Mynd: Skjáskot/Kastljós 2015 zuism
Mynd: Skjáskot/Kastljós 2015

Zuism: Trúfélagið sem fjármagnaði ferðalög, áfengiskaup og hlutabréfaviðskipti tveggja bræðra

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn, bræður, fyrir að svíkja sóknargjöld út úr ríkissjóði og nota þau svo í eigin þágu um nokkurra ára skeið. Það gerðu þeir með því að nota trúfélagið Zuism, sem hafið lofað öllum sem skráðu sig í það endurgreiðslu á sóknargjöldum. Lítið var um endurgreiðslur. Þess í stað fóru um 85 milljónir króna til bræðranna.

Vorið 2015 var birt aug­lýs­ing frá emb­ætti sýslu­manns­ins á Norð­ur­landi eystra í Lög­birt­inga­blað­inu þar sem skorað var á með­limi trú­fé­lags­ins Zuism að gefa sig fram. Þeir voru þá fjórir tals­ins. Til­gangur aug­lýs­ing­ar­innar var að kanna hvort ein­hver vildi kann­ast við félag­ið. Ef ekki yrði það lagt nið­ur, enda fjöldi með­lima var langt frá því að upp­fylla við­mið í reglu­gerð dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins um skrán­ingu opin­berra trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­laga.

Hópur áhuga­fólks um trú­ar­legt jafn­rétti og raun­veru­legt trú­frelsi sá sér leik á borði. Erfitt er að fá ný trú­fé­lög við­ur­kennd og hóp­ur­inn, sem síðar kall­aði sig öld­unga­ráð Zúista, ákvað að safna lág­marks­fjölda með­lima í Zuism, gefa sig fram við sýslu­mann og taka félagið ein­fald­lega yfir. Þann 1. júní 2015 fékk full­trúi hóps­ins opin­bera við­ur­kenn­ingu emb­ættis sýslu­manns að hann væri for­stöðu­maður trú­fé­lags­ins og að þau færu nú með völd í þessu umkomu­lausa trú­fé­lagi.

Auglýsing

Hug­myndin sem hóp­ur­inn gekk með í mag­anum var að hvetja fólk til að skrá sig sem Zúista gegn vil­yrði fyrir því að fá sókn­ar­gjöld sín, þá 10.800 krónur á mann, end­ur­greidd. Um borg­ara­lega óhlýðni var að ræða, þar sem snið­ugur hópur ætl­aði að spila á kerfið til að sýna fárán­leika þess og sýna í verki hversu mikil tíma­skekkja núver­andi trú­fé­lags­kerfi væri. Eng­inn átti að græða neitt og öllum fjár­munum sem myndu koma í kass­ann yrði skilað til greið­enda, að frá­dregnum umsýslu­kostn­að­i. 

Blóta IKEA og syngja ítölsk júró­visjón­lög

Sam­kvæmt grein sem hóp­ur­inn birti á Kjarn­anum um jólin 2015 ætl­uðu Zúistar að iðka trú sína með því að halda upp á sól­stöðu­há­tíð. „Við hefjum hátíð­ina í sept­em­ber með því að blóta IKEA í sand og ösku fyrir að leyfa okkur ekki að syrgja sum­arið almenni­lega áður en skrúfað er frá jóla­aug­lýs­inga­kran­an­um. Í nóv­em­ber er svo fár­ast yfir jóla­lögum og alltof snemm­búnum skreyt­ingum á Lauga­veg­in­um. Þegar nær dregur jólum mild­umst við þó aðeins og í des­em­ber hellist hátíð­ar­and­inn yfir okkur þegar við til­biðjum skurð­goð á borð við neyslu­sam­fé­lag­ið, jóla­sveina (þessa rauðu sem drekka bara kóka­kóla), og konfekt. Á aðfanga­dag opnum við gjafir sem eru faldar undir sýn­is­horni úr barr­skóga­belt­inu, rétt eins og Jesús gerði forð­um. Við hlustum einnig mikið á ítölsk júró­visjón­lög sem eru sungin á íslensku af BÓ. Fyrst og fremst njótum við þó kyrrð­ar­innar á milli kaupæð­anna og reynum að vera með fjöl­skyld­unni, eins og flestir gerðu áður en þeir skráðu sig í Zuis­m.“

Hátíð Zúista átti að hefjast í september ár hvert „með því að blóta IKEA í sand og ösku fyrir að leyfa okkur ekki að syrgja sumarið almennilega áður en skrúfað er frá jólaauglýsingakrananum.“
Mynd: Anton Brink

Í nóv­em­ber þetta sama ár, 2015, hafði hóp­ur­inn aug­lýst fyr­ir­ætl­anir sínar og á tveimur vikum gengu um þrjú þús­und manns í félag­ið. Í byrjun des­em­ber voru Zúistar orðnir eitt stærsta trú­fé­lag lands­ins.

Gjörn­ing­ur­inn virt­ist hafa gengið upp. Hann vakti raunar heims­at­hygli og fjallað var um hann í tugum fjöl­miðla víða um heim.

En hann vakti athygli fleiri. Á meðal þeirra voru upp­haf­legu stofn­endur trú­fé­lags­ins Zuism.

Kickstarter-bræður taka yfir trú­fé­lag

Um var að ræða tvo bræð­ur, þá Einar og Ágúst Arnar Ágústs­syni. Þeir höfðu vakið athygli fyrir að safna háum fjár­hæðum á hóp­fjár­mögn­un­ar­síð­unni Kickstarter á árinu 2015. Það gerðu þeir meðal ann­ars til að koma fram­leiðslu á svo­kall­aðri TOB-snúru á kopp­inn, til að fram­leiða sér­staka sól­ar­raf­hlöðu sem fest var á ólar á bak­poka og síðar til að fjár­magna fram­leiðslu á ferða­vind­túrbín­um, ein­hvers­konar vind­myllum til einka­nota. Kast­ljós greindi frá því í októ­ber 2015 að bræð­urnir væru til rann­sóknar vegna meintra fjársvika vegna þeirrar safn­ana. Nýsjá­lenskur raf­magns­verk­fræð­ingur sagði m.a. í sam­tali við Stund­ina skömmu síðar að ef vind­myllu­verk­efni bræðranna, sem hafði safnað mestu fé, ætti að geta gert það sem þeir sögðu að hún gæti þá þyrfti að end­ur­skoða nokkur nátt­úru­lög­mál.

Einar var síð­ar, nánar til­tekið á árinu 2017, dæmdur til þungrar fang­els­is­vistar, alls þriggja ára og níu mán­aða, fyrir fjár­svik vegna ann­ars máls. Kjarn­inn greindi ítar­lega frá því máli í frétta­skýr­ingu í mars 2017. Sá dómur var stað­festur í Lands­rétti síðla árs 2018. Hægt er að lesa um það mál í auka­efni hér að neð­an.

Sveik tugi milljóna af fólki og færði peninga milli landa með ólögmætum hætti

Í málinu sem Einar Ágústsson hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir hafði Einar svikið alls 74 millj­óna króna af fjórum ein­stak­lingum. Það gerði hann með því að hafa „vakið og styrkt þá röngu hug­mynd“ hjá þeim um að hann starf­rækti fjár­fest­ing­ar­sjóð í Banda­ríkj­unum og tekið við fé af þeim til að fjár­festa. Í dómnum kom fram að þrotabú félags Ein­ars, Skajaquoda ehf., myndi ekki fá aðgang aftur að 74 millj­ónum króna sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafði lagt hald á við rann­sókn máls­ins.

Fénu sem Einar sveik af fólkinu, og átti að fara í fjárfestingarsjóð, ráð­staf­aði hann hins veg­ar, í eigin þágu eða ann­ars „með þeim hætti að ekki tengd­ist eða gat sam­rýmst ætl­uðum fjár­fest­ing­um“. Einar var einnig ákærður fyrir meiri­háttar brot gegn lögum um gjald­eyr­is­mál með því að hafa í 18 til­vikum notað inn­stæður í íslenskum krón­um, skipt þeim í erlendan gjald­eyri og látið senda þann gjald­eyri til útlanda með sím­greiðslu. Greiðsl­urnar fóru inn á reikn­ing erlends félags í hans eigu. Til þess að fá að gera þetta lét Einar sem að hann væri að greiða fyrir vöru og þjón­ustu. Vanda­málið við þetta var að bæði kaup­and­inn og selj­and­inn voru í eigu hans sjálfs. Þegar við­skipta­banki Ein­ars neit­aði í eitt skiptið að fram­kvæma sím­greiðslu fram­vís­aði hann fölsuðum reikn­ingi til að sýna fram á raun­veru­leika sýndarviðskiptanna.

Ákæru­valdið taldi að fjár­magns­flutn­ingar Ein­ars til Banda­ríkj­anna hafi tengst „hring­streymi fjár­muna“ sem hafi skilað sér aftur til baka til Íslands. End­ur­koma þeirra var í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, og þá með veru­legri virð­is­aukn­ingu. Þeir sem fengu að nota þá leið fengu að með­al­tali 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á það fé sem þeir komu með til lands­ins. Einar var einnig sakfelldur fyrir þessar ólögmætu fjármagnshreyfingar milli landa.

Í dómn­um kom fram að Ein­ar ætti sér eng­ar máls­bæt­ur, brota­vilji hans hafi verið ein­beitt­ur og brot hans „skipu­lögð og út­hugsuð“ og staðið yfir í lang­an tíma, eða rúm­lega tvö ár.

Eftir hina miklu athygli sem gjörn­ingur öld­unga­ráðs Zúista vakti, og þegar fyrir lá að tugir millj­óna króna myndu streyma árlega inn í trú­fé­lagið vegna þess hversu margir skráðu sig í það, gerðu bræð­urnir kröfu um yfir­ráð yfir félag­inu. Það gerðu þeir í krafti þess að þeir voru enn í for­svari rekstr­ar­fé­lags á bak við það en Ágúst Arnar hafði verið einn af stofn­endum þess árið 2013. 

Í yfir­lýs­ingu sem öld­unga­ráð Zúista sendi frá sér í nóv­em­ber 2017 sagði að þarna, snemma í des­em­ber, hafi haf­ist „stjórn­sýslu­ma­tröð“. Í ljós kom að nýju for­svars­menn Zúista, þrátt fyrir að hafa fengið skýrar leið­bein­ingar frá opin­berum aðilum um hvernig þeir ættu að stofna nýtt rekstr­ar­fé­lag, gátu ekki gert það. Án rekstr­ar­fé­lags gátu þeir hvorki mót­­tekið né ráð­stafað þeim fjár­­munum sem félagið átti til­­­kall til. Í febr­­úar 2016 óskaði öld­unga­ráðið eftir því að allar greiðslur frá Fjár­­­sýslu rík­­is­ins til trú­­fé­lags­ins yrðu frystar til að vernda hags­muni með­­lima trú­­fé­lags­ins. Fjár­­­sýslan varð við þeirri beiðni og voru fjár­­munir félags­­ins í fryst­ingu hjá rík­­is­­sjóði fram á haust 2017.

Auglýsing

Í nóv­em­ber 2017 tap­að­ist málið þeirra hins vegar end­an­lega, og stað­fest var að Einar og Ágúst Arn­ar, sem þá var skráður for­stöðu­maður Zúista, höfðu full yfir­ráð yfir félag­inu. Í áður­nefndri yfir­lýs­ingu sagði: „Við höfum því engin ítök eða völd lengur í trú­­fé­lag­inu Zuism og getum þar af leið­andi ekki borið ábyrgð á því að sókn­­ar­­gjöld verði end­­ur­greidd eða gefin til góð­­gerð­­ar­­mála. Við frá­­biðjum okkur einnig til­­raunir núver­andi for­ráða­­manna félags­­ins til að eigna sér upp­­haf­­leg mark­mið okkar með gjörn­ingn­um, enda komu þeir hvergi að þeirri hug­­mynda­vinn­u.“

Fjár­svik sem ollu rík­is­sjóði „fjár­tjóni í reynd“

Ágúst Arnar kom ítrekað fram í fjöl­miðlum á þessum tíma og sagði að lof­orð um end­ur­greiðslur til félags­manna myndi halda. Af því varð þó ekki. Að minnsta kosti sem neinu nem­ur. Í við­tali við mbl.is í des­em­ber 2019, þegar bræð­urnir voru búnir að missa yfir­ráð yfir fjár­ráðum Zuism vegna kyrr­setn­ing­ar­að­gerða hér­aðs­sak­sókn­ara, sagði Ágúst Arnar að í heild­ina hafi verið greiddar tæpar sjö millj­ónir króna til sókn­ar­barna Zuism.

Þess í stað, sam­kvæmt því sem fram í ákæru hér­aðs­sak­sókn­ara á hendur bræðr­un­um, og er dag­sett 4. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, frömdu bræð­urn­ir, sem stjórn­ar­menn og pró­kúru­hafar í félag­inu Zuism, fjár­svik. Þau hafi staðið frá árinu 2015, en þó „einkum frá októ­ber 2017, og fram á fyrri hluta árs 2019“. Á því tíma­bili hafi þeir „styrkt og hag­nýtt sér þá röngu hug­mynd starfs­manna íslenskra stjórn­valda að trú­fé­lagið Zuism upp­fyllti skil­yrði fyrir skrán­ingu trú­fé­lags­[...]og þar með rétt til fjár­fram­laga úr rík­is­sjóð­i.“ 

Frá októ­ber 2017 og fram til jan­úar 2019 greiddi rík­is­sjóður alls 36 sinnum in á banka­reikn­ing félags­ins í Arion banka vegna sókn­ar­gjalda áranna 2016 til 2018. Alls var um að ræða 84,7 millj­ónir króna. Í ákæru segir að með athæfi sínu hafi bræð­urnir ollið „ís­lenska rík­inu veru­legri fjár­tjóns­hættu og fjár­tjóni í reynd.“

Í stuttu máli þá telur hér­aðs­sak­sókn­ari að bræð­urnir hafi blekkt ríkið til að fá ofan­greinda fjár­muni, með því að þykj­ast reka trú­ar­lega starf­semi, þegar engin eig­in­leg trú­ar­iðkun fór fram í félag­in­u. 

Pen­ing­unum var því ekki ráð­stafað til rekstur trú­fé­lags­ins, eða til end­ur­greiðslu á sókn­ar­gjöld­um, heldur meðan ann­ars ráð­stafað til bræðr­anna. 

Styrktu „villu stjórn­valda um trú­fé­lag­ið“

Blekk­ing­arnar voru ýmis­konar sam­kvæmt ákæru. Þar segir að bræð­urnir hafi meðal ann­ars ekki upp­lýst stjórn­völd um að Zuism upp­fyllti ekki laga­skil­yrði fyrir skrán­ingu sem trú­fé­lag og átti þar með ekki rétt á fjár­fram­lögum úr rík­is­sjóði. Auk þess hafi þeir veitt fjár­greiðslum úr rík­is­sjóði við­töku, marg­ít­rekað og á löngu tíma­bili, þrátt fyrir að eiga ekki lög­mætt til­kall til þeirra. 

Auglýsing

Í ákærunni segir enn fremur að Ágúst Arnar hafi útbúið og sent „röng og vill­andi gögn til stjórn­valda varð­andi trú­fé­lagið og mál­efni þess[...]Hann stóð jafn­framt að því að gefa út, einkum á heima­síðu trú­fé­lags­ins, rangar og vill­andi yfir­lýs­ingar um mál­efni þess sem voru til þess fallnar að styðja og við­halda opin­ber­lega gagn­vart almenn­ingi sömu röngu hug­mynd um trú­fé­lagið og ákærðu komu fram með fyrr­nefndum blekk­ingum gagn­vart stjórn­völdum í tengslum við lög­skipti trú­fé­lags­ins með þau. Með því að stuðla þannig að því að opin­ber ásýnd trú­fé­lags­ins væri í sam­ræmi við þá röngu hug­mynd sem ákærðu styrktu og hag­nýttu hjá stjórn­völdum stuðl­aði Ágúst þannig um leið og enn frekar að því, með óbeinum hætti, að styrkja villu stjórn­valda um trú­fé­lag­ið.“

Keyptu bens­ín, mat og áfengi

Bræð­urnir eru líka ákærðir fyrir pen­inga­þvætti fyrir að hafa flutt, umbreytt og nýtt þá pen­ingar sem rík­is­sjóður greiddi til Zuism, og hér­aðs­sak­sókn­ari segir að sé ávinn­ingur af fjársvika­brotum þeirra, og nýtt þann ávinn­ing að mestu í eigin þágu. Umræddir fjár­munir voru meðal ann­ars færðir inn á banka­reikn­inga erlendra félaga sem Einar átti og stýrði. Fyrir pen­ing­anna keyptu bræð­urnir meðal ann­ars ein­ingar í verð­bréfa­sjóði hjá Íslands­banka og hluta­bréf í hluta­fjár­út­boðum Heima­valla og Arion banka. Hluti þeirra var líka ein­fald­lega milli­færður á banka­reikna bræðranna, eða félaga í þeirra eigu. Þeir voru síðan not­aðir til að kaupa vörur og þjón­ustu á veit­inga­hús­um, í áfeng­is­versl­un­um, bens­ín­stöðv­um, mat­vöru­versl­unum og af fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um. Auk þess borg­uðu bræð­urnir fyrir ýmis konar ferða­kostnað með sókn­ar­gjöld­unum úr rík­is­sjóð­i. 

Á meðal þess sem bræðurnir keyptu fyrir sóknargjöldin voru hlutabréf í Arion banka.
Mynd: Nasdaq Iceland

Eitt­hvað er eftir af pen­ing­un­um. Á reikn­ingi Zuism er tæp­lega 1,3 millj­ónir króna sem hér­aðs­sak­sókn­ari lagði hald á í fyrra og krefst upp­töku á. Þá er kraf­ist upp­töku á hluta­bréfum í Arion banka að nafn­virði 2.275 krónur og sölu­and­virði hluta­bréfa í Heima­völl­um, sem var afskráð fyrr á þessu ári, upp á 564 þús­und krón­ur. 

Hér­aðs­sak­sókn­ari lét í fyrra kyrr­setja eignir félags sem Einar er í fyr­ir­svari fyrir hjá bresku verð­bréfa­fyr­ir­tæki í fyrra. Þær voru metnar á um 34 millj­ónir króna á núvirði í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Auk þess er farið fram að eignir félags í raun­veru­legri Ein­ars sem skráð er í Delaware í Banda­ríkj­unum upp á 9,5 millj­ónir króna sæti upp­töku. 

Þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn voru enn 1.124 lands­menn skráðir í Zuism.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar