Erfitt fyrir flóttakonur að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði

Í nýrri rannsókn Starfsgreinasambandsins á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljóst að ýmislegt megi gera betur til bæta stöðu þeirra. Þá sérstaklega þegar kemur að fyrirkomulagi flóttamannaverkefnisins hér á landi.

Skjáskot af myndbandi Konur á flótta
Auglýsing

Starfs­greina­sam­band Íslands birti í vik­unni nýja rann­sókn á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnu­mark­aði. Í skýrsl­unni segir að þó að stétt­ar­félögin hafa þjónað þessum hópi ágæt­lega, að minnsta kosti þeim sem vissu af til­vist félag­anna og eru í ­föstu ráðn­ing­ar­sam­band, þá megi margt betur fara og þá sér­stak­lega í málum flótta­kvenna. Sér­stak­lega nefna þær erlendu konur sem rætt var við  í rann­sókn­inni að þörf sé á fleiri og betri íslensku­nám­skeiðum sem og tölvu­nám­skeið­um.

Rann­sóknin var fram­kvæmd í kjöl­far #metoo-­sagna kvenna af erlendum upp­runa sem litu dags­ins ljós í fyrra. Í þeim sögum kom í ljós að konur í þessum hópi eru meðal þeirra valda­minnstu á vinnu­mark­aði og því í við­kvæmri stöðu gagn­vart mis­beit­ingu valds. Í skýrsl­unni segir að Starfs­greina­sam­band­inu þótti því nauð­syn­legt að skoða þennan hóp betur og athuga hvernig þær komi inn á vinnu­mark­að­inn og við hvaða skil­yrði þær starfi. Rætt var við kon­ur frá Taílandi, Fil­ipps­eyj­um, Sýr­landi og Pól­landi í rýni­hóp­um.

Ísland orðið fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag 

Í rann­sókn­inni segir að ljóst sé að Ísland er í dag orðið fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag. Vinn­andi fólk af erlendum upp­runa í jan­úar árið 2018 var 17,2 pró­sent af öllu vinn­andi fólki á Ís­landi sam­kvæmt  Hag­stof­unni. Íslenskar rannsóknir hafa einnig sýnt að meiri­hluti inn­flytj­enda kemu þe til Ís­lands í þeim til­gangi að setj­ast að hér á landi.

Drífa Snæ­dal, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Starfs­­greina­­sam­­bands­ins, seg­ir að rann­­sóknin sýni að ýmis­legt megi betur gera. Hún bendir á að meðal ann­ars verður að standa betur að íslensku­nám­skeiðum en meiri­hluti kvenn­anna í rann­sókn­inni sögðu að það vant­aði sár­lega túlk eða ein­hvern sem tal­aði þeirra tungu­máli til að kenna nám­skeiðin þar sem sumar þeirra töl­uðu litla sem enga ensku. Á­samt því lögðu kon­urnar áherslu á mik­il­vægi þess að geta leitað til trún­að­ar­manns í vinnu.

Drífa segir að einnig þurfi að leggja meiri áherslu á tölvu­nám­skeið en til dæmis nefndu sýr­lensku kon­urnar að tak­mörkuð tölvukunnátta þeirra aftr­aði þeim mikið en þær höfðu til dæmis ekki þekk­ing­una til þess að greiða reikn­ing­ana sína í heima­bank­anum eða finna hús­næði. Drífa bendir á að enn fremur sé ljóst að finna verður leiðir til að meta menntun þeirra sem koma erlendis frá til að vinna hér á landi, til dæmis að bjóða upp á raun­færni­mat í auknum mæli.

Drífa Snædal Mynd: Bára Huld Beck

Fundu allar fyrir and­legri van­líðan

Rætt var við kon­urnar í ólíkum rýni­hópum eftir því frá hvaða löndum þær komu. Í rann­sókn­inni var sér­stak­lega einn hópur sem átti erfitu með að fóta sig á íslenskum vinnu­mark­aði. Sá hópur sam­an­stóð af fjórum konum frá Sýr­landi en þær komu til Íslands á vegum flótta­manna­verk­efnis ásamt fjöl­skyldum sín­um. Kon­urnar höfðu stöðu flótta­kvenna þegar þær fengu upp­­lýs­ingar um að þær væru að fara til Ís­lands. Þær gátu ekki valið hvert þær færu heldur var þeim út­hlutað Ís­land­i. 

Allar kon­urnar í sýr­lenska rýni­hópnum töl­uðu um að finna fyrir and­legri van­líðan sem gerði það að verkum að erf­ið­ara var fyrir þær að ná að fóta sig á ís­lenskum vinnu­mark­aði. Aðeins hluti kvenn­anna hafði fengið sál­fræði­að­stoð eftir kom­una til Íslands. Þá aðeins í eitt eða tvö skipti en jafn­framt tóku þær fram að fleiri tímar væru væntanlegir. 

Auglýsing

Þurftu strax að borga skatta og húsa­leigu 

Sýr­lensku kon­urnar sögðu frá því hversu erfitt þeim fannst að átta sig á og takast á við það mis­ræmi sem þær sögðu að hefði verið á milli þeirra upp­lýs­inga sem þær fengu fyrir kom­una til Íslands og hins vegar þeirrar aðstoðar sem þær síðan fengu á Ís­land­i. Þær höfðu til dæmis fengið upp­lýs­ingar um að hluti launa þeirra rynni til rík­is­ins í formi skatts en í rann­sókn­inni segir að kon­unum hafi brugðið þegar þær átt­uði sig á því að næstum helm­ingur launa þeirra var dreg­inn af þeim. 

Auk þess fengu kon­urnar þær upp­lýs­ingar að þær myndu fá aðstoð og stuðn­ing í eitt ár við að átta sig á sínu nýja umhverfi. Kon­urnar áttu til dæmis ekki að fara út á vinnu­mark­að­inn fyrsta árið eftir að þær komu til lands­ins en hluti þeirra hóf störf aðeins þremur mán­uðum eftir kom­una til Ís­lands. 

„Það var sagt við okkur í ... að þetta mun vera eitt ár sem við munum vera án vinnu og án að borga húsa­leigu en það var svona sjokk sem sagt að við þurftum að fara strax að vinna eftir þrjá mán­uði og líka borga hús­leigu og allt þetta dót,“ segir ein kvenn­anna  í hópn­um.

Mis­mun­andi þjón­usta eftir sveit­ar­fé­lögum

Enn fremur sögðu kon­urnar frá því í rann­sókn­inni hvernig það angr­aði þær að ekki væri sama þjónustan í boði fyrir allt flótta­fólk á Ís­landi heldur valt það á hverju sveit­ar­félagi fyrir sig hvaða þjónusta var í boði. Til að mynda höfðu þær heyrt af flótta­fólki sem var bú­sett á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og hafði haft aðgang að ís­lensk­unám­skeiðum und­an­farin þrjú ár sem voru nið­ur­greidd af félags­þjónust­unni.

Kon­urnar sögðu frá því hvernig tak­mörkuð tölvukunnátta þeirra hafði aftrað þeim, sem dæmi höfðu þær ekki þekk­ingu til þess að greiða reikn­ing­ana sína í heima­bank­an­um. Kon­urnar sátu sextán tíma tölv­unám­skeið eftir að þær komu til Ís­lands en þeim þótti það alls ekki nóg.

Í rann­sókn­inni segir að athuga þyrfti mögu­leika þess að sam­tvinna ís­lensk­unám­skeið og tölv­unám­skeið eða a.m.k. gera inn­flytj­end­um, sem hafa litla tölvukunnáttu, kleift að nálg­ast kennsl­una á auð­veldan hátt. Jafn­framt sé ljóst að ýmis­legt er ábóta­vant í fyr­ir­komu­lagi flótta­manna­verk­efni. Meðal ann­ars þurfi að tryggja að flótta­fólk fái lág­marks­upp­lýs­ingar um þá þjón­ustu sem stendur þeim til boða og að það sé upp­lýst um rétt­indi og skyldur á ís­lenskum vinnumarkaði.

Auglýsing


Úr einum slæmum stað í aðrar slæmar aðstæður

Í heild­ina þá fannst sýr­lensku kon­unum þær ekki hafa náð að verða virkir þátt­tak­endur í ís­lensku sam­félagi út frá þeim stuðn­ingi sem þeim hafði verið veittur síðan þær komu til Ís­lands. Í rann­sókn­inni segir einnig að kon­urnar séu hræddar um hvað verði um þær og fjöl­skyldur þeirra þegar fyrsta árinu þeirra á Íslandi lýk­ur. Í rann­sókn­inni er þó tekið fram að eitt ár sé ekki nógu langur tími fyrir fjöl­skyldur sem koma frá stríðs­hrjáðum löndum til að fóta sig í nýju sam­fé­lagi.

Flóttafólk frá Sýrland Mynd: EPA

Allar sýr­lensku kon­urnar sögð­ust mjög þakklátar Ís­lend­ingum fyrir að bjóða þær vel­komnar en eins og staðan væri í dag þá liði þeim eins og þær hefðu farið úr einum slæmum aðstæðum í aðrar slæmar aðstæð­ur­. Allar kon­urnar voru sam­mála því að Ís­land væri öruggt land en þrjár kvenn­anna sáu fram á að vera heim­il­is­lausar um áramótin þar sem eig­andi húsnæð­is­ins sem þær bjuggu vildi ann­að­hvort selja húsið eða fá íbúð­ina aft­ur.  ­Kon­urnar sögðu frá því hvernig þær leit­uðu til  félags­þjónust­unnar um aðstoð en svörin sem þær hefðu fengu var að þær hefðu lært ís­lensku og gætu því fundið sér nýtt húsnæði sjálf­ar. 

Stað­reyndin er aftur á móti sú að ís­lenskukunnátta þeirra er tak­mörkuð og þær hafa enga tölvukunnáttu sem gerir þeim mjög erfitt fyrir að leita sér að nýju húsnæði, sam­kvæmt rann­sókn­inni. Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þær hafi átt mjög erfitt með að standa í skilum á dag­legum út­gjöldum fjöl­skyld­unnar á þeim bótum eða launum sem þær hafa til ráð­stöf­unar á mán­uði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent