tek­inn í gagnið hér­lendis árið 2019 og í kjöl­farið hófust próf­anir á slíkri þjón­ustum en með 5G fá not­endur að með­al­tali tíu sinnum meiri hraða en með 4G. 

Stefnt var að því að notkun á 5G kortum yrði nokkuð almenn á síð­asta ári en af því varð ekki. Í árs­lok var fjöldi virkra 5G-korta hér­lendis ein­ungis 119 tals­ins. 

Búast má við því að breyt­ist í nán­ustu fram­tíð þar sem öll stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækin á Íslandi ætla sér í öfl­uga upp­bygg­ingu á 5G-­þjón­ustu á næstu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent