Katrín sannfærð um að héraðssaksóknari sé að sinna rannsókn á Samherja af fullri alvöru

Katrín Jakobsdóttir segist hafa mikla trú á embætti héraðssaksóknara og að það hafi skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að það fái þá fjármuni sem þurfi til að ljúka rannsókn á Samherja.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Auglýsing

„Mér finnst ekki gott ef gefið er í skyn hér að ekki sé verið að sinna þessari rannsókn af fullri alvöru, að það er alls ekki mín sannfæring. Mín sannfæring er sú að héraðssaksóknari sé svo sannarlega að sinna þessari rannsókn af fullri alvöru og hann hefur skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að hann fái þá fjármuni sem hann þarf til að ljúka henni.“ 

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um stöðu þegar hún svaraði óundirbúinni fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, á Alþingi í dag  um fjárheimildir til eftirlits gegn spillingu, þar sem hann spurði meðal annars út í Samherjamálið svokallaða. 

Þar vísar Katrín í að í byrjun árs í fyrra hafi þær stofnanir sem tengjast eftirliti og vörnum gegn peningaþvætti, skattrannsóknum og skatteftirliti fengið 200 milljóna króna viðbótarframlag úr ríkissjóði. Þetta var gert í samræmi við  yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að grípa til alls sjö aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnulífi, en aðgerðaráætlunin var samþykkt á ríkisstjórnarfundi 19. nóvember, nokkrum dögum eftir að opinberun Kveiks, Stundarinnar, Wikileaks og Al Jazeera á meintum mútugreiðslum, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja í Namibíu og víðar var birt. 

Í aðgerðaráætluninni sagði að hugað yrði sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara „í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu.“

Spurði um svelti eftirlitsstofnana

Björn Leví sagði í upphafi fyrirspurnar sinnar að þegar Samherjamálið svokallaða hófst í nóvember 2019 hafi 100 mál beðið rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara, þar af um 60 skattamál. „Vegna þessa bað héraðssaksóknari um aukið fjármagn fyrir sex stöðugildum til að ná að sinna verkefnum embættisins í nóvember 2019. Þeirri beiðni var hafnað í fjárlagavinnu fyrir árið 2020. Starfsfólki á rannsóknarsviði héraðssaksóknara fjölgaði þó um sex stöðugildi um mitt ár 2020. Það er í sjálfu sér áhugavert að það sé hægt þegar engin fjárheimild er fyrir því, en samkvæmt heimildum er um að ræða 30 milljónir úr dómsmálaráðuneytinu sem var einhvern veginn hægt að skrapa saman. Þrátt fyrir þetta er staða verkefna þó enn svipuð og áður, verri ef tekið er tillit til aukinna verkefna vegna nýlegra laga.“

Auglýsing
Björn Leví sagði að í víðara samhengi mætti svo sjá erindi umboðsmanns Alþingis mörg ár aftur í tímann um auknar fjárheimildir til að sinna frumkvæðisrannsóknum og meirihluta þingsins sem hefði hafnað þeim beiðnum. „Það er líka skortur á fjármagni hjá Samkeppniseftirlitinu, Fiskistofu, Ríkisendurskoðun og Persónuvernd til að sinna frumkvæðisrannsóknum og örugglega hjá fleiri stofnunum. Þetta voru bara þær stofnanir sem var auðvelt að finna heimildir fyrir um slíkan skort.“

Björn Leví spurði því hvernig það væri traustvekjandi að sjá áþreifanlegar aðgerðir í Noregi, Færeyjum og Namibíu vegna Samherjamálsins, en á Íslandi væru til staðar hafnanir á beiðni um auknar fjárheimildir og svelti eftirlitsstofnana sem eigi að vinna gegn spillingu?

Hefur mikla trú á embættinu

Samherji er til rannsóknar hérlendis og í Namibíu vegna meintra mútubrota, skattasniðgöngu og peningaþvættis í tengslum við viðskipti sín í Namibíu. Á Íslandi rannsaka bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri málið og alls sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa fengið stöðu sakbornings við yfirheyrslur. 

Á mánudag í síðustu viku var greint frá því að Tindholmur, færeyskt dótturfélag Samherja, hefði greitt 345 milljónir króna vegna vangoldinna skatta í ríkissjóð Færeyja. Skattskil félagsins hafa sömuleiðis verið kærð til lögreglu í Færeyjum.
Katrín hafnaði því að embætti héraðssaksóknara væri ekki að fá nægar fjárheimildir. Hennar sannfæring væri sú að embættið væri að sinna rannsókninni að fullri alvöru og hún sagðist hafa mikla trú á embættinu. „Við höfum fylgst með því í fréttum þar sem tekist hefur verið á, m.a. fyrir dómstólum, um aðgang að gögnum og við vitum að það er fullur gangur í þessari rannsókn. Nú síðast lá það fyrir að héraðssaksóknari hefði fengið úrskurð um að fá aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir eftir einhvers konar samtöl, rekistefnu, fyrir dómstólum. Mér finnst mikilvægt að segja að ég hef fulla trú á því að embættið sé að sinna þessu af atorku, en auðvitað tekur þetta tíma.“

Hvað varði eftirlitsstofnanirnar almennt sagði forsætisráðherra þá eftirlitsstofnun sem heyri undir sig vera í sameinuðum Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Sú sameining hafi tekist vel. Þá benti hún á að umboðsmaður Alþingis heyri beint undir þingið og það sé forsætisnefnd Alþingis að takast á við það ef áhöld séu um hvort embættið sé nægjanlega fjármagnað.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent