Enn 765 manns í trúfélagi bræðra sem ákærðir eru fyrir fjársvik og peningaþvætti

Þrátt fyrir að forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafi verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti eru enn 765 manns skráð í félagið, samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá. Í Þjóðkirkjunni eru nú slétt 62 prósent landsmanna.

Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa verið í forsvari fyrir trúfélagið Zuism.
Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa verið í forsvari fyrir trúfélagið Zuism.
Auglýsing

Þrátt fyrir að forsvarsmenn trúfélagsins Zuism sæti ákæru fyrir að svíkja sóknargjöld úr ríkissjóði og nota þau í eigin þágu um nokkurra ára skeið eru enn 765 manns í trúfélaginu, sem er þó það trúfélag sem minnkað hefur mest frá því í desember 2020, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá.

Zúistar eru nú 151 færri en þeir voru þá. Trúfélagið, ef slíkt má kalla, er þó enn það tíunda stærsta hér á landi, þegar horft er til fjölda meðlima. Þegar meðlimir í Zuism voru flestir fór fjöldi þeirra yfir þrjú þúsund. Það var í upphafi árs 2016, en skömmu áður hafði hópur fólks tekið yfir trúfélagið, sem núverandi forsvarsmenn stofnuðu árið 2013.

Hópurinn lofaði meðlimum Zuism því að sóknargjöld þeirra yrðu endurgreidd, í gjörningi sem var ádeila á núverandi trúfélagskerfi og innheimtu ríkisins á sóknargjöldum. Þessi hópur, sem kallaði sig öldungaráð Zúista, missti þó trúfélagið úr sínum höndum og aftur til bræðranna sem stofnuðu það – Einars og Ágústs Arnars Ágústssona, sem eru þekktir sem Kickstarter-bræður.

Zuism fékk 84,7 milljónir frá ríkinu

Tugmilljónir streymdu síðan í sjóði félagsins úr ríkissjóði næstu árin vegna þess fjölda félaga sem enn voru í trúfélaginu. Ríkissjóður greiddi 36 sinnum inn á reiknings félagsins í Arion banka frá október 2017 til janúar 2019 vegna sóknargjalda áranna 2016 til 2018 – alls 84,7 milljónir króna.

Í ákæru héraðssaksóknara gagnvart bræðrunum, trúfélaginu og tveimur öðrum félögum í eigu bræðranna, sem þingfest var í desember síðastliðnum, segir að þeir hafi blekkt íslenska ríkið til þess að fá fjármuni með því að þykjast reka trúarlega starfsemi, en engin trúariðkun hafi farið fram í félaginu.

Auglýsing

Þeir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti, fyrir að hafa flutt og nýtt peningana sem Zuism fékk úr ríkissjóði, meðal annars til í að taka þátt í hlutafjárútboðum Heimavalla og Arion banka og í ýmsa daglega neyslu eftir að fé hafði verið flutt inn á bankareikninga bræðranna eða félaga í þeirra eigu.

Bræðurnir reyndu að fá ákæru héraðssaksóknara vísað frá, en þeirri kröfu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði síðan.

Slétt 62 prósent í Þjóðkirkjunni

Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár, um skráningu í trúfélög 1. maí, fækkaði um 88 manns í Þjóðkirkjunni frá því 1. desember 2020. Nú standa slétt 62 prósent landsmanna innan Þjóðkirkjunnar, alls 229.629 einstaklingar. Hlutfall landsmanna í kirkjunni lækkar því um 0,3 prósentustig á síðustu 5 mánuðum.

15,2 prósent eru í öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Þeirra fjölmennust eru Kaþólska kirkjan með 14.671 meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með 9.996 meðlimi. Félögum í Siðmennt og Ásatrúarfélaginu hefur fjölgað mest frá því í byrjun desember, eða um 143 og 144 meðlimi.

Nýtt trúfélag, Islamic Cultural Centre of Iceland (ICCI), var skráð í síðasta mánuði, samkvæmt tilkynningu Þjóðskrár. Þar eru nú 26 meðlimir.

15,1 prósent landsmanna eru með ótilgreinda trúfélagaskráningu og 7,7 prósent eru skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent