Hættustigi lýst yfir vegna gróðurelda – fólk hvatt til að sleppa því að grilla

Bann hefur verið lagt við því að fara með opinn eld allt frá Breiðafirði suður að Eyjafjöllum. Almenningur á því sama svæði er hvattur til þess að sleppa því að grilla þar til yfirstandandi þurrkatíð lýkur.

Gróðureldar hafa verið tíðir á suðvesturhorninu undanfarna daga, enda hefur ekki rignt dropa úr lofti dögum saman og eldsmatur mikill. Mynd frá slökkvistarfi í Heiðmörk í upphafi mánaðar.
Gróðureldar hafa verið tíðir á suðvesturhorninu undanfarna daga, enda hefur ekki rignt dropa úr lofti dögum saman og eldsmatur mikill. Mynd frá slökkvistarfi í Heiðmörk í upphafi mánaðar.
Auglýsing

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjóra og slökkvi­liðs­stjóra á Vest­fjörð­um, Vest­ur­landi, Höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­nesjum og Suð­ur­landi, hefur ákveðið að lýsa yfir hættu­stigi almanna­varna vegna hættu á gróð­ur­eldum allt frá Breiða­firði að Eyja­fjöll­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá almanna­vörn­um, en ákvörð­unin byggir á því að það hefur verið skrauf­þurrt á svæð­inu að und­an­förnu og veð­ur­spá næstu daga sýnir ekki neina úrkomu af ráði.

Algjört bann við því að fara með opinn eld

Bann hefur lagt við því að vera með opinn eld á öllu þessu svæði og varðar það sekt­um. Til­kynnt verður þegar þessu banni verður aflétt.

Auglýsing

Að auki er almenn­ingur hvattur til þess að sleppa því alfarið að kveikja eld, hvort sem það er inni eða úti – þar með talið til þess að sleppa því að nota einnota grill, sem og venju­leg grill og sum­ar­húsa­eig­endur eru hvattir til þess að kanna flótta­leiðir við sum­ar­hús og gera flótta­á­ætl­un.

Óvissu­stig, tvö hættu­stig og eitt neyð­ar­stig

Hættu­stig almanna­varna er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af nátt­úru- eða manna­völdum þó ekki svo alvar­legar að um neyð­ar­á­stand sé að ræða. Að lýsa yfir hættu­stigi er hluti af verk­ferlum í skipu­lagi almanna­varna til að tryggja form­leg sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf á milli við­bragðs­að­ila og almenn­ings.

Það sem af er ári hefur einnig verið hættu­stigi einnig verið lýst yfir vegna jarð­skjálda­hr­inu á Reykja­nesi, síðan eld­goss­ins í Geld­inga­dölum og svo auð­vitað heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Raunar eru almanna­varnir enn á neyð­ar­stigi vegna COVID-19. Ofan á þetta bæt­ist síðan að enn er óvissu­stig almanna­varna á Seyð­is­firði vegna skriðu­hættu.

Almenn­ingur og sum­ar­húsa­eig­endur frá Breiða­firði til Eyja­fjalla eru hvattir til að:

  • Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamín­ur, grill, varð­eld­ar, flug­eldar og fleira)
  • Ekki nota einnota grill sem og venju­leg grill
  • Kanna flótta­leiðir við sum­ar­hús
  • Huga að bruna­vörnum (slökkvi­tæki, reyk­skynjar­ar) og gera flótta­á­ætlun
  • Ekki vinna með verk­færi sem hitna mikið eða valda neista
  • Fjar­læga eld­fim efni við hús (huga að stað­setn­ingu gaskúta)
  • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent