Peningastefnunefnd í tíu ár

Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

„Und­an­farið hefur nokkuð verið fjallað um mál­efni tengd Seðla­banka Íslands. Fjallað hefur verið um ný lög um Seðla­bank­ann, umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra og ásak­anir um mis­tök í rekstri stofn­un­ar­inn­ar. En í þess­ari umfjöllun hefur ekki verið minnst á það sem miklu máli skiptir að á síð­ustu tíu árum hefur tek­ist að reka sjálf­stæða pen­inga­stefnu með góðum árangri. Fyrir tíu árum var óvíst hvort svo lítið hag­kerfi gæti haft sjálf­stæðan gjald­miðil og efna­hags­legan stöð­ug­leika en nú vitum við að það er hægt með skyn­samri og agaðri pen­inga­stefn­u.“ Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, í ítar­legri grein í Vís­bend­ingu.

Hann bendir á að atvinnu­leysi og verð­bólga hafi farið lækk­andi og hag­vöxtur verið jákvæður síðan um mitt ár 2010. Við­skipta­af­gangur hafi einnig verið á hverju ári, hrein eigna­staða gagn­vart útlöndum aldrei verið betri og gjald­eyr­is­forði aldrei meiri. Vænt­ingar um verð­bólgu séu betur njörv­aðar nið­ur.

Þá spyr hann af hverju hafi tek­ist síð­ustu tíu árin að reka sjálf­stæða pen­inga­stefnu með góðum árangri. Hann segir svarið við spurn­ing­unni fel­ast í því að öllu skipti að reglur og stofn­anir fjár­mála­mark­aða hvetji til ákvarð­ana sem stefna ekki stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins í voða og að vinnu­lag við ákvarð­anir um beit­ingu stjórn­tækja séu í lagi. Nafnið á gjald­miðl­inum skipti minna máli.

Auglýsing

Eft­ir­málar fjár­málakreppu

Gylfir segir að við því hafi verið að búast að hag­kerfi næði sér smám saman á strik í kjöl­far fjár­málakreppu. Tækni­lega gjald­þrota fyr­ir­tæki hafi verið gerð upp, skipt hafi verið um eig­endur og skuldir felldar nið­ur. Fram­leiðslu­þættir hafi leitað í nýjar útflutn­ings­grein­ar. Og bankar sem áður juku útlán af miklum móði hafi þurft að ein­beita sér að því að hreinsa útlána­söfnin og ekki lengur haft sama aðgang að erlendu lánsfé í sama mæli og áður. Hinir áhættu­sæknu eig­endur sem áður stýrðu hafi heldur ekki lengur verið við stjórn­völ­inn.

„En síð­ustu árin hefur verið mikil upp­sveifla í þjóð­ar­bú­skapnum sem ekki skýrist af áfall­inu fyrir tíu árum. Í þess­ari upp­sveiflu hef­ur, ólíkt því sem áður var, afgangur verið á við­skiptum við útlönd, skuld­setn­ing ekki vaxið úr hófi fram, verð­bólga verið hóf­leg og vextir lágir í sögu­legu sam­heng­i,“ skrifar hann.

Fram­tíðin mun leiða í ljós hvort áfram tekst að ná góðum árangri

Í lok grein­ar­innar greinir Gylfi frá því að hann telji helstu hætt­una sem steðji að pen­inga­stefnu og stöð­ug­leika stafa af afskiptum stjórn­mála af lögum og manna­ráðn­ingum en stjórn­mála­öflin séu óþreyt­andi að berj­ast um hver hafi völdin yfir hinum „sjálf­stæða“ seðla­banka. „Það stafar einnig hætta af fjár­mála­stofn­unum sem reglu­lega hafa í frammi mál­flutn­ing í þá átt að krónan eigi aftur að verða notuð í vaxta­mun­ar­við­skip­skipt­um, að inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki eigi að geta hagn­ast á að selja útlend­ingum inn­lend skulda­bréf. Slíkt myndi valda hækkun á gengi krón­unn­ar, við­skipta­halla og erlendri skulda­söfn­un, eins og gerð­ist árin fyrir 2008. Ef opnað er fyrir slíkt inn­flæði má segja að for­senda fyrir sjálf­stæðri pen­inga­stefnu sé brostin og Ísland verði þá, eins og marg­falt stærri smá ríki, að fylgja pen­inga­stefnu stór­veld­anna með með­fylgj­andi eigna­verð­bólum, við­skipta­halla og hættu á fjár­mála­á­föllum.“

Hann bendir enn fremur á að nýlega hafi lögum um Seðla­bank­ann verið breytt með sam­ein­ingu hans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins ásamt því sem ýmsar aðrar breyt­ingar hafi verið gerð­ar, til að mynda á sam­setn­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. „Fram­tíðin mun leiða í ljós hvort áfram tekst að ná góðum árangri. Reynslan síð­asta ára­tug­inn er samt stað­fest­ing þess að það er hægt ef vilji er fyrir hend­i.“

Hægt er að ger­­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til hluta grein­­­­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­­­­dög­­­­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent