Horft um öxl ... og í spegil

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, lítur um öxl í aðsendri grein og fjallar um þann draum að sósíalistar og sósíaldemókratar geti sameinast gegn íhaldsöflunum.

Auglýsing

Um marga ára­tugi voru vinstri menn klofnir í tvær fylk­ing­ar. Í komm­ún­ista, sem síðar nefndu sig sós­í­alista. Og í sós­í­alde­mókrata – jafn­að­ar­menn. Þessi tví­skipt­ing kom í veg fyr­ir, að annar hvor næði svip­uðum áhrifum og syst­ur­sam­tök náðu í nálægum lönd­um. Þessi sjálf­helda ríkti til síð­asta ára­tugar síð­ustu ald­ar. Þá hrundi Berlín­ar­múr­inn. Þá hrundu komm­ún­ista­stjórnir Aust­ur-­Evr­ópu­landa. Þá þögn­uðu allra þær radd­ir, sem mestu ábyrgð­ina báru á ára­tuga langri sundr­ungu. Þá hurfu deilu­mál­in, sem skipt höfðu sköpum nær alla öld­ina. Loks­ins þá sköp­uð­ust tæki­færi til þess að leita sam­stöðu þeirra, sem sundraðir höfðu ver­ið. Til hand­taks í stað hnefa. Til árang­urs í stað árang­urs­leys­is. Ástæðum sundr­ungar var blásið burtu.

Auglýsing


Horft um öxl ...

Þáver­andi for­ysta Alþýðu­flokks­ins var sér með­vituð um þetta tæki­færi. Þáver­andi for­ysta Alþýðu­banda­lags­ins var það líka. Báðar vildu þær taka höndum saman til þess að grafa gamlan ágrein­ing og ná þeirri víg­stöðu á hinum póli­tíska vett­vangi, sem svo sárt var sakn­að. Báðar lögðu sig fram þar um. Ágrein­ingur varð þó ekki að fullu leyst­ur. Sá ágrein­ingur stóð ekki um neitt, sem áður olli deil­um. Ekki um neitt, sem hrundi með Berlín­ar­múr­n­um. Hann stóð um þrennt:

  1. Um arf­leifð Alþýðu­flokks­ins um sam­starf við íhaldið , sem hófst með rík­is­stjórn­inni, sem kennd var við Stefán Jóhann Stref­áns­son for­mann Alþýðu­flokks­ins og mynduð var árið 1947. Undir for­ystu Alþýðu­flokks­ins voru íhalds­öflin þar leidd til valda. Sá atburður hafði afleið­ing­ar, var ítrek­aður og end­ur­tek­inn. Ótt­ast var, að sú atburða­rás gæti end­ur­vak­ist. Enda var sá leikur end­ur­tek­inn árið 2007 að til­hlutan þáver­andi for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem raunar hafði engan þátt tekið í stofnun Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Afleið­ingin varð sú, að í stað þess að njóta allt að 30% stuðn­ings meðal þjóð­ar­innar eins og var fyrir daga hruns­stjórn­ar­innar féllu allir fram­bjóð­endur flokks­ins í öllum kjör­dæmum árið 2016 nema einn – fram­bjóð­and­inn á Norð­ur­landi eystra. Núver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Á atkvæðum hans hélt flokk­ur­inn lífi. Ann­ars hefði Sam­fylk­ingin horfið af þjóð­mála­vett­vangi.
  2. Um þegar Ísland fyrir til­stilli Alþýðu­flokks­ins og með stuðn­ingi hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­þykkti aðild­ina að EES árið 1994 í and­stöðu við bæði hluta Fram­sókn­ar­flokks­ins og þing­menn Alþýðu­banda­lags­ins. Til­tek­inn hluti fylg­is­manna Alþýðu­banda­lags­ins var svo mikið and­stæður þeirri ákvörðun sem og öllu sam­neyti við Evr­ópu­sam­bandið að þeir gátu ekki hugsað sér að ganga til minnstu sam­vinnu við þá, sem aðhyllst höfðu Evr­ópu­hug­sjón­ina.
  3. Um aðild­ina að NATO og að varn­ar­sam­starfi vest­rænna ríkja. Hrun Berlín­ar­múrs­ins hafði engin áhrif hér á. Allt „hern­að­ar­brölt” og öll lin­kind íslenskra stjórn­valda á þeim vett­vangi var slíkt bann­orð, að aldrei skyi­dui ljáð máls á nokkru minnsta við­fangs­efni af því tagi. Þess vegan var engin sam­vinna hugs­an­leg – eða svo sögðu stofn­endur VG.

... og horft í spegil

Að horfa í spegil er að horfast í augu við sam­tíð­ina. Og hvaða sam­tíma­mynd sjáum við í spegl­in­um?

  1. Þeir, sem ekki gátu hugsað sér sam­vinnu sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata leiða nú íhalds­stjórn líkt og Stefán Jóhann Stef­áns­son, for­maður Alþýðu­flokks­ins gerði árið 1947. Íhalds­stjórn sömu flokka og Stefán Jóhann leiddi til valda árið 1947. Sama for­dæmi hefur verið skap­að. Það hefur VG sjálft gert – og telst ekki lengur til tíð­inda.
  2. Sér­hver for­ystu­maður Vinstri grænna, sem lætur í sér heyra um Orku­pakka 3, segir mál allra mála vera að verja þurfi EES samn­ing­inn og ekk­ert það megi ger­ast, sem geti stefnt honum í hættu eða valdið upp­námi í Evr­ópu­sam­band­inu. “Það, sem helst hann var­ast vann/varð að koma yfir hann”.
  3. Stuðn­ings­menn VG – sem ekki gátu hugsað sér sam­starf sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata – eru í for­ystu rík­is­stjórn­ar, sem sam­þykkt hefur 40 þús­und millj­óna króna fram­lag erlendis frá til upp­bygg­ingar hern­að­ar­mann­virkja NA TO á Kefla­vík­ur­flug­velli ásamt því að leggja sjálf fram hund­ruði millj­óna króna til sama verk­efn­is. Hún hefur jafn­framt sam­þykkt upp­bygg­ingu gisti- og dval­ar­að­stöðu fyrir 1.000 banda­ríska her­menn á sama svæði og opnað þannig aftur íslenskt land til búsetu fyrir banda­ríska her­menn.

Sam­fylk­ingin og VG eru eins og áður en þau urðu til – tveir áhrifa­litlir flokk­ar, sem eiga fáa aðra val­kosti en að velj­ast sem sam­verka­menn í sam­steypum með íhalds­öfl­un­um. Jafn­vel nú – í hörm­ung­unum miðjum – væru þeir þó for­ystu­aflið í íslenskum stjórn­málum bæru þeir gæfu til þess að standa sam­an. Það segja skoð­ana­kann­anir um fylgi flokk­anna? Hvað er þá, sem stendur í veg­in­um? Hver er mein­ing­ar­mun­ur­inn um heil­brigð­is­stefnu Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur? Nákvæm­lega eng­inn! Hver er mein­ing­ar­mun­ur­inn um umhverf­is­stefnu Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar? Nákvæm­lega eng­inn! Hver er mein­ing­ar­mun­ur­inn eftir að hafa horft í speg­il­inn – eftir að hafa horfst í augu við sam­tíð sína og borið þá sam­tíð­ar­mynd saman við það sem sjá má ef litið er um öxl? Nákvæm­lega eng­inn! Er þá ekki kom­inn tími til, að gam­all draumur for­ystu­manna bæði sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata fái loks­ins að rætast? Þegar öllum leyfum ágrein­ingsins hefur loks­ins verið eytt! Sá draumur lifir – á meðan hann fæst ekki deydd­ur. Hver vill skipa aftöku­sveit­ina? VG?!? Katrín, Svan­dís og Guð­mund­ur???

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins og einn af stofn­endum Sam­fylk­ing­ar­in­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar