Peningastefnunefnd í tíu ár

Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.

Seðlabankinn Mynd: Seðlabankinn
Auglýsing

„Und­an­farið hefur nokkuð verið fjallað um mál­efni tengd Seðla­banka Íslands. Fjallað hefur verið um ný lög um Seðla­bank­ann, umsækj­endur um stöðu seðla­banka­stjóra og ásak­anir um mis­tök í rekstri stofn­un­ar­inn­ar. En í þess­ari umfjöllun hefur ekki verið minnst á það sem miklu máli skiptir að á síð­ustu tíu árum hefur tek­ist að reka sjálf­stæða pen­inga­stefnu með góðum árangri. Fyrir tíu árum var óvíst hvort svo lítið hag­kerfi gæti haft sjálf­stæðan gjald­miðil og efna­hags­legan stöð­ug­leika en nú vitum við að það er hægt með skyn­samri og agaðri pen­inga­stefn­u.“ Þetta skrifar Gylfi Zoega, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, í ítar­legri grein í Vís­bend­ingu.

Hann bendir á að atvinnu­leysi og verð­bólga hafi farið lækk­andi og hag­vöxtur verið jákvæður síðan um mitt ár 2010. Við­skipta­af­gangur hafi einnig verið á hverju ári, hrein eigna­staða gagn­vart útlöndum aldrei verið betri og gjald­eyr­is­forði aldrei meiri. Vænt­ingar um verð­bólgu séu betur njörv­aðar nið­ur.

Þá spyr hann af hverju hafi tek­ist síð­ustu tíu árin að reka sjálf­stæða pen­inga­stefnu með góðum árangri. Hann segir svarið við spurn­ing­unni fel­ast í því að öllu skipti að reglur og stofn­anir fjár­mála­mark­aða hvetji til ákvarð­ana sem stefna ekki stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins í voða og að vinnu­lag við ákvarð­anir um beit­ingu stjórn­tækja séu í lagi. Nafnið á gjald­miðl­inum skipti minna máli.

Auglýsing

Eft­ir­málar fjár­málakreppu

Gylfir segir að við því hafi verið að búast að hag­kerfi næði sér smám saman á strik í kjöl­far fjár­málakreppu. Tækni­lega gjald­þrota fyr­ir­tæki hafi verið gerð upp, skipt hafi verið um eig­endur og skuldir felldar nið­ur. Fram­leiðslu­þættir hafi leitað í nýjar útflutn­ings­grein­ar. Og bankar sem áður juku útlán af miklum móði hafi þurft að ein­beita sér að því að hreinsa útlána­söfnin og ekki lengur haft sama aðgang að erlendu lánsfé í sama mæli og áður. Hinir áhættu­sæknu eig­endur sem áður stýrðu hafi heldur ekki lengur verið við stjórn­völ­inn.

„En síð­ustu árin hefur verið mikil upp­sveifla í þjóð­ar­bú­skapnum sem ekki skýrist af áfall­inu fyrir tíu árum. Í þess­ari upp­sveiflu hef­ur, ólíkt því sem áður var, afgangur verið á við­skiptum við útlönd, skuld­setn­ing ekki vaxið úr hófi fram, verð­bólga verið hóf­leg og vextir lágir í sögu­legu sam­heng­i,“ skrifar hann.

Fram­tíðin mun leiða í ljós hvort áfram tekst að ná góðum árangri

Í lok grein­ar­innar greinir Gylfi frá því að hann telji helstu hætt­una sem steðji að pen­inga­stefnu og stöð­ug­leika stafa af afskiptum stjórn­mála af lögum og manna­ráðn­ingum en stjórn­mála­öflin séu óþreyt­andi að berj­ast um hver hafi völdin yfir hinum „sjálf­stæða“ seðla­banka. „Það stafar einnig hætta af fjár­mála­stofn­unum sem reglu­lega hafa í frammi mál­flutn­ing í þá átt að krónan eigi aftur að verða notuð í vaxta­mun­ar­við­skip­skipt­um, að inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki eigi að geta hagn­ast á að selja útlend­ingum inn­lend skulda­bréf. Slíkt myndi valda hækkun á gengi krón­unn­ar, við­skipta­halla og erlendri skulda­söfn­un, eins og gerð­ist árin fyrir 2008. Ef opnað er fyrir slíkt inn­flæði má segja að for­senda fyrir sjálf­stæðri pen­inga­stefnu sé brostin og Ísland verði þá, eins og marg­falt stærri smá ríki, að fylgja pen­inga­stefnu stór­veld­anna með með­fylgj­andi eigna­verð­bólum, við­skipta­halla og hættu á fjár­mála­á­föllum.“

Hann bendir enn fremur á að nýlega hafi lögum um Seðla­bank­ann verið breytt með sam­ein­ingu hans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins ásamt því sem ýmsar aðrar breyt­ingar hafi verið gerð­ar, til að mynda á sam­setn­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. „Fram­tíðin mun leiða í ljós hvort áfram tekst að ná góðum árangri. Reynslan síð­asta ára­tug­inn er samt stað­fest­ing þess að það er hægt ef vilji er fyrir hend­i.“

Hægt er að ger­­­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér, en vitnað er til hluta grein­­­­­ar­innar hér að ofan, sem kemur til áskrif­enda á föst­u­­­­­dög­­­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent