Enn lítil umræða um kynbundna áreitni á vinnustöðum

Afar fátítt er að fólk leiti til sinna stéttarfélaga vegna kynferðislegrar eða kynbundinnar áreitni.

metoo - Kvennafrí
Auglýsing

Í kjölfar #metoo tóku heildarsamtök launafólks ASÍ, BSRB, BHM og KÍ upp samtal um næstu skref og var meðal annars rætt um hversu margir hefðu leitað til sinna stéttarfélaga vegna kynferðislegrar áreitni eða kynbundinnar áreitni. Upplifun allra var að slíkt væri afar fátítt og aðildarfélög BSRB hafa ekki fundið fyrir aukningu þar á í kjölfar #metoo-byltingarinnar. Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í svari við fyrirspurn Kjarnans varðandi það hvort margir hefðu haft samband við aðildarfélög samtakanna til að tilkynna áreiti á vinnustað.

Sonja Ýr bendir á að nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á umfangi kynferðislegrar áreitni í starfi innan tiltekinna starfsgreina. Þar má sem dæmi nefna að 41 prósent starfsfólks í þjónustustörfum hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi, þar af 50 prósent kvenna og 25 prósent karla og þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á móti 4 prósent karla.

Hún segir að málin sem BSRB viti af varði nær öll kynferðislega áreitni og enn sé lítil umræða um kynbundna áreitni á vinnustöðum sem er þó bönnuð með lögum. Samtök launafólks hafi hvatt til þess að þessi málaflokkur verði tekinn föstum tökum, og hafi meðal annars verið skipaðir tveir starfshópar á vegum stjórnvalda, með þátttöku aðila vinnumarkaðarins.

Auglýsing

Fræðsla ekki síður mikilvæg fyrir stjórnendur

„Von er á stórri rannsókn um umfang kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni á íslenskum vinnumarkaði, og verða niðurstöður vonandi birtar á haustmánuðum. Í kjölfarið munu koma fram tillögur um breytingar, og hefur meðal annars verið rætt hvort þurfi reglugerðarbreytingar eða hvort veita þurfi Vinnueftirlitinu auknar heimildir. Einnig hefur mikið verið rætt um mikilvægi fræðslu, ekki síst til stjórnenda,“ segir Sonja Ýr.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún segir jafnframt að reynslan sýni að fólk leiti almennt ekki til stéttarfélaga fyrr en það hafi reynt að uppræta áreitnina sjálft og þá sé vandamálið því miður oftar en ekki orðið afar íþyngjandi fyrir viðkomandi. Margir þeirra sem leita sér aðstoðar stéttarfélags hafi þegar sagt upp störfum vegna áreitni. Það sé algengt að upplifun þeirra sé að stjórnendur á vinnustaðnum hafi ekki brugðist við með réttum hætti eða í sumum tilfellum brugðist við að neinu leyti. „Það er ekki bara miður fyrir viðkomandi einstakling heldur gæti ferlið haft áhrif á fjölskyldu viðkomandi, samstarfsfólk, vinnustaðinn sjálfan og jafnvel samfélagið, til dæmis í formi kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu.“

Yfirleitt hafa allir þátttakendur upplifað eða orðið vitni að áreitni 

Formaðurinn greinir enn fremur frá því að þau hjá BSRB veiti reglulega fræðslu um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og þá myndist alltaf áhugaverð umræða þegar fjallað er um birtingarmyndir áreitninnar. Yfirleitt hafi allir þátttakendur upplifað eða orðið vitni að áreitni og í sumum tilfellum ekki áttað sig á því að um áreitni væri að ræða fyrr en síðar. Algengt dæmi séu einstaklingar sem reyna ítrekað við samstarfsfélaga og hunsa nei-ið. Annað dæmi séu persónulegar spurningar um einkalíf eða kynlíf einstaklings.

„Það er misjafnt hvar mörk fólks liggja en einmitt í því liggur vandinn oft, fólk getur verið ólíkt en öll höfum við rétt á að setja okkar eigin mörk. Þess vegna er jafnframt gott fyrsta skref til að hefja umræðuna á vinnustaðnum að ræða birtingarmyndirnar til að skapa sameiginlegan skilning á því,“ segir hún.

Hægt er að sjá dæmi um birtingarmyndir í fræðslubæklingi sem til er á íslensku, ensku og pólsku og má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent