Druslustimpill

Sigríður Láretta Jónsdóttir skrifar grein í tilefni Druslugöngunnar sem haldin verður í dag.

Auglýsing

Ég ber druslustimpil á mjóbakinu. Tramp-stamp. Fékk hann þegar ég var þrettán ára og sá auglýsingu í afsláttarbæklingi um jurtatattú. Það átti að endast í þrjú til sjö ár en hvarf svo aldrei. Ég vældi það út úr mömmu með þeim rökum að sómi minn og (þriggja til sjö ára) rokkstjörnusess væri í húfi. Þrettán ára, örvæntingarfull og þurfandi. Með gulan glimmeraugnskugga og klístraðan jarðaberjagloss. Lítil, í push-up brjóstarhaldara og magabol. Og druslustimpil á bakinu.

Þá vissi ég ekki hvað svona tattú voru kölluð en ég vissi hvað ég var kölluð. Vinkonur mínar sögðu mér orðróminn. Ég fékk hann staðfestan þegar ég gekk eftir níundar bekkjar álmunni í Hagaskóla í skjannahvítum buxum. Áttundu bekkingar urðu að vera hugaðir þegar þeir gengu eftir þessum gangi, svo ég reigði höfuðið og skaut bringunni fram. „Það sést í nærbuxurnar þínar, drusla!“ var kallað úr rakspíraskýji. Hensonklæddir naglar með gelað hár sátu í hnapp, með hlæjandi stelpur í fanginu. Ég hljóp heim og skipti um buxur.

Auglýsing

Tveimur árum seinna las ég lygasögu um mig á blogcentral-síðu, forvera Facebook: „Hún tottaði hann úti á miðri götu. Hann var fullur en hún var bláedrú. Algjör drusla.“

Drusludraugurinn fylgdi mér svo í MH. Myndlistatýpurnar sáu í gegnum ullarpeysuna mína og settu upp fyrirlitningarsvip: „Sigga, ert þú ekki með tramp-stamp? Sýndu okkur. Ég man eftir þér úr Hagaskóla, varstu ekki alltaf í sleik í skólasundi?“ Ég hataði þetta tattú en hafði ekki efni á að láta fjarlægja það.

Sigríður Jónsdóttir Mynd: Magnús Elvar Jónsson

Eftir að ég fullorðnaðist komst ég að því að flestar jafnöldrur mínar höfðu svipaðar eða miklu verri sögur að segja. Í sumum sögum var skömm og kjánahrollur. Í öðrum einangrun, kuldi og sjálfshatur. Að baki þeim frásögnum lágu dýpri ör en tribal-tattú á mjóbaki.

Ég fór að líta öðrum augum á þennan flókna stimpil. Hætti að skammast mín. Ef vinkonur mínar gátu barist við þunglyndi, sjálfshatur og étandi reiði vegna sinnar brennimerkingar, ætti ég að geta berað druslustimpilinn. Mér fór að þykja vænt um tribaltattú æskunnar. Ég ber ómælda virðingu öllum sem hafa verið fylltir skömm vegna gjörða annarra. Vegna þeirra og lítillar unglingsstelpu með gulan augnskugga og klístraðan gloss fagna ég degi druslunnar. Í ullarpeysu, með höfuðið hátt og allsbert mjóbakið í forgrunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar