Innflytjendum mun fjölga um 12 til 30 þúsund hið minnsta innan fimm ára

Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir því að mun fleiri muni flytja til landsins en frá því frá byrjun þessa árs og til loka árs 2022. Sú aukning er fyrst og fremst vegna þess að erlendir ríkisborgarar flytja hingað.

Mikill vöxtur í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði hefur skapað mikla eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. Þeirri eftirspurn mætir erlent vinnuafl sem flyst hingað til lands.
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði hefur skapað mikla eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. Þeirri eftirspurn mætir erlent vinnuafl sem flyst hingað til lands.
Auglýsing

Búist má við því að þeim sem flytja til Íslands umfram þá sem flytja á brott verði 20.883 talsins frá byrjun árs 2018 og til loka árs 2022, samkvæmt miðspá Hagstofu Íslands um þróun mannfjöldans á Íslandi næstu árin. Láspá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að aðfluttum fjölgi um 12.252 en háspáin 29.323 á þessu fimm ára tímabili.

Hinir aðfluttu verða fyrst og fremst erlendir innflytjendur samkvæmt spánni og fleiri íslenskir ríkisborgarar munu áfram flytja frá landinu en til þess. Í byrjun árs 2018 voru erlendir ríkisborgarar sem bjuggu hérlendis 37.950 talsins. Láspáin gerir ráð fyrir að þeim fjölgi um 32,3 prósent, miðspáin gerir ráð fyrir að þeim fjölgi um 64,5 prósent fram til loka árs 2022 og háspáin gerir ráð fyrir því að þeim fjölgað um 77,2 prósent.

Því má búast við að í lok árs 2022 verði erlendir innflytjendur hérlendis 58.833 til 67.273 talsins hið minnsta ef annað hvort mið- eða háspá Hagstofunnar verða að veruleika. Það myndi þýða að erlendir ríkisborgarar yrðu 15,6 til 17,4 prósent allra íbúa landsins. Um síðustu áramót voru þeir 10,9 prósent þeirra.

Spáin gerir ráð fyrir tímabundnum viðsnúningi eftir 2022

Mannfjöldaspáin gerir þó ráð fyrir því að eftir árið 2022 muni þróunin snúast við og fleiri muni flytja burt en til landsins. Í segir: „Til að ná...jafnvægisástandi þarf þó að gera ráð fyrir að hinn mikli fjöldi aðfluttra hverfi aftur til baka eftir skammtímaspána eins og reyndin hefur verið undanfarna áratugi. Þetta er gert með því að hafa fimm ára tímabil milli skammtíma- og langtímaspárinnar þar sem brottflutningur þeirra sem spáð er að komi til landsins á næstu fimm árum er áætlaður út frá meðallengd dvalar útlendinga á Íslandi undanfarin 20 ár.“

Auglýsing
Miðspáin gerir því ráð fyrir að frá byrjun árs 2023 og til loka árs 2027 verði brottfluttir umfram aðflutta alls 13.455 talsins, og lágspáin gerir ráð fyrir að þeir verði 15.515. Samhliða muni íbúum landsins fækka á umræddu fimm ára tímabili.

Þróun á fjölda erlendra ríkisborgara sem hingað flytja, og þeirra sem ákveða að dvelja áfram, er bundin við gang efnahagsmála. Ef vöxtur er í íslensku samfélagi, og sérstaklega mannaflsfrekum geirum á borð við ferðaþjónustu og byggingaiðnað, þá mun fjöldi þeirra sem flytja hingað líkast til ekki dragast saman á tímabilinu líkt og spáin gerir ráð fyrir, heldur halda áfram að aukast. Að sama skapi gæti aðfluttum erlendum ríkisborgurum fækkað hratt á komandi árum ef hörð lending verður í efnahagsmálum.

Mikil fjölgun á skömmum tíma

Öll fjölgun lands­manna á fyrri hluta árs­ins 2018, og vel rúm­lega það, má rekja til þess að erlendir rík­is­borg­ara fluttu hingað til lands. Mannfjöldaspáin fyrir árið 2018 tekur mið af þeirri miklu aukningu.

Í lok júní síðastliðins voru erlendir ríkisborgarar sem hér búa orðnir 41.280 tals­ins og hafði fjölgað um 3.328 frá ára­mót­um, eða um 8,7 pró­sent.

Alls fjölg­aði íbúum á Íslandi um 2.360 á tíma­bil­inu og því ljóst að lands­mönnum hefði fækkað ef ekki hefði verið fyrir aðflutn­ing erlendra rík­is­borg­ara til lands­ins. Hlut­falls­lega setj­ast lang­flestir þeirra að í Reykja­nes­bæ. Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara þar hefur tæp­lega fjór­fald­ast á örfáum árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar